Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Page 40
ÁlOO.ártíð
Guyde
Maupassants
Aþessu ári voru liðin 100 ár frá andláti eins
mesta rithöfundar Frakka, Guy de Maupass-
ants. Þessa var víða minnst í Frakklandi sl.
sumar með fyrirlestrum, leik- og kvikmynda-
sýningum. Hér á landi minntist félagið Alliance
Enda þótt rithöfundarferill
Guy de Maupassants
stæði aðeins í rúmlega
áratug, náði hann samt að
skrifa 25 bækur og frægð
hans lifir enn sem fyrr.
Einna þekktastur varð
hann fyrir smásögur sínar
og skrifaði ekki færri en
300 og birtist ein þeirra
hér.
Eftir GUÐJÓN ÁRMANN
EYJÓLFSSON
Francaise Maupassants með fyrirlestri franska
sendikennarans frú Francoise Peres og sýn-
ingu á kvikmyndinni Sönn saga.
Guy de Maupassant var fæddur í Normandí
í Norður-Frakklandi 5. ágúst 1850 og andaðist
6. júlí 1893, tæplega 43 ára gamall.
Afköst hans sem rithöfundar og ritsniUd
voru einstök.
Guy de Maupassant er einkum þekktur fyr-
ir smásögur sínar og hafa nokkrar verið þýdd-
ar á íslensku. Margar sögur Maupassants hafa
verið kvikmyndaðar og fyrir nokkrum árum
sýndi íslenska sjónvarpið 6 kvikmyndir gerðar
eftir smásögum hans. Þetta var flokkur mynda
sem franska sjónvarpið, TFl, lét gera; vel
gerðar kvikmyndir sem sýna vel snilli Maup-
assants, raunsæi og stundum harðan heim. I
hnitmiðuðum smásögum segir hann oft meira
en aðrir sem teygja lopann í heila bók. Nokkr-
ar fleiri kvikmyndir hafa verið gerðir eftir
sögum Maupassants og má hér nefna Manns-
ævi ( Une vie) 1958, Saga úr sveitinni 1932, I
húsi frú Tellier, Bel ami, Sönn saga o.fl. í dag
er hann sennilega meira lesinn og þykir áhuga-
verðari en flestir þeir höfundar sem voru hon-
um samtíma og voru þá í meiri metum.
Foreldrar Guy de Maupassants voru bæði
ættuð frá Normandí, landeigendur sem til-
heyrðu yfirstétt þess tíma. Hann ólst upp á
herragarðinum Miromesni], fornri höli frá tím-
um Normanna, þar sem hann fæddist, en höll-
in er skammt frá borginni Dieppe, sem liggur
að Ermasundi. Þau hjónin, Laure og Gustave
Maupassant, eignuðust tvo syni en slitu sam-
vistir eftir 14 ára hjónaband, þegar Guy var
10 ára gamall og hafði ósamlyndi þeirra og
fjöDyndi föður hans í ástamálum ævarandi
áhrif á hinn unga Guy.
Móðir hans, Laure, kynntist ung Gustave
Flaubert, sem er í röð mestu rithöfunda
Frakka og m.a. þekktur fyrir skáldsöguna Frú
Bovary, sem hefur verið þýdd á íslensku; ný-
lega kvikmynduð í Frakklandi og sýnd hér á
landi í fyrra. Vinfengi var með fjölskyldum
þeirra og móðurbróðir Guy de Maupassants,
Alfred le Poittevin og Gustave Flaubert voru
nánir vinir. Alfred var efnilegt ljóðskáld, en
dó ungur, aðeins 32 ára að aldri. Hann var
Guy de Maupassant á sínum yngri árum.
Hann var þó aðeins tæpra 43 ára þegar
hann féll frá.
öllum harmdauði ekki síst systurinni, Laure,
sem sá í Guy, syni sínum og frumburði, bróður-
inn Alfred endurborinn, en Laure var mikill
aðdáandi Flaubert og bókmennta. Tvítugur
að aldri tók Maupassant þátt í fransk-þýska
stríðinu 1870-1871 og var í hemum í nærri
því hálft annað ár. Þjóðverjar, sem voru þá
nefndir Prússar, fóru herskildi um Norður-
Frakkland og Normandí, hertóku Rúðuborg
og sátu um París. Eftir fjögurra mánaða ums-
átur, matvælaskort og stórskotahríð urðu Par-
ísarbúar að gefast upp. Prússar niðurlægðu
frönsku þjóðina og sú kynslóð Frakka, er leið
hörmungar stríðsins gleymdi þeim aldrei; má
hér nefna Clemenceau, sem var forsætisráð-
herra Frakka við lok fyrri heimsstyijaldarinn-
ar á árunum 1917-1920.
