Morgunblaðið - 28.01.2001, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.01.2001, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ M EÐ vaxandi grósku í atvinnulífinu hefur straumur fólks legið af landsbyggðinni á suð- vesturhornið á allra síðustu árum, t.d. fjölg- aði höfuðborgarbúum úr 171.515 í 175.000 (2%) frá 1999 til 2000. Ekki er því heldur að leyna að stórir hópar borg- arbúa hafa flutt sig um set á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og þykir reyndar tæpast í frásögur færandi enda mörkin á milli sveit- arfélaga sífellt að verða óljósari. Miðað við upplýsingar frá sveitar- félögunum virðast fæstir kaupendur íbúðarhúsnæðis velta því fyrir sér hversu há gjöld nýja sveitarfélagið innheimtir vegna íbúðarhúsnæðis og því síður hvers konar þjónustu boðið er upp á að öðru leyti. Hvorttveggja er reyndar mismunandi eins og fljót- lega kom í ljós í litlu dæmi með tveimur „tilbúnum“ fjölskyldum. Hvorug fjölskyldan er hin margum- talaða vísitölufjölskylda heldur var ákveðið að fara aðra leið og skapa með aðstoð frá Þjóðhagsstofnun og Fasteignamati ríkisins eins konar meðalfjölskyldur. Yngri hjónin, 31 til 35 ára, hafa 335.000 kr. í mánaðar- laun og eiga tvö börn, annað í leik- skóla og hitt í grunnskóla. Þau vinna bæði úti og þurfa því 8 tíma gæslu fyrir börnin. Fjölskyldan býr í 85 fm íbúð, fasteignamatið er 8,5 milljónir og af því er fasteignarmat lóðar 720.000 kr. Eldri hjónin eru ívið stöndugri og hafa samtals 385.000 kr. í mánaðartekjur. Íbúðin er 100 fm, fasteignamatið 11 milljónir og af því er fasteignamat lóðar 750.000 kr. Skemmst er frá því að segja að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar virðist koma best út fyrir barnafjöl- skylduna að búa í Mosfellsbæ. Að frádregnum skatti, fasteignagjöld- um, leikskólagjaldi og kostnaði vegna lengri viðveru í grunnskóla standa eftir 68,9% af mánaðarlaun- um og er ekki að efa að lágt leik- skólagjald miðað við leikskólagjöld í hinum sveitarfélögunum hefur mest um niðurstöðuna að segja. Á hinn bóginn virðist vera dýrast fyrir barnafjölskylduna að búa í Kópa- vogi. Að frádregnum skatti, fast- eignagjöldum, leikskólagjaldi og kostnaði vegna lengri viðveru í grunnskóla standa eftir 66,8% af mánaðarlaununum. Þessi niðurstaða vekur ekki hvað síst athygli ef tekið er mið af því að ótrúleg fjölgun hefur orðið á íbúum í sveitarfélaginu und- anfarin ár, t.d. fjölgaði Kópavogsbú- um úr 22.587 í 23.527 (4,2%) á milli áranna 1999 til 2000. Hvað sérstaka liði varðar er óhætt að benda á að lengd viðvera eftir venjulegan skóla- dag í grunnskóla er talsvert kostn- aðarsöm í Kópavogi. Athygli er vakin á því að tvíþætt niðurstaða í Reykja- vík helgast af mismunandi tímagjaldi í lengri viðveru í einsetnum og tví- setnum grunnskólum í Reykjavík. Ef tekið er mið af barnlausu hjón- unum breytast niðurstöðurnar nokk- uð. Mosfellsbær er ekki lengur hag- stæðasta bæjarfélagið heldur Seltjarnarnes og hefur þar lágt út- svarshlutfall sitt að segja. Hinu má heldur ekki gleyma að holræsagjald er ekkert og langfæstir greiða lóð- arleigu eins