Morgunblaðið - 28.01.2001, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 23
Maður verður miklu betri
SIGRÍÐUR Svala Jónasdóttir 11 ára
hefur æft handbolta hjá Gróttu síðan
í haust. Hún er mjög hrifin af því að
hafa sameiginlegar æfingar og segir
að með því móti geti stelpurnar orðið
miklu betri. „Ég veit um stelpu sem
æfði bara með strákum og hún varð
besta stelpan í handbolta á landinu.
Það er kannski helst galli að maður
fær ekki eins mikið boltann. Stund-
um hlæja strákarnir líka að manni
þegar maður hendir boltanum vit-
laust, en mér er alveg sama.“
Bara allt í lagi
ÍSAK Már Jóhannesson 11 ára hefur
æft handbolta með Gróttu í tvö ár og
er því vanur mix-æfingum. „Mér
finnst allt í lagi að æfa með stelpum.
Mér finnst samt skemmtilegra þegar
strákarnir eru bara á æfingum, því
þá erum við færri,“ segir hann.
Spurður hvort æfingarnar séu öðru-
vísi þegar strákarnir eru bara mættir
svarar hann því dræmt játandi og
segir svo að það sé vegna þess að þá
sé kannski meira að gerast. „Annars
held ég að það skipti engu máli.“
Reyni meira á mig
JÓHANNA Ósk Snædal 11 ára hefur
æft í eitt ár hjá Gróttu, en að auki æf-
ir hún bæði fimleika og fótbolta. „Það
er ágætt að hafa strákana með, því
annars myndi maður bara umgang-
ast stelpur. Ég reyni meira á mig
þegar ég er með strákunum í liði og
þegar ég keppi á móti þeim heldur en
þegar við stelpurnar erum bara sam-
an.“ Spurð hvort hún myndi vilja æfa
knattspyrnu með strákunum er hún
ekki alveg eins viss. „Ne-ei, ég held
ekki. Þeir tækla meira.“
Látum stelpurnar
ekki vinna
INGVAR Baldursson 10 ára er
markmaður í 6. flokki og hefur æft
handbolta síðastliðin 3–4 ár. Að auki
æfir hann knattspyrnu, þar sem hann
er líka markmaður. Hann hefur ekki
mikla skoðun á því hvort honum líkar
eða líkar ekki að spila með stelp-
unum. Líklega finnst honum það svo
sjálfsagt að ekki þurfi að vera að
spyrja að því. Og þó, smám saman
kemur í ljós að kosturinn við mix-
æfingarnar er, að þá sjá strákarnir
hvort stelpurnar eru að ná forskoti.
„Og við látum þær ekki vinna okkur,
það er alveg víst,“ segir hann.
Jafnrétti fyrir stelpur og stráka
Sími 581-2275 568-5375 Fax 568-5275
K
O
R
T
E
R
Nú er um að gera að grípa tækifærið og
gera það sem við köllum GÓÐ KAUP!
í örfáa daga
Hjá okkur eru
Visa- og
Euroraðsamningar
ávísun á staðgreiðslu
Ármúla 8 - 108 Reykjavík
Rýmum
til á lag
er okka
r
af sófas
ettum,
hornsóf
um og s
tökum
sófum o
g
borstof
uhúsgö
gnum
o.fl. o.f
l.
Rýming
ar
Sunnud. 13-17
Opið í dag
Golfkúlur 3 stk. í pakka
aðeins 850 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is