Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 11 ars en auka verulega rýrnun á vörunni. Markaðurinn tekur ekki endalaust við þó að framboðið sé mikið.“ Framleiðslustýring í samræmi við lög? Er þessi framleiðslustýring í sam- ræmi við lög? „Að okkar mati er þetta í samræmi við lög. Samkeppnisstofnun hefur hins vegar komist að þeirri niður- stöðu að þetta séu ekki eðlilegir við- skiptahættir. Við erum alls ekki sam- mála þessu mati. Við erum ekki sáttir við tillögu Samkeppnisstofn- unar um að gera hvern framleiðanda að sjálfstæðu fyrirtæki með sjálf- stæða söludeild og koma þannig í veg fyrir að þeim sé gert kleift að standa á bak við sitt afurðasölufyrirtæki sem tekur að sér þessa þjónustu fyr- ir þá.“ Hefur Sölufélagið gert einkasölu- samninga við smásöluverslunina? „Já, við höfum gert svokallaða einkasölusamninga við smásölukeðj- urnar, en það hefur verið gert að frumkvæði verslananna. Ég hef í tví- gang spurt forstöðumann sam- keppnissviðs Samkeppnisstofnunar hvort slíkir samningar séu löglegir. Hann hefur ekki svarað því ennþá. Hins vegar höfum við ákveðið að gera ekki fleiri slíka samninga.“ Það kemur fram í úrskurði sam- keppnisráðs að gert var svokallað „glerstoppsamkomulag“ sem gekk út á að ekki yrði fjárfest meira í gróð- urhúsum. Pálmi sagði að Sölufélag garð- yrkjumanna hefði ekki komið að því máli. Hins vegar hefðu framleiðend- ur gert með sér samkomulag um að draga úr fjárfestingum. „Það var nið- urstaða framleiðenda að ein leið í þessari framleiðslustýringu væri að draga úr fjárfestingu. Verð á græn- meti var farið að lækka. Markaður- inn hafði ekki stækkað eins hratt og menn áttu von á og þess vegna gerðu framleiðendur með sér þetta sam- komulag. Tvö ár á undan glerstopp- inu höfðu gróðurhús verið stækkuð um samtals 8.000 fermetra. Menn komu sér saman um að bíða þar til eftirspurnin myndi aukast frekar en að keyra framboðið úr hófi fram. Þetta er það sem allar framleiðslu- einingar þjóðfélagsins gera.“ Sagt er í úrskurði samkeppnisráðs að heildsölufyrirtækin hafi bundist samtökum um að kaupa garðyrkju- stöðina Sólbyrgi út af markaðinum. Pálmi vísaði þessu algerlega á bug. Sólbyrgi hefði einfaldlega orðið gjaldþrota. „Það hefur verið ákveðið vanda- mál í garðyrkjunni hvað það hefur verið erfitt að fara út í tilraunarækt- un. Fyrir nokkrum árum fór einn framleiðandi út í að framleiða vín- tómata sem markaðurinn tók ekki við. Þetta setti framleiðandann nán- ast á hausinn. Við töldum áhugavert að reyna þetta. Við gerðum þess vegna tilboð í garðyrkjustöðina Sól- byrgi og höfum rekið hana síðan.“ Mikil viðskipti milli heildsölufyrirtækjanna Í úrskurði samkeppnisráðs segir að heildsölufyrirtækin hafi gert með sér samkomulag um lágmarksverð á banönum og að SFG hafi gert sam- komulag við Mötu um að Mata seldi ekki banana á Suðurnesjum. Pálmi vísaði þessu algerlega á bug. Hann sagði hins vegar nauðsynlegt að hafa í huga að heildsölufyrirtækin ættu í miklum innbyrðisviðskiptum. Ástæðan væri m.a. sú að dreifingar- fyrirtækin þyrftu að geta boðið verslunum stöðugt framboð á öllum vörutegundum. Hann sagði að það kæmi oft fyrir að ákveðin vara væri ekki til hjá fyrirtækjunum, t.d. vegna þess að fyrirtæki hefði orðið fyrir því að skemmdir hefðu orðið á vöru í flutningi til landsins. Þá keypti við- komandi fyrirtæki vöruna af annarri heildsölu. Pálmi sagði að Mata væri með einkasöluumboð