Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Page 41
HAUSTIROMIII
Gyðjan var steinn
af himni
Leið mín til Cybele liggur áfram meðfram Tíþer,
hinni fornu flutninga- og samgönguleið. Ánni
sem einu sinni var mörkin milli latneska fólks-
ins á hæðunum sjö og Etruskana hinum meg-
in. Hér hafa sérsmíðuð skip siglt með aðfluttar
Um aldir var hún dýrkuð
sem hin mikla móðir og
hún á mörg nöfn frá sinni
fyrri heimabyggð.
Eftir KRISTÍNU
BJARNADÓTTUR
gersemar, til dæmis egypskar steinsúlur
eins og þá sem stendur við Péturskirkjuna.
Hún var flutt hingað árið 37 e. K. og er
sögð vera frá Heliopoli í Egyptalandi, högg-
vin í 25,5 metra háa súlu sem tókst að flytja
í heilu lagi. Á því Skipi var þrjú hundruð
manna áhöfn og þó tæplega einn maður á
hvert tonn því hún vegur 330 tonn. Að hún
hefur ekki verið auðveldur farmur má
kannski ráða af því að fjögur hundruð
menn og hundrað og fjörutíu hesta, auk
tiltækrar tækni, þurfti til að koma henni
fynr seinna, á torginu við kirkjuna.
í musteri gríska heilsuguðsins voru sjúk-
ir teknir til meðferðar ög ein læknisaðferð-
in var vatnskúr, en önnur athyglisverð
meðferð var draumkúrinn svokallaði. Hinn
sjúki dvaldi þá í hofinu yfir nóttina og ráð
guðsins eða spádómur opinberaðist þá
sjúklingnum í draumi. Til sem heimild um
þetta hefur fundist áletrun á grísku, sem
segir frá fjórum sjúkum er fengu ráð í
draumi og síðan snögglega bót meina sinna.
Þeir sem ólust upp í Róm í byrjun þess-
arar aldar hafa frá ýmsu að segja, sem
gefur ströndum Tíber annan blæ en þann
sem nú má sjá með berum augunum. Þá
var baðstaður lengra upp með ánni, og um
hann eru karlmenn einir til frásagnar, því
ekki þótti til siðs að konur böðuðu sig úti
við. Þá tíðkaðist meðal manna að baða sig
naktir, en að því kom að fyrirskipaðar vora
sundskýlur og var sú hugmynd siðapostula
ætlað það hlutverk að draga úr óduldu
aðdráttarafli manna á milli. Hinir hlýðnu
fengu sér auðvitað sundskýlu, en notuðu
hana helst sem höfuðfat og þannig búnir
gátu þeir með sanni sagt „víst er ég með
skýlu“, þegar lagaverðimir komu í eftirlits-
ferð á baðstaðinn.
En ég er á leið til Cybele og þegar ég
er komin framhjá eyjunni byrja ég að svip-
ast um eftir hæðum á vinstri hönd. Er alls
ekki viss hvar ég er er þegar ég kemst upp
í Cirkus Maximus. Enda gróið svæði og
lítið að sjá sem minnir á sirkus. Seinna les
ég mig til um að einmitt hér fannst elsta
steinsúlan í bútum oní jörðinni árið 1587
e. K. Hún er talin vera frá Þebu og hafa
staðið fyrir utan hof Ammons, þar sem
faraóarnir Totmes III. og Totmes IV. reistu
hana á sextándu öld fyrir Krist. Arkitektinn
Domenico Fontána fékk það hlutverk að
sjá um flutning á bútunum og koma þeim
heim og saman fyrir utan Lateranhöllina
sem var aðsetur páfa um aldaraðir. Nú
gnæfir hún þar, jafnvel hærri en útsýnis-
turn hallarinnar, nærri 500 tonna upphróp-
unarmerki til marks um 35 aldir.
Það ríkir undarleg stemmning á Palat-
ínhæðinni, þeiiTÍ dauðans hæð, sem á sér
svo lifandi sögu að ég þykist finna nálægð
hjarðmannanna á gi-asvöllunum milli mann-
virkjanna fornu, sem aðrir una sér við. Hér
er það friðurinn, kyrrðin, útsýnið og tíminn,
sem heillar mig. Einskonar fomeskjuleg
heimaheimstilfinning, að vera stödd þar
sem enginn veit ennþá um ísland.
