Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Side 43
York-búar tiltölulega umburðarlyndir, eins
og fyrr greindi. Gjarnan var bent á að mið-
að við aðrar stórborgir í Bandaríkjunum
væru borgarhverfin hér meii’a blönduð og
línur ekki eins skarpar milli „ethnískra“
hverfa og gerist víða annars staðar. Það
þýðir þó ekki í reynd að hér hafi allir setið
við sama borð, né heldur að samskipti ólíkra
menningarhópa hafi verið eða séu átaka-
laus. Mismunun fólks vegna menningarlegs
uppruna eða hörundslitar er langt frá því
að vera hér óþekkt fyrirbæri. Kynþáttamis-
munun og hatur, eða rasismi og annars
konar mannfyrirlitning og mismunun, er
hér bæði gömul saga og ný. Þó að sam-
skipti fólks séu flesta daga með friðsamlegu
móti blossa átök mUli ólíkra hópa upp öðru
hverju. Rasísk morð í hverfunum Howard
Beach 1986, Bensonhurst 1988 og Crown
Heights haustið 1991 eru mál sem enn eru
í fersku minni borgarbúa. Hugmyndin um
„Suðupottinn" hefur því augljóslega ekki
orðið að veruleika. Sömuleiðis munu New
York-búar sennUega seint skUja hvað varð
tU að hlífa borginni frá sömu örlögum og
Los Angeles varð fyrir vorið 1991 í blóðug-
ustu kynþáttaóeirðum aldaiinnar í banda-
rískri sögu. Samskipti ólíkra menningar-
hópa hafa fylgt ákveðnum reglum sem eru
þeim í hag sem ráða. Ef tU vUl mætti því
segja að umburðarlyndið sem talað var um
að framan sé, að minnsta kosti að hluta tU,
afstætt. Vegna þessarar leyndu eða ljósu
kröfu um að allir hegði sér og aðlagi sig í
sem langflestum efnum að siðum og gUdum
ríkjandi hóps, hefur hugmyndin um suðu-
pottinn verið harðlega gagnrýnd. Ameríski
draumurinn hefur naumast verið annað en
goðsögnin ein fyrir marga og dregur þar
óneitanlega í dilka á mUli fólks. Þó að mis-
munun sökum menningarlegs uppruna, hör-
undslitar, trúarbragða, kynferðis eða kyn-
hneigðar sé ólögleg samkvæmt bandarísk-
um lögum, vita aUir þeir sem ekki falla inn
í hópinn; millistétt, hvítur, kai-lkyns, gagn-
kynhneigður, mótmælendatrúar, að oft er
hægara um að tala en í að komast og ekki
ósjaldan sem fólk gengur á glerveggi. Sum-
ir hafa því átt miklu greiðari aðgang en
aðrir. Vitundarvakning ásamt vökulli um-
ræðu um neikvæðar afleiðingar fordóma af
hvaða toga þeir kunna að vera eru stór hluti
af almennri umræðu New York-búa. Nú er
miklu frekar talað um
mikilvægi þess að meta
og virða menningarleg-
an mismun sem er á
milli ólíkra hópa og þar
með læra að meta og
virða hvert annað um
leið og læra má af þeim
sem eru öðruvísi. Hug-
takið „multiculture" eða
margmenning, sem nú
er farið að nota undir-
strikar þessa þætti, um
leið hefur gömla hug-
myndin um „Suðupott-
inn“ verið lögð fyrir róða
því hún þótti of ein-
strengingsleg.
Þó að mismunun eigi
að heyra sögunni til er
verkaskipting á milli
ólíkra menningarhópa
staðreynd. Fyrir henni
liggja sögulegar ástæður
sem sumpart eiga sér
rætur í mismunun og í
annan stað í stéttarleg-
um bakgrunni og mennt-
un.
