Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Page 36

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Page 36
rBNðp Ali/i r>AuAr Ein af myndum Errós á Art Copenhagen, Ciaus Bojesen, „Maske“ (1008), 1998, olía á léreft 27x22 cm. Art Copenhagen. SEINNI GREIN AF LISTAMÖRKUÐUM > Listkaupstefnum hefur fjölgað mjög á síðustu áratug- um7 einkum næstliðnum, og þeim á örugglega enn eftir að fjölga. Eru í og með sprottnar af þörf fyrir opna og skilvirka listmiðlun á tímum útþenslu og list- sprenginga sem gera leikum sem lærðum æ erfiðara að átta sig á stöðu mála. Þetta er niðurstaða BRAGA ÁSGEIRSSONAR sem fer hér áfram ofan í saumana á kaupstefnum og markaðssetningu myndlistar. jL EFTIR á að hyggja þykir mér það mikil býsn að listkaup- stefnan Art Copenhagen skuli hafa verið haldin sjö sinnum án þess að ég hafí náð að líta á fyrirbærið. Hún hefur til þessa einfaldlega ekki verið í gangi þegar ég hef tyllt tá í Kaupmannahöfn, og stendur jafnaðarlega einungis í þrjá daga. Þá skarar markaðs- setning myndlistar ekki sérlega áhugasvið mitt, frekar en svo margra málara eldri kynslóða sem vildu og vilja helst vera full- komlega lausir við allt slíkt stúss til hliðar. En mál er að vegna rýnisstarfa hef ég um árabil haft mjög góða aðstöðu til að fylgjast , með markaðsmálum hér heima, og jafnvel enn betur úti í heimi með reglulegum upp- lýsingum á hálfsmánaðar fresti gegnum sér- ritið ARTnewsletter, auk listtímaritanna Kunstforum og art, Das Kunstmagazin, sem bæði gera þessum atriðum góð skil. Kunst- forum sem er á við heila bók og kemur út annan hvem mánuð, meira að segja svo vel að nóvember - desemberhefti 1989 var ein- göngu helgað listmarkaðinum og markaðs- setningu; Kunstwerte - Markt und Metod- en. Sérritið ARTnewsletter birtir hins vegar einvörðungu fréttir af uppboðum um allan heim svo og listmarkaðinum í það heila. Markaðssetningin er þannig ekkert feimn- * ismál né guðlast að fjalla um eins og á árum áður, heldur orðin að kennslufagi í listhá- skólum. Ekki þykir lengur nóg að vígja ungu fólki listinni einni og sér, vægi þess að kunna að markaðssetja vöru sína, í þessu tilviki listaverk, tilveruspursmál í heimi markaðskerfa og vaxandi samkeppni. Hér á útskerinu virðast sumir lærðir lítið hafa orð- ið varir við hina hörðu og óvægu orðræðu né listsprengingar, er þó nafngiftin orðin að beinhörðu hugtaki ytra sem iðulega sést í skrifum um þessi mál. Er þá verið að vísa til gífurlegrar útþenslu á listmarkaði upp úr 1970, er slakað var á faglegum námskröfum, listaskólar víða tengdir almennu skólakerfi bóknámsgreina og farið að útskrifa lista- menn, svona eins og lögfræðinga, hagfræð- inga og presta. Sú útungunarvél „útlærðra listamanna á fullu og samfara henni varð sýningasprenging, sem mætti jafnvel líkja við atómsprengjuna í Hiroshima, og öllum fyrri gildum riðlaði. Þessi þróun hefur fætt af sér þörf fyrir stóra vel skipulagða og mikilvæga listviðburði og uppstokkanir, þar sem hver og einn getur á eigin spýtur fótað sig á því sem gerst hefur og er að gerast í heimslistinni. Dregið saman í hnotskun er hið slæma, að magn smærri sýninga er orð- ið svo mikið að jafnvel atvinnumönnum er fyrirmunað að ná áttum í öllu kraðakinu. Það hefur einmitt aukið vægi stórsýninga svo og listkaupstefna, sem hefur fjölgað til muna síðustu áratugi og á örugglega enn eftir að fjölga. Ávinningurinn er, að þar fá gestir þverskurð af framboði viðurkenndra og mikilsháttar listhúsa frá öllum heims- hornum, þó einkum heimalandinu. Þver- skurð af því helsta sem gild lísthús halda fram með mismunandi áherslum frá ári til árs, þar sem eðlilega komast ekki allir skjól- stæðingar þeirra að hverju sinni. Á einum eða tveim dögum er mögulegt að kíkja inn í 100-200 sýningarbása listhúsa víða úr álf- unni, sem myndi útheimta mánuð að flækj- ast á milli, öðlast um leið stórum meiri yf- irsýn. Um að ræða listhús, sem eyrna- merkja sér ákveðna listamenn sem for- Christian Lemmerz, „Anal expressionisme", 2000. Bronz 19x30 cm. Art Copenhagen. ráðamenn þeirra hafa trú á og eru í samræmi við markaðar skoðanir þeirra sjálfra. Hér er þannig að verki sérmiðlun myndlistar, en ekki almenn markaðssetning í víðum skilningi, viðkomandi keppast við að koma sínum mönnum að og vekja á þeim at- hygli, ná samböndum, skapa ímyndir/ vöru- merki. Að sjálfsögðu sjást ekki allir fyrir í þeirri viðleitni sinni frekar en á almennum kaupmarkaði og því eru listhúsunum settar strangar reglur, sem allir verða að fara eftir vilji þeir festa sig í sessi. Eitt skilyrði til þátttöku, er að listhúsin verða að vera þekkt og starfa á alþjóðlegum grunni, hafa innan vébanda sinna alþjóðlega viðurkennda lista- menn. Afar auðvelt fyrir listhús stórborga meginlandsins sem þurfa ekki endilega að leita út fyrir landamæri sín, en erfíðara fyr- ir þau frá smærri og einangraðri útnárum eins og Norðurlöndum. En það er misskiln- ingur að kaupstefnurnar séu alveg eins frá ári til árs, sem bendir til þröngra skoðana og takmarkaðrar yfirsýnar, taka verður til- lit til að hér er um listhús að ræða sem eyrnamerkja sér einungis takmarkaðan fjölda listamanna og vilja helst að þeir máli í mörkuðum stíl, alls engin frávik né stökk- breytingar leyfðar hér, nema að markaður- inn krefjist þess, taki kollsteypu. - Listakaupstefnan, Art Copenhagen, í Forum, kaupstefnuhöll Kaupmannahafnar, er hin eina á Norðurlöndum að ég best veit, telst ennþá einungis vasaútgáfa hinna stærri og ekki enn komin á lista hinna 40 mikilvægustu í heiminum. Og þrátt fyrir að sú í ár sem haldin var 21.-24. september væri hin áttunda í röðinni er nokkur byrj- endabragur ríkjandi, og hún ekki enn náð 36 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.