Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Side 34
Römverskir pen-
ingar á Islandi
Rómversku peningarnir, sem fundizt hafa á ís-
landi, hinir fyrstu snemma á öldinni á Suðaust-
urlandi, síðan einn eftir miðja öldina á Suður-
landi og nú síðast einn í Vestmannaeyjum,
hafa oft orðið mönnum tilefni heilabrota um
Þótt þessir rómversku
peningar segi ekkert nýtt
um upphaf Islands-
byggðar og fræðilegt gildi
hafa þeir ekki umfram það
að vera elztu hlutir af
mannahöndum, sem
fundist hafa á íslandi,
munu ýmsir menn vafa-
laust lengi enn vitna til
þeirra og hampa þeim af
óvarkámi sem sönnunar-
gögnum um komu
Evrópumanna til íslands
löngu fyrir daga norrænna
manna hér.
Eftir ÞÓR
MAGNÚSSON
hugsanlega komu Rómverja hinna fornu til
íslands á 3. eða 4. öld. Nú síðast skrifar
Ragnar Borg grein í Morgunblaðið 13. júní
vegna fundar peningsins í Vestmannaeyjum
og telur hann peningana komna með Kelt-
um, Pöpum, til íslands á næstu öldum fyrir
byggð norrænna manna á íslandi.
Stundum gætir nokkurrar óvarkámi í
umfjöllun og ályktunum manna um þessa
fomu peninga og í ályktunum þeirra, og
jafnvel gætir þá óskhyggju um „landnám
fyrir landnám" í skrifum fræðimanna um
þessi efni.
Fyrsti rómverski peningurinn fannst á
Bragðavöllum í Hamarsfirði 1905 og 1933
fannst annar þar, í uppblásnum bæjar-
rústum. Matthías Þórðarson kom á staðinn
1934 og kannaði hann, en þá vora bæjarrúst-
imar svo gereyddar af uppblæstri að engri
eiginlegri rannsókn varð við komið. En á
staðnum höfðu einnig fundizt fáeinir fom-
gripir, sem ótvírætt bentu til norrænna
mannavista frá landnámsöld, grýtubrot úr
klébergi, smásteinar með ýmsum litlum,
snældusnúður og jámbrot, tennur úr stór-
gripum og viðarkolamolar, allt hlutir, sem
oftast finnast í bæjarrústum hérlendis frá
þessum tíma. Af bæjarrústunum sjálfum var
nánast ekkert sýnilegt nema gijótdreifar
og gátu þær ekkert sagt um húsagerð eða
byggingarháttu.
Eg hefi tvívegis komið á þennan stað, í
fyrra skiptið 1984, nokkra eftir að þar hafði
fundizt gul glertala frá víkingaöld. Kannaði
ég þar mjög gaumgæfilega öll verksum-
merki eftir byggð og leitaði grannt eftir
hlutum á yfirborði, en eiginleg fomieifa-
rannsókn verður ekki gerð þama lengur
frekar en þá er Matthías Þórðarson kom á
staðinn. Þama sjást aðeins óreglulegar
helludreifar í uppblásnu melbarði, á einum
stað sést óverulega votta fyrir steinaröð,
sem þó er ekki öragglega af mannahöndum
sett, gæti þó hafa verið undirstaða að vegg
eða hugsanlega stétt, en þetta er svo óljóst,
að ekki er hægt að draga neinar ályktanir
af því.
Hins vegar virðist augljóst af gripunum
frá BragðavöUum, öðram en peningunum,
Rómverskur peningur, fundinn í Hvít-
árholti 1966, sleginn fyrir Marcus Claud-
ius Tacitus keisara 275-276 e.Kr. með
vangamynd keisarans.
að þama hafi verið norrænn bær á land-
námsöld, byggðin líklegast aðeins varað
skamma hríð og bærinn síðan verið fluttur,
þá sennilegast á núverandi bæjarstæði á
BragðavöUum, sem þótt hefur hentugra en
þessi staður, sem fyrst var valinn. Það virð-
ist augljóst, að ekki geti verið þama um
byggðarleifar frá Rómverjum að ræða, ekk-
ert hefur fundizt þar af gripum, sem ein-
kennandi era fyrir Rómveija og því er mjög
varasamt að draga af þessum tveimur pen-
ingum neinar ályktanir um Rómverjabyggð.
Öðra máh hefði gegnt, ef þarna hefðu fund-
izt glerglös eða bronshlutir, sem einkenn-
andi era fyrir byggð á Rómverjatímanum
eða vora verslunarvara þá.
