Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Qupperneq 44
mergðinni má sjá hagvana heimamenn velja
sér lifandi krabba úr krabbabúri fisksalans,
aðrir standa í pælingum yfir grænmeti og
vega og meta verð og gæði. Það er líka eitt-
hvað ótrúlega heillandi við matvöruverslanir
hverfisins, þar sem angan af framandi
kryddjurtum, tei og þurrkuðu fiskmeti
blandast staðinni hálmlykt, sem leggur frá
rekkum drekkhlöðnum postulínsstellum,
pottum og pönnum. Síðast en ekki síst draga
veitingastaðir til sín svanga vegfarendur.
Villuráfandi og uppgefnir túristar karpa um
hvort matast skuh á veitingastað a la Kan-
ton, Seshúan eða Mandarín. í þessari aust-
urlensku örtröð er ekki laust við að maður
gæti haldið sig vera staddan í Hong Kong
en ekki í New York.
Kínverskir innflytjendur voru nýverið í
fréttum þegar skipið „Golden Venture"
strandaði á sunnanverðri Long Island-eyju
skammt frá New York. Á skipinu voru fast
að 300 farþegar, sem búið höfðu við matar-
skort og hrikalegar aðstæður á hinni löngu
leið frá Kína til austurstrandar Bandaríkj-
anna. í ljós kom að skipið var í rekstri
glæpasamtaka sem mokuðu inn peningum
á þessu ólöglega mannsali. Ekki er ósenni-
legt að þetta fólk sæki um sem pólitískir
flóttamenn. Eftir atburðina á Torgi hins
himneska friðar vorið 1989 hafa Kínverjar
átt tiltölulega auðvelt mað að fá landvistar-
leyfi í Bandaríkjunum á þeim forsendum.
Ekki skal spáð neinu um hvernig fer fyrir
þessu fólki en allt útlit er þó fyrir að banda-
rísk yfirvöld herði reglur og lög um innflytj-
endur.
Ef litið er á Kínahverfið í New York kem-
ur í ljós að af kvartmilljón Kínverja í borg-
inni býr ríflega þriðjungur þar. (Annað stórt
kínverskt/austurlenskt hverfi er að finna í
hverfinu Flushing í borgarhlutanum Que-
ens.) Fyrrum voru veitingastaðir, matvöru-
verslanir og þvottahús meginstarfsvett-
vangur Ifínverja og þótt þessi viðskipti séu
ennþá mikilvæg þá hafa þeir fært sig inn á
önnur svið. Ber þar ekki minnst á fataverk-
smiðjum sem eru fjölskyldufyrirtæki. Þess-
ar færibandasaumastofur hafa dregið til sín
vinnuafl úr hópi nýrra innflytjenda sem
sökum menntunarskorts eða málörðugleika
eru ekki samkeppnisfærir á hinum almenna
vinnumarkaði. Þeir Kínverjar sem eru af
annarri og þriðju kynslóð og hafa gengið
menntaveginn kjósa hins vegar að leita sér
að vinnu utan menningarhópsins, utan við
Kínahverfið.
Lengi framan af var Kínahverfið næsta
eingöngu byggt karlmönnum sem komu
hingað sem farandverkamenn en höfðu ekki
hug á að setjast alfarið að í landinu. Það
var ekki fyrr en eftir 1965 þegar bandarísku
innflytjendalögunum var breytt að þessi
karlaslagsíða breyttist. Fram að þeim tíma
máttu Kínverjar og aðrir Asíubúar þola
mismunum og útskúfun af hálfu bandarískra
yfirvalda. Reyndar voru fyrstu kínversku
innflytjendurnir sem fluttu til Bandaríkj-
anna um miðja síðustu öld boðnir velkomn-
ir. í þrjá áratugi var feginsamlega tekið á
móti þeim sem ódýru vinnuafli. Það var
þessi fyrsta kynslóð kínverskra innflytjenda
ásamt írum, sem unnu við byggingu skipa-
skurða og lagningu járnbrautarinnar þvert
yfir meginland Ameríku. Að þessu verki
loknu vildu bandarísk stjórnvöld sem minnst
hafa saman að sælda við Kínverja. Þau fóru
ekkert í launkofa með að þeim þóttu þeir
og aðrir Asíubúar óæskilegh- innflytjendur
og settu því kvóta á þá. Á sama tíma og
Evrópubúar streymdu hingað í milljónatali
leyfði kvótinn einungis örfá hundruð As-
íubúa inn í landið árlega. Þessi rasíski kvóti
var í gildi í tæp níutíu ár og var ekki aflétt
fyrr en árið 1965. Síðan þá hefur Asíubúum
fjölgað árlega og Kínahverfið vaxið hratt.
