Morgunblaðið - 28.01.2001, Síða 34
SKOÐUN
34 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MÉR þykir afar
sennilegt, að innan
fárra ára, muni Íslend-
ingar hafa náð mjög
hagstæðum aðildar-
samningum við ESB
og að í framhaldi af
þeim áfanga, muni
samningurinn verða
samþykktur í þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Einnig
þykir mér líklegt, að
það sama muni gerast,
varðandi EMU, þótt
síðar verði.
Því tel ég, að þetta
muni gerast, að fleiri
og fleiri Íslendingar
eru að átta sig á, að til
frambúðar verði það fyrst og fremst
íslenskum almenningi, það er ís-
lenskum almannahag, brýn nauðsyn,
að Íslendingar verði virkir þátttak-
endur í ESB og síðar EMU, í stað
þess að einangrast, utangarðs og ut-
angátta, frá sameinaðri Evrópu.
Án þess að taka of djúpt í árinni,
er mér óhætt að fullyrða, að hér á
landi hafi hin svo mjög takmarkaða
umræða um kosti og galla ESB- og
EMU-aðildar einna helst einkennst
af hvoru tveggju, yfirborðskenndum
fullyrðingum andstæðinganna og
hálf feimnislegum og óskipulögðum
málflutningi aðildarsinna. Fyrrum
vildu andstæðingar aðildar helst
forðast alla umræðu um málið og
sögðu það bara alls ekki vera á dag-
skrá. En þegar þeir hinir sömu átt-
uðu sig á því, hversu fráleitlega slík
yfirlýsing hljómaði í eyrum manna
til lengdar, kúventu þeir og kröfðust
þess allt í einu, að fylgjendur aðildar
legðu öll spil sín á borðið strax – eins
og að spil þeirra og þar með rökin,
hefðu verið falin vegna veikleika
málstaðarins! Nú skyldi snúa vörn í
sókn!
Morgunblaðið hefur endurtekið
lagt fram rök sín gegn aðildarum-
sókn, og skipað sér með þeim í flokk
þeirra, sem virðast hafa allt á horn-
um sér, varðandi ESB og EMU. Í
Reykjavíkurbréfi blaðsins, hinn 5.
nóvember, síðastliðinn, endurtekur
blaðið afstöðu sína til málsins meðal
annars með þessari efnislegu niður-
stöðu:
Frá sjónarhóli Íslendinga er aðild
að ESB óhugsandi, þegar horft er til
málefna sjávarútvegsins og fisk-
veiðilögsögunnar og jafnframt, að
allar vangaveltur um
nauðsyn aðildar séu
með öllu ótímabærar,
þrátt fyrir væntanleg
áhrif evrunnar og einn-
ig, að litlar líkur séu á
því, að málið komist yf-
irleitt á dagskrá á
næstu árum.
Þessari niðurstöðu
Morgunblaðsins er ég
algjörlega ósammála.
Og þar sem nú er verið
að kalla á spil okkar,
fylgjendur aðildar, þá
ætla ég að leggja hér
fram ýmis þau rök, sem
hafa fullvissað mig um
nauðsyn þess að hefja
strax vandaða heimavinnu til að búa
okkur undir aðildarumsókn.
Vegna umfangs málsins mun ég
deila efninu í tvennt. Fyrst verður
fjallað um þátt sjávarútvegs og fisk-
veiðilögsögu, en síðar um EMU og
aðra mikilvæga þætti.
Þáttur sjávarútvegs og
fiskveiðilögsögu
Allar fullyrðingar um að Íslend-
ingar myndu missa forræði, og þar
með stjórn á fiskimiðum sínum, við
inngöngu í ESB, eru með öllu órök-
studdar og verða því að flokkast sem
hreinræktaður hræðsluáróður.
Skoðum málið betur.
