Morgunblaðið - 28.01.2001, Page 50

Morgunblaðið - 28.01.2001, Page 50
50 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                              ! ! " #     $ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDANFARIÐ hafa borist fregn- ir af kraftmiklum verktökum sem hafa uppi áætlanir um að gera landfyllingu langt út í Arnarnes- vog í Garðabæ. Þetta eru menn úr öðru byggðarlagi sem hafa greini- lega afar litla tilfinningu fyrir svæðinu sem þeir eru að fjalla um en sjá fyrst og fremst mikla gróða- von í þessum hugmyndum. Hvern- ig getur nokkrum manni dottið í hug að fylla upp í yndislegan vog og stefna þangað fjölmennri byggð í margra hæða blokkum? Hvílík framtíðarsýn. Hvað með það fólk sem fyrir er og hefur valið sér bú- setu við voginn og notið fegurðar hans jafnvel um áratuga skeið, eða þá sem nýlega hafa keypt sér lóðir og eru þegar farnir að byggja sér framtíðarheimili? Engan hefði get- að grunað að hafflöturinn sjálfur gæti komið til greina sem bygg- ingarsvæði. Vogurinn er fullur af fugli allan ársins hring. Á vorin trítlar ungviðið í fjörunni og þar er æðarvarp sem hlúa mætti betur að. Við voginn á margæsin sér griðland og álftin sem Álftanesið dregur nafn sitt af, auk fjölda ann- arra fuglategunda. Við Íslendingar eigum þarna náttúruperlu sem ekki verður metin til fjár. Þetta er dýrgripur sem okkur Garðbæing- um hefur verið trúað fyrir. Þarna ríkir algjör friður og náin snerting við náttúruna að ekki sé talað um hina miklu birtu sem fylgir hafflet- inum og lýsir upp allt umhverfið. Ekkert í veröldinni er eins gott fyrir sálina og að ganga um slíkt svæði – hlusta á hljóð náttúrunnar, fuglasöng og öldugjálfur. Þarna er okkar áfallahjálp og sálgæsla. Eins og segir í gömlu alþýðukvæði: Þegar lundin þín er hrelld þessum hlýddu orðum gakktu með sjó og sittu við eld svo kvað völvan forðum. Vogurinn veit mót vestri og þar speglast kvöldsólin í haffletinum með ólýsanlegri fegurð. Breiður hafflöturinn endurkastar roða sól- arlagsins svo úr verður óviðjafn- anleg litasinfónía. Á veturna eru ægifagrar ísmyndanir í flæðarmál- inu og meðfram ströndinni með speglun sólar og hafflatar. Hvern- ig er hægt að láta sér detta í hug að spilla slíkri gersemi algjörlega að tilefnislausu? Menn eru að líkja eftir bryggjubyggð sem þeir sjá suður við Miðjarðarhaf og halda að hún falli inn í umhverfið hér á Fróni í stað þess að halda sig við lágreista byggð eins og þá sem fyrir er við voginn og lýst hefur verið af verktökunum sjálfum sem fögru útsýni. Svæðið, sem liggur að Álftanesi, Arnarnesi og Kópa- vogi, ætti að vera griðland hinnar fjölmennu byggðar sem við nefn- um Stór-Reykjavíkursvæði, alveg eins og Heiðmörk. Griðland sem við getum notið innan seilingar en þurfum ekki að sækja um langan veg til að njóta eins og annarra griðlanda sem við eigum. Ef byggt hefði verið ofan í Heiðmörk ættum við hana ekki í dag. Hver vildi vera án hennar? Ef við Garðbæ- ingar verðum þeir ógæfumenn að byggja ofan í þá náttúruperlu sem Arnarnesvogurinn er höfum við að eilífu glatað þeim unaði og lífsfyll- ingu sem því fylgir að eiga aðgang að slíkum stað. Náttúruvernd mun hafa sívaxandi þýðingu í næstu framtíð. Við berum ábyrgð gagn- vart komandi kynslóðum. Þá ábyrgð verðum við að axla með fullri meðvitund. Eyðileggingin yrði aldrei bætt. Byggjum landið sjálft en varð- veitum víkur þess og voga með því strandlífi sem blómstrar þar íbú- unum til sáluhjálpar, uppörvunar og yndisauka. HÓLMFRÍÐUR BIRNA FRIÐBJÖRNSDÓTTIR, Hegranesi 30, Garðabæ. Varðveitum Arnarnesvoginn Frá Hólmfríði B. Friðbjörnsdóttur: GRUNNSKÓLANEMENDUR Fyrir samræmdu prófin í 10. bekk Einnig flestar námsgreinar í framhaldsskólum Íslenska - stærðfræði - enska - danska Nemendaþjónustan sf. sími 557 9233 namsadstod.is Námsaðstoð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.