En Clemenceau réði miklu um hina ill-
ræmdu Versalasamninga árið 1919, sem með
háum stríðsskaðabótum lagði á Þjóðverja svo
óbærilegar byrðar, að þeir gátu vart staðið
undir þeim, enda kom það siðar rækilega í
ljós. Stríðið 1870-1871 hafði mikil áhrif á hinn
unga Maupassant. Hann skrifaði nærri 20
smásögur sem fjölluðu um stríðið og líf fólks
í Normandí á dögum styrjaldarinnar, margar
þeirra eru meðal bestu smásagna hans eins
og sögumar Tveir vinir, sem fjallar um París
á dögum hins langa umsáturs, Ungfrú Fífi og
Fitubolla (Boule de Suif). Þegar þessi saga
birtist árið 1880 varð Maupassant frægur um
aUt Frakkland, en sagan fjallar um fóðurlands-
ást, hetjulund og fómfysi umkomulausrar
vændiskonu frá Rúðuborg, uppskafningshátt
og sérgæsku broddborgara, sem em að flýja
stríðið. Gustave Flaubert nefndi söguna meist-
araverk og eftir það gat Maupassant helgað
sig ritstörfum og skáldskap.
Stuttu eftir stríðið 1871 hóf Maupassant
störf í Flotamálaráðuneytinu í París og starf-
aði þar fram til 1880.
Fyrir tilstilli móður sinnar varð Maupassant
lærisveinn æskuvinar hennar, skáldjöfursins
Gustave Flaubert, og frá árinu 1873 umgekkst
hann hóp skálda og rithöfunda. I þeim hópi
vom menn eins og Emil Zola, Alphonse Daud-
et, Goncourt-bræður og Rússinn Tourguenjev.
Maupassant hafði hina mestu óbeit á skriff-
innskunni í flotamálaráðuneytinu og skrifaði
frábærar sögur um smáborgaraháttinn sem
þar viðgekkst, eins og Arfinn o.fl. sögur. A
þessum ámm komu fram hinir frægu málarar
birtu og ljóss, hinir svonefndu „impressjónist-
ar“ (Monet, Manet, Renoir o.fl.). Árið 1874 var
haldin fræg málverkasýning í París sem var
upphaf sigurgöngu þeirra. Maupassant hreifst
af þessum málumm og í sögum hans gætir
stundum áhrifa þeirra, birtu og gleði. Hann
var hraustur á yngri ámm, íþróttamaður ágæt-
ur og stundaði róðra á Signu. Á þessum ámm
var íjöldi útiveitingahúsa meðfram fljótinu, þar
sem ungt fólk kom saman fékk sér rauðvínst-
ár og naut útiverannar við sund og róður.
Þama gleymdi Maupassant fábreytni og
dranga flotamálaráðuneytisins; hann gæti vel
verið einn gestanna á hinni frægu mynd im-
pressjónistans Renoir, sem nefnist „Hádegis-
verður róðrarmannanna" (Le déjeuner des
canotiers). Maupassant naut lífsins á Signu,
við róður, skógarferðir og lystisemdir á bökk-
um árinnar og í verkum hans gætir víða áhrifa
frá æskustöðvunum við Ermasund, ævintýram
hans við Signu og siglingum á skútunni „Bel
ami“ um Miðjarðarhaf.
Frægustu sögur Maupassants gerast í
Normandí, sveitunum í Caux-héraði og borgum
sem standa neðan til við fljótið og liggja að
Ermasundi, Rúðuborg, hafnarborginni le
Havre og minni bæjum norður með ströndinni
eins og Etretat, Fécamp og Dieppe, þaðan sem
siglingar hafa verið stundaðar lengi.
Síðar á stuttri ævi, þegar Maupassant
græddist fé af ritstörfum eignaðist hann glæsi-
legan seglbát, sem hann nefndi Bel ami eftir
einni frægustu skáldsögu sinni. Á þessum fal-
lega seglbát sigldi hann um Miðjarðarhafið,
til norðurstranda Afríku, Alsír og Ítalíu, sí-
Samtíma skopmynd af Guy de Maupass-
ant með nokkrar bóka sinna.
skrifandi, bæði skáldverk og frábærar ferða-
lýsingar.
Maupassant lifði oft ástríðufullu lífi og naut
lystisemda holdsins bæði með yfirstéttarkon-
um og gleðikonum, sem hann skrifaði um af
raunsæi, mikilli samúð og skilningi á dapur-
legu hlutskipti þeirra og eymd, en hjónaband
var honum ætíð fjarri. Eins og margir líf-
snautna- og yfirstéttarmenn á þessum tíma
(t.d. Randolphe Churchill fjármálaráðherra
Bretlands um tíma, faðir Winstons Churchills,
o.fl.) „bar hann þess sár um ævilöng ár, sem
aðeins var stundargleði".