KÍNAHVERFIÐ
Haft er fyrir satt að
þegar Maó formaður
kvaddi þennan heim
hefði allt lamast af sorg
í Kínahverfinu í New
York. „Chinatown", eða
Kínahverfið, eitt þekkt-
asta hverfi sinnar teg-
undar í gjörvöllum
Bandaríkjunum, liggur á
sunnanverðri Manhattan-eyju. Hverfið hef-
ur á síðustu áratugum þanist lengra og
lengra austur á bóginn og teygir sig nú inn
fyrir óopinber landamæri hverfisins Lower
East Side. í Kínahverfinu fara samskipti
manna á milli mest fram á kantónsku en
mandarín-ldnverska heyrist þar líka. Göt-
urnar bera bæði kínversk og ensk heiti og
eru í önn dagsins yfirfullar af fólki. Kína-
hverfið hefur gífurlegt aðdráttarafl ekki síst
fyrir þá sem eru áhugasamir um mat og
eldamennsku. Auk fjölmargra fisksala stát-
ar hverfið af sérdeilis góðum ávaxta- og
grænmetismörkuðum, þar sem kaupa má
inn f kílóavís fyrir hlægilegt verð. í mann-
tilskipanir í von um að koma skikki á hlut-
ina en varð lítið ágengt. Róstusemi og svall
settu vafalaust svip sin á bæinn á þessum
bernskuárum en á sama tíma einkenndi íbú-
ana líka áræðni og þor, eiginleikar sem eru
uppistaðan í sterkum karakter. Auk þess
bjó þetta fólk yfir umburðarlyndi gagnvart
mismunandi siðum og trúarbrögðum. Um-
burðarlyndið fengu borgarbúar, að minnsta
kosti að hluta, í arf frá Hollendingum sem
löngum hafa verið þekktir af því.
„Frumbyggjar" New York skiptust á
skoðunum á ekki færri en átján tungumál-
um. Auk fyrstu hollensku landnemanna voru
hér franskir Húgenottar, eftir fylgdu svo
Englendingar og Skotar, gvrópskir gyðing-
ar, afrískir þrælar, Þjóðverjar, þá Finnar,
Svíar, írar, ítalir og Kínverjar og sífellt
bættust við nýir innflytjendahópar. Það er
því svosum ekkert nýtt að New York-borg
sé full af útlendingum.
Borgin margfaldaðist að umfangi og íbúa-
tölu alla nítjándu öldina og fram eftir þeirri
tuttugustu. Eins og nærri má geta hafa
þjónustustörf skipað veglegan sess í at-
vinnulífi borgarinnar og eru síst á undan-
haldi.
Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan
Hollendingar réðu lögum og lofum í Nýju-
Amsterdam. Árið 1993 búa á stór New
York-svæðinu á að giska um fimmtán millj-
ónir manns. Samkvæmt síðasta manntali
árið 1990 voru tæpar átta milljónir manns
skráðar í sjálfri borginni. Um fjórðungur
borgarbúa er fólk sem ekld er fætt í Banda-
ríkjunum. Ohætt er að bæta einni milljón
við þessa tölu, sem eru óskráðir innflytjend-
ur sem enn hafa ekki fengið landvistar-
leyfi. Augljóslega er því ekkert merkilegt
við það að vera útlendingur í New York.
Þessi menningarlegi margbreytileiki gerir
það líka um leið tiltölulega auðvelt fyrir
utanaðkomandi fólk, hvort heldur útlend-
inga eða innfædda Bandaríkjamenn, sem
hingað kemur að falla inn í fjöldann.
Ef htið er rétt sem snöggvast á íbúa borg-
arinnar, kemur í Ijós að um fjórðungur
þeirra er gyðingar og eru þeir hvergi ann-
ars staðar fjölmennari nema í Israel. A stór
New York-svæðinu er líka rúmlega ein millj-
ón múslima. New York er jafnframt eitt
sterkasta vígi kaþóhkka í Bandaríkjunum,
með íra í broddi fylkingar, sem langflestir
Litskrúðugur, alþjóðlegur kokkteiU - götumynd frá Manhattan.