Olíkt því sem var, þá eru það ekki bara
lengur farandverkamenn af karlkyni sem
9 gerst hafa amerískir innflytjendur. Samfé-
lag Kínverja í New York er ákaflega margs-
leitur hópur. Ríkir bísnessmenn frá Hong
j Kong hafa flykkst hingað á undanfórnum
árum til að fjárfesta áður en Hong Kong
í fellur undir yfirráð Kínverja. En hér er líka
I að finna menntafólk og svo ómenntað fá-
tækt sveitafólk frá meginlandi Kína. Uppi-
staðan í gamla innflytjendahópnum fellur
undir síðasttalda flokkinn. Þessir innflytj-
endur lifðu tíma gífurlegrar kynþáttamis-
mununar. Af ótta við að náin samskipti við
ytra samfélag myndu einungis bjóða hætt-
unni heim þá einangruðust þeir. Þeh- höfðu
því lítil samskipti við fólk utan menningar-
hópsins og leituðu fjárhagslegs og tilfinn-
ingalegs stuðnings hjá þeim sem töluðu
sömu mállýsku og komu úr sama þorpi eða
héraði. Síðari tíma innflytjendur eru miklu
breiðari hópur og ólíkt þeim fyni eru þeir
komnir til að vera. Þeim er mildð kappsmál
! að gera „ameríska drauminn" að sínum
kjörtímabil, hefur stýrt fylkinu fagmannlega
í gegnum öldurót mikilla efnahagslegra
þrenginga. Hann er annálaður fyrir stað-
festu, diplómatíska hæfileika og einstaka
ræðusnilld. I tvígang hefm' verið gengið
hart að Cuomo að fara í foi'setaframboð en
hann hefur ætíð svarað því til að pólitísk
mál hér í heimahéraði þurfi hans frekar við
en landsmálin. margir hafa gramist Cuomo
fyrir að víkjast undan þessari beiðni og
sumh' gert því skóna að einhvers staðar í
sögu hans leynist þræðir mafiunnar, ekkert
hefur verið sannað í því. Orðrómur var einn-
ig nýverið á kreiki um að Clinton forseti
hefði augastað á Cuomo í næstu dómara-
stöðu sem losnar seinna á árinu í Hæsta-
rétti Bandaríkjanna. Cuomo beið ekki boð-
anna og sendi Clinton forseta bréf og til-
kynnti honum að hann hefði ekki áhuga á
stöðunni. Clinton hafði ekki nefnt málið á
nafn en Cuomo vildi hafa vaðið íyrir neðan
sig! Margir urðu honum sárir fyrir að úti-
loka alveg möguleikann á þessari valda-
miklu og virðingarverðu stöðu.
