Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 41
Stundum verður
æskan að ævintýri í
minningunni. Lituð
ljósum uppátækja.
Ætluðum til stundar-
gamans. En svo lifa þau áfram í
undirmeðvitundinni. Oft byggist
kunningsskapur og vinátta manna
á lífsleiðinni á því sem þeir áttu
saman í æsku og gildir þá einu þótt
um græskulaust gaman hafi verið
að ræða. Ef til vill er gamanið
traustari grundvöllur vináttu en
annað. Bindur traustari bönd.
Hnýtir fastari hnúta.
„Ég heiti Svanberg Árnason,“
sagði ungur og fremur stórvaxinn
drengur á gangstéttinni við ofan-
vert Þingvallastrætið á haustsins
degi. Þannig kynntumst við en
hann hafði alist upp við hlið frænda
minna sem bjuggu á Mýrarvegs-
horninu gegnt Grísabóli þar sem nú
er verslunarmiðstöð á Kaupangi.
Svo varð Sam Flowers til. Hann
var hluti af uppátækjum í leik ung-
lingsáranna. Svanberg brá sér
gjarnan í gervi einkaspæjarans og
einnig Bjarki Jóhannesson sem
kom úr Rauðumýrinni nokkru neð-
ar og gegndi þá heitinu Birk Jones.
Frændur mínir á horninu, Billi og
Teddi (Brynleifur og Theódór
Hallssynir), fylltu svo út í ramm-
ann ásamt fleirum sem stóðu skem-
ur við. Á þessum árum var oft
þröng á þingi í hornhúsinu við
Þingvallastrætið sem við kölluðum
Hallsbæ í höfuð aldins höfðingja;
SVANBERG
ÁRNASON
✝ Svanberg Árna-son fæddist á Ak-
ureyri 28. janúar
1950. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri hinn
27. desember síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Akur-
eyrarkirkju 4. janú-
ar.
föður frænda minna.
Nokkrir úr hópnum
stofnuðu hljómsveit.
Kölluðu hana Comet
og náðu umtalsverðum
vinsældum á sveita-
böllum um miðjan sjö-
unda áratuginn.
Sextán og sautján
ára strákar voru að
leigja félagsheimili og
halda stórdansleiki.
Stundum í skjóli ein-
hverra ungmenna-
félaga eða þá bara
góðhjartaðra húsvarða
sem opnuðu þeim dyr
sínar án þess að segjast vera að
bóna. Svanberg varð aldrei fremur
en sá er þetta ritar liðtækur hljóð-
færaleikari en engu að síður fastur
fylgdarsveinn og oft eigi ónauðsyn-
legri en hinir eiginlegu rokkarar.
Miðasala og dyravarsla fórst hon-
um vel úr hendi. Lagni hans og lip-
urð og ekki síst gamansemi, sem
aldrei virtist þrjóta, kom sér einnig
vel þegar órói sótti að einhverjum
skemmtanagestum og þeir vildu
láta hendur standa fram úr ermum.
Sama hvert hlutverkið var; mark-
aðsmaður, rótari, lögregla, allt
fórst honum vel úr hendi þótt
æskuárin væru langt frá að baki.
Þótt hópurinn eigi ýmsar minn-
ingar frá skemmtanahaldi þess
tíma átti hann sér einnig margar
stundir í litlu húsunum við ofanvert
Þingvallastrætið. Þar urðu bók-
menntir til og viðstöddum var
brugðið í gervi sögupersóna. Fæst-
ar náðu þó lengra en að vera lesnar
upp á góðum stundum. Einhverju
sinni sat sá er þetta ritar við gömlu
ritvélina í Hallsbæ og bullaði ein-
hverju sögukorni á blöð. Reglulega
kom Svanberg inn í hornherbergið,
sem oftast var kallað reykherbergi,
sótti næsta blað, hélt með það út í
garð þar sem Bjarki Jóhannesson,
síðar skipulagsfræðingur og for-
stöðumaður þróunarsviðs Byggða-
stofnunar, tók við og las fyrir við-
stadda í eyfirskri sumarsól. Tæpast
hefur ritsmíðin verið prenthæf
enda ekki ætluð til annars en lestr-
ar undir stóra trénu hans Halls
Benediktssonar sem síðar visnaði
og var í minnum haft að það hefði
fengið of mikinn áburð þegar
Hallsbæjarhópurinn þurfti að losa
vatn af líkamanum. Enda líkaði
mönnum misvel við lesninguna og
er líða tók á dag sást undir iljar
Jörundar Guðmundssonar, síðar
rakara og tívolíhaldara, þegar per-
sónu hans brá fyrir í handritinu.