Þriðji peningurinn fannst fyrir mynni
Hvaldals í Lóni, þar sem ekki er vitað að
nokkra sinni hafi verið byggð og engin
mannvirki neins staðar sjáanleg. Pening-
urinn fannst þar í foksandi af hreinni tUvilj-
un, hann fann erlendur maður og gróf hann
með fingranum í sandi umhverfis peninginn
án þess að neitt fleira kæmi í ljós. Er pen-
ingurinn því greinUegur lausafundur. Engar
fræðUegar niðurstöður er því hægt að draga
af fundi hans, hann virðist hafa hafnað þama
einhvem veginn af tUvUjun, en hvenær eða
hvemig fæst víst aldrei svarað né nein hald-
góð skýring gefin. Þetta gæti hafa gerzt á
hvaða öld Islandsbyggðar sem er.
Fjórði peningurinn fannst í Hvítárholti í
Hranamannahreppi 1966 við fomleifarann-
sóknir á bæjarrústum frá landnámsöld.
Peningurinn fannst í raslbing eða sorphaugi
í öðrum enda á víkingaaldarskála. Var svo
að sjá sem húsið hefði verið stytt er það
var enn í notkun og kastað sorpi þangað
sem austurendi þess hafði verið. í sorphaug-
unum vora öskudreifar með ýmsum lit og
innan um smábrot af brannum beinum, en
engir hlutir aðrir en peningurinn. Hann kom
í ljós er smár moldarköggull, sem skafinn
var fram, brotnaði í tvennt á sköfunni. Vora
spanskgrænublettir í moldinni við peninginn
og alveg augljóst, að hann hafði verið þama
lengi, greinUega allt síðan staðurinn var
byggður, á 10. öld að líkindum. Fann ég
peninginn sjálfur og get ég þessa svona
ýtarlega til að firra vangaveltum um, að
honum kunni að hafa verið komið þarna
fyrir síðar, t.d. meðan rannsóknin stóð yfir.
Hér er rétt að nefna, að fom, rómverskur
peningur á að hafa fundizt vestur í Dala-
sýslu fyrir einhveijum áram, reyndar inni
á gólfi í húsi frá þessari öld. Var mönnum
fullkomin ráðgáta, hvemig á honum gæti
staðið þar, enginn þar á bæ hafði haft slík-
an pening í fórum sínum það vitað var og
ekki vitað um neinn, sem hefði getað komið
með hann þangað. Var helzt gizkað á, til
að nefna einhveija skýringu, að hann kynni
að hafa borizt með moldum úr kálgarði.
Hefur sá peningur því nánast ekkert fræði-
legt gUdi í byggðarsögunni og verður ekki
frekar um hann fjallað í þessu samhengi.
Fimmti rómverski peningurinn fannst síð-
an í Vestmannaeyjum, sem sem sagt hefur
verið frá nýlega og gaf tUefni tU fréttafrá-
sagna og blaðaskrifa. Hefði verið eðlUegt,
að skýra þar nánar frá fundaratvikum, því
að þau segja sitt.
Eg frétti af fundi þessa penings 25. októ-
Skáli frá landnámsöld í Hvítárholti í Hrunamannahreppi. Myndin er tekin þegar
rannsóknin fór þar fram 1966. Einn rómversku peninganna fannst í austurenda
skálans sem er íjær.
Myndirnar tók greinarhöf.
ber 1991, er hringt var tU mín frá Mynt-
safni Seðlabankans og Þjóðminjasafnsins,
en þangað hafði peningurinn verið sendur
tU greiningar og athugunar. Talaði ég
nokkra síðar við finnandann, Aðalstein Agn-
arsson í Vestmannaeyjum. Sagðist honum
svo frá, að hann hefði verið að skoða Skans-
inn í Vestmannaeyjum þá um sumarið ásamt
öðrum manni og varð litið á vegginn við
hornið á austurkantinum á Skansinum. Þá
sá hann peninginn liggja þar í gijóthleðsl-
unni. Var hann á rönd ofan á mold í hleðsl-
unni og gras ofaná og var þetta í tUtölulega
ungri hleðslu. Ekki gerði hann sér grein
fyrir, að þetta, sem virtist spanskgræn plata,
væri peningur, en hann var síðan settur í
veika saltsýrulausn og hreinsaðist þá af
honum spanskgrænan og kom í ljós, að
þetta var peningur.
Skansinn í Vestmannaeyjum er víst ekki
eldri en frá síðari hluta 16. aldar, en 1515
var fyrst ákveðið að reisa þar vígi, þótt það
yrði ekki fyrr en síðar. Og þar sem hleðsl-
an, sem peningurinn fannst í, er tUtölulega
ung skv. frásögn finnanda, hlýtur hún að
tvera frá síðari öldum og peningurinn kom-
inn þangað líklegast eftir 1600. — Fræði-
legt gUdi hans um byggð eða komu Papa,
hvað þá Rómverja, tU Vestmannaeyja, verð-
ur því að teljast nánast ekkert.
