Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 28. JANÚAR 2001 23. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Associated Pre Kólumbíska nóbelsskáldið Gabriel García Márquez er um þessar mundir að ljúka við ritun fyrsta bindis sjálfsævisögu sinn- ar og kemur það út síðar á þessu ári. Í dag, sunnudag, birta dagblöð víða um heim fyrsta kafla sjálfsævisögunnar og er Morgunblaðið eitt þeirra. / 6 B GÆTI ÞETTA HVERGI NEMA Í HAFNARFIRÐI 30 Hagkvæmnin veltur á fjölskyldugerð 10 22 Jafnrétti fyrir stráka og stelpur INDVERSKIR embættismenn sögðu í gær, laugardag, að um 2.500 lík hefðu fundist í húsarústum í kjöl- far jarðskjálftans sem varð á Indlandi á föstudagsmorgun. Indverskir fjöl- miðlar höfðu eftir Haren Pandya, inn- anríkisráðherra í Gujarat-ríki, þar sem skjálftinn varð, að tala látinna „gæti verið um 10.000“, en fregnir af manntjóni af völdum skálftans voru ákaflega misvísandi í gær. „Talan fer hvarvetna hækkandi,“ sagði Pandya. Þeir sem komust lífs af úr skjálft- anum, biðu í gær eftir því að tjöld og annar neyðarbúnaður bærist. Að sögn fréttamanns CNN-sjónvarpsins ríkir mikil óánægja með það hversu hægt hefur gengið að koma nauðsyn- legum búnaði, svo sem stórum krön- um, til að nota við björgunaraðgerðir í húsarústum, þangað sem þeirra er þörf. Yfir 100 fjölhæða hús, og fjöldi smærri bygginga, hrundu sem spila- borgir í skjálftanum. Björgunarfólk þarf á að halda allt að þrjátíu þúsund tjöldum til að skjóta skjólshúsi yfir þá sem misstu heimili sín í skjálftanum, en hann mældist 7,9 stig, að því er Pandya greindi frá. Þá er einnig brýn þörf á mat og læknisaðstoð. Harðastur var skjálftinn í borginni Bhuj, sem er um 20 km frá upptökum skjálftans. Hátt settur embættismað- ur í björgunarmiðstöð hins opinbera sagði í gærmorgun, að af þeim sem staðfest hafi verið að séu látnir hafi um 1.500 verið í Bhuj. Talið er að önnur tíu þúsund manns séu grafin í rústum í borginni, og sagði embættismaðurinn að áætla mætti að af þeim væru um 5.000 látn- ir. Meðal þeirra eru rúmlega 400 börn sem höfðu verið á skólasamkomu í til- efni af þjóðhátíðardegi Indlands. Hrundi skólabyggingin til grunna í skjálftanum. Skjálftans varð einnig vart í ná- grannaríkinu Pakistan, og létust 13 manns þar af hans völdum. Hafa pak- istönsk stjórnvöld boðist til að senda neyðaraðstoð til fórnarlamba skjálft- ans í Indlandi. Boð um neyðaraðstoð hafa borist hvaðanæva úr heiminum. Í gær, laugardag, bar indverska stjórnin til baka fregnir um að mikill olíuflekkur hefði breiðst út fyrir utan strönd Gujarat í kjölfar skjálftans. Ekki hafði fengist óháð staðfesting á fullyrðingu stjórnarinnar. Blaðið Hindustan Times greindi frá því að olían hefði borist í sjóinn nærri Kandla, stærstu hafnarborg Ind- lands, og færi stækkandi. Hafði blaðið eftir ónafngreindum embættismanni að ef gat hafi komið á neðanjarðar- geyma og olía væri tekin að leka úr þeim stefndi í mikið umhverfisslys. Óttast að allt að 10.000 manns hafi týnt lífi ReutersMæðgur harmi slegnar við rústir heimilis síns í smábænum Bachchaon, skammt frá Bhuj á Indlandi í gær. Ahmedabad, Bhuj á Indlandi, Islamabad, Nýju-Delhí. AP, AFP. FRIÐARVIÐRÆÐUM Ísraela og Palestínumanna mun ljúka í dag, að öllum líkindum með því að gefin verður út yfirlýsing þar sem gerð er grein fyrir þeim árangri sem náðst hefur og fyrirheit gefið um að viðræður hefjist á