Morgunblaðið - 28.01.2001, Page 39

Morgunblaðið - 28.01.2001, Page 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 39                                        ! "!   !"#!$% %&' '(' $$ )$ *(+  !"#!$% )$ !"'+$ ,$ ' %&' !$$&$ $ !"#!$% %&' -&. $$  '$ )$ &'' /'$ !"#!$% )$ )'($0 !$$ ' %&'  '$ !"#!$% )$ 1!$$ 2'( '$ %&' %&' $( !"#!$% )$ 3'  $ 4(% 5 ($+ %&' 67 '((  3 ' )$ 8 '$ 82'$ )(  $(2##!8 '$ Ég get ekki skilið að það sé komið að kveðjustund, aldrei datt mér í hug að þú myndir yfirgefa þennan heim svona ungur. Ég bið Guð að varðveita þig, ég veit að þú vakir enn yfir Huldu og stelpunum. Ég votta þeim og fjöl- skyldu þinni samúð mína. Sýndu mér böðulinn sem blindan hefur reyrt, og boðorðin tíu sem engu geta breytt. Hlustaðu á prestana sem bjóða blóðug svör, brosandi færa þér móður jörð sem gröf. (Höf. ók.) Björn Kristjánsson. Við viljum með örfáum orðum kveðja vin okkar Reyni Sigurjón Sig- urjónsson er lést sunnudaginn 21. janúar. Við kynntumst Reyni er hann hóf sambúð með Huldu, fjölskylduvini okkar, og gekk dætrum hennar í föð- urstað. Reynir var alla tíð sannur vinur okkar og traustur og við eigum eftir að sakna hans mikið. Við vottum Huldu og dætrum hennar alla okkar samúð og eins Ein- ari bróður hans. Græt ég og greiði gjaldið eina er má – læt ég á leiði laufin bleik og fá. Sígræn blöð þér breiði björk í fegra heimi; mildur blær í meiði minning þína geymi. (Sigurður Sigurðarssson frá Arnarholti) Sívar Sturla Sigurðsson, Kristján Markús Sívarsson, Stefán Logi Sívarsson. Ekki gat mig grunað þegar þú bankaðir upp hjá mér laugardags- kvöldið 20. sl. að við ættum ekki eftir að sjást aftur í þessu lífi. Að þú yrðir allur strax næsta morgun. Þú varst með flotta beinlausa steik og baðst mig um að elda hana fyrir þig. „Það tekur smátíma“, svaraði ég og þú sagðir á móti: „Ég er ekkert að flýta mér“ Meðan ég byrjaði að elda settist þú inn í stofu og greipst gítar sem stjúpdóttir þín hafði lánað syni mín- um og hófst að spila á hann. Síðan settist ég inn til þín og við fórum að spjalla saman. Þú sagðir mér að Hulda, sambýlis- kona þín, væri að leita að íbúð handa ykkur til að kaupa á Spáni og að þú hygðist fara þangað í næsta mánuði til að hjálpa henni við það. Kisa litla lét svo lítið að sýna sig og þú rifjaðir upp hvernig þú fannst hana fyrir einu og hálfu ári langt frá allri mannabyggð. Eitthvað straukst við fótlegg þinn og þú leist niður og sást þennan litla, sérkennilega, al- hvíta kettling, sem hafði eitt augað grænt og hitt fagurblátt. Þú varðst að vonum hissa, því engin leið var til þess að kisa hefði ráfað alla þessa leið af sjálfsdáðum. Einhver hlaut að hafa farið með hana á afvikinn stað til að losa sig við hana á þennan grimmi- lega hátt. Þú opnaðir bílinn þinn og sagðir við köttinn: „Nú ræður þú hvort þú kemur með mér, eða verður hér eftir.“ Kisa stökk beint inn í bíl- inn og fékk far með þér í bæinn. En það var úr vöndu að ráða, því þín fjöl- skylda hafði hund á heimilinu og þá kom það til að kisa litla fékk sitt fram- tíðarheimili hjá mér. Svona eftirá finnst mér sérsakt að þú skyldir biðja mig áður en þú kvaddir að útbúa í tölvunni minni geisladiska til að gefa vini þínum og frænda. Eins var kveðjustund okkar óvenjuleg. Þú tókst um herðar mér og þrýstir mér að þér og kysstir mig á ennið og sagðir: „Mér þykir vænt um þig.