Morgunblaðið - 28.01.2001, Síða 19

Morgunblaðið - 28.01.2001, Síða 19
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 19 Til sölu toppeintak! VW Bora ´00, ssk., highline, hvítur. Ekinn 18 þ. km. 17" álfelgur, topplúga, geislasp., rafm. í rúðum, samlitur, aksturstölva, viðarinnrétting o.fl. Verð 1.850 þ. kr. Nánari uppl. í síma 897 3202 Heimsferðir opna þér leiðina til Ítalíu á verði sem hefur aldrei sést fyrr á Íslandi. Vikulegt flug alla föstudaga til Mílanó, þessarar háborgar lista og tísku í heiminum. Hér kynnist þú listaverkum Leonardo da Vinci, Scala óperunni með frægustu listamönnum heimsins, hinum fræga miðbæ, þar sem Duomo dómkirkjan gnæfir yfir, hinni þekktu verslunargötu Galeria Vittorio Emanuele II, ráðhúsinu, glæsilegustu verslunum heimsins, listasöfnum og nýtur lífsins í þessu menningarhjarta Evrópu. Toscana, Feneyjar, Róm, Flórens eða Pisa Frábært verð á flug og bíl og þú getur valið um ótrúlegan fjölda spennandi áfangastaða í aðeins nokkurra klukkustunda aksturs- fjarlægð: Flórens - Assisi - Verona - Feneyjar - Róm - Pisa - Lago di Garda - Lago di Como - Nice - Munchen - Zurich - Salzburg - Vín. 300 sæti til Mílanó í sumar frá 19.900* Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.900 Gildir fyrir fyrstu 300 sætin sem bókuð eru til Mílanó í sumar. M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Skattar, kr. 2.495 fyrir fullorðinn, kr. 1.810 fyrir barn, ekki innifaldir. Verð kr. 22.400 Flugsæti fyrir fullorðinn. Skattar kr. 2.495 ekki innifaldir. Millilent í Kaupmannahöfn á báðum leiðum. Flug alla föstudaga Brottför frá Keflavík kl.17.10 Flug heim á miðvikudagsmorgnum Opið í dag frá kl. 12-16 SÖNGVAR frá sjónarhóli barna er yfirskrift ljóðatónleika í Salnum í Kópavogi annað kvöld, mánudags- kvöld, þar sem Margrét Bóasdóttir sópransöngkona og Miklós Dalmay píanóleikari flytja íslenska og er- lenda ljóðasöngva sem allir fjalla um börn eða eru lagðir börnum í munn. Tónleikarnir eru í Tíbrárröð Salar- ins og hefjast kl. 20.00. Þau Miklós og Margrét eru sam- mála um að eitt af sérkennum allra söngvanna á efnisskránni sé að pí- anóið og röddin séu jafnmikilvæg. „Þetta er ekki söngur með undirleik, heldur besta gerð af kammertón- list,“ segir hún. Þó að allir séu söngvarnir á einn eða annan hátt tengdir börnum segja þau samt alls ekki ætlast til að börn syngi þá. Hins vegar hafa þau þegar fengið staðfestingu á því að börn hafi gaman af þeim, því börn- unum sem mættu á tónleika þeirra á Selfossi á dögunum, þar sem þau fluttu sömu efnisskrá, fannst „ægi- lega gaman“ eins og Margrét orðar það. Það var ekki síst lagaflokkurinn Barnaherbergið eftir Modest Múss- orgskíj sem féll í kramið hjá yngri kynslóðinni. Þar er í aðalhlutverki drengurinn Mischa og ævintýra- heimur hans. Barnfóstran segir hon- um sögur, huggar hann, skammar og sendir í skammakrókinn, sjálfur skammar hann líka dúkkuna sína áður en hann svæfir hana, hann bið- ur bænirnar sínar og hann ríður þeysireið á tréhesti um allt herberg- ið. „Píanóið sér um það,“ segir Mikl- ós. „Þarna er allt; óp og óhljóð, grát- ur og gnístran tanna – þetta er nærri því söngleikur,“ segir Margr- ét. „Það er leikrit,“ segir Miklós og Margrét samsinnir: „Það er ekki hægt að syngja þetta öðru vísi en að leika.