Morgunblaðið - 28.01.2001, Side 30

Morgunblaðið - 28.01.2001, Side 30
30 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ J óhannes Viðar Bjarnason er gamall Þróttari úr Kleppsholtinu, fæddur 9. ágúst 1955. Þar og í Laugarnesinu ólst hann upp. Um síðir lá leiðin í Hlíðardals- skóla í Ölfusi. Hann var rekinn af aðventistum og smitaðist Jóhannes nokkuð af hugarþeli þeirra og hugði um tíma á prestsnám eða að helga sig trúboði. Hann nam við Newbold College á Englandi í eitt ár en kom síðan heim með nýjar hugmyndir í kollinum. Hann fór í Hótel- og veitingaskólann og út- skrifaðist þaðan. Hann bæði vann og lærði á Naustinu í fimm ár, á Þórskaffi, Holiday Inn og víðar, auk þess sem hann vann við ýmiss konar sölustörf. Allt þar til árið 1990 að hann tók við húsnæði við sjóinn í sunnanverðum Hafnarfirði. Það átti síðar eftir að verða Fjörukráin, sem er í dag eitt svip- mesta veitingahús landsins. Gamla húsið hefur breyst mikið í tíð Jóhannesar. Allt hefur það þó verið gert undir ströngu eftirliti, því um friðað hús er að ræða. Það er eitt af elstu húsum bæjarins, smíðað árið 1841 af Matthíasi Mat- hiesen, sem rak þar m.a. verslun. Eftir hans tíð hefur eitt og annað verið stundað í húsinu og oftar en einu sinni hefur það komist í nið- urníðslu. Að sögn Jóhannesar voru það tveir menn, Harry Hólmgeirsson og Viktor Strange, sem „björguðu“ húsinu eins og Jóhannes kemst að orði. Þessir menn tóku, með dyggri aðstoð föður Viktors, Egils Strange, húsið í gegn er þeir hugð- ust hefja veitingarekstur á árunum 1983–84. „Þetta voru dugnaðar- menn og Egill sannkallaður lista- smiður sem gekk svo frá öllu að eftir var tekið og dáðst að. Rekstr- arumhverfi var hins vegar erfitt á þessum árum, ótrúlega margir lentu í erfiðleikum,“ segir Jóhann- es, en hann og æskuvinur hans, Ólafur Ragnarsson, keyptu húsið, lokuðu því og innréttuðu upp á nýtt. Þeir voru með nýjar hug- myndir þótt haldið skyldi áfram veitingarekstri í húsinu. Mozart og Napóleon „Ég held ég geti fullyrt að hér hafi risið fyrsta matarkrá landsins og það var í byrjun árs 1990. Áhersla var lögð á að vera með matargesti sem vildu góðan mat á hæfilegu verði og gætu síðan hugs- að sér að sitja eitthvað áfram með bjórkrús. Einnig var inni í mynd- inni að þegar liði á kvöldið kæmu inn nýir gestir og úr yrði alls herj- ar kráarstemmning. Við skírðum staðinn Fjörukrána vegna stað- setningar hennar. Kvöldmatur var frá um það bil klukkan sjö til ellefu og svo tók kráarstemmningin við. Þetta fór ágætlega af stað, en það tekur samt alltaf tíma að vinna sig upp á nýjum sviðum þannig að við veltum fyrir okkur hvað við gætum gert til að glæða áhuga viðskipta- vina. Þá var fitjað upp á því að halda sérstaka Mozartdaga þar sem spiluð og sungin var tónlist snillingsins undir borðum og réttir á borð við Vínarsnitsel voru fyr- irferðarmiklir á sérmatseðli. Þá klæddi ég mig upp í Mozartföt og fór um og kynnti uppátækið. Starfsfólkið var einnig uppáklætt á kvöldin. Þetta gekk vel og næst voru það franskir dagar og þá var það Napóleon sem tók á móti gest- um er þeir mættu til veislu. Þetta vakti allt saman gífurlega athygli og uppátækin þóttu nýstárleg og skrýtin. Heyrðist jafnvel hvískrað að hér væri kominn einn skrýtni Hafnfirðingurinn enn að reyna að plata alla upp úr skónum. Um vorið þurfti svo að brydda upp á einhverju nýju og þá fékk ég leyfi til að reisa hérna 100 fer- metra tjald, sem var þó ekki annað en regnvarinn dúkur. Þá klæddum við okkur öll upp sem víkingar, rændum rútum sem voru í ferðum á milli Reykjavíkur og Keflavíkur og grilluðum lambakjöt ofan í gesti og bárum matinn fram í trogum. Tjaldið var alltaf fullt, bæði af út- lendingum og Íslendingum. Það var svo vinsælt að það hélt áfram um veturinn – var aldrei vinsælla en þá – og þá þurfti að koma þar fyrir sex til sjö hitablásurum, enda tjaldið óeinangrað. Hitinn steig upp og það var nokkuð kostulegt að sjá til tjaldsins á dimmum vetr- arkvöldum, er gufu- og reykjar- bólstrarnir stigu upp af tjaldinu upp í næturhimininn svo halda mætti að það væri kviknað í. Það var svo funheitt í tjaldinu að kon- urnar brenndu af sér nælonsokk- ana ef þær gengu of nálægt blás- urunum.