Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Page 42
[
(Jr mannhafínu: Hver þessara manna er dæmigerður New York-búi? Ljósmyndir: Björg Arnardóttir.
Afangastaður
New York
Fyrir aðra eru jólin tilefni til að sletta ær-
lega úr klaufunum, slá upp miklum gleðskap
með tilheyrandi dansi, drykkju og söng.
Mér er minnisstætt hvað mér reyndist þetta
erfiður biti að kyngja fyrstu jólin mín í
borginni. Allt á útopnu á sjálft aðfangadags-
kvöld, glymjandi salsa úr einni átt og reggie
úr annarri! Hvernig var hægt að finna jóla-
helgi í þessum hávaða? Gat þetta fólk ekki
skilið að ég var að halda jólin hátíðleg? Mér
lærðist fljótt að ég yrði að sætta mig við
aðstæður, það væri heillavænlegra til árang-
urs en að bíða eftir því að borgarbúar
mættu mínum kröfum. Mér varð líka hugs-
að til gyðinga sem löngum hafa haldið sínar
hátíðir undir svipuðum kringumstæðum.
Nóg um það. Fyrir okkur íslendinga sem
komum frá ákaflega einsleitu samfélagi tek-
ur dálítinn tíma að „lesa“ útúr þeim flókna
vefnaði sem New York-borg er. Maður er
ekki nema „stautandi" fyrst, en æfingin
skapar meistarann og ef menn kæra sig um
þá er hægt að verða „fluglæs" með tímanum.
Snemma Beygist
Krókurinn
Eins og flestir vita voru frumbyggjar
þess svæðis sem New Yorg-borg hvílir á
auðvitað innfæddir Ameríkanar, það fólk
sem Evrópubúar nefndu lengst af einu nafni
indíána. Ættbálkar af Alonquin-þjóðflokkn-
um voru hér fjölmennir en urðu seinha að
lúta í lægra haldi fyrir yfirráðum Iroquois-
þjóðflokkanna. Pólitísk yfirráð Iroquois-
þjóðanna voru rétt að ná fótfestu þegar
Flórensbúinn Giovanni da Verrazano, fyrst-
ur Evrópubúa, leit augum þetta svæði, sem
í fylling tímans átti eftir að hýsa eina
stærstu borg veraldar. Árið var 1524 og
Verrazano sem var í þjónustu Frakkakon-
ungs færði honum fregnir af þessu landi sem
honum þótti bæði fallegt og ríkulegt á að
líta. Konungur hafði engan áhuga, var meira
umhugað að finna siglingaleið til Austur-
landa að vestan. Næstum heil öld leið þar
til að sama löngunin rak hollenska Austur-
Indíu-Kompaníið til að gera út könnunar-
leiðangra til Ameríku í þeim tilgangi að
komast til Austurlanda. Englendingurinn
Henry Hudson sigldi undir hollenskum fána
upp eftir ánni sem í dag ber nafn hans.
Hudson sigldi skipi sínu eins langt upp eft-
ir ánni og siglingafært var, heila 240 km
leið, að þeim stað þar sem nú er höfuðborg
New York-fylkis, borgin Albany. Enn hðu
þó nokkur ár áður en virkilegur áhugi á
nýja heiminum vaknaði meðal kauþmánna
í Niðurlöndum. Arið 1621 stofnuðu þeir
Vestur-Indíu-Kompaníið og settu upp tvær
verslunarstöðvar og hervígi. Annað þar sem
Aspænsku er það kallað corazon. Á jiddísku
chutzpah, á ensku guts. Hjarta, djörfung, andi,
fjör, það skiptir ekki máli hvaða nafn því er
gefíð, því öll þessi orð ná að lýsa því sem ein-
kennir New York-búa. Ekki þarf að virða lengi
Ef eitthvað er dæmigert
fyrir New York þá er það
fjölbreytileiki
mannlífsins. New York
er heimsborg í orðsins
fyllstu merkingu og óhætt
að segja að hér skarti
mannkynið allri sinni
dýrð.
