Morgunblaðið - 28.01.2001, Síða 42

Morgunblaðið - 28.01.2001, Síða 42
FRÉTTIR 42 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAMTÍÐARSÝN stjórnenda Ís- félagsins er að efla það til frekari dáða í þágu eigenda þess og íbúa Vetsmannaeyja. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, einn stjórnarmanna félagsins, segir að liður í því kunni að vera sameining við annað fyr- irtæki, til að styrkja stöðu þess. Engar slíkar viðræður eru þó í gangi, en hann harmar það að eig- endur Vinnslustöðvarinnar skuli tví- vegis hafa horfið frá samþykktum um sameiningu. Gunnlaugur segir einnig að það hafi verið markmið Ísfélagsins alla tíð að treysta búsetu í Vestmanna- eyjum og svo sé enn. Það sé hins vegar glapræði að ætla sér að byggja nýtt frystihús fyrir bolfisk- vinnslu. Til þess sé kvóti félagsins allt of lítill. Félagið sinni á hinn bóg- inn skyldum sínum gagnvart bæj- arfélaginu með því að fá önnur fyr- irtæki í bænum til að vinna úr hluta bolfiskafla þess og salta svo sjálft þann hluta sem hentar í söltun. Fjöldi vafaatriða En hvers vegna er bygging nýs frystihúss fyrir bolfisk glapræði. Standa tryggingabætur ekki undir því? „Það liggur ekki fyrir enn hve há- ar tryggingabætur Ísfélagsins verða vegna brunans, en það verður væntanlega ljóst hver staðan er í þeim málum á næstu dögum,“ segir Gunnlaugur Sævar. „Það er fjöldi vafaatriða í þessu og kann í ein- staka tilviki að vera matsatriði hvað er altjón hvað varðar ýmis tæki og búnað. Við höfum aðeins séð fyrstu drög að þessu mati, en það er engin leiða að segja til um hver niðurstað- an verður. Það er þar fyrir utan alveg ljóst að bygging nýs fullkomins frysti- húss kostar allt of mikið miðað við þann bolfiskkvóta, sem við höfum yfir að ráða í dag. Í sjálfu sér er það mat óháð fjárhæð tryggingabótanna en byggist á mati á arðsemi fjár- festingarinnar. Það væri glapræði eitt að fara að reisa nýtízku frysti- hús fyrir bolfiskinn. Það væri bara eins og að pissa í skóinn sinn.“ Það er talað um að Ísfélagið sinni ekki skyldum sínum gagnvart bæj- arfélaginu með því að hefja ekki bolfiskfrystingu á ný. Er það svo að þínu mati? „Ég held að fá félög hafi reynt eins mikið og Ísfélagið að uppfylla skyldur sínar við bæjarfélagið í þeim skilningi, sem nú er mikið tal- að um. Félagið hefur að mínu mati stundum gengið heldur langt með það sjónarmið að leiðarljósi að halda uppi atvinnu. Ég tel að hagn- aði hafi oft verið fórnað í þessi skyni. Það er einfaldlega ekki hægt að gera slíkt lengur. Félög eru ekki rekin til langframa með því að stunda stórfelldan taprekstur á ein- stökum deildum félagsins. Það er ekki viðunandi fyrir eigendur, ekki fyrir lánardrottna og til langframa er það vitaskuld ekki viðunandi fyr- ir bæjarfélagið og starfsfólkið því slíkt endar bara með ósköpum. Störf, sem byggjast á slíku, eru engin raunveruleg störf, heldur at- vinnubótavinna. Þegar við stóðum frammi fyrir þessari ákvörðun okkar að byggja ekki upp bolfiskhluta frystihússins, leituðum við allra leiða til þess að fiskurinn færi til vinnslu í Vest- mannaeyjum. Það eru hins vegar ekki mjög margir fiskverkendur í Eyjum, en við höfum leitað til þeirra, sem þar eru til að vinna hluta af aflanum. Það má heldur ekki gleyma því að við erum ekkert að hætta bolfiskvinnslu. Við ætlum í stór- fellda og mjög öfluga vinnslu á salt- fiski. Það kallar ekki á miklar fjár- festingar, en sú vinnsla er mjög arðbær um þessar mundir. Við höf- um því horft mjög til þess að bjarga þeim störfum, sem bjargað verður í Eyjum og teljum okkur vera með því að uppfylla margumtalaðar skyldur okkar við bæjarfélagið. Mér finnst afar mikillar ósanngirni gæta í kröfunni um uppbyggingu á frysti- húsi félagsins, þegar litið er til þess að félagið hefur aðeins til umráða ríflega 10% bolfiskkvótans í Eyjum í þorskígildum talið. Fiskvinnsla í Vestmannaeyjum býr vitaskuld við sömu rekstrarskilyrði og sambæri- leg vinnsla annars staðar á landinu og það kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir, hafi menn haft mikla trú á því að stjórn félagsins myndi án hiks og jafnvel umhugsunar taka þá ákvörðun að verja hundruðum milljóna króna til byggingar frysti- húss, sem hefði til vinnslu þennan litla hluta af bolfiski Vestmanna- eyja. Við munum síðan ráðast í veru- lega fjárfestingu í vinnslu á upp- sjávarfiski. Ísfélag Vestmannaeyja hefur lengst af sótt meginstyrk sinn í veiðar og vinnslu á loðnu og síld og er sennilega stærsti handhafi kvóta í loðnu með ríflega 10% aflahlutdeild. Félagið er með glænýja fiskimjöls- verksmiðju í Vestmanna- eyjum og með ágæta verksmiðju á Krossanesi við Akureyri og síðan mjög vel út- búna pökkunarlínu fyrir loðnu og flokkun og síðan afar fullkomna og glæsilega síldarvinnslu í Vest- mannaeyjum. Þarna hefur styrkur- inn legið og það er ekkert skrítið þar sem ekkert bæjarfélag liggur jafnvel við vinnslu á þessum fiskteg- undum eins og Vestmannaeyjar. Ísfélagið á engar aðrar eignir annars staðar en í Eyjum nema verksmiðjuna á Krossanesi, en hún var sameinuð Ísfélaginu í fyrra. Reyndar á félagið smáræði í Loðnu- vinnslunni á Fáskrúðsfirði. Það hef- ur verið styrkur fyrir félagið að eiga hlut í verksmiðju á Norðurlandi og þess vegna var það ákveðið á sínum tíma að fjárfesta verulega í verk- smiðjunni á Krossanesi. Ísfélagið var stærsti hluthafinn þar fyrir sameininguna. Markmiðið með þeirri fjárfestingu var að eiga nokk- uð örugga löndunarhöfn á Norður- landi, þegar loðnuveiðin er fyrir norðan. Það er ekkert vit í því að láta skipin sigla alla leið til Eyja. Það er of löng leið og kvótinn næð- ist aldrei með þeim hætti. Því var þetta mjög arðbær og góð fjárfest- ing fyrir félagið.“ Mikil áföll Hver eru framtíðarmarkmið Ís- félagsins? „Eins og kunnugt er höfum við lent í tveimur miklum áföllum á undanförnum mánuðum. Við misst- um okkar góða forstjóra, foringja og aðaleiganda, Sigurð Einarsson, sem lézt fjórða október síðastlið- inn. Það var gríðarlegt áfall fyrir félagið, alla aðstandendur þess og fyrir Vestmannaeyjar, að missa þennan mæta mann. Síðan bætist hitt áfallið við að frystihúsið brenn- ur í byrjun desember. Við höfum því verið að ná áttum í þessu. Það tekur tíma að taka þær ákvarðanir, sem snúa að framtíðinni. Menn eiga vitaskuld að fara fremur gæti- lega í þeim efnum. Það skiptir máli að vel sé vandað til verka, nú þegar við stöndum á þessum tímamótum, sem við kusum okkur aldeilis ekki. Ég held að ég megi þó segja að sú stefna félagsins sé alveg klár, að við munum byggja upp mjög öfluga vinnslu á uppsjávarfiski, við mun- um leitast við að vera í fararbroddi í veiðum og vinnslu á loðnu og síld. Ég held að við félaginu blasi mjög björt framtíðarsýn í því og það eigi sér góða möguleika hvað varðar þessa þætti. Vonandi eflist félagið það mikið í framtíðinni að það geti aukið aflaheimildir sínar í öðrum tegundum og haldið uppi öflugu at- vinnulífi í Vestmannaeyjum.“ Sameining hagkvæm Það hefur mikið verið talað um sameiningar og tvívegis verið reynt að sameina Ísfélagið og Vinnslu- stöðina án árangurs. Hvað er framundan í slíkum málum. Hefur komið til greina að Ís- félagið sameinaðist ein- hverju öðru fyrirtæki, eins og Granda til dæmis? „Þetta hefur vissulega gengið treglega frá okkur. Við vorum tvisv- ar búnir að ganga frá samningum við stærstu hluthafa Vinnslustöðv- arinnar í Eyjum um sameiningu þessara tveggja félaga. Það var framtíðarsýn Ísfélagsmanna og ég held, að minnsta kosti á einhverjum augnablikum, líka sýn eigenda Vinnslustöðvarinnar. Með það að sameina þessu tvö félög hefði verið hægt að skapa mjög hagkvæma og sterka einingu í Vestmannaeyjum, sem hefði þá verið meðal öflugustu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Mín trú er sú, að það hefði verið mikið gæfuspor fyrir Vestmanna- eyjar, hefði þetta skref verið stigið til fulls. Undanfarin ár hafa Vestmanna- eyjar frekar verið í vörn. Íbúum hefur frekar fækkað en fjölgað. Þetta var