Morgunblaðið - 28.01.2001, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 53
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbarn dagsins: Þú ert
ákveðinn og metnaðarfullur
og hefur hæfileika til margs
og vilt láta til þín taka í
félagsmálum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Fjarvistir og ferðalög geta
tekið sinn toll hjá öðrum í
fjölskyldunni. Hafðu þetta
hugfast þegar þú ráðstafar
tíma þínum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Einhver vandræði valda þér
hugarangri fram eftir degi.
Það sem þú þarft að gera er
að greina kjarnann frá hism-
inu og hreinsa andrúmsloftið.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það er nauðsynlegt að létta af
hjarta sínu af og til og best er
að tala við þann sem maður
treystir og veit að getur gefið
góð ráð.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Óvænt tækifæri geta boðist
og þá er að hugsa sig vel um
áður en ákvörðun er tekin.
Það er ágætt að vera heima-
kær en of mikið má af öllu
gera.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Mundu að það er vel hægt að
halda á sínum málstað án
þess að setja öðrum úrslita-
kosti, eða beita öðrum þving-
unum. Oft er betra að fara
hægt af stað.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Fyrirhyggja í fjármálum er
nauðsynleg þessa dagana.
Allir hlutir kosta sitt en það
er forgangsröðin sem skiptir
máli.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Ekki er allt gull sem glóir.
Það á við bæði í einkalífi og
starfi og best að fara varlega
á báðum sviðum. Gerðu þér
dagamun í kvöld.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Í öllum samböndum verða
menn að taka tillit til annarra
og stundum er það lausnin að
leyfa sjónarmiðum annarra
að ráða.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Allir samningar byggjast
fyrst og fremst á málamiðl-
unum. Sýndu fyllstu gætni
þegar skilmálar eru settir og
skoðaðu smáa letrið.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það er margt sem fyrir liggur
hjá þér þessa dagana. Eyddu
því tímanum ekki í volæði,
heldur brettu strax upp erm-
arnar og taktu til hendinni.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Ýmsir nýir möguleikar opn-
ast í starfi og þú þarft að sýna
mikinn sveigjanleika til þess
að nýta þér þá eins og vert
væri.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þar sem um sameiginleg fjár-
hagsmálefni er að ræða er
nauðsynlegt að menn geti
rætt saman og sýnt næga til-
litssemi. Að öðrum kosti get-
ur farið illa.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Í ÞÆTTI gærdagsins
sáum við fallegt spil með
Svíanum Maarten Gust-
awsson úr tvímenningi í
Stokkhólmi, þar sem
hann spilaði á móti
Magnúsi Magnússyni.
Gustawsson var í sigur-
liði Svía á NL í Hvera-
gerði síðastliðið vor og
það voru ennfremur sig-
urvegarar tvímennings-
ins – ungliðarnir Fredrik
Nyström og Peter
Strömberg. Magnús og
Strömberg eru góðir
félagar. Að sögn Magn-
úsar er Strömberg hóg-
værð ekki í blóð borin,
en hér er hann við stýrið
í fjórum spöðum og sagði
Magnúsi að það hefði
tekið sig innan við tvær
mínútur að innbyrða tólf
slagi:
Norður
♠ ÁK3
♥ ÁK75
♦ 654
♣ Á32
Vestur Austur
♠ 8762 ♠ G
♥ 84 ♥ DG32
♦ 10932 ♦ K87
♣D108 ♣KG954
Suður
♠ D10954
♥ 1096
♦ ÁDG
♣76
Fljótt á litið lítur út
fyrir að sagnhafi hljóti að
gefa tvo slagi – einn á
hjarta og annan á lauf.
Strömberg fékk út
hjartaáttu. Hann stakk
(fljótt) upp hjartaás og
lét tíuna undir heima.
Svínaði í tígli, fór inn í
borð á spaðaás og svínaði
aftur í tíglinum. Tók svo
tromp vesturs og tígulás.
Loks spilaði hann síðasta
trompinu sínu og var þá
með fjögur spil á hendi: í
blindum átti hann K7 í
hjarta og Á3 í laufi, en
heima 96 í hjarta og 76 í
laufi. Austur varð að
hanga á DG3 í hjarta, því
ella mætti fría slag á lit-
inn og henda niður laufi
heima. Austur kastaði
því laufi. Þá tók Ström-
berg laufás (ein og hálf
mínúta liðin) og spilaði
svo smáu hjarta að ní-
unni. Austur drap (og ní-
an fór slaginn) og síðan
varð austur að senda
hjarta upp K7 blinds.
Vel spilað og góður
tími.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
LJÓÐABROT
Á heiðinni
Geng ég og þræði
grýtta og mjóa
rökkvaða stigu
rauðra móa;
glóir, liðast
lind ofan þýfða tó,
kliðar við stráin:
kyrrð, ró.
Litir haustsins
í lynginu brenna;
húmblámans elfur
hrynja, renna
í bálin rauðu,
rýkur um hól og klett
svanvængjuð þoka
sviflétt.
Húmflæðin djúpum
dökkva hylja
glæður og eim;
við eyra þylja
náttkul í lyngmó,
lindir, mín æðaslög
dul og heimaleg
draumlög.