fyrir heimsþekkt ávaxtavörumerki, t.d. Cape-vínber. Þess vegna keyptu önnur heildsölu- fyrirtæki þessar vörur af Mötu. „DV er prentað í prentsmiðju Morgunblaðsins og þessi tvö fjöl- miðlafyrirtæki eiga því í miklum við- skiptum. Þau eru samt ekki ásökuð um samráð um verð, jafnvel ekki þó að verð á dagblöðum sé margfalt hærra hér á landi en erlendis og verð á blöðunum sé nánast það sama,“ sagði Pálmi. Í úrskurði samkeppnisráðs segir að heildsölufyrirtækin hafi náð sam- komulagi um að verð á banönum yrði 100 krónur. Pálmi sagði að þetta verð væri eingöngu í innbyrðisviðskiptum fyrirtækjanna. Í sjálfu sér hefði ekki skipt máli hvert verðið hefði verið vegna þess að jafnræði hefði verið í þessum viðskiptum. Í úrskurði samkeppnisráðs segir að SFG og Ágæti hafi á árinu 1995 gert með sér samstarfssamning og að hann hafi m.a. falið í sér samráð um verð. Það kemur t.d. fram í úr- skurðinum að á aðalfundi félagsins í mars 1995 var bókað „að samstarfið fælist í því að samráð yrði haft í öll- um verðum og ýmsu öðru“. Pálmi sagði að á árinu 1995 hefði verið rætt um að sameina SFG og Ágæti, en ekki hefði náðst samkomu- lag um að gera það. Hins vegar hefði verið rætt um að fyrirtækin tækju upp samstarf sem m.a. fæli í sér að SFG drægi sig út af markaði með kartöflur, en í Ágæti voru mjög margir kartöfluframleiðendur. Pálmi sagði að þessi samstarfssamningur hefði aldrei komið til framkvæmda. Það væri því rangt að fyrirtækin hefðu haft með sér samstarf um verðlagningu. Fengur kaupir í Flugleiðum Á síðasta ári keypti Fengur stóran hlut í Flugleiðum og á síðasta aðal- fundi Flugleiða settist Pálmi í stjórn fyrirtækisins. Því er eðlilegt að spyrja hvort Fengur hafi hagnast það vel af viðskiptum með grænmeti og ávexti að fyrirtækið sé að færa hagnaðinn yfir í önnur hlutafélög. Pálmi sagði að eignarhaldsfélagið Fengur hefði keypti hlut í Flugleið- um einfaldlega vegna þess að það væri sitt mat að fyrirtækið væri hag- stæður fjárfestingarkostur. Hann sagði að auk hlutabréfa í Flugleiðum ætti fyrirtækið hluta í nokkrum óskráðum félögum. Hann sagði að Fengur kæmi til með að nýta sér þau tækifæri sem gæfust á markaðinum eins og hvert annað fyrirtæki sem væri rekið til þess að skila hagnaði. Pálmi sagði að hagnaður Sölu- félags garðyrkjumanna hefði verið um 50 milljónir á árinu 1999 og hagn- aðurinn á síðasta ári hefði dregist saman um meira en helming, en reikningar félagsins hefðu ekki enn verið lagðir fram. Hann sagði að hagnaður Fengs væri miklum mun minni. Hann sagði að velta Fengs og fyrirtækja í eigu þess félags hefði verið rúmir fjórir milljarðar á síðasta ári. Eingarhaldsfélagið Fengur á 100% í Sölufélagi garðyrkjumanna og Banönum/Ágæti. Auk þess á félagið 40% hlut blómaheildsölunni Grænum markaði, 50% hlut í Ávaxtahúsinu og 50% hlut í fyrirtæk- inu Hollt og gott. Sú spurning vakn- ar hverjir það séu sem eiga Feng? „Stærstu hluthafar í Feng eru ég, Jóhannes Kristinsson, fyrrverandi eigandi Banana, og Ragnar Kristinn Kristjánsson sveppabóndi.“ Er þá hlutur hefðbundinna garð- yrkjubænda í félaginu að minnka? „Já, sumir bændur hafa selt hlut sinn í félaginu. Ástæðurnar geta ver- ið ýmsar. Bændur bregða búi, þeir eldast o.s.frv. Ég tel að það sé ein- faldlega gott að bændur skuli eiga þann kost að geta selt hlut sinn í félaginu. Það eru ekki allir bændur sem eiga kost á því. Mjólkursamsal- an og Mjólkurbú Flóamanna leggja t.d. milljónir inn á stofnfjárreikninga hjá bændum á hverju ári en þeir eiga þess ekki kost að innleysa hagnað sinn meðan þeir stunda framleiðslu.