Cuomo fylkisstjóri er fæddur hér í borg-
inni og ólst upp í ítölsku hverfi í borgarhlut-
anum Queens. Hann var vikapiltur í mat-
vörubúð foreldra sinna og lærði ekki að
tala ensku fyrr en hann fór í skóla sjö ára
gamall. Þessi reynsla Cuomos er á margan
hátt dæmigerð fyrir innflytjendur af fyrstu
kynslóð. Cuomo-fjölskyldan bjó í Jamaíka í
Queens, sem var á þeim tíma byggð mörgum
Itölum. Italir eða fólk af ítölsku bergi eru
í dag útum alla New York-borg. Hjarta
ítalskrar menningararfleifðar í New York
slær þó enn í Litlu-Ítalíu, þar sem finna
má kaffihús og veitingastaði í röðum. Um
leið og veður leyfir er borðum og stólum
skellt út á gangstétt, sem fyllast á auga-
bragði. Gljáfægðar límósínur í röðum þétt-
ingsfast upp við gangstéttarnar, sumum
jafnvel ólöglega lagt, er algeng sjón. Næsta
ólíklegt er að þessar kerrur fái sekt því að
öllum líkindum eru þarna á ferðinni félagar
úr „Cosa Nostra" eða mafíunni. Þeir hafa
á sér slíkt orðspor að jafnvel lögreglan skirr-
ist við að segja þeim til syndanna, láta þá
fylgja lögum og reglum. Italir í New York
hafa löngum mátt þola að liggja undir þeim
áburði að vera flæktir í glæpanet mafíunn-
ar. Það er stórlega orðum aukið, því fer
fjarri að allir ítalir í New York séu viðriðn-
ir mafíuna eða hliðhollir henni. Hinu er þó
ekki að leyna að mafían hefur haft sterk
ítök og leiðtogamir notið vinsælda innan
hópsins. Ibúar Litlu-Italíu sem og annarra
ítalskra hverfa urðu margir fremur fúlir og
fámálir þegar mafíuforinginn og stælgæinn
John Gotti hlaut lífstíðardóm sl. ár fyrir
fjársvik, rán og fjöldann allan af morðum.
Langsamlega flestir þeirra hundraða þús-
unda Itala sem streymdu til Bandaríkjanna
ár hvert síðustu áratugi 19. aldar og fyrstu
tugi þessarar aldar komu frá Suður-Italíu
og Sikiley. Þar liggja líka rætur mafíunnar,
sem var í upphafi skæruliðasamtök fátækra
leiguliða sem börðust gegn drottnunarvaldi
ríkra lénsherra. Líkt og greina má enn þann
dag í dag var velmegunin mestöll fyrir norð-
an Róm en suðrið vanþróað í tæknilegu og
efnahagslegu tilliti. Vel flestir innflytjendur
sem hingað streymdu voru því fátækt sveita-
fólk og fjöldinn ólæs og óskrifandi, án nokk-
urrar faglegrar þekkingar. Úr gamla land-
inu flutti fólkið hins vegar með sér þorps-
menninguna ög þau gildi sem þar ríktu;
vantraust á hverskonar formlegt yfirvald
og lög („yfirvaldið stal og notaði lögin sér
til framdrattar") og litla trú á gildi menntun-
ar, hún var bara fyrir aðalinn. Á móti komu
ákaflega sterk fjölskyldubönd, næsta
óskorðað vald heimilisföður og mikil áhersla
á tryggð við hverfið. Þessir þættir varpa
ljósi á framgang mafíunnar innan menning-
arhópsins og líka hvers vegna Italir hafa
•miðað við suma aðra menningarhópa færst
tiltölulega hægt á milli stétta. Stórfjölskyld-
an hefur haldið saman bæði í tilfinningalegu
og efnahagslegu tilliti um leið og tryggð við
hana og hverfið hefur orðið til þess að
makaval er innan menningarhópsins, jafnvel
hverfisins. Bömin hafa því haldið áfram að
búa í hverfinu eftir að þau stofna sína eigin
fjölskyldu. Þau taka síðan gjarnan við litla
fjölskyldurekstrinum, hvort sem um er að
ræða matvörubúð, kaffihús, matsölustað,
fasteignaskrifstofu eða einhvern annan
rekstur. Þessi „harða skel“ menningarhóps-
ins hefur með árunum orðið ögn mýkri, al-
gengara er nú en fyrr að bömin flytji burt
úr hverfinu. Sömuleiðis hafa fleiri og fleiri
Italir gengið menntaveginn. Vald heimilis-
föðurins, áhrifamáttur fjölskyldunnar og
hverfisins vega þó ennþá þungt á metunum
í samfélagi Itala í New York.
