Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Side 36
Með álfum
og tröllum í
austurvegi
Við erum sestar inn í flugvél litháíska flugflotans
á Heathrow-flugvelli. Farkosturinn er á grun-
samlega slitnum dekkjum og flugmaðurinn
þarf að leggja flugfreyjunum lið við að sparka
hurðinni aftur svo hún falli í falsið. Það kem-
Höfundamir fóru á
bamabókaþing til Litháen
og þá kom í ljós að
j* niðumíðslan er með
ólíkindum og margt
gerólíkt því sem við
þekkjum: Kirkjur fyllast á
messutímum, en maturinn
á veitingahúsunum er
varla ætur. Götusalar
bjóða vaming á strætum,
en þar sést varla bíll.
Eftir KRISTÍNU
STEINSDÓTTUR og
OLGU GUÐRÚNU
ÁRNADÓTTUR
ur okkur því skemmtilega á óvart þegar
vélinni tekst að mjaka sér á loft. Hún brýst
með miklum drunum upp í gegnum Lund-
únaþokuna og stefnan er tekin á Vilnius.
Þetta er á haustdögum 1993 og við erum á
leið á bamabókmenntaþing í Litháen.
I vélinni eru karlmenn í miklum meiri-
hluta. Háttsemi margra þeirra er í frjálsleg-
asta lagi miðað við aðstæður; þeir eru á
sífelldu flakki eftir ganginum með logandi
sígarettur og hálffull glös, og láta engan
bilbug á sér finna þó flugfreyjurnar geri
stöku athugasemd um leið og þær troðast
með erfiðismunum gegnum reykspúandi
þvöguna.
Fyrir miðri vél getur að líta kunnuglega
persónu í bláu prjónavesti með hálsbindið
skakkt; þar situr Landsbergis, fyrrum for-
seti Litháens, niðursokkinn í pappírsgögn.
Þegar við erum lentar í Vilnius og bíðum
við hlið hans við færibandið eftir farangrin-
um, notum við tækifærið til að heilsa upp
á hann. Hann bregst glaður við og segir
það ávallt vera sérstakt fagnaðarefni að
hitta Islendinga. Hlýleg orð hans gefa tón-
inn fyrir það viðmót sem við verðum hvar-
vetna aðnjótandi í Litháen næstu vikuna.
En hvað leigubílstjórana áhrærir erum
við auðvitað bara réttir og sléttir útlending-
ar sem kannski má hafa af slatta af dollur-
um fyrir akstur á hótel. Einn eltir okkur á
röndum og býður tuttugu mínútna ökuferð
á fimmtíu dollara, annar er tiibúinn að fóma
sér niður í þrjátíu, eii við afþökkum kurteis-
lega og tökum strætó alveg að hótelinu
okkar fyrir andvirði íslensks krónupenings.
Seinna komumst við að því að hæstu
mánaðarlaun háskólakennara í Litháen eru
um 3.000 krónur, eða 190 litas, sem jafngild-
ir um 45 dollurum. Leigubílstjórarnir sem
harka við flugstöðina þurfa því ekki að hitta
marga þreytta útlendinga með þungar tösk-
ur til að öngla saman í árslaun prófessora.
Greinarhöfundarnir í safni tréskurð-
arlistar í Neringa.
Vilnius á sunnudegi
Við höfum einn dag til að skoða okkur um
í Vilnius áður en við höldum út til strandar-
innar að þinga um bókmenntir. Ut um
gluggann á fimmtándu hæð á Hótel Litháen
blasir gamli bærinn við með ótal skrautleg-
um kirkjutumum og áin Neris streymir hjá
glitrandi í morgunsólinni. Við hröðum okkur
til morgunverðar í gríðarstómm matsal og
hyggjumst hlaða þar orkugeymana fýrir
langa gönguferð um borgina.
Eftir að hafa bragðað á öllum sortum
hlaðborðsins neyðumst við tii að endurskoða
þá áætlun, því að þrátt fyrir ofurmannlega
jákvæðni tekst okkur varla að koma niður
nokkrum bita. Sterkur þráakeimur er af
öllu; jafnvel brauðið reynist óætt. Moldar-
bragð er af kaffinu og teið hlandvolgt. Ef
þetta er forsmekkurinn að litháískri matar-
33^---T
Veitingahús í kolakjallara í Vilnius.
Að sögn greinarhöfundanna var sterkur
þráakeimur af flestöllum mat og mold-
arbragð af kaffinu.
í sjávarþorpinu Nida er verið að stafla eldiviði fyrir veturinn. Þar er rithöfunda-
setrið Urbo Kalnas þar sem barnabókaþingið fór fram.
gerð er okkur óhætt að reikna með rýrn-
andi mittismáli.