Eg horfi niður í Forum Romanum og
fyllist dranga við þá sjón. Svo mikill dauði,
sem búið er að grafa upp. Of margar sögur
svo áþreifanlega nálægt hver annarri að
ég hef mig ekki í að ganga þar um. Ekki
enn. Þessi sjón hefur ekki mætt Goethe
þegar hann var hér, þá hefur svæðið sjálf-
sagt minnt meira á beitiland fyrir skepnur
markaðstorgsins. Það tún varð víst til eftir
að hreinsað var til fyrir Karl V. keisara
hins heilaga rómverska ríkis. Hann var að
koma úr stríði sínu í Túnis árið 1535 og
skildi heiðraður í klassískum stQ. Og svo
hann kæmist leiðar sinnar ásamt her sínum
gegnum Septimus Servus sigurbogann og
þaðan upp á Kapitólhæðina þurfti að rífa
tvær kirkjur segir sagan og svo sem eins
og fjögur hundrað hús að auki!
Þá var antikaðdáun endurreisnartíma-
bilsins komin til sögunnar, og var þegar
vitað að eitthvað bjó undir húsunum. Nítján
árum áður fól Páfinn Leo X. meistara Rafa-
el það hlutverk að vera forstöðumaður forn-
minjanna og hann hafði skilað inn skýrslu
um ástandið og skammast yfir eyðileggingu
undanfarinna alda.
Þegar ég loksins kem að hofi Cybele er
harla lítið eftir af því nema grannurinn.
Og heillismunnar á bakvið. „Það tíðkast að
leggja blóm við fótskör Cybele,“ segir kon-
an sem kemur út úr kjallaranum á húsi
Liviu rétt hjá og lokar á eftir síðustu gest-
unum. „Hún er tákn hi-einleikans og það á
að færa henni gjafir." Hver var hún þá,
þessi forboðna gyðja?
Vitneskja mín um Cybele er vissulega á
reiki. Hve mikið hefm- hún breyst á leið
sinni gegnum aldirnar og frá Litlu Asíu,
þar sem hún fyiT var dýrkuð sem hin mikla
móðir, Magna Mater? Hún á mörg nöfn,
fjallanöfn frá sinni fyrri heimabyggð,
Dindymene, Sipylene, Idaia... Almennt era
ljónin sögð hennar heilögu dýr, þau draga
vagninn hennar eða standa sem verðir við
fótskör hennar. En sagá hinnar ævafornu
móður er til í mörgum myndum. Oft er
Attis með tunglskinið á höfðinu látinn vera
við hlið hennar. Hann var mánaguð frá
Frýgíu í Litlu Asíu, heira Máni. Stundum
er hann sonur hennar, stundum elskhugi
og hápunktm-inn dauði hans, ýmist af sjálfs-
völdum eða hann verður villisvínum að bráð.
Þegar Ovídíus (Publius Ovidius Naso,
43-17 f.Kr.) segh- á sínu skáldamáli frá
Attis og Cybele er hann látinn fremja skír-
lífsheit, hin mikla móðir krefst þess, vill
hafa hann sem þjón í musteri sínu. Svo
grimm að hún í bræði sinni heggur í tré
gyðjunnar Sagaritis, hennar sem kom Attis
til að rjúfa heit sitt. Við það deyr Sagaritis
dví líf hennar er ofið í líf trésins og Attis
H'jálast og hleypur upp á fjallið þar sem
iað er hæst. Sítt hár hans dregst í leðjuna
og hann fyrirfer sér með hvössum steini.
Upp frá blóði hans vaxa fjólur og sjálfur
breytist hann í spænskt furutré, hjá Óvíd-
íus sem færir heiðna siði í búning ljóðs á
dögum Agústusar keisara.
Og hvernig komst Magna Mater til Róm-
ar, á undan öðram austurlenskum guðum?
Frá Frýgíu til Palatín þai’ sem hún var í
einangran aðfluttra presta, svo enginn
nema þeir máttu dansa kringum hana og
betla á götunum gjafir handa Cybele. Jú,
hún var víst flutt þangað sem steinn, átti
að hafa fallið af himmni ofan sem svartur
steinn, það var alveg ái’eiðanlegt, og í fullu
samræmi við þær véfréttir sem stuðst var
við þ.e.a.s Sibyllisku bækurnar. Gegnum
kunningsskap við konung nokkurn í Perg-
amon náðu Rómverjar steininum á sitt vald
og drógu á vögnum sínum til Rómar. En
til að byrja með var víst ekki meiningin
að tilbeiðslan breiddist út meðal fólks, það
vora bara keltnesku prestamir sem fengu
að dansa kringum átránaðargoð sitt þar til
keisaratímabilið byrjaði og trúin á marga
guði hýrnaði við.