fyrir sér iðandi mannlíf borgarinnar til að
komast í snertingu við þennan kraft. Alstað-
ar er fólk hvert sem Útið er. Aldurhnignir
einfarar, fagrar konur og slitnir menn. ít-
alskir stælgæjar og rennileg vöðvabúnt ný-
sloppin úr lflcamsræktinni. Stríðsmálaðar
kjaftforar unglingsstelpur, elegant blökku-
konur með skjalatöskur, hortugir dónalegir
fylliraftar og valdsmannslegir bísnessmenn
á dýrum skóm. Nefndu það bara og það er
hér. Hvemig er þá hinn dæmigerð New
York-búi? Þetta er brögðótt spuming því
svarið er allt það sem að ofan hefur verið
lýst og meira til.
Ef eitthvað er dæmigert fyrir New York
þá er það einmitt fjölbreytileiki mannlífsins.
New York er heimsborg í orðsins fyllstu
merkingu og óhætt að segja að hér skarti
mannkynið allri sinni dýrð. Fyrir konu ofan
af bláeygu íslandi, þar sem sagan og skapar-
inn hafa í sameiningu mótað fólkið mfldð
til eins, a.m.k. í fysískum og menningarleg-
um skilningi, er þessi margbreytileiki kær-
komið tækifæri tfl að prísa mikilfengleika
sköpunarverksins um leið og möguleiki gefst
til að kynnast fólki sem í menningarlegu
tilliti er öðruvísi.
Eftir HALLFRÍÐI
ÞÓRARINSDÓTTUR
í New York er að finna fólk af öllum stétt-
um alstaðar að úr ’neiminum, gult og brúnt
og bleikt og svart og hvítt. Fátækt bænda-
fólk frá Equador, moldríka tískukónga frá
París og allt þar á milli. Fólk sem er eins
margsleitt í menningarlegu tilliti og það er
margt. Þrátt fyrir þennan margbreytileika
eiga New York-búar það sameiginlegt, hvort
heldur þeir sem eru hér bornir og barnfædd-
ir eða nýkomnir hingað, að þeir búa yfir
New York árið 1650.
sérstökum þrótti og þrautseigju í mótbyr
jafnt sem meðbyr. Til að drukkna ekki al-
veg í þessu fjölmenni er nauðsynlegt að
hafa karakter, og það er einmitt sterkur
karakter sem einkennir New York-búa.
Maður lærir líka fljótlega hér í þessum
menningarlega „hrærigraut" að ganga ekki
útfrá því sem gefnu að allir hafi sömu venj-
ur og siði og maður sjálfur. Þó svo að kristni
sé hér þau trúarbrögð sem ákaflega margir
aðhyllast eru engu að síður stórir hópar
fólks sem ekki halda nein jól. Þetta eru
t.a.m. múslímar, gyðingar, hindúar, búddist-
ar og annað það fólk sem ekki sér neina
ástæðu til að halda upp á afmæli Krists.
nú er Albany, hitt neðst á Manhattan-eyju
og kölluðu Nýju-Amsterdam. Árið 1626
keyptu Hollendingar svo eyna Manhattan
fyrir slikk af Alonquin-fólkinu.
Á þessum frumbýlingsárum var Nýja-
Amsterstam lítið annað en kofaþyrping og
íbúarnir róstusamir og svallgefnir. Eftir því
sem sagan hermir var krá á hverja tólf íbúa.
Brennivín með tóbak í viðbit virðist hafa
verið uppistaðan í því sem fóík lét ofan í
sig, jafnvel blessuð börnin byrjuðu daginn
með bjór. Eitthvað fór þessi lifnaður fyrir
brjóstið á nýlendustjóranum Peter Styves-
ant sem sagði íbúana hafa tapað sér í sið-
leysi og villimennsku. Pétur þessi gaf út
42