og kemur fram síðar í greininni. Að frádregnum skatti og fasteignagjöldum standa eftir 74,1% af mánaðarlaunum. Önnur breyting er að Hafnarfjörður er orðinn dýrari en Kópavogur og er í því sambandi hægt að nefna lóðarleiguna. Að frá- dregnum skatti og fasteignagjöldum standa eftir 73,3 % launa. Hár fast- eignaskattur sker sig úr í Garðabæ. Athygli er vakin á því að ekki er um fullnaðarkönnun að ræða. Eins og áður kom fram skapa fjölskyld- urnar ekki fullkomið meðaltal og hægt er að nefna að afar mismunandi er hvaða reglur gilda um endur- greiðslu vegna gæslu yngri barna hjá dagmæðrum, t.d. fá foreldrar í vígðri/óvígðri sambúð að öllu jöfnu ekki endurgreiðslur vegna gæslu yngri barna en 2 ára í Hafnarfirði og Bessastaðahreppi. Þar fyrir utan er ljóst að sveitarfélögin standa fyrir ýmiss konar annarri þjónustu sem ekki var hægt að taka inn í saman- burð af þessu tagi. Mikil eftirspurn ræður för Í samtali við Guðrúnu Árnadóttur, formann Félags fasteignasala, kom fram að við val á húsnæði veltu fæst- ir því fyrir sér hversu hátt útsvar og fasteignagjöld væru í viðkomandi sveitarfélagi. „Einu sinni var því haldið á lofti að vegna holræsagjalda væri alltof dýrt að búa í Kópavogi. Eftir að farið var að innheimta hol- ræsagjöld í Reykjavík féll sú um- ræða um sjálfa sig. Ekki er heldur áberandi að verið sé að spá í hvort þjónusta dagmæðra sé niðurgreidd, leikskólagjöld o.s.frv. Meðalfjöl- skylda nýtir sér margþætta þjónustu og veltir því ekki endilega fyrir sér einum sérstökum lið,“ segir hún. Fyrst og fremst er að hennar sögn tekið mið af þörfum fjölskyldunnar fyrir íbúðarhúsnæði. „Að sjálfsögðu heyrum við að innfæddir Garðbæ- ingar vilji helst búa í Garðabæ o.s.frv. Stundum er stefnt að því að annar hinna fullorðnu geti gengið eða farið í strætó í vinnuna, þ.e. ef fjölskyldan hefur ekki yfir að ráða tveimur eða fleiri bílum eins og sífellt er orðið algengara. Hinu er heldur ekki leyna að fjölskyldur hafa oft þurft að endurskoða afstöðu sína í tengslum við mikla eftirspurn eftir húsnæði á ákveðnum svæðum innan borgarmarkanna síðustu tvö ár,“ segir hún. „Maður er alltaf að hitta fólk sem endaði annars staðar en það ætlaði í upphafi.“ Guðrún sagði eðlilegt að straum- urinn lægi í rísandi íbúðarbyggð. „Ég held að segja megi að enn liggi straumurinn í Kópavog enda er þar talsvert af íbúðarhúsnæði í bygg- ingu. Sveitarfélagið liggur miðsvæð- is á höfuðborgarsvæðinu og með Smáralindinni er stefnt að því að skapa framtíðarmiðbæjarkjarna. Hlutfallsleg fjölgun í Bessastaða- hreppi skýrist fyrst og fremst af því að þar er að rísa íbúðarbyggð. Lítið hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði í Reykjavík að undanförnu.