Snorri Hjartarson
Árnað heilla
60ÁRA afmæli. Sextug-ur er í dag, sunnu-
daginn 28. janúar, Herbert
Guðmundsson, sem rekur
nú einkafyrirtæki sitt Nest-
or – kynning og ráðstefnur,
Auðbrekku 2, Kópavogi.
Hann var um árabil félags-
málastjóri Verslunarráðs
Íslands o.m.fl. Drengurinn
er í fullu fjöri, utan seilingar
í dag. Samband ef vill: nest-
or@mi.is, fax 4913734 eða
Íslandspóstur (fyrir stærri
sendingar). Hann sendir öll-
um nær og fjær, heillaóskir.
50 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 28.
janúar, er fimmtug Erla Vil-
hjálmsdóttir, Heiðarlundi
8e, Akureyri. Eiginmaður
hennar er Jón M. Þengils-
son. Þau eru að heiman á af-
mælisdaginn.
75 ÁRA afmæli. Mið-vikudaginn 31. janú-
ar verður sjötíu og fimm ára
Jón Einarsson málara-
meistari, Arnarhrauni 37,
Hafnarfirði. Kona hans er
Guðrún Valberg. Börn
þeirra hjóna verða með opið
hús í Stjörnuheimilinu,
Garðabæ, í dag, sunnudag-
inn 28. janúar, frá kl. 15 til
19.
60 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 29. janúar
verður sextugur Magnús S.
Jónsson, tæknifræðingur
og kennari Kvistalandi 6,
Reykjavík. Eiginkona
Magnúsar er Þórhildur M.
Gunnarsdóttir. Þau verða
að heiman á afmælisdaginn.
80ÁRA afmæli. Mánu-daginn 29. janúar
verður Sigurður Emil
Ágústsson, fyrrverandi
lögregluþjónn, Njörva-
sundi 10, Reykjavík, átt-
ræður. Sigurður tekur á
móti gestum í Víkingasal
Hótel Loftleiða á afmælis-
daginn frá kl. 17 til 20.
STAÐAN kom upp á Skákþingi
Reykjavíkur á milli þeirra Kristjáns
Arnar Elíassonar (1.685), hvítt, og
Stefáns Arnalds (1.910). Svartur lék
síðast 19. ...Hab8 sem reyndist misráð-
ið en 19. ...De5 hefði tryggt honum
prýðilega stöðu. 20. Hxf6! Hxb2 Ekki
mátti þiggja hrókinn þar sem eftir 20.
...Kxf6 21. Rd5+ tapar svartur drottn-
ingunni. 21. Hf2 De5 22. Haf1 Heb8
23. a4 H8b4 24. Rd1 Hb1 25. c3! og
hvítur vann nokkru síðar. 10. umferð
Skákþings Reykjavíkur fer fram í
húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur
28. janúar kl. 14. Áhorfendur eru vel-
komnir. Corus skákmótinu í Wijk aan
Zee lýkur í dag, 28. janúar. Fyrir
áhugasama er hægt að fylgjast með
skákunum á Netinu í beinni útsend-
ingu en nánari upplýsingar um það er
hægt að finna á skak.is.
Hvítur á leik
SKÁK
Umsjón Helgi Áss Grétarsson
50 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 28.
janúar, er fimmtug Hrafn-
hildur Kristrún Kristjáns-
dóttir, yfirféhirðir Íslands-
banka FBA í Skútuvogi,
Réttarbakka 1, Reykjavík.
Eiginmaður hennar er
Garðar Erlendsson. Hrafn-
hildur og Garðar bjóða fjöl-
skyldu, vinum og samstarfs-
fólki að vitja sín og þiggja
veitingar milli kl. 16 og 18 í
Oddfellowhúsinu, Vonar-
stræti, Reykjavík, á afmæl-
isdaginn.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
Opinn fundur heilbrigðisnefndar
Sjálfstæðisflokksins
Heilbrigðismál aldraðra
Frummælendur:
Vilborg Ingólfsdóttir
hjúkrunarfræðingur
Pálmi V. Jónsson
læknir
Þórunn Ólafsdóttir
hjúkrunarfræðingur
Ásta Möller
þingmaður
Fundarstjóri:
Jóna Gróa
Sigurðardóttir
borgarfulltrúi
Síðan verða almennar umræður.
Allir áhugamenn um heilbrigðismál
aldraðra eru velkomnir.
Fundarstaður: Valhöll,
Háaleitisbraut 1.
www.xd.is, sími 515 1700
Þriðjudagur 30. janúar kl. 17-19 í Valhöll
Fataleiga Garðabæjar
sími 565 6680.
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14.
Seljum næstu daga lítið
notaða samkvæmiskjóla
á xit, hárstofu, í
Hlíðasmára 9, Kópavogi,
sími 564 6444 og 564 6445.
Verið velkomin.
Lísa Jóhannesdóttir.
Hef opnað naglastofu
Heiðrún Níelsdóttir
Hef hafið störf á
hársnyrtistofunni
Korner
Býð alla viðskiptavini velkomna.
Símapantanir í síma 544 4900.
Opið mán. 10-18, þri. 9-18, mið. 9-22,
fim. 9-18, fös. 9-18, lau. 10-16.