Kristján Eldjárn setti hugmynd sína um
komu Rómveija hinna fornu til íslands fyrst
fram í bókinni Gengið á reka, og síðan gerði
hann frekari grein fyrir henni í doktorsriti
sínu Kuml og haugfé. Er ég skrifaði um
rannsóknirnar í Hvítárholti í Árbók forn-
leifafélagsins 1972 dró ég nokkuð í efa fræði-
legt gUdi rómversku peninganna tU slíkrar
niðurstöðu, þar sem þeir þrír, sem vora
fundnir í byggðarleifum, virtust ótvírætt
komnir á þá staði á landnámsöld íslands.
Við Kristján áttum oftar en einu sinni tal
um þessa rómversku peninga og fannst mér
hann þá orðinn efins um, að hugmyndirnar
um komu Rómverja tU íslands væru svo
haldgóðar sem hann hafði einu sinni talið,
einmitt af þessum orsökum.
I þessu sambandi finnst mér ástæða tU
að taka hér upp hugleiðingar Kristjáns Eld-
járns um rómversku peningana, er hann
skrifaði í dagbók sína daginn sem ég sýndi
honum Hvítárholtspeninginn, 6. ágúst 1966,
og er birt hér með leyfi frú HaUdóra Eld-
járn:
„Ekki er unnt að koma með neina veru-
lega góða skýringu á þessu fyrirbæri, því
að ekki efa ég, að minjar þessar [þ.e. rústim-
ar í Hvítárholti, Þ.M.] era að öUu leyti frá
söguöld, reyndar hef ég aUtaf hugsað mér,
að þama hafi raunveralegir landnámsmenn
tekið sér bólfestu. En hvemig stendur á
því að þeir hafa haft þennan rómverska
gamla pening í fóram sínum? Það er og
verður sennUega aUtaf ráðgáta. Bezt gæti
ég trúað, að hann öé svo að segja úr sömu
buddunni og peningamir að austan, Jiví að
hann er í tíma á milli þeirra. Einhver Islend-
ingur eða landnámsmaður hefur fundið
hrúgu af þess konar peningum í jörðu, á
Englandi eUegar hér á landi, og síðan hafa
þeir smám saman dreifzt út um landið. Hin
gamla skýringartilraun mín heldur enn gUdi
sínu, því Utla sem hún hefur nokkurn tíma
haft. Það er vel hugsanlegt, að rómverskir
borgarar hafi komið hingað tU lands, Uklega
hrakizt hingað, og þeir hafi skUið eftir sig
þessar minjar, en landnámsmennirnir síðan
fundið þær. Hitt getur svo líka verið, að
landnámsmenn eða aðrir snemma á söguöld
hafi komið með þá, en þá hafa þeir líklega
fundið þá á Englandi. Og er þó að muna,
að Heichelheim taldi mjög ólíklegt, að Aust-
fjarðapeningarnir gætu verið komnir frá
Englandi, vegna þess að þeir eru alUr frá
myntsláttum í hinum eystri hlutum keisara-
ríldsins, einn frá Litlu-Asíu, tveir frá Róm.
Peningar þeir, sem í umferð vora í Britann-
íu, hafa væntanlega verið frá myntsláttu-
stöðum í Brittanníu, Gallíu eða Spáni.“
Kristján Eldjárn rökstuddi tilgátu sína
um komu Rómverja til íslands meðal ann-
ars með því, að peningar sem þessir íynd-
ust afar sjaldan á Norðurlöndum eða utan
forna rómverska ríldsins. En þeir era þó
ekki eins sjaldséðir þar og talið hefur verið.
Þannig hafa t.d. fundizt fimm rómverskir
koparpeningar í Dölunum í Svíþjóð einum
saman. Og reyndin er sú í seinni tíð, að
fornir rómverskir koparpeningar eru mjög
víða á ferli í Evrópu og berast hæglega
nánast um allt, ekki sízt nú með ferðamönn-
um. Þeir eru til sölu víða sem minjagripir
og- er mér t.d. minnisstætt, að er ég kom
til Trier í Þýzkalandi fyrir allnokkram áram
var seldur þar hvers kyns ferðamannavarn-
ingur við Porta Nigra og þar á meðal vora
rómverskir koparpeningai- í hundraðatali á
söluborðum, peningar sem finnast hvar-
vetna í jörðu á þeim slóðum.
-4
34