Í væntanlegum aðildarviðræðum
yrðu sjávarútvegsmálin auðvitað
efst á dagskrá. Og allir Íslendingar
vita, að viðunandi lausn á þeim þætti
er algjör forsenda fyrir því, að ESB-
aðild yrði samþykkt hér á landi, enda
mundi engum manni detta í hug að
leggja fyrir þjóðina aðildarsamning,
sem tryggði ekki hagsmuni Íslands á
þessu sviði. En þessa mikilvægu
hagsmuni ættum við að geta tryggt í
samningaviðræðum við ESB, því
samningsstaða okkar virðist býsna
sterk, þegar eftirfarandi er skoðað:
Sjávarútvegsstefna ESB grund-
vallast á þeirri staðreynd, að ríkin
deila með sér sameiginlegum
fiskistofnum, sem flakka úr lög-
sögu eins ríkis til annars. Sameig-
inleg stjórn er því talin skynsam-
leg efnahagsleg og pólitísk
ráðstöfun, því án hennar þyrfti að
semja um hlutdeild í fiskistofnun-
um ár hvert og þar með finndu fá-
ir hjá sér hvata til að viðhalda
stofnunum eða byggja þá upp. Ís-
lenskir fiskistofnar eru fyrst og
fremst staðbundnir og því geta
ESB-ríkin ekki gert neina afger-
andi kröfu um hlutdeild í þeim.
Skipting fiskveiðikvóta innan
ESB byggist á sögulegri veiði-
reynslu. ESB-ríkin eiga enga
veiðireynslu í íslenskri landhelgi
og geta því ekki krafist kvóta.
Í sjávarútvegsstefnu ESB er fullt
tillit tekið til hagsmuna svæða,
sem eru sérstaklega háð sjávar-
útvegi. Ísland mundi augljóslega
falla undir þá skilgreiningu.
ESB veit, að Íslendingar myndu
hafna aðild, án viðunandi samn-
ings um sjávarútveginnn. ESB
hefur einnig reynslu af samningn-
um við Norðmenn, þar sem Norð-
mönnum var tryggður óbreyttur
réttur til auðlinda sjávar og þar
með fiskimiða við Noreg. Flest
bendir til þess, að Íslendingar
ættu að geta gert enn hagstæðari
samning við ESB um óskert for-
ræði yfir auðlindum fiskveiðilög-
sögunnar við Ísland. Þess má
einnig geta hér, að Norðmönnum
tókst að tryggja óbreytt forræði
yfir olíuauðlindum sínum. Af
þessu má ljóst vera, að Íslending-
ar myndu verða í sterkri stöðu til
að tryggja sér áframhaldandi full
og óskoruð yfirráð yfir helstu
þjóðarauðlind sinni; það er 200
mílna landhelginni.
Verulegur ávinningur
Með aðild að ESB fengi íslenskur
sjávarútvegur fullkomlega tollfrjáls-
an aðgang að tilheyrandi mörkuðum.
Það eitt hefði í för með sér gríðarleg-
an ávinning bæði fyrir útgerð og
vinnslu uppá hundruð milljóna
króna, enda stæðu þá Íslendingar
loks jafnfætis samkeppnisaðilum
sínum innan ESB – með niðurfell-
ingu allra tolla á fullunnið sjávar-
fang. Slík breyting til batnaðar hefði
kannski fyrst og fremst þýðingu fyr-
ir illa staddar sjávarbyggðirnar um-
hverfis landið. Mikilvægt atriði.
Íslensk útgerðarfyrirtæki fengju
auk þess stóraukin sóknartækifæri í
Evrópu með ESB-aðild og það gilti
kannski sérstaklega um þau, sem
hafa þegar fjárfest í útgerð, vinnslu
og/eða sölufyrirtækjum á svæðinu.
Einnig er rétt að benda á, að ESB
hefur þegar gert samninga við 26
ríki víðsvegar um heim á sviði sjáv-
arútvegs og gætu þeir samningar því
orðið lyftistöng íslenskum fyrirtækj-
um, til dæmis við að afla frekari
veiðiheimilda. En einnig við mark-
aðssetningu og sölu tækjabúnaðar
og ýmiss konar þjónustu.
