Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur BirgirÁrnason fæddist í Byrgi í Glerárþorpi við Akureyri 8. sept- ember 1940. Hann lést í Fjórðungs- sjúkrahúsi Akureyr- ar 30. mars sl. For- eldrar hans voru Árni Jónsson, f. 14. apríl 1912, d. 17. apríl 1987, og Snjó- laug Sigurbjörg Ólafsdóttir, f. 14. maí 1915, d. 9. febrúar 1993. Systk- ini Ólafs eru Jón Stefán, f. 16.8. 1934 og Anna Guðrún, f. 7.8. 1947. Ólafur kvæntist 1966 fyrri konu sinni, Steinunni Ísfeld Karlsdóttur, f. 13.1. 1941. Þau skildu. Dóttir þeirra er Svala, f. 19.12. 1963. Hún er gift Davíð Þór Björgvins- syni, f. 9.4. 1956, og eiga þau fjögur börn, Davíð Stein, f. 8.3. 1985, Ólaf Birgi, f. 15.9. 1990, Hjalta Þór, f. 29.8. 1995, og Svölu, f. 9.10. 2000. Árið 1973 kvæntist Ólafur seinni konu sinni, Helgu Björgu Yngvadótt- ur, f. 6.7. 1943. Átti hún tvö börn af fyrra hjónabandi er Ólafur gekk í föðurstað, Yngva Pál, f. 2.1. 1964, og Sigríði Margréti, f. 16.8. 1967. Yngvi Páll er kvænt- ur Eyrúnu Ingadóttur, f. 26.9. 1967 og eiga þau tvö börn, Þór- dísi Björgu, f. 6.12. 1992, og Dag Inga, f. 29.5. 1998. Sigríð- ur Margrét er gift Elíasi Bjarna Guð- mundssyni, f. 2.4. 1967, og eiga þau tvö börn, Helgu Guðnýju, f. 8.4. 1994, og Vilhjálm Grétar, f. 9.10. 1996. Ólafur og Helga eignuðust saman eina dóttur, Katrínu Smára, f. 8.6. 1979. Hennar sambýlismaður er Bjarni Már Magnússon, f. 16.9. 1979. Ólafur varð stúdent frá MA 1960 og cand. juris frá Háskóla Íslands 1967. Að laganámi loknu starfaði hann í rúm tvö ár sem fulltrúi hjá yfirborgardómaran- um í Reykjavík og síðan í sjö ár sem fulltrúi hjá bæjarfógetanum á Akureyri og sýslumanninum í Eyjafjarðarsýslu. Frá 1. júlí 1976 hefur hann rekið eigin lög- mannsstofu á Akureyri. Ólafur hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi 1970 og fyrir Hæstarétti 1990. Ólafur var með- limur í Oddfellowstúkunni Freyju frá árinu 1990. Útför Ólafs fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Tengdaföður mínum, Ólafi Birgi Árnasyni, kynntist ég bæði í einkalífi og starfi. Ég minnist þess þegar ég hóf störf sem löglærður fulltrúi á lög- mannsstofu hans á Akureyri sumarið 1985 að hann ákvað fljótlega að rölta með mig yfir á sýslumannsskrifstof- una til að kynna sinn nýja fulltrúa fyrir starfsfólkinu þar. Yfir á skrif- stofu sýslumanns voru varla meira en 200 metrar frá þeim stað sem hann hafði þá skrifstofu. Eftir al- mennum lögmálum ætti slíkur göngutúr varla að taka meira en tvær mínútur fyrir sæmilega hrausta menn. Þessi göngutúr varð þó tals- vert lengri og í minningunni a.m.k. klukkutími, enda þurfti Ólafur Birg- ir, að mér fannst, að heilsa nánast hverjum einasta manni sem við mættum á leiðinni og spjalla við hann nokkra stund, um veðrið, málefni bæjarins, aðra Akureyringa og ým- islegt fleira. Í stuttu máli, hann virt- ist þekkja flesta íbúa bæjarins og þeir hann. Mér varð þegar ljóst að hvernig sem menn kynnu að skil- greina hugtakið „Akureyringur“ myndi hann falla undir það. Ólafur Birgir var góður lögmaður. Þar fór