Morgunblaðið - 28.01.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.01.2001, Qupperneq 8
Stoppaðu kauða, þetta er hann, þetta er hann, þetta er brennuvargurinn. FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fræðslufundur Astma- og ofnæmisfélagsins Á misjöfnu þríf- ast börnin best Haldinn verðurfræðslufundur ávegum Astma- og ofnæmisfélagsins á morg- un klukkan 20 í Múlalundi, Hátúni 10c. Á dagskrá fundarins eru tvö fræðslu- erindi flutt af Birni Árdal og Michael Clausen lækn- um. Dagný Erna Lárus- dóttir er formaður Astma- og ofnæmisfélagsins. Hún var spurð hvaða efni væri til umfjöllunar á fundin- um. „Björn Árdal, sérfræð- ingur í ónæmis-/ofnæmis- sjúkdómum barna, flytur erindi um astma og of- næmi hjá ungum börnum sem hann nefnir „Á mis- jöfnu þrífast börnin best“. Michael Clausen, sérfræð- ingur í ónæmis- og ofnæmissjúk- dómum barna, mun ræða um tíðni astma og ofnæmis hjá börn- um í vestrænum samfélögum. Að loknum erindunum verða umræð- ur og fyrirspurnir. Fundurinn er öllum opinn og foreldrar og aðrir aðstandendur astma- og ofnæm- isveikra barna sérstaklega boðnir velkomnir.“ – Er astmi og ofnæmi að aukast í börnum? „Það er ekki sannað mál en greiningin er betri, nú eru svona sjúkdómar ekki lengur álitnir kvef.“ – Kemur astmi og ofnæmi fram sem kvef? „Astmi veldur hósta en ofnæmi getur komið fram t.d. sem öndunarerfiðleikar og í marg- breytilegum myndum. Börn með astma eru mjög oft slæm á nótt- unni, sofa illa og mæta því úrill og þreytt í skólann eða leikskólann, en af því að þessu fylgir ekki endilega hiti átta menn sig ekki á hve alvarlegt þetta er og hve börnin geta verið illa á sig komin. Stundum geta börn verið svo veik að þau komast ekki í skólann eða þurfa að stunda hann illa á sig komin og það kemur niður á ein- beitingu. Þá skapast vítahringur. Ég á son sem er astmaveikur. Sá hinn sami lærbrotnaði fyrir nokkrum árum og þá var honum sýndur mikill skilningur og sam- úð. En í sambandi við astmann hefur hann ekki mætt sama skiln- ingi, svona sjúkdómar sjást ekki í sama mæli og t.d. brot – ekki fyrr en börnin eru komin í andnauð, þá sést hve illa þeim líður. Í dag er lærbrotið algjörlega gróið og hann hefur litla erfiðleika af því en mikla af astmanum. Það er mikilvægt að kennarar í skólum og leikskólum og skólayfirvöld al- mennt fái skilning á hve alvar- legur sjúkdómur astmi og ofnæmi getur verið. Börn sem hafa t.d. al- varlegt ofnæmi geta verið í lífs- hættu ef þeim er gefið eitthvað sem þau hafa ofnæmi fyrir, t.d. egg eða fiskur. Þau gætu hrein- lega dáið ef þau fá ekki aðstoð strax. Þetta vandamál verður að- kallandi þegar börnin borða í mötuneytum þar sem hið sama á að ganga yfir alla. Þá þurfa starfsmenn að vita ef einhver í hópn- um hefur ofnæmi fyrir tiltekinni fæðutegund, taka þarf tilllit til einstaklingsins í slíkum tilvikum. Þetta ætlar Astma- og ofnæmisfélagið nú að snúa sér að því að kynna rækilega í skólakerfinu og í mars verður haldinn fundur um fæðuofnæmi. Davíð Gíslason læknir mun þá flytja erindi um fæðuofnæmi.“ – Er astmi eða ofnæmi mikið vandamál hjá ungum börnum? „Já, ég þekki þetta vel af eigin raun, ég á þrjú börn sem öll hafa verið með astma frá unga aldri og veit hve erfitt þetta er fyrir börn- in. Þau eldri greindust ekki eins fljótt og nú gerist og liðu því meira fyrir sjúkdóm sinn en börn gera í dag þegar greiningin og hjálpin fæst miklu fyrr. Lyfin eru líka orðin miklu betri og þekk- ingin meiri. Það sem hinsvegar skortir er meiri skilningur úti í samfélaginu á eðli þessara sjúk- dóma. Börn sem t.d. hafa ofnæmi fyrir köttum líða fyrir það ef þau hitta fólk sem kemur frá heim- ilum þar sem kettir eru. Þau geta ekki farið inn á slík heimili og eiga þar með á hættu að einangr- ast. Eins er þetta með reykingar, börn og fullorðnir með astma þola alls ekki tóbaksreyk. Fólk í um- hverfinu gleymir þessu oft og tíð- um og það getur leitt til alvar- legra veikinda hjá hinum astmaveiku.