Árið 1877 fékk Maupassant sárasótt (syfilis)
er kom löngu síðar fram sem geðveiki er ágerð-
ist svo með áranum, að síðasta hálft annað
árið sem hann lifði, frá því í janúar 1892, dvaldi
hann á geðveikrahæli í París og þar andaðist
Maupassant hinn 6. júlí 1893. Afleiðingum
þessa sjúkdóms, hugaróram og skynvillum
lýsir hann frábærlega í sögunni Horla.
Rithöfundarferill Guy de Maupassants stóð
aðeins í rúm 10 ár; frá 1880-1890. Á þeim
árum vora gefnar út eftir hann 25 bækur.
Þegar öllu sem hann hafði ritað var safnað
saman vora ritverk hans gefin út í um 30 bind-
um. Hann ritaði um 300 smásögur, sem birt-
ust margar í fyrstu í samtímablöðum, en síðar
í 18 smásagnasöfnum, 6 langar skáldsögur og
er þeirra á meðal Bel ami, Pierre og Jean, 3
ferðasögur, 3 leikrit og 1 ljóðasafn og ennfrem-
ur skrifaði hann tugi blaðagreina. Maupassant
ritaði bragðmikinn stíl, knappan og skýran og
hefur verið nefndur „nútímablaðamaður" af
einum þeirra fjölmörgu bókmenntafræðinga
sem hafa ritað um verk hans. Lengi vel var
Guy de Maupassant í meiri metum erlendis en
í Frakklandi og þótti ekki nógu fínn fyrir gáfu-
mannaliðið þar í landi. Samlöndum hans sum-
um þótti hann vanta fágun Flaubert og duid
Tsjekhovs. Maupassant skrifaði um efni sem
átti löngum ekki heima í bókmenntum sam-
tímans, en verk hans hafa sannarlega staðist
tímans tönn og unnið á. Hann var hinn kjarn-
yrti sögumaður, laus við kreddur, vangaveltur
og boðun stefriu eða fagnaðarerindis eins sum-
ir samtímamenn hans tíðkuðu.
Nokkrar sögur eftir Maupassant hafa verið
þýddar á íslensku. Flestar smásögumar hefur
dr. Eiríkur Albertsson þýtt. Árið 1968 komu
út Þrjátíu smásögur í útgáfu Bókaútgáfunnar
Glóðafeykis, tuttugu þessara smásagna höfðu
áður komið út hjá Leiftri árið 1946. Árið 1931
komu út í Reykjavík smásögur, sem Prent-
smiðjan Acta gaf út, en ekki er getið um þýð-
anda og árið 1939 kom út hjá Bókaútgáfunni
Eddu á Akureyri Flóttamenn saga úr fransk-
þýska stríðinu 1870-1871, en ekki er getið um
þýðanda. BókfeUsútgáfan gaf út skáldsöguna
Bel ami árið 1949, sem Hersteinn Pálsson
sneri úr ensku. í smásagnasafni Almenna
bókafélagsins árið 1984 birtist í 4. bindi þýddra
smásagna sagan Boitelle.
í ágætum formála, sem dr. Eiríkur Alberts-
son ritaði með Þijátíu smásögum segir hann
m.a. : „Raunhyggja Maupassants var fullkom-
in, hann var nokkuð kaldhæðinn, en djúp,
hljóðlát tilfinning er þó að baki... Hann er
glöggur á mannlíf og kjör manna og hann tók
sér fyrir hendur að lýsa þessu eins og honum
kom það fyrir sjónir á gagnorðu og þróttmiklu
máli... Hann átti hið glögga auga málarans
fyrir svipbrigðum náttúrunnar, enda era nátt-
úralýsingar hans jafnan fjörmiklar og sannar.
Hann er snjaU þegar hann lýsir skapgerð
manna. En sniUi hans kemur þó skýrar fram
í sjáifri frásögninni, í hófsömum rithætti,
drengUegri sanngimi og hlutleysi, augljósri
samverkan athafna annars vegar og kenja og
bragðvísi hins vegar... Snilldarverk mannsand-
ans era alltaf ný. Meðal þessara síungu verka
era smásögur Guy de Maupassantis.“
Ég hygg að þetta séu orð að sönnu um þenn-
an mikla rithöfund.
Höfundur er skólastjóri Stýrimannaskólans og
áhugamaður um franskar bókmenntir.
Forsíðumynd
á franska bók-
menntatíma-
ritinu Maga-
zine littéraire
af Guy de
Maupassant,
þegar minnst
var 100. ártíðar
hansfyrrá
þessu ári.
40