Morgunblaðið - 28.01.2001, Side 25

Morgunblaðið - 28.01.2001, Side 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 25 FULLTRÚUM Mæðrastyrks- nefndar og Hjálpræðishersins á Akureyri, þeim Jónu Bertu Jóns- dóttur og Rannveigu Óskarsdóttur, var veitt viðurkenning félags- málaráðs fyrir góða þjónustu við þá sem minna mega sín. Oktavía Jóhannesdóttir formað- ur félagsmálaráðs sagði að sá siður hefði verið tekinn upp fyrir nokkr- um árum að veita viðurkenningar til þeirra sem unnið hefðu gott starf að mannúðar- og líkn- armálum. Með því vildi ráðið sýna að það mæti störf félaganna að verðleikum og eins væri viðurkenn- ingunni ætlað að vera hvatning til áframhaldandi starfa á sömu braut. Oktavía sagði að á vegum Mæðrastyrksnefndar og Hjálpræð- ishersins væri unnið gífurlega mik- ilvægt sjálfboðaliðastarf og innt af hendi aðstoð til þeirra sem minnst mættu sínu í hinu akureyrska sam- félagi. Sagði hún félagsmálaráð kunna þeim bestu þakkir fyrir. Auk þess sem þær Jóna Berta og Rann- veig tóku við viðurkenningarskjali hlutu félög þeirra einnig nokkra peningaupphæð. Viðurkenning fyrir störf að mannúðarmálum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.