saman traust lagaþekking, réttsýni, vandvirkni og góð dómgreind. Því voru honum falin fjölmörg vandasöm verkefni á þeim vettvangi. Við rædd- um oft um lögfræðileg málefni og voru þær samræður jafnan skemmti- legar og líflegar að okkar mati, þótt þeir sem á þurftu að hlýða hafi senni- lega ekki alltaf skemmt sér jafn vel. Áhugi Ólafs Birgis á fræðigrein sinni var mikill og einlægur. Hann vildi þar láta gott af sér leiða. Dætur hans tvær hafa lagt fyrir sig sama fag. Sú eldri, Svala, er lögfræðingur en sú yngri, Katrín Smári, stundar nám í þeirri grein. Hann var þeim mikill styrkur í því efni og hafa þær því ekki aðeins misst ástkæran föður heldur einnig mikilvæga fyrirmynd fyrir lífstarf sitt allt. Ferðir okkar Svölu ásamt börnum norður á Ak- ureyri eru orðnar fleiri en tölu verð- ur á komið. Þótt börnunum fjölgaði með árunum, ferðakisturnar þyngd- ust og sífellt væri flóknara að hýsa allan mannskapinn varð það ekki til þess að stöðva okkur. Á heimili Ólafs og Helgu á Akureyri áttum við margar góðar samverustundir með löngum samræðum um hin aðskilj- anlegustu málefni, miklu og góðu matlífi („matarkúltúr“ eins og það heitir fyrir sunnan) og spilamennsku þar sem sagnir urðu því djarfari sem hin norðlenska nótt varð svartari. Við þessar aðstæður fannst mér skemmtilegustu kostir Ólafs Birgis koma í ljós. Hann hafði sterkt per- sónulegt aðdráttarafl sem átti sér rætur í eðlislægu glaðlyndi, góðri greind og ómótstæðilegri kímnigáfu sem fólst í tvíræðni, og beittu og mis- kunnarlausu háði, sem þó var mein- laust í eðli sínu og aldrei rætið. Frá sjónarmiði eldri sona okkar Svölu hljóta þó gamlárskvöldin sem við dvöldum hjá þeim hjónum að lifa lengst í minningunni, enda keypti Ólafur Birgir þá afar stórmannlega inn af flugeldum og öðru tilheyrandi. Þar var ekki spurt um herkostnað- inn. Um miðnætti skall síðan á styrj- öld þar sem hann var sjálfur hers- höfðinginn, en fjölskyldan, og þó einkum dóttursynirnir, voru her- mennirnir. Þessar stundir mun ég geyma í minningunni og kenna börn- um mínum slíkt hið sama. Hin sönnu skáld hjálpa okkur að orða hugsanir okkar og kenndir á kveðjustundum sem þessum. Ég vil kveðja tengda- föður minn með fyrsta erindinu úr ljóði Snorra Hjartasonar, Í Úlfdöl- um. Það gisti óður minn eyðiskóg er ófætt vor bjó í kvistum, með morgunsvala á sólardyr leið svefninn ylfrjór og góður. Blessuð sé minning Ólafs Birgis Árnasonar. Hvíli hann í friði. Davíð Þór Björgvinsson. Elsku Óli bróðir. Það voru liðnir tveir dagar frá því við töluðum sam- an í síma og slógum á létta strengi eins og við gerðum ávallt þegar við áttum okkar einstöku símtöl. Þennan dag, 11. mars, hringdi Óli Rúnar snemma morguns og ég heyri strax að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Þú af öllum hafðir fengið hjartaáfall og við sem vissum öll að þú hafðir ekki tíma í svoleiðis stúss. Oft hafðir þú sagt þegar eitthvað gerðist sem ekki var í okkar valdi að skammt væri stórra högga á milli og þannig var það sannarlega þennan dag. Ég held að það sé engum