Steinninn segir mér að Cybele hafi verið
dýrkuð sem himnadrottning, eins konar
María meyi heiðinnar tráar, því hún virðist
hafa verið tákn hreinleikans sem og frjó-
semistákn. Hefðbundin vorhátíð hófst á því
að þakreyi’ var borinn inn í musteri Cy-
bele. Reyrinn tengist goðsögn sem segir
að hún hafi fundið Attis sem barn á bökkum
fljótsins Sangarios. Nokkram dögum síðar
eða 22. mars var fellt furatré í heilögum
lundi. Tréð var fært inn í musterið og
skreytt krönsum og fjólum, en við hlið þess
var mynd af Attis dánum. Eftir eins dags
föstu og sorg kom hápunkturinn: dagur
blóðsins. Þá varð sorgin að háværu veini
við undirleik flautu og er tilþrifum manna
gjarna lýst sem fanatísku óráði þar sem
ráðist vai’ að eigin líkama svo blóðið rann,
allt til að þjást með Attis. Þarnæst vora
helgileikir í eina nótt og daginn eftir vai’
glaðst yfir upprisu Attis. Eftii’ einn hvíldar-
dag vai’ loks mynd hinnar miklu móður eða
höggmynd Cybele færð niður að litlu ánni
Almo og hún böðuð vatni. Líkt og í Isistrá-
arbrögðunum skiptast hér á systurnar gleði
og sorg. Og mér hefur skilist að menn hinna
mörgu tráarbragða í Róm hafi ekki verið
á eitt sátth’ um hver væri að stela helgisið-
um frá öðrum.
Goðafræðin kennir að það sem einkennir
rómverska guði sé valdið yfir ákveðnum
jarðskika eða landsvæði fremui’ en persónu-
leiki þenra. Einnig að frá byrjun hafi þeir
verið litlausir og blóðlitlii’ miðað við gríska
guði. Þó guðaheimamir hafi verið afar „fjöl-
mennh’" á Ítalíu þá vantaði víst guðina,
bæði sögu og fjölskyldu sem og tilfinningar
og hugmyndaflug. Svo það er engin furða
að Rómverjar hafi viljað fá nýtt blóð í sína
guði. En hvemig náðu Rómverjai’ í sibyll-
isku véfréttabækurnai’ sem vora grískar?
Til er saga sem hermir að ókunnug kona
hafi komið til síðasta konungs RómaiTÍkis
að nafni Tarquinus Suberbus og boðið hon-
um til sölu níu bækur á háu verði. Þegar
konungur hikaði fleygði konan þrem bókum
í eldinn og bauð honum hinar sex á sama
verði og fyrr. Konungur hélt konuna klikk-
aða og hikaði enn. Þá fleygði hún þrem
bókum í viðbót á eldinn og bauð honum
þrjár síðustu bækurnai' á upphaflegu verði.
Þá fór konungi loks að skiljast að eitthvað
merkilegt væri við þessar bækm- og keypti
þær. Þetta voru sybillisku bækm’ eða af-
gangurinn af þeim. Bækurnar eiga síðan
að hafa verið geymdar í hofi Júpiters á
Capitólhæðinni og skemmst þegar það
brann árið 83 f.Kr. í staðinn vai’ safnað
efni frá þeim stöðum þar sem Sibylla hafði
verið vh’k. Safnið var eyðilagt í byrjun
fimmtu aldai’ þegar Stihcho mælti svo fyrir
og áleit þær hættulega arfleifð heiðninnar.
Eg dvel lengi í friði tímaleysis á Palatín-
hæðinni. I eins konar eilífð, þar til hvíslast
úr gi-asinu á þessari dauðans hæð að leiðin
heim hggi hér um. En hvert?
Höfundur er leikkona og skáld og býr í Svíþjóð.
Via del Corso í Rómaborg fyrr á öldinni.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. DESEMBER 1993 41