“ Tónleikarnir hefjast á Lögum handa litlu fólki eftir Þorkel Sigur- björnsson við ljóð úr Fiðrildadansi eftir Þorstein Valdimarsson. Lögun- um lýsa þau Margrét og Miklós sem smámyndum og stemmningum. „Þorkell samdi þetta árið 1971 fyrir Elísabetu Erlingsdóttur, sem þá var söngkennarinn minn í Tónlistar- skóla Kópavogs,“ segir Margrét. Barnalög – í gamni og alvöru eftir Elínu Gunnlaugsdóttur eru næst á efnisskránni en þau eru frá 1994. Þá frumflytja þau tvö splunkuný lög eftir Elínu við ljóð Jóns úr Vör; Sof- andi barn og Stillt og hljótt. „Mér finnst þessi stíll sem hún hefur til- einkað sér mjög fallegur, hann er svo tær og einfaldur, náinn og ein- lægur,“ segir Margrét og bætir við að sér þyki Elín og Jón úr Vör passa mjög vel saman; bæði séu þau fámál en tjáningin þó mjög skýr. Ekki syngja eins og fullorðnir halda að börn eigi að syngja Eftir Leonard Bernstein flytja þau lagaflokkinn I hate music! en textarnir eru einnig eftir tónskáldið, rétt eins og textarnir við Barnaher- bergi Mússorgskíjs. „Bernstein hef- ur skrifað fremst í nóturnar að söngvarinn eigi ekki að falla í þá gryfju að syngja lögin eins og full- orðnir haldi að börn eigi að syngja, heldur eigi að nálgast þau með heið- arleika,“ segir söngkonan. Vögguljóð Maríu og Kóngurinn frá Austurlöndum eru söngvar úr Slichte Weisen eftir Max Reger, sem tengjast helgileikjum fyrir börn. Valið á þessum söngvum sem tengjast jólum rökstyður Margrét með því að í gamla daga hafi jólin ekki verið búin fyrr en á kyndil- messu. Næstsíðust á efnisskránni eru tvö lög eftir Robert Schumann, „um maríuhænuna, dúfurnar og tunglið“, og rúsínan í pylsuendanum er svo Barnaherbergið eftir Mússorgskíj, sem áður er getið. Þeysireið á tréhesti Morgunblaðið/Árni Sæberg Miklós Dalmay píanóleikari og Margrét Bóasdóttir sópransöngkona flytja söngva frá sjónarhóli barna í Salnum á mánudagskvöld. Á SMÍÐAVERKSTÆÐI Þjóðleik- hússins er verið að sýna Ástkonur Picassos. Þar birtast sex ástkvenna málarans og segja hver sína sögu af samskiptum sínum við hann. Næsta mánudagskvöld kl. 20.30 verður dagskrá í Listaklúbbi Leikhúskjall- arans helguð hinum kunna málara. Auður Ólafsdóttir listfræðingur fjallar um list Picassos. Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir flytur er- indi og sálgreinir Picasso ástkvenn- anna og leikkonurnar í sýningunni á Smíðaverkstæðinu, þær Margrét Guðmundssdóttir, Helga E. Jóns- dóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Guð- rún S. Gísladóttir og Anna Kristín Arngrímsdóttir ásamt leikstjór- anum, Hlín Agnarsdóttur, segja frá leikhúsvinnunni og leika brot úr verkinu. Umræður verða í lok dagskrár- innar. Picasso í Leikhús- kjallaranum Úr leikritinu Ástkonur Picassos. Grófarhúsið, Tryggvagötu Í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, stendur yfir sýning á verkum eftir Elísabetu Yuka Takefusa, Inga Hrafn Stefánsson, Ingunni Birtu Hinriksdóttur og Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur. Þau hafa öll verið í einkatímum í „frjálsri málun“ hjá Lóu Guðjónsdóttur sem hefur und- anfarin ár kynnt sér kennslu, gallerí og vinnuaðstöðu fatlaðra í Rotter- dam í Hollandi. Sýningin stendur fram á sunnu- dag og er opin daglega frá kl. 13-17. Sýningu lýkur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.