Pizzu-sendisveinn á landamærum Ítalíu og Kína.
kjósa Demókrataflokkinn. Töglin og hagld-
irnar í viðskiptaheiminum og á verðbréfa-
markaðnum á Wall Street eru í höndum
karla sem eru mótmælendatrúar og af eng-
il-saxneskum uppruna eða svokallaðii-
WASP (White Anglo-Saxon Protestants),
þeir kjósa hins vegar flestir Repúblikana-
flokkinn. (WASP-arar eru jafnframt sá þjóð-
félagshópur í Bandaríkjunum sem er í al-
gerri forréttindastöðu.) Borgarstjórinn síð-
ustu árin og demókratinn David Dinkins,
er einnig mótmælandi en hann er af afrísk-
amerískum uppruna. Dinkins er fyrsti
blökkumaðurinn sem kosinn er borgarstjóri
í New York en tæplega helmingur íbúa
borgarinnar flokkast sem „ekki hvítur“. Auk
þess talar á þriðju milljón borgarbúa
spænsku. Ef lesendur eru farnir að ruglast
í ríminu þá er það alls ekki óeðlilegt. New
York er nefnilega allt annað en einföld
hvernig sem á hana er Htið. Þessi upptaln-
ing segir þó ekki nema hálfa söguna því á
undanförnum áratugum hefur straumur
nýrra innflytjenda ekki legið frá Evrópu
eins og áður var heldur frá öðrum stöðum.
Ber þar ekki síst á fólki úr „Eyjum“ eða
„Eyjunum" eins og það heitir á new-
yorksku. Eyjarnar eru í Karíbahafi; Púertó
Ríkó, Dóminíska lýðveldið, Haíti, Barbados,
Trínidad og Tóbago, Jamaíka, Kúba,
Grenada, Jómfrúreyjar auk fjölda annarra
smáeyja. Af öðrum nýjum innflytjendahóp-
um sem eru áberandi og setja svip sinn á
borgina má nefna Kóreubúa, Grikki, Pakist-
ana, Japana og Indverja. Þetta óendanlega
litróf endurspeglast í gjörvöHu mannlífi
borgarinnar, gefur því vídd og einstakan
sjarma sem varla á sér samnefnara neins
staðar. A sama tíma hefur þessi menningar-
legi margbreytileiki einnig orsakað árekstra
og átök.
NEW YORK: SUÐUPOTTUR
Ólíkra Menningarhópa
Eða Margmenning?
Borgin hefur eins mörg andlit og mismun-
andi og fólkið sem í henni býr. Það er næsta
ógerningur að fá neinn botn í póHtíkina í
New York né heldur þau mál sem hér koma
upp, nema þekkja stöðu þeirra fjölmörgu
menningarhópa sem borgina byggja. Með
hugtakinu menningarhópur vísa ég tH þess
sem á enskri tungu kaUast „ethnic group“.
í new-yorkskum veruleika er jafn algengt
að fólk sé spurt um „ethnic background"
Ítalía í Ameríku eða Ameríka á ítalíu?
eða menningarlegan bakgrunn eins og spurt
sé hvaðan það sé. Sumir menningarhópar
eru vissulega fjölmennari en aðrir en varla
er þó það samfélag á jai'ðarkringlunni sem
ekki á sér hér fulltrúa. Svo að segja annar
hver maður er útlendingur í New York.
Ef ekki í fyrstu kynslóð þá í það minnsta
í aðra eða þriðju, ellegar innflytjandi til
borgarinnar í einum skHningi eða öðrum.
Af þessum sökum hefur borgin löngum ver-
ið nefnd „Suðupotturinn". Pólitíkusar hömp-
uðu gjarnan þessari nafngift tH að leggja
áherslu á að hér byggju allir í sátt og sam-
lyndi þrátt íyrir augljósan mismun. Jú, mik-
ið rétt, miðað við marga aðra eru New
v
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. DESEMBER 1993 43