gefið að fá frétt sem þessa á degi sem ann- ars átti í alla staði að vera með hefð- bundnu sniði en breytist svo skyndi- lega í myrkur sem við sjáum ekki gegnum. Þegar ég kom til Akureyrar síðar um daginn fann ég að við systkinin höfðum alltaf verið til fyrir hvert annað og það var mikil sorg að sjá þig svona veikan, bróður okkar sem alltaf hafðir fylgt okkur. Nú vorum við bara tvö sem tókumst á við verk- efni sem við þrjú sinntum áður. Þannig hafði það alltaf verið með okkur systkinin, þú, Gói og ég, en nú var allt breytt. Mamma sagði gjarnan við okkur ef eitthvað bjátaði á að við skyldum ekki láta mikið því þessi nótt liði eins og aðrar og sólin færi ekki neitt, hún væri bara bak við skýin. Þetta við- horf var okkur systkinunum mikil huggun þegar við misstum föður okkar án þess að vera, að okkur fannst, undir það búin. Svo er guði fyrir að þakka að við áttum alltaf sameiginlegt heimili í foreldrahús- um. Ég minnist þess enn þegar við komum saman að móður okkar lát- inni á heimili hennar í Stórholtinu. Ég held að á þeirri stundu hefðum við viljað hafa allt óbreytt, hittast þar og spjalla saman um allt og ekk- ert á meðan mamma lagði sig, það var eins og hún nyti þess að hlusta á okkur masa frammi í stofu. Ég var svo lánsöm að vera yngst af okkur systkinum og naut þeirra forréttinda sem því fylgdi. Það gat oft tekið á sig grátbroslega mynd þegar þið bræð- ur tókuð á ykkur skammirnar sem ég átti að fá, rétt eins og þið vilduð milda minn skammt. Mér er það ljóst að ég get aldrei talað um annan ykkar bræðra minna án þess að nefna báða en þannig var systkinaást okkar og aldrei bar þar skugga á. Ég veit að um ókomna tíð á ég eftir að sækja huggun í kvæði og ljóð á þann hátt sem okkur var kennt í foreldrahúsum og við lærðum að una. Ekki get ég farið frá þessari stuttu kveðju án þess að nefna hvað þér þótti alltaf vænt um gömlu þorp- arana eins og við kölluðum okkur og ekki síst núna í veikindum þínum kom það í ljós að þessi ,,þjóðflokkur“ er alltaf sama góða fólkið eins og þú orðaðir það. Elsku Óli bróðir, ég veit að leik þínum í iðjagrænni hlíð er lokið og þín hvíldartíð komin. Guð gefi okkur öllum styrk í okkar mikla missi og ég bið hann, eins og við vorum alin upp við, að gefa þér góða nótt í faðmi for- eldra okkar. Guð gefi henni Helgu þinni, dætrunum og fósturbörnunum styrk og trú til að muna þig með þeirri gleði og hlýju sem þú gafst af þér og við nutum sem best þig þekkt- um. Guð geymi þig elsku bróðir minn og megi unaður himins umvefja þig og geyma til síðari funda en þess óskar systir þín. Anna G. Þegar ég fékk fregnir af því að minn kæri frændi hefði verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann fékk fyrir hjartað hvarflaði ekki annað að mér en að um aðvörun væri að ræða og nú þyrfti hann að fara að gá að sér. Því miður var raunveruleikinn mun al- varlegri og nú stöndum við frammi fyrir þeirri döpru staðreynd að kveðja þennan góða mann í dag. Mínar fyrstu minningar eru tengdar frænda mínum Ólafi Birgi Árnasyni eða Óla