“ Grænmetismafía Þið stjórnendur grænmetisfyrir- tækjanna hafið verið kallaðir mafíós- ar í fjölmiðlum og fundur ykkar í Öskjuhlíðinni verið tengdur við vinnubrögð mafíuforingja. Það kem- ur fram í minnisblaði sem Sam- keppnisstofnun fann hjá Mötu þegar stofnunin gerði gögn upptæk hjá heildsölufyrirtækjunum í september 1999, að þú og Gunnar Gíslason, framkvæmdastjóri Mötu, áttuð fund í Öskjuhlíðinni þar sem þú átt að hafa tilkynnt honum væntanleg kaup á Ágæti. „Gunnar Gíslason verður sjálfur að svara fyrir sína minn- ismiða. Þennan dag var Búnaðar- bankinn að leggja lokahönd á kaupin á Ágæti. Við Gunnar þurftum að hitt- ast út af ákveðnu máli sem tengist ekki ávöxtum og grænmeti. Ég var einfaldlega á ferð í nágrenni við Öskjuhlíðina þegar ég hringdi í Gunnar. Við hittumst þar og þá kom þetta mál til tals.Ég veit ekki hvað maður getur sagt um þetta viður- nefni, mafíósi. Ég er bara leiður yfir því að umræðan skuli fara í þennan farveg.“ Höfum eignast óvildarmenn Pálmi sagði að á þeim 10 árum sem hann hefði starfað hjá Sölufélagi garðyrkjumanna hefði tekist að byggja upp stórt og öflugt ferskvöru- fyrirtæki eins og stefnt hefði verið að. Hann sagði að Sölufélagið væri allt annað fyrirtæki en það var 1991. „Þá kom varan hingað inn á alls kon- ar vörubílum og traktorum. Þetta voru farartæki sem kannski voru notuð til að flytja hesta deginum áð- ur. Við höfum byggt upp fullkomið flutningskerfi með nýjum farartækj- um, kælitækjum og sérstöku gæða- kerfi. Auðvitað hefur þetta hindrað aðgang annarra að markaðinum. Vit- anlega hefur fyrirtækið eignast óvildarmenn við þetta. Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi hefur t.d. gagnrýnt mig harðlega í fjölmiðlum, m.a. í Morgunblaðinu. Hann hefur ekki viljað vera innleggj- andi í Sölufélaginu. Honum er það að sjálfsögðu frjálst. Ég gat hins vegar ekki samþykkt að Hafberg legði vörur inn í fyrirtækið á lægri þjón- ustugjöldum og öðrum greiðslukjör- um en hinir almennu félagsmenn í Sölufélaginu eins og hann krafðist. Þetta sagði ég við hann þegar SFG keypti Banana. Hann sætti sig ekki við það. Við yfirtökuna á Ágæti gerð- ist það sama. Það sem gerðist var einfaldlega það að annar garðyrkjubóndi hóf að framleiða svokallað grand-salat sem er einfaldlega betri vara en sú sem Hafberg framleiðir. Staðreyndin er sú að viðskiptavinir mínir vilja frekar grand-salat en Lambhagasalat. Þetta pirrar Hafberg Þórisson og veldur því að hann kemur fram með þessum ósmekklega hætti í fjölmiðl- um.“ Ójafn leikur Pálmi sagði að fólk sem starfaði í garðyrkju væri upp til hópa duglegt fólk. „Þetta er fólk sem er markaðs- sinnað í hugsun. Atvinnugreinin fær enga styrki að öðru leyti en því að hún býr við tollavernd minnihluta ársins. Að öðru leyti keppir greinin við niðurgreidda framleiðslu frá Evr- ópusambandinu. Auðvitað er þetta ójafn leikur. Samkeppnisstofnun segir að við séum að brjóta 10. gr. samkeppnis- laganna með því vera með samstillt- ar aðgerðir. Mér finnst þetta einfald- lega fráleitt. Með þessu er verið að segja að framleiðendur megi ekki standa saman að nýtingu fram- leiðsluþáttanna. Það er nauðsynlegt að hafa í huga að á smásölumarkaðinum eru tveir aðilar, Búr og Baugur, sem ráða 93% af allri matvörusölu í landinu. Hvern- ig eiga 200 einstaklingar sem stunda garðyrkju í landinu að geta þjónað þessum tveimur aðilum á matvöru- markaði án þess að standa saman? Það er nauðsynlegt að hafa í huga að einn garðyrkjubóndi veltir að með- altali 10–20 milljónum á ári en smá- sölufyrirtækin velta 20–30 milljörð- um á ári.