Baldur Brjánsson, síðar þekktur
sem töframaður, hélt lesninguna
hins vegar út enda þá þegar farinn
að fást við galdra. Einnig Guðjón
Baldursson, síðar sýningarmaður í
Regnboganum og Háskólabíói þar
til skyldan kallaði hann. Hann var
þá þegar farinn að miðla áhorfend-
um af listum hvíta tjaldsins úr klefa
sínum.
Þannig átti hver sitt hlutverk í
þeim framhaldsleik sem fór fram
við Þingvallastrætið á unglingsár-
unum. Ef til voru þessir leikir fyrst
og fremst framhald bernskunnar
en einnig örlítið skref á þroska-
braut ungra manna til alvöru lífs-
ins. Skref sem áttu sér bakgrunn í
tíðaranda sem tók breytingum –
nánast frá degi til dags.
Árin liðu og hver gekk sinn veg.
Hver eignaðist sína konu, þótt
mönnum héldist misvel á þeim, og
einnig afkomendur. Samskiptin
urðu minni og fundirnir færri. En
þegar þeim var auðið reyndist
grunnt á græsku gömlu áranna.
Svo grunnt að síðast þegar ég hitti
Svanberg nokkru fyrir nýliðin jól
gantaðist hann með að nú þyrftum
við að fara að heimsækja Benna
Steingríms, bónda á Setri, og líta á
stelpurnar hans. Hann væri víst
kominn með svolítið þykkri línu.
En þrátt fyrir gamansemi og
græsku átti Svanberg sér einnig al-
vöru. Stundum hygg ég að gam-
anseminni hafi verið beitt til þess
að vanda geymslu þess er innar lá.
Hann var ekki manngerð sem flík-
aði innstu tilfinningum. Ef til vill
hefur enginn þekkt þær utan hann
sjálfur.
Hann valdi Akureyri. Var trygg-
ur heimabænum utan nokkurra
vetra sem hann sótti nám í Reykja-
vík og í Svíþjóð. En hann var mætt-
ur að vori. Tekinn til starfa á vatns-
veitutraktornum eða við annað sem
til féll til þess að bæjarbúar hefðu
ískalda rennandi vatnið úr krönun-
um. Hann ólst upp í gömlu vatns-
veitunni. Hún var honum annað
heimili og ég hygg að þau tilfinn-
ingabönd sem hann bast þeirri
stofnum eins og menn bindast æku-
slóðum á unga aldri hafi aldrei
brostið. Því hafi ýmsar síðari tíma
hagræðingar snert viðkvæma
strengi manns til þess sem fyrir
honum var eins og hluti náttúrunn-
ar. Hans fífilbrekka – gróin grund.
En það er önnur saga.
Þótt Svanberg Árnason hafi ver-
ið kallaður til mikilvægari við-
fangsefna en jarðvistin býður löngu
áður en okkur gömlum samferða-
mönnum hans úr Þingvallastrætinu
þótti tímabært þá mun Sam Flow-
ers lifa í minningunni.
Honum er ómögulegt að gleyma.
Þórður Ingimarsson.
Við kynntumst Svanbergi fyrir
rúmum 30 árum þegar leiðir okkar
allra lágu saman hjá Vatnsveitu
Akureyrar er við hófum þar störf,
en Svanberg hafði þá unnið þar áð-
ur á sumrum sem ungur námsmað-
ur.
Svanberg var vingjarnlegur og
þægilegur maður sem skipti helst
aldrei skapi þótt stundum gengi á
ýmsu, enda frekar stutt í húmorinn
hjá honum. Hann var maður, sem
alltaf var hægt að setjast niður með
og hlusta á því hann hafði sérstakt
lag á að segja frá, var áheyrilegur
mjög og hafði svo sannarlega skoð-
anir á hlutunum. Matartímarnir
margir voru einstaklega ánægju-
legir, þar var margt skrafað eins og
gengur og auðvitað hafði hann
fylgst vel með þjóðmálunum sem
öðrum málum og báru samræðurn-
ar því keim af vitneskju hans og
þekkingu á gangi mála og þá ekki
alltaf á alvarlegri nótunum.
Fyrstu árin okkar hjá Vatnsveit-
unni unnum við með Svanbergi við
dreifikerfi veitunnar og var hann
sprengimeistari þegar sprengja
þurfti fyrir lögnum í gegnum
klappir, enda hafði hann réttindi til
slíkra hluta. Oft reyndist létt verk
að hreinsa upp úr skurðunum eftir
sprengingar Svanbergs, enda fag-
mannlega að verki staðið og rösk-
lega, og var hann mjög nærgætinn
með að samstarfsmenn hans væru í
hæfilegri fjarlægð svo ekki hlytist
slys af.