frænda eins og við bræðurnir vorum vanir að kalla hann. Hann var í raun drauma- frændinn þar sem hann fylgdi mátu- lega lauslega öllum uppeldisreglum í umgengni sinni við okkur og eins og gefur að skilja öðlaðist hann fyrir vikið sérstakan sess í huga okkar. Óli grennslaðist gjarnan fyrir um lausa- fjárstöðuna hjá ungum frændum sín- um og því megið þið trúa að hún batnaði jafnan eftir slíka eftir- grennslan. Einnig var honum mikið í mun að frændur hans væru þokka- lega vel tækjum búnir á sínum yngri árum og passaði upp á að leikfanga- eignin stæðist allan samanburð. Þegar ég flutti frá Akureyri og hélt suður til náms minnkuðu tengsl okkar talsvert þó við héldum samt alltaf nokkru sambandi. Ég minnist þess sérstaklega að ég lenti í þeirri stöðu að ég þurfti á hjálp Óla að halda sem lögfræðings. Varð ég þá áþreifanlega var við hversu mikla vigt hann hafði innan sinna raða. Stuttu eftir að ég lauk námi fór ég að vinna í samgönguráðuneytinu. Í því starfi þurfti ég hafa góða tilfinn- ingu fyrir því hvernig hjartað sló í mínum gamla heimabæ. Þá leitaði ég oft til Óla frænda míns og við fórum yfir stöðuna, því þótt hann léti lítið fara fyrir því þá var hann pólitískur í hugsun og hafði góða tilfinningu fyr- ir þeim anda sem ríkti í bænum hverju sinni. Mér þykir vænt um að vita til þess að þrátt fyrir að fjarlægðir lengdust á milli hans og okkar bræðrana þeg- ar við fluttum suður yfir heiðar þá fylgdist frændi okkar ávallt með því hvernig okkur vegnaði. Því var líka gagnkvæmt og við vitum að Ólafur Birgir á glæsilegan feril að baki sem lögfræðingur og það er engin tilvilj- un að hann fékk mörg af stærri mál- um kjördæmisins inn á borð til sín undanfarin ár og áratugi. Um leið og ég kveð frænda minn með söknuði og virðingu vil ég þakka fyrir samskipti okkar í gegnum tíð- ina. Megi guð styrkja fölskylduna í gegnum sorgina. Ármann Kr. Ólafsson. Ég kveð vin minn Ólaf Birgi Árna- son með söknuði. Með honum er genginn mannkostamaður. Hann var sómi sinnar stéttar, hæstaréttarlög- maðurinn, strákurinn úr Þorpinu sem gekk menntaveginn og hófst til mannvirðinga og efna af eigin verð- leikum. Ólafur Birgir var af góðu fólki kominn. Hann hafði sterka rétt- lætiskennd og var málafylgjumaður, en um leið sáttfús og sanngjarn. Þessir eiginleikar eru hverjum lög- manni nauðsynlegir, þess vegna hlóðust á Ólaf Birgi mikil störf og eins og verða vill sífellt meira með árunum. Hann lét sér annt um hagi skjól- stæðinga sinna, sérstaklega þeirra sem áttu undir högg að sækja. Hann kunni flestum betur þá list að umgangast fólk, var glaður, reifur og óvílsamur. Af návist hans var geð- bót og því eru margir sem syrgja þennan góða dreng. Ég votta öllu hans fólki mína dýpstu samúð. Ásgeir Pétur Ásgeirsson. Í dag er borinn til grafar starfs- bróðir minn, Ólafur Birgir Árnason. Ég kynntist fyrst Ólafi sumarið 1965, en það sumar unnum við saman í síldarverksmiðjunni í Krossanesi. Ég var að byrja í menntaskóla en Ólafur sat í lagadeild Háskóla Ís- lands. Ég man að ég bar mikla virð- ingu