Morgunblaðið - 28.01.2001, Side 35

Morgunblaðið - 28.01.2001, Side 35
flokk fellur samstarf dómstóla og lögreglu við að hafa hendur í hári af- brotamanna og berjast gegn skipu- lagðri alþjóðlegri glæpastarfsemi. Einnig spannar málaflokkurinn sameiginleg ytri landamæri og sam- ræmdar kröfur varðandi vegabréfs- áritanir. Og fleira mætti telja. Í dag fá Íslendingar takmarkaðan aðgang að þessu samstarfi í gegnum Schen- gen-samninginn, en eftir því sem samstarf þjóðanna eykst, þá lendum við lengra og lengra úti á kantinum, ef svo má segja. Enn fremur hafa ESB-ríkin aukið samstarf sitt á svið- um upplýsingabyltingarinnar og þekkingarhagkerfisins – til þess fyrst og fremst, að styrkja sam- keppnisstöðu sína í nútíð og framtíð. Eru engir «múrar» í núverandi samskiptum við ESB? Með EES-samningnum eru Ís- lendingar aðilar að innri markaði ESB, gegn því að fylgja þeim reglum, sem ESB setur okkur um samkeppni, umhverfismál og fleira. Hér felast «múrarnir» fyrst og fremst í því, að við stöndum utan- garðs og erum í hluverki þiggjand- ans. Með aðild gætum við tekið þátt í setningu laga og reglna í stað þess að þurfa að taka við þeim þegjandi og hljóðalaust. Þannig stæðum við líka jafnfætis öðrum ESB-ríkjum við af- greiðslu mála, sem falla undir EES- samninginn og fengjum, á jafnrétt- isgrundvelli, að taka þátt í þeim málaflokkum, sem falla utan EES, en þar eru Íslendingar áhrifalausir í dag. Þannig gætum við raunar styrkt fullveldi okkar með því að eiga samstarf við þjóðirnar á jafn- réttisgrundvelli við afgreiðslu grundvallarmála – mála, sem best verða afgreidd í samstarfi þjóðanna. En þetta er einmitt forsenda aðildar landa eins og Austurríkis, Finnlands og Svíþjóðar. Njótum við alls þess besta með EES-samningnum? EES-samningurinn veitir Íslend- ingum aðgang að svokölluðum innri markaði ESB og rétt til þátttöku í ýmsum upplýsinga- og styrktaráætl- unum, sem nýtast íslenskum fyrir- tækjum og stofnunum. Rúmlega 60% af útflutningi Íslendinga fer til ESB-ríkja og um 58% af innflutningi er frá ESB-ríkjunum. Óhætt er að fullyrða, að EES-samningurinn sé langmikilvægastur allra alþjóða- samninga, sem Ísland hefur gert – fyrr og síðar. Samningurinn hefur þegar reynst fjölda íslenskra fyrir- tækja mjög drjúgur. En samningur- inn veitir okkur alls ekki fullan að- gang að innri markaði ESB, þar sem hann tekur, meðal annars, ekki til sjávar- og landbúnaðarafurða. Í dag höfum við einnig mjög takmarkaða möguleika á að hafa áhrif á ákvarð- anatöku, er varðar innri markað ESB. Og engan þátt tökum við held- ur í þeim greinum ESB-samstarfs- ins, er lúta að utanríkis-, innanríkis- og dómsmálum. En hver yrði þá staða okkar við fulla aðild?  Íslensk fyrirtæki fengju heima- markað með um 400 milljónum íbúa og aðgang að viðskiptasamn- ingum, sem ESB hefur gert við flest ríki heims, þar sem samb- andið hefur tryggt fyrirtækjum sínum bestu viðskiptakjör.  Við fengjum stuðning frá ESB í alþjóðlegum samningaviðræðum, meðal annars um viðskipti og sjávarútvegsmál.  Í dag er verð á matvælum að jafn- aði helmingi hærra á Íslandi en í ESB-ríkjunum. Lægra verð á að- föngum og aukin samkeppni í kjölfar ESB-aðildar, gæti orðið stórkostleg kjarabót fyrir íslensk- ar fjölskyldur – og þá sérstaklega barnafjölskyldur með lág laun.  