Eftir nokkurra ára vinnu við
dreifikerfi veitunnar og sprenging-
ar settist hann inn á skrifstofu hjá
Vatnsveitu Akureyrar og gerðist
fulltrúi vatnsveitustjóra.
Svanberg var örlátur og hjálpfús
og sérstaklega góður vinnufélagi,
enda leituðu menn gjarnan til hans
ef eitthvað vantaði og þá ekki síst
vegna ágætrar tölvukunnáttu hans
og var hann þá boðinn og búinn að
rétta hjálparhönd. Stundum var
farið í skemmtiferðir og kynnis-
ferðir á vegum Vatnsveitunnar og
var Svanberg hrókur alls fagnaðar
í þessum ferðum og ómissandi
ferðafélagi, og er okkur sérstak-
lega minnisstæð skoðunarferð sem
farin var til Vatnsveitu Reykjavík-
ur og í þeirri ferð var einnig skoðuð
borhola hjá Hitaveitu Reykjavíkur
á Reykjum í Mosfellsdal.
Haft var í flimtingum á eftir að
gott hefði verið vatnið úr holu 13 en
hvort það hafði lent eitthvað saman
við áður en drukkið var skal ósagt
látið og varð Svanbergi að orði að
vatnið úr holu 13 hefði bjargað deg-
inum.
Nú er Svanberg horfinn frá okk-
ur í bili og misjafnlega langt í end-
urfundi.
Við kveðjum þig, vinur, og þökk-
um fyrir samveruna og allar
ánægjustundirnar.
Ragnhildi og sonum þeirra hjóna
og Fanneyju móður Svanbergs
sendum við okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Rafn Herbertsson, Kjartan
Friðriksson, Sigtryggur Jóns-
son og Guðjón Guðbjartsson.
Elfur tímans áfram
rennur. Þessi fleygu
orð koma óhjákvæmi-
lega upp í hugann
þegar gamlir vinir og
samferðamenn hverfa skyndilega
af vettvangi lífsins. Minningar frá
viðburðaríkum dögum á fyrstu ár-
um íslensks sjónvarps rifjast upp
við þau vatnaskil er hinn fyrsti úr
hópi almennra fréttamanna kveð-
ur, langt fyrir aldur fram.
Ásgeir Ingólfsson starfaði sem
fréttamaður og þulur á fréttastofu
Sjónvarpsins um fjögurra ára
skeið, frá 1967 til 1971.
Er hann kom ásamt fleirum til
liðs við okkur sem þar vorum fyrir
á öðru starfsári þessa nýja fjölmið-
ils var hann þegar reyndur blaða-
maður. Hann hafði ráðist til starfa
á ritstjórn dagblaðsins Vísis þegar
að loknu prófi í viðskiptafræði árið
1960, starfað þar í rúmt ár og síð-
an sex ár á Morgunblaðinu áður en
hann hóf störf hjá Sjónvarpinu.
Yfirgripsmikil þekking Ásgeirs,
gott vald á íslenskri tungu og góð
málakunnátta nýttist honum vel
við skrif og vinnslu erlendra frétta
sem voru aðalviðfangsefni hans á
fréttastofunni. Hann hafði þá þeg-
ar þýtt allmargar bækur og hélt
þeim störfum áfram um árabil.
Í þularstörfum var hann yfirveg-
ÁSGEIR
INGÓLFSSON
✝ Ásgeir Ingólfs-son, þýðandi,
blaðamaður og rit-
höfundur, fæddist í
Reykjavík hinn 26.
júlí 1934. Hann lést á
heimili sínu hinn 15.
janúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Dómkirkj-
unni 23. janúar.
aður, flutti fréttinar
þannig að hvert orð
komst til skila og hélt
ró sinni þótt ýmsir
byrjunarörðugleikar
við útsendingar fyrstu
árin létu á sér kræla,
jafnvel í miðjum
fréttalestri.
Ásgeir var einkar
þægilegur og traustur
samstarfsmaður, glað-
sinna og viðmótsþýð-
ur, allra manna kát-
astur í góðra vina hópi
og ávallt reiðubúinn
til þess að hlaupa í
skarðið þegar liðsinnis var þörf.
Og þess var oft þörf á fyrstu árum
Sjónvarpsins. Þá var erfitt að gera
áætlanir fram í tímann, þær gátu
ekki verið áreiðanlegar fyrir næsta
dag, stundum varla næstu klukku-
stundir. Þá var gott að eiga að
félaga eins og Ásgeir sem var jafn-
vígur á öllum sviðum fréttanna.