“ – Eru verkefnin mörg hjá félaginu? „Ný stjórn tók við félaginu í nóvemberlok og hún á mikið verk fyrir höndum. Fyrirhugaðir eru þrír fræðslufundir fram á vor. Um hina fyrri tvo hefur þegar verið rætt en sá þriðji verður í maíbyrjun og þá mun Sigurður Kristjánsson sérfræðingur ræða um frjókornaofnæmi sem er al- gengt og veldur mörgum miklum óþægindum. Einnig verður félag- ið með starfshópa sem fjalla munu um latex- og fæðuofnæmi. Þá ætlum við að taka inn í okkar raðir þá sem eru með bælt ónæmiskerfi eða ónæmisbilanir eins og það er stundum kallað. Fyrirhugað er að gefa út tvö fréttabréf á árinu en síðast en ekki síst verður ráðinn starfsmaður á skrifstofu félagsins sem verður þar á auglýstum tím- um. Hann mun m.a. sjá um fræðslumál. Hægt er að hafa tölvusamband við félagið í net- fangið ao@ao.is. Í stjórn Astma- og ofnæmisfélagsins sitja með varamönnum 7 manns, þar af þrír læknar. Dagný Erna Lárusdóttir  Dagný Erna Lárusdóttir fædd- ist í Reykjavík 18. desember 1946. Hún lauk prófi frá versl- unardeild Hagaskóla og fór síð- an í enskunám til Englands. Hún hefur starfað sem upplýsinga- fulltrúi Atlantshafsbandalagsins á Íslandi frá árinu 1992. Hún er formaður Astma- og ofnæm- isfélagsins á Íslandi. Dagný er gift Jóni Árna Ágústssyni fram- kvæmdastjóra og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Skortir meiri skilning á eðli astma og of- næmis úti í samfélaginu JEPPI sem stolið var frá Suð- urgötu í Keflavík á miðvikudags- morgun kom í leitirnar seinnipart- inn á fimmtudag. Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu um jeppann, sem er nýlegur Toyota Landcruiser, upphækkaður og á 33" dekkjum, við hús í Grafarvogi. Í jeppanum fannst þýfi sem talið er vera úr innbroti í Reykjavík. Lögreglan í Reykjavík handtók á fimmtudagskvöld sautján ára pilt vegna málsins. Við yfirheyrslur játaði hann aðild sína að málinu. Í gærmorgun var piltur á svip- uðu reki handtekinn í Keflavík vegna málsins. Hann er grunaður um aðild að þjófnaðinum á Landcruisernum og að hafa stolið Subaru-bifreið í Reykjavík þann 18. janúar sl. Subaruinn fannst í Keflavík í gær. Þegar lögreglan gerði leit í hús- inu þar sem pilturinn dvaldi fund- ust leifar af fíkniefnum en greini- legt var af ummerkjum að fíkniefnaneysla hafði farið þar fram kvöldið áður. Í húsinu fund- ust einnig nokkrir geislaspilarar sem talið er fullvíst að hafi verið stolið úr bifreiðum í Keflavík að- faranótt miðvikudagsins. Auk piltsins voru þrjú ungmenni í hús- inu sem öll viðurkenndu fíkniefna- neyslu og handtók lögreglan þau einnig. Skömmu síðar var ung stúlka einnig handtekin grunuð um fíkni- efnaneyslu. Jeppi sem stolið var í Keflavík loks fundinn Fjöldi afbrota upp- lýstist í kjölfarið Doktorsvörn við Háskóla Íslands DOKTORSVÖRN við verkfræði- deild Háskóla Íslands fer fram mánudaginn 29. janúar. Tómas P. Rúnarsson ver doktorsritgerð sína „Evolutionary Problem Solving“ sem verkfræðideild hefur metið hæfa til doktorsprófs. Doktorsvörnin fer fram í hátíðasal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu og hefst kl. 15. Öllum er heimill aðgang- ur. Aðalleiðbeinandi Tómasar er Magnús Þór Jónsson, prófessor við véla- og iðnaðarverkfræðiskor Há- skóla Íslands. Andmælendur við doktorsvörnina verða prófessor Xin Yao frá Birmingham-háskólaog pró- fessor Hans-Paul Schwefel frá Há- skólanum í Dortmund. Verkefnið fjallar um rannsóknir á aðferðum sem notaðar eru við lausn verkfræðilegra vandamála á tölvu og byggjast á lögmálum líffræðilegrar þróunar. Verkefnið er heilsteypt samantekt fjölmargra greina sem Tómas hefur birt í rannsóknartímaritum og á ráð- stefnum. Hægt er að nálgast verk- efnið á heimasíðu Tómasar: http:// zeus.verk.hi.is/~tpr/.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.