En þegar við röltum af stað út í borgina
verða fegurri tónar til að yfirgnæfa garna-
gaulið. Loftið titrar af klukknahljómi þvi
að það er sunnudagsmorgunn í Vilnius og
kirkjurnar kalla. Við látum forvitni og and-
akt leiða okkur inn í helgidóminn, stöndum
hlédrægar úti við dyr og hlýðum á messu-
gjörð og sálmasöng að kaþólskum sið. Lithá-
ar eru afar trúrækin þjóð og þær þrjár kirkj-
ur sem við stöldrum við í þennan morgun
eru allar fullar af fólki. Þeir sem ekki sitja
á bekkjunum knékrjúpa guði á köldu stein-
gólfinu; konur í nælonsokkum, karlmenn í
slitnum sparibuxum, lasburða gamalmenni
og lítil börn, öll renna þau saman í eina
biðjandi hjörð undir voldugri kirkjuhvelfing-
unni.
Við dyr Dómkirkjunnar sitja tveir betl-
arar í hnipri, gömul tannlaus kona í tötrum
og sinnisveikur karlmaður sem rær volandi
í gráðið með lítinn hvolp í fanginu. Mynd
þeirra stingur ónotalega í stúf við íburðar-
mikið guðshúsið, sem nýlega hefur fengið
kostnaðarsama andlitslyftingu í tilefni af
páfakomu.
Á götum gamla borgarhlutans ríldr frið-
ur. Bflaumferð er þar varla nokkur, fólk
röltir spariklætt eftir gangstéttum og
krakkar kasta boltum í portum. Enginn asi
eða læti. Okkur finnst við vera komnar
hundrað ár aftur í tímann. Rósemin gagn-
tekur sálina. Haustlituð trén bregða ævin-
týrablæ á steinlögð stræti og gamlar skáld-
aðar byggingar sem einhvern tíma hafa
verið glæstar og fallegar og verða það
kannski aftur ef þjóðin kemst í álnir. Við
Gediminostræti bjóða götusalar fram varn-
ing sinn: Skartgripi úr rafi, litríkar ma-
trúsjkur, tréskurðarmyndir og grafík. Þetta
eru prúðir sölumenn, lausir við hávaða og
ýtni.
Að seðja hungur sitt
Litháar eru greinilega lítt vanir erlendum
ferðamönnum, því að veitingahúsin eru svo
illa merkt að dágóða spæjarahæfileika þarf
til að finna þau. Þegar líður á daginn römb-
um við þó á veitingahús sém staðsett er í
fyrrverandi kolakjallara og fáum þar þokka-
lega máltíð til að kveða niður garnagaulið.
Þráakeimurinn er þó ekki allskostar fjaiii
en við drekkjum honum í rauðvínsglasi.
Skammt frá veitingahúsinu er háskólinn
í Vilnius, sem var elsti háskóli í Sovétríkj-
unum sálugu, stofnaður af Jesúítum árið
1579. Á sunnudögum er skólinn vitaskuld
lokaður en við skoðum háskólakapelluna og
göngum um laufskrýdda garða. Þarna verð-
ur á vegi okkar gamall maður sem gefur
frá sér undarleg hljóð og bendir til skiptis
á maga og munn. Ekkert tungumál þarf til
að skiija að maðurinn er svangur. Við erum
fljótar að seilast í budduna, enda nýbúnar
að greiða hálf mánaðarlaun þarlendra til
að seðja eigið hungur og vitum upp á okkur
skömmina.
Það kvöldar hratt í Vilnius og við röltum
af stað heimleiðis í ljósaskiptunum. Síðustu
geislar kvöldsólarinnar sleikja rústir Gedim-
inas-kastalans á Kastalahæð, gotneskrar
byggingar frá 14. öld sem hýsir í turni sín-
um sögusafn borgarinnar. Svo dettur
myrkrið skyndilega á eins og hendi séyeif-
að. Flóðlýsing vestrænna borga er víðsfj-
arri og í íbúðarhúsum er spart farið með
rafmagn.
Síðustu kirkjugestirnir feta sig heim
gegnum myrkrið og eiga víst fæstir kost á
heitu baði til að ylja sér fyrir nóttina, eins
og við ferðamennirnir fáum á Hótel Lithá-
en. I Vilnius og öðrum stórum borgum í
Litháen er heitu vatni veitt til hverfanna á
víxl í sparnaðarskyni, eina viku í mánuði á
hvert hverfi, og auglýst í fjölmiðlum hvar
hitað verði upp á næstunni. I smærri borg-
um og í sveitum er ástandið enn verra.
Hitinn á hótelinu er langt undir því sem
við eigum að venjast. Við dúðum okkur eft-
ir baðið og breiðum rúmteppin krókloppnar
upp fyrir haus.
Heysátur og hestakerrur
Næsta dag leggjum við upp í rútuferð
þvert yfir landið til Klaipeda, einu hafnar-
borgar Litháens. Rútan má muna fífil sinn
fegri; í henni er megn bensínstækja og
sætisbökin eru föst í ýmsum ankannalegum
stellingum. En gluggarnii’ eru stórir og
gefa gott útsýni yfir litháísku sveitirnar.
Landið er láglent og trjágróður fagur og
fjölbreytilegur. Hvergi höfum við séð aðra
eins haustlitadýrð, rautt og brúnt og gult í
ótal yndislegum blæbrigðum. I fimm
klukkustundir ökum við gegnum litasinfó-
níuna og tímum varla að depla auga.
Á túnum og engjum er enn verið að slá
36