Morgunblaðið - 28.01.2001, Side 22
22 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞÆR skýrslur, sem vísað ertil hér að framan eru rann-sóknir Félagsvísindastofn-unar frá 1991 og 1996 og
Rannsóknarstofnunar uppeldis- og
menntamála frá 1994, skýrsla nefnd-
ar um stefnumótun í íþróttum stúlkna
og kvenna í október 1997 og rannsókn
Hilmars Bjarnasonar fjölmiðlafræð-
ings frá síðasta ári, en vera má að list-
inn sé ekki tæmdur. Þær sýna meðal
annars fram á, að umfjöllun fjölmiðla
um kvennaíþróttir og viðtöl við konur
í íþróttum eru svo langt undir sam-
anburði við karla að óviðunandi er, að
heildarútgjöld til kvennalandsliða eru
hlutfallslega lægri en til karlalands-
liða, að fyrirmyndir eru nauðsynlegar
sem hvatning fyrir ungt fólk til þess
að stunda íþróttir og hafa úthald til
þess að halda því áfram.
Ný vinnubrögð hjá Gróttu
Hjá Gróttu var ákveðið haustið
1998 að taka upp ný og markvissari
vinnubrögð í handboltaþjálfuninni. Í
kjölfarið var Gauti Grétarsson ráðinn
yfirþjálfari félagsins. Búin var til
námskrá, þar sem tekið er fram hvað
á að kenna í hverjum aldursflokki og
eftir henni er markvisst unnið. Sér-
æfingar voru settar upp til dæmis fyr-
ir markmenn, skyttur, horna- og línu-
menn. Síðast en ekki síst eru
svokallaðar mix-æfingar, þar sem
drengir og stúlkur á aldrinum 10–15
ára æfa saman einu sinni í viku.
„Hugsunin var sú að efla félagslega
þáttinn, þannig að krakkarnir nái að
kynnast hver öðrum utan skólans.
Einnig eru stelpur líkamlega sterkari
en strákar upp að 13 ára aldri. Af
hverju ætti ekki að leyfa þeim að
njóta yfirburða sinna, þannig að þær
hafi fengið það sjálfstraust sem til
þarf þegar þeir fara að síga fram úr,“
segir Gauti.
„Við höfum lagt áherslu á að hafa
sömu æfingar fyrir stelpur og stráka,
sjá til þess að bæði kynin fái jafngóða
þjálfara sem er lykilatriði, að stelpur
og strákar fái jafngóða æfingatíma,
að þau fái sömu fræðslu og taki þátt í
sömu tilboðunum. Það er mikilvægt
að stelpurnar, ekki síður en strákarn-
ir, byggi upp sjálfstraust, að þær
standi á rétti sínum og fái sömu tæki-
færi og strákarnir. Ekki að það þurfi
að hampa þeim meira en strákunum,
alls ekki, heldur að gefa þeim tæki-
færi. Ég er alfarið á móti forréttind-
um í hvaða formi sem er. Við höfum til
dæmis ýtt á stelpur að koma á dóm-
aranámskeið, því það þýðir ekkert
fyrir þær að ætlast til jafnréttis, ef
þær eru ekki tilbúnar að verða dóm-
arar. Þær mættu því nokkuð margar
og verða enn fleiri á næsta ári.“
Árangurinn af hinum nýju vinnu-
brögðum hefur ekki látið á sér standa,
því fjórir Íslandsmeistararatitlar
komu í hlut Gróttu í fyrra og allt í
kvennaflokkum. Árið 1998 höfðu
hvorki yngri aldurshóparnir né ung-
lingaflokkarnir komist í þrjú efstu
sætin á neinum mótum, en í fyrra
hlutu krakkarnir samanlagt 18 gull,
10 silfur og átta brons.
Gauti segir að sjálfstraust sé eitt af
lykilatriðunum til að verða góður
íþróttamaður. „Þegar stelpurnar eru
að fara að keppa, hef ég bent á ein-
hvern af bestu strákunum og spurt
hvort þær sjái nokkurn í
liði andstæðinganna sem
er betri. Þær segja yfir-
leitt nei og hefja þá leikinn
með sjálfstraustið í lagi.“
Gauti sér um ákveðinn
fjölda æfinga í viku auk
þess sem hann kemur inn
á æfingar með þjálfurun-
um og heldur þjálfara-
fundi reglulega. Hann seg-
ir að fyrirmyndin af
sameiginlegum æfingum
komi frá Noregi, þar sem
hann og kona hans, Hildi-
gunnur Hilmarsdóttir,
þjálfuðu börn og unglinga
í handbolta á árunum
1986–1988. Þar höfðu
stúlkur um allt land yfir-
burði yfir drengi fram að
14 ára aldri.