Fjárfestingar og forræði
Við skulum ganga út frá því, að
upp komi krafa um að núgildandi
banni við fjárfestingum ESB-borg-
ara í íslenskum sjávarútvegsfyrir-
tækjum verði aflétt, þegar til aðild-
arviðræðna kemur. Reyndar ósköp
eðlileg krafa. Sumir kynnu að óttast,
að eignarhald útlendinga á íslensk-
um kvóta gæti þjónað allt öðrum
hagsmunum en beinum hagsmunum
íslensku þjóðarinnar. Aðrir gætu,
hins vegar, komið auga á ný tækifæri
fyrir íslenskan sjávarútveg til að
ekki aðeins eflast og styrkjast, með
erlendum fjárfestingum, heldur
einnig að eignast möguleika á mun
ódýrara lánsfé. Einnig gætu menn
séð nýja möguleika á samningum ís-
lenskra og erlendra fyrirtækja um
samstarf, byggðu á gagnkvæmu
eignarhaldi, um stóraukna markaðs-
setningu á íslenskum sjávarafurðum
í ESB-ríkjum. Hér yrði það okkar
hlutverk að setja ákveðnar leikregl-
ur. Það hafa aðrir gert. Til dæmis
hafa Bretar og Danir sett sérstakar
reglur, sem kveða á um, að menn
megi ekki fá kvóta í þeirra landhelgi
án sönnunar á því, að fyrirtæki
þeirra hafi raunverulegt „efnahags-
legt aðsetur“ í viðkomandi landi.
Auðvitað gætu Íslendingar tryggt
hagsmuni sína með ýmsum nauðsyn-
legum reglum af slíku tagi. Við þurf-
um ekkert að óttast í þessum efnum.
Aðeins vanda okkur við verkið.
En svo er það ákvörðunarvaldið,
varðandi hámarksaflann í íslenskri
landhelgi. Það yrði sennilega ráð-
herraráð ESB, sem tæki formlega
ákvörðun um fyrrnefndan afla eftir
inngöngu Íslands í ESB. Þó yrði það
að sjálfsögðu sjávarútvegsráðherra
Íslands, sem myndi móta tillögur um
hámarksaflann, með tilheyrandi til-
vísun í gögn frá Hafró, aðra vísinda-
menn og með fullum stuðningi fram-
kvæmdastjórnar ESB. Afar ólíklegt
verður að telja, að einhver sjái sér
hag í því að fara gegn tillögu íslenska
ráðherrans og því næst sjálfgefið, að
á tillögur hans yrði fallist.
Það kynnu einnig að koma til
margvíslegar leikfléttur í afgreiðslu-
ferli slíkra ákvarðana, eins og geng-
ur og gerist hjá ESB. Þar eiga sér
stað hrossakaup, eins og annars
staðar, þar sem menn reyna að
«versla» með stuðning við mismun-
andi mál í afgreiðslu. Slíkt þyrftum
við varla að óttast, því þar yrði samn-
ingsstaða okkar einnig sterk. Smá-
ríkið Ísland, með fáa og skýrt af-
markaða hagsmuni, fengi aukreitis
fjölda «verslunarmála», sem unnt
yrði að nota skynsamlega, til að ná
fram sem hagkvæmustu niðurstöð-
um, þegar stærstu og mestu þjóð-
arhagsmunir Íslendinga, eins og til
dæmis sjávarútvegsmálin, kæmu til
afgreiðslu. Auk þess liggur það fyrir,
að það þykir alls ekki viðeigandi inn-
an ESB, að ganga gegn mikilvæg-
ustu þjóðarhagsmunum annarra að-
ildarríkja – enda væri slíkt alveg
tilgangslaust og aðeins til þess fallið
að gera allt samstarf ómögulegt til
lengdar.
En þótt við yrðum að stýra
ákvörðunarvaldinu gegnum ráð-
herraráðið, með fyrrgreindum hætti,
þá verður allt eftirlitsstarf, eftir sem
áður, í höndum okkar sjálfra.
Af öðrum yfirlýsingum
orgunblaðsins.
Til að spanna enn fleiri álitamál,
varðandi Ísland, ESB og EMU, ætla
ég að bregðast við nokkrum kunn-
uglegum yfirlýsingum ESB-and-
stæðinga, eins og til dæmis þessum,
sem ritstjórn Morgunblaðsins hefur
birt í blaðinu – sem sína afstöðu:
Í umhverfi okkar Íslendinga hefur
ekkert það gerst, sem gefur sér-
stakt tilefni til að taka hugsanlega
aðild að ESB upp til umræðu.