“ Óáran í upphafi Þannig háttaði til að efnahagur landsmanna var ekki upp á það besta árið 1990 er Jóhannes og félagi hans fóru af stað. „Á þessum árum var mikið vælt og margir á hausnum, en á móti kom að þetta var góður tími til að byggja upp, vinnuaflið var til reiðu og ekki dýrt. Ég var því með stækkunar- áform, en þar sem þessu fylgdi áhætta urðum við félagi minn ásáttir um að ég keypti hans hlut. Allt var það gert í góðu og á þeirri forsendu að ef maður ætlaði að lenda með skelli væri betra að fara þá leið einn en draga sína bestu vini með sér í fallinu. Þó að á ýmsu hafi gengið hef ég borið gæfu til að standa af mér alla erfiðleika og náð að stækka fyrirtækið jafnt og þétt. Húsið, sem tók aðeins 50 manns í byrjun, tekur nú 400 matargesti og ég hef bætt reglulega við það, þannig að í því eru nú sjö salir, auk þess sem salur með vísi að minja- safni og aðstöðu fyrir leikþætti er á neðri hæð og gistirými með 19 fullbúnum hótelherbergjum er að finna í húsi við hlið Fjörukráar- innar. Það köllum við Vestnorden- kúltúrhúsið, en við tókum nýjustu viðbótina í gagnið um áramótin. Í Kúltúrhúsinu eru auk þess vinnu- stofur fyrir gestalistamenn og þess má geta að þar bæði býr og starfar myndlistarmaðurinn Haukur Hall- dórsson sem hefur myndskreytt Fjörukrána,“ segir Jóhannes. Víkingar og Vestnorden En hvaða markaður er fyrir þessa miklu viðbót? „Það fer eftir því hvað þú ert duglegur að vekja á þér athygli og brydda upp á nýjungum. Ég er frumkvöðull að víkingahátíðum og stofnaði Landnám ásamt Flugleið- um og Hafnarfjarðarbæ. Ég hef haldið alls fimm hátíðir í Hafn- arfirði, ýmist í samvinnu við fyrr- nefnda aðila eða bara sjálfur. Ég hef haldið nokkrar víkingahátíðir, alls fimm síðan 1995. Líklega hefði aldrei orðið neitt úr neinu ef ekki hefði verið fyrir tilstilli Steins Lár- ussonar hjá Flugleiðum. Þegar svona hugmyndir vakna er sterkt að leita eftir sterkum samstarfs- aðilum. Menn hristu hausinn í byrjun, en þegar Steinn kom með Flugleiðir inn í myndina breyttist það allt saman. Við fáum 40 þús- und útlendinga bara í víkingaveisl- urnar og annað eins af fólki stopp- ar hér og lítur inn. Allt hangir þetta saman við þá þróun sem hér er. Þannig er að ég hef eignast marga vini á þann hátt að taka þátt í svokölluðum Vest- norden-ráðstefnum þar sem ferða- málafrömuðir á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum hittast á hverju ári, til skiptis í þessum löndum. Ég hef haft gaman af þessu, við höfum skemmt okkur saman samhliða því að kynna hver fyrir öðrum hvað um er að vera hjá okkur í ferða- málabransanum. Þá vaknaði þessi hugmynd að koma á fót þessu Vestnorden-kúltúrhúsi sem ég nefndi áðan og það er óðum að fæðast. Það nær til alls fyrirtæk- isins, við erum komin með minja- gripasölu og ýmsa listmuni frá þessum löndum og ætlunin er að fá þekkta listamenn frá öllum lönd- unum til að byggja þetta upp með okkur. Um þessar mundir eru t.d. Færeyskir dagar í Fjörukránni og í tilefni af þeim eru m.a. nokkrir af mestu og bestu listamönnum Fær- eyja í heimsókn. Í mars verða síð- an Grænlenskir dagar og þá verður sérstök dagskrá tileinkuð Græn- landi með þátttöku gesta þaðan. Veitingastaðurinn verður síðan með þessu Vestnordensniði að því leyti að auk venjulegs matseðils verða bæði grænlenskir og fær- eyskir réttir á boðstólum og getum við nefnt grinda- og skerpukjöt frá Færeyjum og reykt selkjöt, hrein- dýr og sauðnaut frá Grænlandi. Þetta er bæði draumurinn og stefnan og allt er á góðri leið. Við erum með eins og hálfs árs áætlun sem miðar að því að koma kúlt- úrhúsinu á fullan skrið, en síðan verður að sjálfsögðu stöðug þró- un,“ segir Jóhannes. Og hann heldur áfram: „Þetta er góð markaðssetning. Þegar ég fór til Færeyja til að kynna hugmynd- ina fyrir þessum vinum mínum af Vestnordenráðstefnunum hristu þeir bara höfuðið. Þetta er nokkuð sem stórfyrirtæki eða stjórnvöld gera helst og menn hugsuðu með sér enn og aftur að þarna væri ruglaði Hafnfirðingurinn mættur til að plata þá. Mér var sagt: Komdu þessu á koppinn góði og talaðu svo við okkur! Og það gerði ég og nú veit nánast hvert manns- barn í Færeyjum af Fjörukránni. Það stefnir í það sama á Græn- landi, menn eru hvarvetna fúsir til svona samstarfs. Það er nú svo, að þótt víkingastíllinn og hátíðirnar séu enn snar þáttur í starfseminni verður fleira að koma til. Þetta er líka svo jákvætt. Við eigum að heimsækja nágranna okkar og þeir okkur. Það er fullt af fólki búið að fara tuttugu sinnum til Spánar og Morgunblaðið/Ásdís GÆTI ÞETTA HVERGI NEMA Í HAFNARFIRÐI  Óhætt er að segja að Fjörukráin í Hafnarfirði sé veitingahús sem hefur markað sér ákveðna sérstöðu. Nafnið stendur auk þess fyrir mun meira en veiting- arnar einar saman. Maðurinn á bak við veitingastaðinn er Jóhannes Viðar Bjarnason, gamall Þróttari úr Kleppsholtinu, sem nú er orðinn víkingur í Hafnarfirði. eftir Guðmund Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.