Morgunblaðið - 28.01.2001, Page 2

Morgunblaðið - 28.01.2001, Page 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðinu í dag fylgir bæklingur frá Heimsferðum. JÓN Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður upplýsti í þættinum Í vikulokin á Ríkisút- varpinu í gær, að einn þeirra hæstaréttardómara sem skip- aði dóm Hæstaréttar í máli Ör- yrkjabandalagsins gegn Tryggingastofnun 19. desem- ber, hefði haft samband við full- trúa í nefnd á vegum ríkis- stjórnar, sem var falið að stýra vinnu við undirbúning á frum- varpi til breytinga á lögum um almannatryggingar. Jón Steinar, sem var formað- ur nefndarinnar, sagði í þætt- inum að dómarinn hefði haft samband við fulltrúa í nefnd- inni til að lýsa ánægju sinni með skýrslu nefndarinnar, þ.e. þann hluta hennar, sem fjallaði um greiningu á dóminum og hvað í honum fælist. Morgunblaðið leitaði eftir því hjá Jóni Steinari um hvaða dómara hefði verið að ræða og upplýsti hann þá að umræddur dómari væri Hrafn Bragason hæstaréttardómari. Jón Stein- ar lýsti því að sér þætti ekkert óeðlilegt við að dómarinn hefði haft samband við nefndina til að tjá henni ánægju sína. Hrafn Bragason var einn þeirra þriggja dómara sem mynduðu meirihluta Hæsta- réttar í máli Öryrkjabandalags- ins gegn Tryggingastofnun. Jón Steinar Gunnlaugsson Hæstarétt- ardómari lýsti ánægju sinni SJÖ kvikmyndir hlutu vilyrði til framleiðslu árið 2002 þegar úthlutað var úr Kvikmyndasjóði Íslands í gær, alls 185 milljónir króna. Þá var 150 milljónum úthlutað til fram- leiðslu fimm kvikmynda á þessu ári en þrjár þeirra höfðu fengið vilyrði við úthlutun síðasta árs. Fimm hlutu styrki til þróunar bíó- mynda þar sem handrit liggur fyrir og tíu aðilar hlutu framlög til hand- ritsgerðar á árinu 2001, 300.000 kr. hver. Vilyrði fyrir hæstu styrkjunum á næsta ári hlutu Sögn ehf. til fram- leiðslu á myndinni Hafið í leikstjórn Baltasars Kormáks, 40 milljónir, og Íslenska kvikmyndasamsteypan til framleiðslu á myndinni Kaldaljós í leikstjórn Hilmars Oddssonar, einn- ig 40 milljónir. Þá fengu Zik Zak kvikmyndir vilyrði fyrir 35 milljón- um til framleiðslu á myndinni Næs- land í leikstjórn Friðriks Þórs Frið- rikssonar. Vilyrði um 26 milljónir fékk Sögn efh. fyrir Stormy Weath- er í leikstjórn Sólveigar Anspach, Íslenska kvikmyndasamsteypan 25 milljónir fyrir Ís-lending í leikstjórn Halls Helgasonar, Magus 10 millj- ónir til myndarinnar Differences Alike í leikstjórn Peter Ringgard. Íslenska kvikmyndasamsteypan hlaut einnig 10 milljóna vilyrði fyrir myndinni 1.0 sem Marteinn Þórsson leikstýrir. Árið 2000 árangursríkasta ár íslenskra bíómynda til þessa Í ávarpi sínu við úthlutunina gerði Þorfinnur Ómarsson, framkvæmda- stjóri Kvikmyndasjóðs, að umtals- efni sínu þá miklu farsæld sem nú ríkir í heimi íslenskra kvikmynda sem hann sagði reyndar svo mikla að óhætt væri að fullyrða að árið 2000 hefði verið árangursríkasta ár íslenskra bíómynda til þessa. Þor- finnur sagði þennan árangur sér- staklega ánægjulegan þar sem hann væri jafnt hér heima sem á erlend- um vettvangi. Kvikmyndirnar sem hljóta styrki til framleiðslu á þessu ári að und- angengnu vilyrði síðasta árs eru Mávahlátur sem Ágúst Guðmunds- son leikstýrir og Ísfilm framleiðir, 40 milljónir, Fálkar í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, fram- leiðandi Íslenska kvikmyndasam- steypan, 40 milljónir, og Regína mynd Maríu Sigurðardóttur sem Ís- lenska kvikmyndasamsteypan fram- leiðir, 30 milljónir. Myndirnar þrjár fá allar vilyrði sitt framlengt til 1. júlí í ár en Kvikmyndasjóður setur þá reglu að fjármögnun sé að fullu lokið þegar styrkurinn er greiddur en að sögn Þorfinns gengur fjár- mögnun myndanna vel. Nokkur ný verkefni fara í framleiðslu Ný verkefni sem fara í fram- leiðslu eru Nói Albínói sem Dagur Kári Pétursson leikstýrir og Zik Zak kvikmyndir framleiða, 25 millj- ónir, og Maður einsog ég í leikstjórn Róberts Douglas, framleidd af Kvikmyndafélagi Íslands, 15 millj- ónir. Í úthlutunarnefnd Kvikmynda- sjóðs árið 2001 sátu Christof Weh- meier, Kolbrún Jarlsdóttir og Pétur