sú sýn sem Sigurður heit- inn sá, það varð að stíga þetta skref til að tryggja trausta búsetu í Vest- mannaeyjum og traust atvinnulíf. Það hefur þó örugglega verið hon- um mjög erfið ákvörðun, því hann var mikill einstaklingshyggjumaður og vildi gjarnan starfa einn að þess- um málum. Hann var ekki fyrir hópvinnu í þessum málum. Hann taldi hag sínum best borgið með því að standa einn og vera einn í for- ystu. Hann var gríðarlega sterkur ein- staklingur, sem sinnti málefnum Vestmannaeyja held ég betur en nokkur annar maður hefur gert um mjög langa hríð. Þetta var því örugglega mjög stór og erfið ákvörðun fyrir hann að fara að rugla saman reitum við aðra í þessu. En þar hafði hann að leið- arljósi þessa sýn sína á framtíð Vestmannaeyja. Þetta var held ég varnarleikur hans fyrir byggð og búsetu í Eyjum. Því miður var það niðurstaðan að þrátt fyrir að Vinnslustöðvarmenn hafi undirritað samkomulag í tvígang, hlupu þeir frá þeim jafnoft. Uppi standa menn nú með fyrirtækin hvort í sínu lagi og það tel ég ekki vera góðan kost. Ég tel þetta mjög slæma niðurstöðu og ég tel að ábyrgð þeirra manna, sem komu fram með þessum hætti, sé mjög mikil.“ „Í dag á fyrirtækið ekki í neinum viðræðum við önnur félög um sam- einingu. Sé hins vegar horft til framtíðar, hygg ég nú að þessar einingar munu stækka. Ég tek und- ir með þeim, sem hafa lýst þeirri skoðun sinni, þó ég ætli ekki að nefna neinn fjölda fyrirtækja í þeim efnum. Ég tel að í framtíðinni verði sjávarútvegsfyrirtækin tiltölulega fá og mjög öflug þar sem ítrustu hagkvæmni verði gætt varðandi veiðar, vinnslu, sölu og markaðs- setningu afurðanna. Ég vona auð- vitað það að Ísfélag Vestmannaeyja verði í framtíðinni hluti af einhverju slíku sterku fyrirtæki. Ég sé ekki að Ísfélagið muni endilega standa eitt og sér, þegar horft er til fram- tíðar með þeim hætti sme er í dag. Ég held að hag eigenda og starfs- fólks betur borgið með því að styrkja þessar einingar. Við eigum í mikilli samkepnni hér innan lands og ekkert síður erlendis og það þarf styrk til að standa sig í slíkri sam- keppni.“ Hvað hugmyndir um sameiningu við Granda varðar, á félagið ekki í neinum slíkum samningaviðræðum? „Ég er vissulega mikill Granda maður og tel að mörgu leyti ekkert óskynsamlegt að Grandi sé nefndur til sögunnar. Ágúst Einarsson, bróðir Sigurðar heitins er hefur verið einn af forystumönnum Granda og einn af stærstu hluthöf- um þess félags. En það eru engin slík áform uppi og hafa ekki verið. Mér hefur alltaf liðið vel í hópi Granda manna, enda hef ég lungann úr starfsævi minni starfað í skjóli þeirra ágætu manna, sem leiða það félag og hef notið vináttu þeirra um árabil. Það hefur hins vegar engin áhrif á tillögur mínar í þessum málum, því skyldur mínar eru við eigendur Ísfélagsins. Hér munum við auðvitað láta skynsemina ráða. Ef það kemur á daginn einhvern tímann síðar að það væri skynsam- legast að sameinast Granda, hefði ég vitaskuld ekkert á móti því. En það er ekkert á döfinni og því í raun fráleitt að vera að ræða einhverja kosti, sem eru ekkert uppi á borð- inu,“ segir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarmaður í Ísfélaginu, segir framtíðarsýn þess bjarta Glapræði að reisa nýtízku frystihús fyrir bolfisk Morgublaðið/Jim Smart Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarmaður í Ísfélaginu, telur félagið uppfylla skyldur sínar við bæj- arfélagið með því að vinna sjálft fisk og fá önnur fyrirtæki í bænum til að vinna hluta aflans. Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, stjórnarmanni í Ísfélaginu, þyk- ir mikillar ósanngirni gæta í kröfunni um uppbyggingu á frystihúsi félagsins, þegar litið sé til þess hve lítinn bolfiskkvóta það hafi. Hjörtur Gíslason ræddi við Gunnlaug um framtíðaráform félagsins og kröfuna um að félagið haldi bolfiskfrystingu áfram. Gengið langt til að halda uppi atvinnu Engar viðræður í gangi um sameiningu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.