Morgunblaðið - 28.01.2001, Qupperneq 8
Stoppaðu kauða, þetta er hann, þetta er hann, þetta er brennuvargurinn.
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fræðslufundur Astma- og ofnæmisfélagsins
Á misjöfnu þríf-
ast börnin best
Haldinn verðurfræðslufundur ávegum Astma- og
ofnæmisfélagsins á morg-
un klukkan 20 í Múlalundi,
Hátúni 10c. Á dagskrá
fundarins eru tvö fræðslu-
erindi flutt af Birni Árdal
og Michael Clausen lækn-
um. Dagný Erna Lárus-
dóttir er formaður Astma-
og ofnæmisfélagsins. Hún
var spurð hvaða efni væri
til umfjöllunar á fundin-
um.
„Björn Árdal, sérfræð-
ingur í ónæmis-/ofnæmis-
sjúkdómum barna, flytur
erindi um astma og of-
næmi hjá ungum börnum
sem hann nefnir „Á mis-
jöfnu þrífast börnin best“.
Michael Clausen, sérfræð-
ingur í ónæmis- og ofnæmissjúk-
dómum barna, mun ræða um
tíðni astma og ofnæmis hjá börn-
um í vestrænum samfélögum. Að
loknum erindunum verða umræð-
ur og fyrirspurnir. Fundurinn er
öllum opinn og foreldrar og aðrir
aðstandendur astma- og ofnæm-
isveikra barna sérstaklega boðnir
velkomnir.“
– Er astmi og ofnæmi að
aukast í börnum?
„Það er ekki sannað mál en
greiningin er betri, nú eru svona
sjúkdómar ekki lengur álitnir
kvef.“
– Kemur astmi og ofnæmi fram
sem kvef?
„Astmi veldur hósta en ofnæmi
getur komið fram t.d. sem
öndunarerfiðleikar og í marg-
breytilegum myndum. Börn með
astma eru mjög oft slæm á nótt-
unni, sofa illa og mæta því úrill og
þreytt í skólann eða leikskólann,
en af því að þessu fylgir ekki
endilega hiti átta menn sig ekki á
hve alvarlegt þetta er og hve
börnin geta verið illa á sig komin.
Stundum geta börn verið svo veik
að þau komast ekki í skólann eða
þurfa að stunda hann illa á sig
komin og það kemur niður á ein-
beitingu. Þá skapast vítahringur.
Ég á son sem er astmaveikur.
Sá hinn sami lærbrotnaði fyrir
nokkrum árum og þá var honum
sýndur mikill skilningur og sam-
úð. En í sambandi við astmann
hefur hann ekki mætt sama skiln-
ingi, svona sjúkdómar sjást ekki í
sama mæli og t.d. brot – ekki fyrr
en börnin eru komin í andnauð,
þá sést hve illa þeim líður. Í dag
er lærbrotið algjörlega gróið og
hann hefur litla erfiðleika af því
en mikla af astmanum. Það er
mikilvægt að kennarar í skólum
og leikskólum og skólayfirvöld al-
mennt fái skilning á hve alvar-
legur sjúkdómur astmi og ofnæmi
getur verið. Börn sem hafa t.d. al-
varlegt ofnæmi geta verið í lífs-
hættu ef þeim er gefið eitthvað
sem þau hafa ofnæmi fyrir, t.d.
egg eða fiskur. Þau gætu hrein-
lega dáið ef þau fá ekki aðstoð
strax. Þetta vandamál verður að-
kallandi þegar börnin
borða í mötuneytum
þar sem hið sama á að
ganga yfir alla. Þá
þurfa starfsmenn að
vita ef einhver í hópn-
um hefur ofnæmi fyrir
tiltekinni fæðutegund,
taka þarf tilllit til einstaklingsins
í slíkum tilvikum. Þetta ætlar
Astma- og ofnæmisfélagið nú að
snúa sér að því að kynna rækilega
í skólakerfinu og í mars verður
haldinn fundur um fæðuofnæmi.
Davíð Gíslason læknir mun þá
flytja erindi um fæðuofnæmi.“
– Er astmi eða ofnæmi mikið
vandamál hjá ungum börnum?
„Já, ég þekki þetta vel af eigin
raun, ég á þrjú börn sem öll hafa
verið með astma frá unga aldri og
veit hve erfitt þetta er fyrir börn-
in. Þau eldri greindust ekki eins
fljótt og nú gerist og liðu því
meira fyrir sjúkdóm sinn en börn
gera í dag þegar greiningin og
hjálpin fæst miklu fyrr. Lyfin eru
líka orðin miklu betri og þekk-
ingin meiri. Það sem hinsvegar
skortir er meiri skilningur úti í
samfélaginu á eðli þessara sjúk-
dóma. Börn sem t.d. hafa ofnæmi
fyrir köttum líða fyrir það ef þau
hitta fólk sem kemur frá heim-
ilum þar sem kettir eru. Þau geta
ekki farið inn á slík heimili og
eiga þar með á hættu að einangr-
ast. Eins er þetta með reykingar,
börn og fullorðnir með astma þola
alls ekki tóbaksreyk. Fólk í um-
hverfinu gleymir þessu oft og tíð-
um og það getur leitt til alvar-
legra veikinda hjá hinum
astmaveiku.“
– Eru verkefnin mörg hjá
félaginu?