“ Synir mínir voru harmi slegnir er þeir fréttu andlát þitt, enginn hafði átt von á svona skjótum endalokum. Ég votta elskulegri vinkonu minni Huldu og dætrum hennar mína inni- legustu samúð og eins litla afastrákn- um, honum Alexander Bjarka, for- eldrum þínum og systkinum, ekki síst Einari sem missti bæði bróður og besta vin. Megi Guð varðveita ykkur öll. Margrét Kristjánsdóttir. ✝ Ingibjörg Þór-anna Jónsdótt- ir var fædd í Stapa- koti, Innri-Njarð- vík 30. september 1921. Hún lést á heimili sínu 22. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, f. 19.12. 1879, d. 3.4. 1944 og Ragn- hildur Helga Egils- dóttir, f. 10.7. 1895, d. 26.9. 1969. Hálfsystkini henn- ar í föðurætt voru Jóna, Einar Norðfjörð, Jón Mar- geir og hálfbróðir í móðurætt Eg- ill Ragnar. Alsystkini hennar voru Guðrún, Helgi, Halldóra Auður, Kristján Hafsteinn, Margrét, Guð- jón Magnús, Aðalheiður Ósk, Sig- valdi Guðni, Sigurður Hjalti og Hrefna. Ingibjörg giftist hinn 23.9. 1944 Stíg Hannessyni, f. 15.8. 1920, d. 3.5. 1988. Börn þeirra eru: 1) Ólafía Helga, f. 2.7. 1943, maki Garðar Steinþórsson, f. 24.10. 1942. Börn þeirra eru Ingibjörg Arndís, Steinþór Páll, Margrét Rósa, Hjalti Ragnar, Ingvar Örn, Hjördís Björk og Halldóra Steina. Þau eiga 12 barnabörn og eitt barnabarnabarn. 2) Hannes, f. 30.11. 1944. Börn hans eru, Stígur, Jóhanna Björk, Hallgrímur Ein- ar og Hannes Stefán, hann á þrjú barna- börn. 3) Einar Sigur- berg, f. 22.5. 1948. 4) Jóna Ragnhildur, f. 12.12. 1949, maki Örn Sigurgeir Einarsson, f. 17.1. 1950. Barn þeirra Pétur Ingi, þau eiga tvö barnabörn. 5) Hall- dór, f. 11.8. 1952, maki Anna Ríkarðsdóttir, f. 28.9. 1952. Barn hans Kolbrún Díegó, börn þeirra Ríkharður, Birgir Örn og Guðrún, hann á þrjú barnabörn, þau eiga eitt barnabarn. 6) Þor- steinn, f. 25.10. 1953, maki Þóra Hauksdóttir, f. 25.10. 1953. Börn þeirra eru Ragnheiður, Linda Mjöll, Fjóla og Elísa. Þau eiga tvö barnabörn. 7) Gunnar, f. 4.6. 1956, maki Jónína Þórarinsdóttir, barn hans Íris, börn þeirra Jón Gunnar, d. 2. mars 2000, Þóranna Helga og Bjarki Rafn. 8) Hrafnhildur Sig- ríður, f. 3.12. 1963, maki Baldvin Guðbjörnsson, f. 26.5. 1962. Börn þeirra eru Trausti Már og Sara. Útför Ingibjargar fer fram frá Bústaðakirkju á morgun, mánu- daginn 29. janúar, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Okkur langar í fáeinum orðum að kveðja ástkæra tengdamóður okkar og vinkonu Ingibjörgu Þórönnu Jónsdóttur. Þessi trausta og vel gefna kona var einstaklega hugljúf og indæl. Hún var afskaplega glaðlynd og skemmti- leg kona sem hafði góðan húmor. Allir sem voru svo heppnir að kynnast henni mátu þau kynni mik- ils. Það var alltaf svo gott að leita til hennar, sitja í eldhúskróknum og spjalla saman. Hún hafði alltaf tíma til að hlusta og hafði áhuga á því sem við vorum að gera. Betri tengdamóð- ur var vart hægt að hugsa sér. Við ætlum ekki að tíunda öll hennar góð- verk sem hún vann enda ekki að hennar skapi að þeim væri flíkað eða hampað. Hún var hinn sanni gefandi. Ingibjörg hafði mikla ánægju af að spila og oft var tekið í spil á hennar heimili. Hún naut þess að hafa ömmubörnin í kringum sig og kenndi þeim flestöllum að spila. Sunnudagar hjá henni voru sérstakir. Þá voru allt- af pönnukökur og aðrar kræsingar á borðum og glatt á hjalla. Margar góðar minningar eru frá heimili hennar í Hólmgarði 11. Þar var