Eftir að Ásgeir hætti á frétta-
stofu Sjónvarpsins réðist hann sem
framkvæmdastjóri Stangveiði-
félagsins. Laxveiðar höfðu átt hug
hans allt frá barnæsku og verndun
íslenska laxins var honum mikið
baráttumál til hinsta dags. Um lax-
inn og laxveiðar í íslenskri náttúru
skrifaði hann fjölda greina og einn-
ig vandaða bók um eftirlæti sitt,
Elliðaárnar. Sú elfur rennur áfram
um ókomna tíð en veiðidagar Ás-
geirs Ingólfssonar verða ekki
fleiri.
Við kveðjum góðan dreng og
minnisstæðan samstarfsmann um
leið og við vottum samúð okkar af-
komendum hans og ættmennum.
Magnús Bjarnfreðsson,
Markús Örn Antonsson,
Ólafur Ragnarsson.
Mig minnir að það
hafi verið um miðjan
október sem ég hitti þig
í síðasta sinn. Þú varst á
leiðinni í vinnuna, gang-
andi eins og oft áður, og
komst við hjá mér uppi í
Ármúla, í einn kaffi, eina sígó og smá-
spjall. Við ræddum saman um daginn
og veginn eins og vanalega og áður en
við kvöddumst urðum við að segja
hvor öðrum einn brandara eins og
alltaf þegar við hittumst enda fannst
okkur við rosalega fyndnir.
Eftir að hringt var í mig á laug-
LEIFUR INGI
ÓSKARSSON
✝ Leifur Ingi Ósk-arsson fæddist í
Reykjavík 18. janúar
1972. Hann lést í
Reykjavík 12. janúar
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Hafnarfjarðarkirkju
23. janúar.
ardaginn 13. janúar síð-
astliðinn og ég fékk þau
hræðilegu tíðindi að
einn besti vinur minn
væri látinn fóru fleiri
hundruð spurninga á
stjá í höfðinu á mér og
minningabrotin hafa
verið að hellast yfir mig
alla vikuna eins og
sprengjur. Svörin láta á
sér standa en ég get
huggað mig með minn-
ingum sem eiga það all-
ar sameiginlegt að þær
eru allar góðar.
Ég sá þig líklega
fyrst þegar þú hefur verið 4–5 ára
pjakkur og bjóst á Sunnubrautinni.
Ég miklu eldri eða 6–7 ára og kominn
langt að, alveg frá Deildartúni, í pöss-
un hjá ömmu og afa. Ég man alltaf
eftir ljóshærða drengnum sem brosti
allann hringinn og átti flottasta hund
bæjarins, sem allir krakkar í hverfinu
söfnuðust í kringum þegar hann var
úti á tröppum. Árin liðu og bilið á milli
okkar minnkaði. Við vissum alltaf
hvor af öðrum og þegar þú varst orð-
inn sextán og ég átján þá fóru hlut-
irnir að gerast. Það var stofnuð
hljómsveit sem var skipuð hverjum
snillingnum á fætur öðrum, ég og þú
ásamt Hrannari, Hjörleifi og Bjarna
og heimsfrægðin blasti við. Við kunn-
um allar formúlur rokksins og það
var bara tímaspursmál hvenær fyrsta
platan kæmi út. Lallarnir eða Lalli og
sentímetrarnir lifði lengi og við vor-
um saman öllum stundum og vissum
að við vorum að fara að „meika’ða“.
Þessi tími var einn sá skemmtilegasti
á minni ævi, góðir vinir og alltaf gam-
an. Við áttum saman frábæra tíma í
bransanum og líka utan hans. Árin
liðu við róuðumst og fluttum til
Reykjavíkur hvor í sínu lagi en héld-
um alltaf sambandi og hvernig sem
ég hugsa þá get ég ekki séð neina
breytingu á þér frá því að við kynnt-
umst og þú kvaddir, það var alltaf
gaman í návist þinni. Það er mjög
sárt að hugsa til þess að að þú sért
horfinn á braut, en ég veit að þú ert á
góðum stað og þér líður betur en
nokkurntíma fyrr.
Kæri Leifur, ég þakka þér fyrir
frábær kynni og Guð geymi minningu
um góðan dreng. Ég sendi innilegar
samúðarkveðjur til foreldra Leifs,
systra, fjölskyldu og vina og megi
Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Þorbergur A. Viðarssson.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
allan sólarhringinn — utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Sjáum um
útfararþjónustu á
allri landsbyggðinni.
Áratuga reynsla.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.