Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Side 27

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Side 27
Myndlýsing/Andrés Andrésson OG KVÖLDIÐ kom, trúðum fækkaði á torginu, og hljóðfæra- leikurum, og sjón- hverfingamönnum. Það var orðið svalt, og dimmdi; og blossar mannsins sem spýtti eldi lýstu á strjála áhorfendur sem dokuðu snöggvast við á leið sinni út úr safninu með hugfarm af list; og hann æpti ennþá hásri röddu einsog hann gæti alls ekki hætt, og fyllti svo gúlann með því að súpa á stórum brúsa, bar kyndil sinn nær; og spýtti eld- inum upp í dimmt og kalt kvöldið, líkt og hann væri að reyna að svíða svartan væng vetrar sem sveif að. Arabarnir voru hættir að dansa, og blökkumennirnir; farnir burt með trumbur sínar og fiautur; línudansararnir voru á brott; og jafnvel maður sem hafði allan dag- inn verið að leggjast á glerbrotin ber að of- an, sem mynduðu grænan beð á steinlögn- inni, hann hafði sópað saman glerbrotunum, safnaði föggum sínum í bakpokann, og var líka farinn. Fólkið sat ekki lengur úti á bretónska staðnum að borða þunnar pönnukökur með steiktu eggi. Söfnuðurinn var þétt- ur inni við langa barinn í reykkófmu, og glymsalinn linnti ekki glaumi; fólk kallaðist á við litlu borðin í baksalnum; og maður og maður fór niður þröngan skældan stigann milli dældaðra hvítkalkaðra veggja, til að reyna við bilaðan símann einu sinni enn, eða stikla á mjóu fjölunum inn á klósettið og bjóða flóðinu birginn af brýnni þörf. í eld- húsinu blossar upp af pönnu kokksins. Tvisv- ar sinnum hristir hann svörtu pönnuna, og lætur gjósa upp einu sinni ennþá, hátt í loft. Ah need a chick, segir stór svartur maður með kringlótt andlit og gljáir: Mig vantar stelpu. Hann var í mó- grænni peysu kragalausri, og strigajakka grænleitum, með laust belti sem hékk í stroffu öðrum megin og lafði niður undir gólf, með stóran uppbrettan kraga, og hárið þétthrokkið, snöggklippt í hnakkanum með MIG VANTAR STELPU SMÁSAGA EFTIR THOR VILHJÁLMSSON Nú förum við beina leið í diskótek. Nú skaltu fá að heyra jass. Þar sem ég get fengið lánaðan sax. Við erum ekkert að tvínóna við það. Ekta jass. Súperjass. Þú þekkir John Coltrane ha? Ertu ekki fyrir svarta músík? You like black music? Komdu eins og skot. djúpri gróp. Og stígur dans, og smellir fing- urgómum og stundum með vörunum; og ber síðan hendur saman að munni, leggur þuml- um í kross og fingrum annarrar handar utan við þumlana yfir á handarbakið hitt og lætur leika lausa, opna og loka hljóðum, fyrir loft- strauminn sem hann blæs með ýlandi hljóð- um, svo hættir hann sögglega og lítur á . _ manninn sem stendur fyrir framan: Jazz. You like jazz man? segir hann, og hallar höfði sínu; lokar öðru auganu og einblínir hinu einsog hann horfi á augabrún viðmæl- andans, stígur enn nokkur dansskref, og segir: John Coltrane, man. Hann er með ör eftir öðrum vanganum niður. Langt. Og svartara en hörundið dökka. Síðan slær hann lófa á enni sér, dæs- ir: How I need a chick, man. Og leikur svo aftur með sínum hætti, eins- og fyrr, blæs ýlandi í lófalúðurinn með löngum kvartsárum tónum. Já þú sérð þetta, segir hann og bendir á örið: þetta sko. Þetta fékk ég í Kambód- íu. Ég er búinn að vera allsstaðar. Hvar hef ég ekki verið. Ég á heima í Kaliforníu. Veistu það að ég á tvö lítil börn. Tvö pínulítil börn. Geturðu ekki lánað með hundrað* franka? Ha? En þrjátíu þá? Nú. Það er bara svona. That is how it is. Jæja. Really man. En fyrir einum bjór þá? Þakka þér fyrir. Ég sé að þú ert góður maður. Æ börnin mín eru voðalega langt í burtu. Saxófónninn, það er mitt hljóðfæri. Ég vinn mér inn heilmikla peninga. Þó ég sé blankur. Ölfroðan situr á vör einsog hýjungur og hjaðnar: You like black music man? Yeah. Hlustaðu þá á þetta maður. Ég sem nefni- lega líka. Ég er líka tónskáld. Annars minn- irðu mig á föður minn. Hann grípur stóra hollenzka stúlku sem ætlaði að komast framhjá, borin traust^ á stólpum sem voru allsstaðar jafn- gildir, alla leið niður í ilskó, og var í stuttu fellingapilsi, einsog elgur með sólgleraugu: One thing I need more than Heineken, ah goddam need a chick man, or ahm gonna burst man. Burst then Borstal boy, segir írskur fiðl- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. DESEMBER 2000 77

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.