Höfundur býr i New York.
Hong Kong? Stundum mætti ætla að svo væri, en reyndar er þetta bara dæmigerð
New York.
lagt lítið af mörkum í því að móta matar-
smekk New York-búa. Pítsusjoppur eru á
hverju götuhorni og eins ómissandi í dag-
legri fæðu og pylsurnar era okkur Islend-
ingum. Varla er heldur hægt að hugsa sér
nokkurt heimilishald í bænum hversu bág-
borið sem það kann að vera þar sem ekki
er eldað pasta. Amerískar kvikmyndir og
Hollywood væru líka snöggtum fátækari ef
þar hefði ekki verið neinn Scorsese til að
gera Guðföðurinn ódauðlegan á hvíta tjald-
inu. Svo ekki sé talað um hverju heimurinn
hefði misst af ef ekki hefði verið neinn
Marlon Brando, Robert de Niro eða A1
Pacino til að leika mafíósa og gangstera á
fleygiferð um undirheima New York-borgar.
Italir hafa verið áberandi menningarhóp-
ur í New York. Fyrir utan alvöruþófa og
kvikmyndastjörnur sem hafa gert þá heims-
fræga hafa ítalir einnig átt sér frammá-
menn í pólítík. Nefna má Geraldine Fen--
aro, sem var fyrst kvenna í bandarískri
sögu til að fara í forsetaframboð. Hneykslis-
mál urðu Ferraro að fótakefli í framboði
hennar á móti þáverandi forseta, Ronald
Reagan. Sá ítalski pólitíkus sem um þessar
mundir ber hæst á sviði bandarískra stjórn-
mála er án nokkurs vafa núverandi fylkis-
stjóri í New York-fylki, demókratinn Mario
Cuomo. Cuomo, sem situr nú sitt þriðja
Minjagripabúðir í hverfinu Litlu Ítalíu.
veruleika. Samfélag Kínverja í seinni tíð er
því miklu opnara en það var og hópurinn í
heild sinni mjög meðvitaður um rétt sinn
og stöðu í amerísku samfélagi.
FRÁ KÍNA TIL ÍTALÍU
ÁINNAN YIÐ MÍNÚTU
Vissirðu að það er hægt að fara fótgang-
andi milli Italíu og Kína á innan við mín-
útu? Frá einni heimsálfu í aðra, frá Suður-
Evrópu til Suð-austur-Asíu! Þetta er engin
skreytni því á neðanverðri Manhattan í New
York-borg, þar sem Mulberry-stræti sker
Canal-stræti, mætast „Italía“ og „Kína“, það
er að segja „Litla-Ítalía“ og „Kínahverfið“.
Frá búddahofum, spriklandi fiskum og
gljáandi Pekingöndum á Canal-stræti er
steinsnar í ilmandi cappucino, Maríulíkneski
og ítalskar ariur á Mulberry-stræti. Á þessu
götuhorni Canal-strætís og Mulberry-stræt-
is faðmast Italía og Kína í New York. Fen-
eyski landkönnuðurinn Markó Póló hafði á
13. öld „faðmað" Kína að sér. Markó Póló,
sem eins og kunnugt er fór til Kína, lærði
m.a. í ferð sinni að búa til pasta af Kinverj-
um og færði löndum sínum hugmyndina.
Pasta finnst okkur í dag eins óaðskiljanleg-
ur hluti af ítalskri matargerð og páfinn er
Vatíkaninu. Sannast sagna hafa ítalir ekki
specm/me m
REGALtlTALIA
TJMtT-Wm
Little Ilaly Gift Shop
____
MMSTtC
KWl
44