“ Reykjavík Anna Skúladóttir, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, segir að útsvar- ið sé 12,7% fyrir árið 2001. Fasteignaskattur er 0,375% af heildarfasteignamati, vatnsgjald er 88 kr. á hvern fm að viðbættum 2.267 kr. fastagjaldi, holræsagjald er 0,15% af fasteignamati og sorphirðu- gjald er 6.600 kr. á hverja tunnu. Lóðarleiga er 0,145% af fasteigna- mati lóðar. Elli- og örorkulífeyris- þegar fá afslátt í þremur þrepum, þ.e. 50%, 80% og 100%, af fasteigna- skatti og holræsagjaldi í samræmi við tekjur. Samkvæmt upplýsingum frá Leik- skólum Reykjavíkur nema niður- greiðslur vegna daggæslu barna for- eldra í vígðri/óvígðri sambúð 5.000 kr. vegna 4 til 5 stunda, 7.500 kr. vegna 6 til 7 stunda og 10.000 kr. vegna 8 til 9 stunda. Vegna daggæslu barna einstæðra foreldra og tveggja námsmanna eru greiddar 7.500 kr. vegna 4 stunda, 10.750 kr. vegna 5 stunda, 15.000 kr. vegna 6 stunda, 18.250 kr. vegna 7 stunda, 21.600 kr. vegna 8 stunda og 22.000 vegna 9 stunda. Fyrir börn foreldra í vígðri/óvígðri sambúð kostar 4 tíma leikskólavist með fæði 12.900 kr., 6 tíma leikskóla- vist með fæði 17.800 kr. og 8 tíma leikskólavist með fæði 22.700 kr. Fyrir börn einstæðra foreldra kostar 8 tíma leikskólavist með fæði 11.700 kr. og fyrir börn námsmanna kostar 8 tíma leikskólavist með fæði 17.200 kr. Systkinaafsláttur er 33% með öðru systkini og 75% með þriðja systkini. Sigurbjörn Knudsen, sérfræðing- ur á fjármálasviði Fræðslumiðstöðv- ar Reykjavíkur, segir að boðið sé upp á skóladagvist fyrir nemendur í 1. til 4. bekk grunnskóla Reykjavíkur- borgar. Í starfsáætlun fræðslumála kemur fram að skóladagur nemenda á þessum aldri eigi að vera 30 kennslustundir á viku, þ.e. 4 klukku- tímar á dag án frímínútna. Almennt er boðið upp á skóladagvistina frá kl. 14 til kl. 17 síðdegis. Meðalviðveru- tími barna í skóladagvistinni er áætl- aður 3 stundir á dag í fjárhagsáætlun 2001. Greiddar eru 170 kr. fyrir tím- ann í einsetnum skólum og 120 kr. fyrir tímann í tvísetnum skólum. Miðað við 70 tíma kostar skóladag- vistin því 11.900 kr. í einsetnum skól- um og 8.400 kr. í tvísetnum skólum. Hlutfall einsetinna skóla í Reykjavík er um 90%. Stefnt er að því að aðeins 4 skólar af 39 verði tvísetnir í haust. Alls eru um 40% nemenda í skóla- dagvistinni í ár. Ekki er veittur sér- stakur systkinaafsláttur vegna skóladagvistarinnar. Hádegisverður heitur/kaldur er í boði gegn greiðslu efniskostnaðar ásamt heimanámsað- stoð. Hafnarfjörður Sveinn Bragason, fjármálastjóri Hafnarfjarðar, segir að útsvarið sé 12,7% fyrir árið 2001. Fasteigna- skatturinn er 0,375% af heildarfast- eignamati, vatnsgjald er 0,15% af fasteignamati, holræsagjald er 0,15% af fasteignamati og sorpeyð- ingargjald er 6.000 kr. fyrir hverja íbúð. Lóðarleiga er 1% af fasteigna- mati lóðar. Ellilífeyrisþegar- og ör- yrkjar geta fengið 40%, 70% eða 100% afslátt af fasteignaskatti og Hagkvæmnin veltur á fjölskyldu- gerð Hvert eigum við að flytja? Anna G. Ólafs- dóttir áttaði sig ekki aðeins á því að sveit- arfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu inn- heimta mishá gjöld vegna íbúðarhúsnæðis því kostnaður vegna gæslu barna í leikskóla- og skóla er afar mismunandi. Fjölskyldugerð get- ur haft talsverð áhrif á hvar hagkvæmast virðist vera að búa með tilliti til gjaldtöku og þjónustu sveitarfélagsins. Gjaldtaka og þjónusta sveitarfélaganna 7 á höfuðborgarsvæðinu j l j i l i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.