ný að loknum forsætisráðherrakosningum í Ísra- el 6. febrúar nk. Formaður palestínsku samn- inganefndarinnar greindi frá þessu í gær, og Ehud Barak, forsætis- ráðherra Ísraels, sagði einnig að viðræðunum lyki í byrjun vikunn- ar. Bæði Barak og palestínski samningamaðurinn, Ahmed Qur- eia, sögðu í gærmorgun að erfitt yrði að ná samkomulagi á næstu tveim dögum. Qureia sagði að ef samningur hefði náðst er kæmi fram á sunnudag yrði greint frá því. Báðir deiluaðilar sögðu í gær að viðræðurnar á föstudaginn hefðu lofað góðu, þótt ekki hefðu orðið þáttaskil. Helstu ásteytingarstein- arnir, framtíð Jerúsalem og pal- estínskra flóttamanna, voru til um- ræðu. „Við erum nær samkomulagi en nokkru sinni,“ sagði Barak. „Það glittir í útlínurnar í gegnum dyragættina.“ Friðarviðræðurnar hafa staðið í bænum Taba í Egyptalandi, rétt hjá landamærunum að Ísrael. Hafa báðir aðilar lagt áherslu á að ná samkomulagi áður en forsætis- ráðherrakosningar fara fram í Ísrael. Samkvæmt skoðanakönn- unum nýtur Ariel Sharon, fram- bjóðandi Likudbandalagsins, mun meira fylgis en Barak. Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Pal- estínumanna, hefur sagt að það yrði „reiðarslag“ ef Sharon sigraði í kosningunum. Samningafulltrúar Palestínu- manna útilokuðu þó ekki í gær að viðræðum yrði haldið áfram við Ísraela þótt við Sharon yrði að etja. Þeim væri í mun að ná samn- ingum „við hvern þann sem er for- sætisráðherra Ísraels vegna þess að án samkomulags mun þjóð okk- ar halda áfram að þjást“. Palestínumenn hafa krafist þess að allt flóttafólk úr stríðinu 1948 og afkomendur þess, alls um fjórar milljónir manna, fái að snúa aftur til heimila sinna í Ísrael. Þessu neita Ísraelar alfarið að verða við. „Glittir í útlínur“ friðar- sáttmála Taba í Egyptalandi. AP. HREINDÝRABÆNDUR í Finn- mörku í Norður-Noregi hafa mót- mælt þeim áætlunum norska varnar- málaráðuneytisins að leyfa orrustu- þotum Atlantshafsbandalagsins að taka um 200 ferkílómetra svæði undir skot- og sprengjuæfingar. Þær hefj- ast í vor og óttast bændurnir að stórir hlutar beitarlands þeirra mengist vegna æfinganna. Svæðið er í Porsanger og kallast Halkavarre. Norski herinn hefur not- að það til skotæfinga frá sjötta ára- tugnum en samningur hersins og hreindýrabændanna á svæðinu, Sama, rann út árið 1997 og hefur ekki verið endurnýjaður. Lögmaður Sam- anna segir þá ætla í mál við norsk stjórnvöld til að koma í veg fyrir að farið verið að varpa leysistýrðum sprengjum á svæðinu, eins og bænd- urnir óttast að verði gert. Segir hann varnarmálaráðuneytið hafa samið við Samana á fölskum forsendum á sín- um tíma, þar sem þeir hafi hreinlega ekki kunnað nóg í norsku til að vita hvað þeir hafi verið að skrifa undir. Hreindýrabændurnir fá nú sem svar- ar til tveggja milljóna króna á ári í bætur fyrir Halkavarre en þeir nota svæðið hluta úr ári fyrir sumarbeit. Sveitarstjórinn á svæðinu og norsk yfirvöld vísa því hins vegar á bug að hætta sé á mengun. Mikil ásókn er frá NATO-herjunum að æfa í N-Noregi, þar eð lítið er eftir af svo stórum óbyggðum svæðum í Evrópu. Til að byrja með munu bresk- ir og bandarískir herir æfa með hefð- bundnum vopnum en að sögn varnar- málaráðuneytisins er stefnt að æfingum með svokölluðum snjallvopn- um, leysistýrðum sprengjum o.fl. Deilt um sprengju- æfingar í Noregi Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.