Við höfum ekki rekist á neina þá
múra í samskiptum okkar við
ESB, sem knýja á um aðild.
Með EES-samningnum höfum við
tryggt viðskiptahagsmuni okkar
og aðra hagsmuni gagnvart ESB
svo vel, að segja má, að við njótum
þess besta.
Er umhverfið óbreytt frá
gerð EES-samningsins?
Nú er það svo, að samstarf aðild-
arríkja ESB hefur tekið stórstígum
breytingum á málasviðum, sem
snerta alls ekki EES-samninginn, en
þar sem Íslendingar eiga verulegra
hagsmuna að gæta. Þar sem þessi
svið standa utan EES-samningsins,
eiga Íslendingar enga aðild að sam-
starfinu og þar með engan kost á að
móta það.
Mikilvægast af þessu er sennilega
samstarfið í utanríkis- og öryggis-
málum, sem sést til dæmis á innlim-
un svokallaðs Vestur-Evrópusam-
bands (VES) í ESB. Íslendingar
hafa verið aukaaðilar að VES. En
þar sem við stöndum utan ESB, þá
þarf að finna aðra og nýja lausn, til
að tryggja Íslendingum áframhald-
andi þátttöku. Þetta verður að skoð-
ast sem alvöru vandamál. ESB-ríkin
eru í auknum mæli samstíga í utan-
ríkis- og öryggismálum og það varð-
ar sannarlega íslenska hagsmuni að
geta tekið virkan þátt í samstarfi
þessara þjóða í svo mikilvægum
málaflokki. Og það jafnvel þótt varn-
arsamningurinn við Bandaríkin
verði, að minnsta kosti enn um sinn,
einn af aðalhornsteinum íslenskra
öryggismála.
Norðmenn hafa gefið til kynna, að
aðild þeirra að ESB gæti hæglega
komið til á næstu árum. Ýmsir
stjórnmálaskýrendur eru þeirrar
skoðunar, að Norðmenn muni greiða
atkvæði um aðild einhvern tíma á ár-
unum 2004 til 2007. Gengju Norð-
menn til liðs við ESB án okkar, þá
myndi samkeppnisstaða okkar í
sjávarútvegsmálum versna illilega á
Evrópumarkaði. Einnig er augljóst,
að þá yrði ekki hægt að viðhalda
vægi EES-samningsins með einung-
is Ísland og Liechtenstein í EES/
EFTA. Þannig kæmi óþægilega
skyndilega upp nauðsyn á tvíhliða
samningi milli Íslands og ESB.
Menn telja afar ósennilegt, að slík-
ur samningur yrði Íslendingum jafn
hagstæður og EES-samningurinn,
meðal annars vegna þess, að við gerð
hans nutum við stuðnings frá Sviss,
Austurríki, Svíþjóð, Finnlandi og
Noregi. Auk þess sýnist það nánast
óhugsandi, að ESB muni fallast á að
koma upp sérstökum stofnunum, til
þess eins að annast samráð við Ís-
lendinga með þeim hætti, sem nú er
gert innan sameiginlegu EES-
nefndarinnar.
Hafnar eru aðildarviðræður milli
ESB og 12 ríkja og þar af eru 10 frá
mið- og austurhluta Evrópu. Þegar
er augljóst, að skipulag ESB-sam-
starfsins muni breytast við inngöngu
þessara nýju ríkja og sennilegast
þykir, að í kjölfarið verði minni
áhersla lögð á pólitískt samráð og
samvinnu við EES-ríkin; það er Ís-
land, Noreg og Liechtenstein.
Frá EES-samningsgerðinni hefur
einnig mikið gerst á sviði dóms- og
lögreglumála. Undir þennan mála-
ÍSLAND Í ESB OG
EMU – EKKI HVORT,
HELDUR HVENÆR
Ég er sannfærður um,
segir Gunnar Ingi
Gunnarsson, að meiri-
hluti Íslendinga mun
samþykkja ESB-aðild
í þjóðaratkvæða-
greiðslu, þegar okkur
hefur tekist að ná okkar
helstu samningsmark-
miðum fram.
Gunnar Ingi
Gunnarsson
Derhúfa
aðeins 800 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is