Blöndal. Í undirnefnd vegna hand- ritsstyrkja voru Bjarni Jónsson, Björn Vignir Sigurpálsson og Guð- rún Vilmundardóttir. Sjö myndir fá úthlutun úr Kvikmyndasjóði SELJALANDSFOSS í V-Eyjafjallahreppi er fagur á að líta, ekki síst eftir að sett var upp lýsing við fossinn. Hann er lýstur upp með tveim stórum ljóskösturum og hefur fossinn í ljósabaðinu vakið athygli þeirra fjölmörgu vegfarenda sem fara um þjóðveg 1 daglega. Seljalandsfoss upplýstur Morgunblaðið/Jónas Erlendsson SAMEIGINLEG stefna Norður- landanna um sjálfbæra þróun, sem tók gildi í ársbyrjun, markar tíma- mót í samstarfi landanna að mati Magnúsar Jóhannessonar, ráðu- neytisstjóra umhverfisráðuneytis. Kom það fram í máli hans á umhverf- isþingi í gær er hann kynnti stefnuna sem hann sagði eiga rætur í yfirlýs- ingu forsætisráðherra landanna haustið 1998 og hún væri pólitískt bindandi fyrir löndin. Magnús sagði stefnuna annars vegar vera markaða til 20 ára og hins vegar væri sett fram aðgerðaáætlun til fjögurra ára í senn sem yrði síðan endurskoðuð undir lok hvers tíma- bils. Aðild að stefnunni eiga einnig Færeyjar, Grænland og Álandseyj- ar. Stefnan tekur til þriggja sviða: Verkefna í hverju landi fyrir sig; verkefna sem falla undir hatt nor- rænu ráðherranefndanna og unnið verður að framgangi einstakra mála á vettvangi alþjóðastofnana. Fylgst verður með framkvæmd Ráðuneytisstjórinn sagði að ætl- unin væri að framfylgja stefnunni og verður samráðsnefnd ætlað að fylgj- ast með framkvæmd hennar. Fund- inn yrði mælikvarði á árangur og Magnús sagði einnig að mörg félaga- samtök, sem veitt hefðu umsagnir meðan stefnan var í mótun, hefðu lýst áhuga sínum á þátttöku í að- gerðum. Meðal markmiða í orkumálum er að ekki verði beint samhengi milli hagvaxtar og losunar mengandi efna um leið og orkunotkun eykst og að stefnt verði að aukningu í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Á sviði samgangna og flutninga á að auka notkun endurnýjanlegra orkugjafa, þróa á og sameina umhverfisvænar flutningaleiðir og í þróun borga á að taka mið af sjálfbærri þróun og auka rannsóknir á því sviði. Í landbúnaði á að draga úr notkun pestaeyða og auka nýtingu lífræns úrgangs og á sviði iðnaðar á að auka notkun timb- urs í stað áls, steypu og plastefna. Í sjávarútvegi er stefnt að bættri orkunýtingu og draga úr ólöglegum og óheftum fiskveiðum og löndin eru sammála um að Alþjóða hvalveiði- ráðið verði á ný stofnun sem sinni verndun hvalastofna, svo og rann- sóknum og verslun. Umhverfisþingi lauk í gær með umræðum um drög að stefnumörkun um sjálfbæra þróun til ársins 2020 sem kynnt var fyrri dag þingsins en greint var frá nokkrum atriðum hennar í Morgunblaðinu í síðustu viku. Hægt er að gera athugasemdir um stefnumörkunardrögin til 1. maí, bæði almennar athugasemdir um framsetningu og skipulag og um hvern markmiðskaflanna 14 sem taka til einstakra málaflokka. Er reiknað með að stefnan verði tilbúin í árslok. Drög að umhverfisstefnu ekki nógu skýr Allmargir þingfulltrúar komu með ábendingar og þannig vildi Jóhann Guðmundsson líffræðikennari fá kafla um þátt skóla og útgáfu fræðsluefnis, Stefán Gíslason, fram- kvæmdastjóri Landsdagskrár 21, vildi sjá aukna áherslu á framleið- endaábyrgð, Gesti Ólafssyni, arki- tekt og skipulagsfræðingi, fannst vanta stefnu um skipulagsmál, m.a. á sviði samgangna, Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, vildi setja saman þá kafla er sneru að náttúru og vildi fá inn kafla um úti- vist og Kolbrún Halldórsdóttir al- þingismaður sagði markmið stefn- unnar ekki nógu skýr. Taldi hún framkvæmdaaðila sitja í fyrirrúmi sem hún sagði ekki til fyrirmyndar. Þá gerði Kolbrún að umtalsefni undirritun alþjóðlegrar yfirlýsingar um hreina framleiðslu sem fram fór á þinginu á föstudag. Sagði hún það áróðursbragð að fá fulltrúa stóriðju- fyrirtækjanna til undirritunarinnar, með því væri gefið í skyn að stór- iðjan væri umhverfisvæn. Sameiginleg stefna um sjálfbæra þróun hefur tekið gildi Pólitískt bindandi fyrir Norðurlöndin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.