oft mannmargt þegar allt hennar fólk var samankomið, bæði börn og fullorðnir. Aldrei leið henni betur en þegar allir voru mættir. Allt lék í höndum Ingibjargar hvort heldur að baka, elda góðan mat og einnig hafði hún mjög gaman af allri handavinnu. Yndi hafði hún af garðrækt og gaman var að fylgjast með jarðarberjunum og sjá hvernig þau döfnuðu í hennar höndum. Henni þótti skemmtilegt að fara í berjamó og þreyttist hún seint á að þeytast á milli þúfna í leit að berjum. Hún sá alltaf betra lyng á næstu þúfu og oftast var hún fyrst að fylla krukkuna sína. Ingibjörg var mjög fróðleiksfús kona og hafði mikla ánægju af ferða- lögum og gerði mikið af því að ferðast seinni árin. Fór hún í margar góðar ferðir með vinkonum sínum og þótti gaman að segja frá ferðinni þegar heim var komið og ljómaði hún þá öll. Og fljótlega var hún farin að huga að næstu ferð og fór þær margar í hug- anum í gömlu landabréfabókinni. Síðastliðið ár var Ingibjörgu erfitt og sýndi hún mikið æðruleysi í veik- indum sínum og vildi sem minnst um þau tala. Okkur þykja það mikil forréttindi að hafa fengið að kynnast þessari sómakonu og viljum við þakka henni samfylgdina. Sérstakar þakkir til Sigurðar Björnssonar læknis og Hjúkrunar- þjónustunnar Karitas fyrir einstak- lega góða umönnun í veikindum hennar. Við kveðjum Ingibjörgu með sorg og söknuð í hjarta. Guð blessi þig og megi minning þín lifa. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Anna, Þóra og Jónína. Elsku amma mín. Þegar ég hugsa til baka kemur fyrst upp í huga minn þegar ég var yngri og átti heima í Borgarnesi og þurfti að fara reglu- lega á Landspítalann. Þá var alltaf komið við í Hólmgarðinum hjá þér og ég spurð hvað ég vildi borða. Auðvit- að var svarið „fiskibollur“ og það brást ekki að þú ættir fiskibollur í frystinum handa mér. Svo gerðir þú heimsins bestu flatkökur. Amma, manstu jólin okkar? Við hittumst alltaf á jóladag síðastliðin u.þ.b. 15 ár, þá dönsuðum við í kring- um jólatréð, spiluðum bingó, borðuð- um hangikjöt og í lokin spiluðum við vist. Meira að segja á síðustu jólum spilaðir þú þó að þú værir frekar slöpp. Þú varst börnunum mínum góð langamma og þín verður sárt saknað. Upp í huga mér kemur fullt af minningum sem erfitt er að setja á blað. Ég kveð þig að sinni, elsku amma mín. Þín Halldóra Steina og fjölskylda. Okkur langar til að minnast Imbu ömmu með fáeinum orðum. Hólm- garðurinn situr efst í minningunni. Þegar við litum inn var undantekn- ingarlaust tekið fram flest allt sem til var í kotinu, blandaður nýr djús, hellt upp á könnuna og skellt í pönnsur (sem voru hennar sérgrein). Oft barst talið að afmælisdögum hjá fjöl- skyldufólkinu og þá var dregin upp „svarta bókin“ sem hafði að geyma afmælisdaga hjá öllum sem hún þekkti og hafði þekkt. Hún virtist vita allt um fólkið sitt og fylgdist vel með hverjum og ein- um, ávallt spurði hún okkur hvernig lífið gengi og alltaf vissi hún hvernig ástarmálin stóðu. Skemmtilegast fannst henni að ferðast og minnumst við ferða sem við fórum saman, bæði til Kanarí og Ítalíu. Kanaríferðin stendur okkur þó næst og talaði hún oft um hana og hvað við skemmtum okkur vel. Minnumst við þó helst þegar svínið vaknaði og hvort tréð hefði stækkað! Sjálf ferðaðist hún mikið og var yndislegt að hlusta á hana lýsa ferðinni, hvert hún labbaði, hvern hún hitti og hvern