„Ný stjórn tók við félaginu í
nóvemberlok og hún á mikið verk
fyrir höndum. Fyrirhugaðir eru
þrír fræðslufundir fram á vor.
Um hina fyrri tvo hefur þegar
verið rætt en sá þriðji verður í
maíbyrjun og þá mun Sigurður
Kristjánsson sérfræðingur ræða
um frjókornaofnæmi sem er al-
gengt og veldur mörgum miklum
óþægindum. Einnig verður félag-
ið með starfshópa sem fjalla
munu um latex- og fæðuofnæmi.
Þá ætlum við að taka inn í okkar
raðir þá sem eru með
bælt ónæmiskerfi eða
ónæmisbilanir eins og
það er stundum kallað.
Fyrirhugað er að gefa
út tvö fréttabréf á
árinu en síðast en ekki
síst verður ráðinn
starfsmaður á skrifstofu félagsins
sem verður þar á auglýstum tím-
um. Hann mun m.a. sjá um
fræðslumál. Hægt er að hafa
tölvusamband við félagið í net-
fangið ao@ao.is. Í stjórn Astma-
og ofnæmisfélagsins sitja með
varamönnum 7 manns, þar af þrír
læknar.
Dagný Erna Lárusdóttir
Dagný Erna Lárusdóttir fædd-
ist í Reykjavík 18. desember
1946. Hún lauk prófi frá versl-
unardeild Hagaskóla og fór síð-
an í enskunám til Englands. Hún
hefur starfað sem upplýsinga-
fulltrúi Atlantshafsbandalagsins
á Íslandi frá árinu 1992. Hún er
formaður Astma- og ofnæm-
isfélagsins á Íslandi. Dagný er
gift Jóni Árna Ágústssyni fram-
kvæmdastjóra og eiga þau þrjú
börn og tvö barnabörn.
Skortir meiri
skilning á eðli
astma og of-
næmis úti í
samfélaginu
JEPPI sem stolið var frá Suð-
urgötu í Keflavík á miðvikudags-
morgun kom í leitirnar seinnipart-
inn á fimmtudag. Lögreglan í
Reykjavík fékk tilkynningu um
jeppann, sem er nýlegur Toyota
Landcruiser, upphækkaður og á
33" dekkjum, við hús í Grafarvogi.
Í jeppanum fannst þýfi sem talið
er vera úr innbroti í Reykjavík.
Lögreglan í Reykjavík handtók
á fimmtudagskvöld sautján ára pilt
vegna málsins. Við yfirheyrslur
játaði hann aðild sína að málinu.
Í gærmorgun var piltur á svip-
uðu reki handtekinn í Keflavík
vegna málsins. Hann er grunaður
um aðild að þjófnaðinum á
Landcruisernum og að hafa stolið
Subaru-bifreið í Reykjavík þann
18. janúar sl. Subaruinn fannst í
Keflavík í gær.
Þegar lögreglan gerði leit í hús-
inu þar sem pilturinn dvaldi fund-
ust leifar af fíkniefnum en greini-
legt var af ummerkjum að
fíkniefnaneysla hafði farið þar
fram kvöldið áður. Í húsinu fund-
ust einnig nokkrir geislaspilarar
sem talið er fullvíst að hafi verið
stolið úr bifreiðum í Keflavík að-
faranótt miðvikudagsins. Auk
piltsins voru þrjú ungmenni í hús-
inu sem öll viðurkenndu fíkniefna-
neyslu og handtók lögreglan þau
einnig.
Skömmu síðar var ung stúlka
einnig handtekin grunuð um fíkni-
efnaneyslu.
Jeppi sem stolið var í Keflavík loks fundinn
Fjöldi afbrota upp-
lýstist í kjölfarið
Doktorsvörn
við Háskóla
Íslands
DOKTORSVÖRN við verkfræði-
deild Háskóla Íslands fer fram
mánudaginn 29. janúar. Tómas P.
Rúnarsson ver doktorsritgerð sína
„Evolutionary Problem Solving“
sem verkfræðideild hefur metið
hæfa til doktorsprófs.
Doktorsvörnin fer fram í hátíðasal
Háskóla Íslands í Aðalbyggingu og
hefst kl. 15. Öllum er heimill aðgang-
ur.
Aðalleiðbeinandi Tómasar er
Magnús Þór Jónsson, prófessor við
véla- og iðnaðarverkfræðiskor Há-
skóla Íslands. Andmælendur við
doktorsvörnina verða prófessor Xin
Yao frá Birmingham-háskólaog pró-
fessor Hans-Paul Schwefel frá Há-
skólanum í Dortmund.
Verkefnið fjallar um rannsóknir á
aðferðum sem notaðar eru við lausn
verkfræðilegra vandamála á tölvu og
byggjast á lögmálum líffræðilegrar
þróunar.
Verkefnið er heilsteypt samantekt
fjölmargra greina sem Tómas hefur
birt í rannsóknartímaritum og á ráð-
stefnum. Hægt er að nálgast verk-
efnið á heimasíðu Tómasar: http://
zeus.verk.hi.is/~tpr/.