Hann segir að starfið í
kvennahandboltanum í
Noregi hafi verið mun
markvissara en hér og því
fannst þeim ekkert óeðli-
legt við að íslenskar stelp-
ur gætu orðið betri en
strákarnir. „Það þarf lengri tíma til
þess að svo megi verða og það sem
vantar aðallega upp á núna er sum-
arþjálfun hjá stelpunum. Strákarnir
stunda yfirleitt fótbolta á sumrin en
þá detta stelpurnar niður í styrkleika
og eru því á eftir þeim fyrri hluta
vetrar. Þau fá hins vegar sömu kraft-
og liðleikaþjálfunina yfir veturinn og
það er breyting frá því sem áður var.
Bestu stelpurnar eru því farnar að
keppa við stráka og þurfa því oft að
hafa meira fyrir hlutunum en áður.“
Járnskortur meðal
14–16 ára stúlkna
Á unglingsárunum er alltaf eitt-
hvað um brottfall og þá meira hjá
stelpunum en strákunum. Að sögn
Gauta eru ástæðurnar margþættar.
„Við erum að gera ýmsar rannsóknir
og höfum tekið blóðsýni, meðal ann-
ars til að athuga þol og fleira. Þá hef
ég stundum tekið sýni til að mæla
járnbúskapinn. Í ljós hefur komið að
járnskortur hrjáir langflestar stelpur
14–16 ára sem gerir þær slappar,
þreyttar og skapillar. Þetta er bara
ein af ástæðunum fyrir því að þær
detta út, en jafnframt þáttur sem
menn hafa ekki gert sér grein fyrir.“
Þegar stelpurnar hafa náð 15 ára
aldri eru þær hættar að geta spilað
við karlkyns jafnaldra sína vegna
styrkleikamunar en þá spila þær í
staðinn æfingaleiki við yngri stráka
sem eru á svipuðu stigi. „Í æfinga-
leikjum reynum við að láta stelpur og
stráka spila saman og lumbra hvert á
öðru og veljum þá í liðin á ákveðnum
forsendum, til dæmis þannig að þau
séu jafngóð. Við höfum náð því á
tveimur aldursbilum að A-lið stráka
og stelpna eru jafngóð.“
Sjálfstraustið skiptir máli
Aðspurður segist Gauti ekki hafa
séð neitt neikvætt við þessar sameig-
inlegu æfingar, því bæði kynin vilja
standa sig. Hann segir að í fyrstu hafi
krakkarnir verið svolítið feimnir og
þurft að venjast þessum nýju aðstæð-
um. „Eins var ég að fá nýjar stelpur
inn núna og það bar svolítið á feimni
hjá þeim, því stundum þurfum við að
aðgreina hópinn þar sem einhver
getumunur er. Auðvitað má alltaf
reikna með að einhverjar stelpur þori
ekki að spila með strákum og koma þá
ekki á æfingar, en ég held ekki að það
sé vandamál í heildina. Að yfirvinna
þessa feimni eða hræðslu er hluti af
því sjálfstrausti sem þau verða að
byggja upp. Þetta er ekkert merki-
legra en eitthvað annað sem þau
þurfa að takast á við.“
– Myndirðu mæla með þessu fyrir
önnur félagslið?
„Ja, þetta hefur virkað hjá okkur,
en það er ekki bara að við höfum sett
saman stelpur og stráka heldur höf-
um við lagt áherslu á að bæta sjálfs-
traust stelpna. Það þýðir ekkert að
fara að vinna í því þegar þær eru
orðnar 20–25 ára, ef búið er að hundsa
þær frá 10 ára aldri. Stelpur eiga ekki
bara að vera í fimleikum og dansi
heldur þurfa þær líka að taka þátt í
hörðum íþróttum, því hvað ætla þær
að gera þegar þær eru komnar út í at-
vinnulífið? Lífið er ekki bara dans á
rósum. Menn læra að taka á móti þeg-
ar stuggað er við þeim og það læra
þær í svona snertiíþrótt.“
Heldurðu að þetta skili sér upp í
meistaraflokk?
„Markmiðið er auðvitað að fá allan
hópinn til að skila sér upp úr, en innri
markmiðin eru að styrkja einstak-
lingana. Tíminn verður síðan að skera
úr hvort þessi markvissa þjálfun,
félagslega uppbygging og aukið
sjálfstaust skilar sér betur hjá okkur
en öðrum.“
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Breyttar áherslur og árangurinn af sameiginlegum æfingum stelpna og stráka hjá Gróttu er farinn að skila sér. Í tveimur aldursflokkum eru A-lið stelpna og stráka í handbolta jafngóð.
Jafnrétti fyrir
stelpur og stráka
Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum,
að konur sem stunda íþróttir bera yfirleitt
minna úr bítum en karlar í sömu stöðu. Er
ekki kominn tími til að hefja sameiginlega
þjálfun kynjanna í boltaíþróttum eins og gert
er í frjálsum og sundi? Að veita þeim jafn-
góða þjálfara, jafngóða æfingatíma og að
öllu leyti að koma eins fram við stúlkur og
pilta og sjá hverju það skilar? Hildur
Friðriksdóttir leitaði álits þriggja þjálfara.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Gauti Grétarsson
„Bestu stelpurnar eru
farnar að keppa við
stráka og þurfa því oft
að hafa meira fyrir hlut-
unum en áður.“