“ Nú er mjög sterk krafa uppi um að lækka tolla á grænmeti. Hvernig líst þér á það? „Það kann að vera að þær leikregl- ur sem við höfum búið við gangi ekki upp og við þurfum að finna nýjar leiðir eins og að taka upp fram- leiðslustuðning við framleiðendur og þá jafnframt að lækka tolla eða af- nema þá. Það er hins vegar víst að ís- lensk garðyrkja hefur enga mögu- leika á að lifa án stuðnings. Öll erlend garðyrkja fær stuðning í formi fjár- festingarstyrkja og framleiðslu- styrkja.“ egol@mbl.is NÚ er tími prófalesturs að renna upp samfara hækkandi sól og víst er að margir eiga erfitt með að ein- beita sér að lesefninu á meðan góð- viðrið úti fyrir lokkar. Þetta par sló hins vegar tvær flugur í einu höggi og naut veðurblíðunnar um leið og það festi mikilvæg atriði sér í minni enda viskan sú sama þótt hún sé innbyrt utandyra. Morgunblaðið/Þorkell Próflestur í góða veðrinu SKIPULAGSSTOFNUN hefur bor- ist tillaga Hafnarsjóðs Seyðisfjarðar að matsáætlun vegna mats á um- hverfisáhrifum nýrra hafnarmann- virkja innan hafnarinnar á Seyðis- firði. Í fréttatilkynningu frá Skipulags- stofnun segir að allir geti kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Hægt er að óska eftir eintökum af tillögunni hjá Skipulagsstofnun en einnig er hægt að nálgast hana á heimasíðu Hönnunnar, www.honn- un.is. Athugasemdir þurfa að vera skriflegar og berast Skipulagsstofn- un eigi síðar en 20. apríl nk. Tillaga að matsáætlun lögð fram Ný hafnarmannvirki í bígerð á Seyðisfirði HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt mann á fertugsaldri í þriggja mánaða fangelsi fyrir skjala- fals og fjársvik með því að hafa í heimildarleysi framvísað greiðslu- korti annars manns síðastliðið sum- ar. Ákærði notaði kortið í Vínbúðinni Austurstræti og falsaði undirskrift korthafa og framvísaði kortinu einn- ig á Hard Rock en gat ekki greitt rúmlega 15 þúsund króna háan reikninginn. Ákærði viðurkenndi þá háttsemi sem honum var gefið að sök. Hann á að baki 20 ára nær sam- felldan brotaferil og rauf með brot- um sínum skilorð reynslulausnar sem hann hlaut 21. janúar 2000 á 30 daga eftirstöðvum refsingar. Var því reynslulausnin tekin upp og dæmd með málinu. Ragnheiður Bragadóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. Fangelsi fyrir fjársvik, skjalafals og skilorðsrof RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar í Reykjavík rannsakar nú flugferð flugvélarinnar TF-GTX frá Vestmannaeyjum til Selfoss um verslunarmannahelgina í fyrra. Vél- in fór frá Vestmannaeyjum mánu- dagsmorguninn 7. ágúst 2000 um kl. 8.15. Upplýsingar hafa komið fram um að of margir farþegar hafi verið í vél- inni. Í fréttatilkynningu frá lögreglunni kemur fram að þegar hafi verið haft tal af nokkrum farþeganna sem í vél- inni voru. Lögreglan biður aðra far- þega flugvélarinnar um að gefa sig fram við rannsóknardeild lögregl- unnar í Reykjavík sem fyrst. Lögreglan rannsakar flug frá Vestmannaeyjum á vegum LÍO Lýsir eftir farþeg- um flugvélarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.