hún spilaði við. Spilamennskan var hennar helsta áhugamál. Hún fór oft á spila- kvöld og svo var alltaf spiluð vist á jólunum. Sjaldan hittumst við öðru- vísi en að taka í spil. Við fórum líka saman í berjamó og ég man þegar við keyrðum saman til Akureyrar og stoppuðum örugglega hundrað sinn- um á leiðinni til að kanna hvort ekki væru ber hér eða þar og sjaldan brást það að hún fann stórt berjalyng. Elsku amma, mikið á maður nú eftir að sakna þín, betri ömmu er vart hægt að hugsa sér. Þú varst alltaf til staðar ef mann langaði að létta af sér eða bara spjalla. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Imba amma eða stóra amma eins og við vildum kalla þig, hvíl þú í friði og blessuð sé minning þín, við mun- um aldrei gleyma þér. Þínar Heiða, Linda og Fjóla. Elsku amma mín, mig langar að kveðja þig með þessu fallega ljóði sem ég tileinka þér: Þú varst amma mín, ég var stúlkan þín. Fann ég hlýja hönd hnýta ættarbönd. Hvar er höndin nú, hlýja, ást og trú? Hvar er brosið hýrt, hjarta tryggt og skírt? Allt sem er og var áfram verður þar geymt í hugans sjóð. Hverfist sorg í ljóð. Ósk mín, amma mín, er að ferðin þín heim á ljóssins lönd leysi þrauta bönd. Vertu kærast kvödd. Kallar nú sú rödd ljóss er lýtur vald. Lífsins fellur tjald. (R.S.E.) Saknaðarkveðja, Kolbrún Diego. Elsku amma mín, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Og öll hvatningarorð þín sem hafa hjálpað mér mikið, sérstaklega á síðasta ári. Mér þykir það leitt að ég gat ekki verið hjá þér þessa síðustu daga. Bless, elsku amma mín. Þín Þóranna. Hún Ingibjörg, eða Imba eins og hún var oftast kölluð, er nú látin. Hún hafði barist við sjúkdóm sem enginn fékk breytt. Ég kom við í Hólmgarð- inum síðast í maí, minnir mig, og fór í kaffi til Imbu, hafði þá að orði að nú væri hún sú eina sem væri hægt að heimsækja á æskuslóðirnar, þar sem ég ólst sjálfur upp í næsta húsi. Við Steini (Þorsteinn) vorum mikið sam- an og var oftast verið heima hjá hon- um, það voru alltaf notalegar mót- tökur hjá Imbu. Þremur dögum áður en hún lést ók ég upp Grensásveginn og ætlaði að koma við en gleymdi svo að taka beygjuna, ég hafði ekki haft tækifæri til þess síðan í vor. Mér var alltaf svo hlýtt til þín, þú varst einstök kona og stóðst alltaf eins og stytta með okkur strákunum. Og alltaf var hægt að spjalla við þig um alla skapaða hluti, þú náðir allavega vel til mín og mun ég alltaf bera góðar tilfinningar til þín. Ég gleymi því ekki þegar þú sagðir mér frá því rétt áður en þú hættir að vinna, hvað þú hlakkaðir til að geta farið að ferðast og njóta þess að vera með börnum þínum og barna- börnum, enda var illmögulegt að koma í kaffi þá, oft varstu erlendis allavega. Það var ánægjulegt að sjá hvað þú ljómaðir, þú varst mikil af- rekskona, búin að vinna mikið með stóru og miklu heimili og koma því glæsilega til skila. Þú hefur skilað þínu hlutverki með miklum sóma hérna megin Imba mín. Þegar Steini vinur minn hringdi til mín nokkrum tímum eftir að þú kvaddir fór ég fljót- lega að hugsa til þín og kveðja þig með nokkrum línum. Ég sakna þess að geta ekki haft erindi í kaffi á heimaslóðir, en sérstaklega góðar minningar munu lifa um þig. Ég votta ykkur öllum aðstendendum samúð mína. Hafsteinn Sigurbjarnason. INGIBJÖRG ÞÓR- ANNA JÓNSDÓTTIR Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.