Við fengjum fullan þátttökurétt í allri ákvarðanatöku um mótun ESB-samstarfsins. Þáttur EMU Ellefu ESB-ríki eru stofnendur að EMU og þau hafa þegar tekið upp sameiginlega mynt, evruna. Og tólfta ríkið mun bætast í hópinn um næstu áramót. Af augljósum ástæð- um kjósa fyrirtæki innan evru-svæð- isins að versla og fjárfesta innbyrðis. Staða fyrirtækja utan svæðisins mun að sama skapi versna. Þessi stað- reynd ætti að vera okkur Íslending- um sérstakt umhugsunarefni, þar sem stærstur hluti viðskipta okkar er við ESB-ríkin. Með vísan til þess, sem hér hefur verið rakið, er ekki úr vegi að skoða mögulegan ávinning af því að taka upp evruna hér á landi:  Aukinn stöðugleiki hagkerfisins, þar sem sjálfstæður Seðlabanki Evrópu færi með peningamála- stjórn.  Rekstrargrundvöllur fyrirtækja yrði öruggari, þar sem gjaldeyr- issveiflur gagnvart mikilvægusta markaðinum heyrði sögunni til og launþegar fengju vörn gegn óða- verðbólgu og ótímabærum geng- isfellingum.  Ríkisfjármálum yrði veitt aukið aðhald, því með aðildinni fylgdi sú skuldbinding að halda sér innan ákveðinna marka í fjárlagahalla og erlendri skuldasöfnun.  Erlendar fjárfestingar yrðu lík- legri.  Það er dýrt að búa við lítinn og veikburða gjaldmiðil, meðal ann- ars vegna þess, að honum fylgja einatt hærri vextir en þar sem sterkari gjaldmiðlar ríkja. Vextir hafa að jafnaði verið að minnsta kosti fjórum prósentum lægri á evru-svæðinu en Íslandi að und- anförnu. Íslensk heimili munar um minna.  Íslenska krónan er sérstaklega viðkvæm fyrir gjaldeyrisspekú- löntum og Seðlabanki Íslands get- ur komið litlum vörnum við, án verulegra styrktartenginga við aðra gjaldmiðla og seðlabanka, sem væru tilbúnir að fórna miklu til að verja íslensku krónuna. Lokaorð Evrópumálin eru nú loks að kom- ast dagskrá hér á landi. Enda gekk það ekki lengur að bjóða þjóðinni uppá annað. Meirihluti þjóðarinnar vill nefnilega ræða málið efnislega og fá að taka afstöðu til kosta og galla aðildar. Varðandi andstöðuna við aðild að ESB og EMU, þá get ég að mörgu leyti skilið þá, sem kynnu að hafa áhyggjur af þeirri skyndilegu og óvægnu ögun, sem óneitanlega fylgdi aðildinni. Þessi ögun myndi meðal annars birtast í því, að ekki yrði lengur hægt að misnota gengi íslensku krónunnar – svona til að bjarga illa reknum fyrirtækjum í sjávarútvegi og annars staðar. Eða hinu, að geta ekki lengur varið ís- lenskt okurverð á vörum og þjónustu í skjóli fákeppni og einokunar. Slíkur ótti er skiljanlegur. Og ekki bara skiljanlegur, heldur klár vísbending um, að við séum með góðan málstað. Ég er sannfærður um, að meirihluti Íslendinga mun samþykkja ESB-að- ild í þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar okkur hefur tekist að ná okkar helstu samningsmarkmiðum fram, meðal annars varðandi áframhald- andi og óskorað forræði Íslendinga yfir fiskimiðunum. Því er ekkert annað að gera, en að bretta upp erm- ar og hefja vandaða heimavinnu til að undirbúa langar og strangar samningaviðræður við ESB. Spurn- ingin er ekki, hvort við eigum að stíga þetta spor, heldur hvenær og hvernig. Höfundur er varaþingmaður Frjálslynda flokksins. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 35

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.