fyrir þessum glaðværa og ró- lega menntamanni. Röskum áratug síðar lágu leiðir okkar saman á ný þegar ég fluttist til Akureyrar að námi loknu og hóf rekstur lögmannsstofu. Ólafur var fulltrúi hjá bæjarfógeta en sneri sér síðar að lögmannsstörfum og rak eigin lögmannsstofu á Akureyri með miklum sóma til dauðadags. Oft lágu leiðir okkar Ólafs saman þar sem við gættum andstæðra hagsmuna deiluaðila. Ég bar jafnan virðingu fyrir störfum Ólafs og starfsaðferðum. Hann gætti vel hagsmuna sinna umbjóðenda og skjólstæðinga. Hann var fastur fyrir en ekki ósanngjarn. Hann var athug- ull og hafði gagnrýna hugsun sem ég dáðist að. Hann lét ekki segja sér fyrir verkum. Í málflutningi forðað- ist hann alla skrúðmælgi en kom beint að kjarna málsins. Hann talaði hispurslaust, en kom jafnan fram af fyllstu kurteisi. Ég kveð Ólaf Birgi Árnason, hæstaréttarlögmann, með virðingu. Eiginkonu hans og börnum votta ég mína dýpstu samúð. Benedikt Ólafsson. Ég veit ekki hvernig ég á að orða það, en mér þótti vænt um þig. Þú varst vinur minn og ég mun sakna þín. Góðir vinir hafa áhrif á lífsskoð- anir okkar, athafnir og viðhorf. Þeir hafa áhrif á okkur til lífstíðar og gera okkur að betri persónum – þannig vinur varstu mér, einn af fáum. Vin- átta þín var mér mikils virði þrátt fyrir að kynslóðabil hafi skilið okkur að í aldri – eða kannski þess vegna. Það var gaman og gefandi að ræða við þig um lífsins gang. Þú hafðir sterkar og heilbrigðar skoðanir og þú lást yfirleitt ekki á þeim. Þú varst hreinskiptinn og komst alltaf til dyr- anna eins og þú varst klæddur. Hvers virði það er fyrir nýútskrif- aðan lögfræðing að fá „skólun“ eins og þú gafst mér er erfitt að segja, en fyrir mér var það ómetanlegt. Ég mun búa að veganesti því sem þú gafst mér þar til ég fer á vit þeirra ævintýra sem þú ert genginn. Í lög- mennsku þar sem hin viðkvæmustu mál í mannlegum samskiptum koma inn á borð til okkar, í litlu samfélagi, koma glögglega í ljós hinir mannlegu kostir. Þú kenndir mér að skoða, jafnvel hin erfiðustu mál, á hlutlæg- an hátt. Þú hjálpaðir mér að skerpa fókusinn þar sem þurfti. Frá fyrstu tíð varstu sannfærður um hæfileika mína og getu og hentir mér miskunn- arlaust í „djúpar laugar“ í lög- mennsku. Þannig kenndirðu mér að trúa á sjálfa mig og þekkja styrk minn. Þú varst þó ætíð nærri til að grípa inn í ef þess hefði þurft. Þú kenndir mér að taka verkefni mín alvarlega – en ekki sjálfa mig. Þú sagðir að lögfræðingar sem tækju sjálfa sig hátíðlega væru leiðinlegir, og hve rétt þú hafðir fyrir þér! Þú hafðir ríka og skemmtilega kímni- gáfu og oftar en ekki gerðum við grín að okkur sjálfum, og sáum út spaugi- legu hliðina á lífinu og tilverunni. Það var gaman að vinna með þér. Þú varst glöggur og fljótur að greina í sundur aðalatriði og aukaatriði. Þú varst vinnuþjarkur og illvígur þegar þú tókst þig til og þegar þess þurfti. Þú kenndir mér að málamiðlanir ganga í mörgum málum en stundum er nauðsynlegt að keyra mál í botn, án málamiðlunar, fullur sannfæring- ar. Trúlega voru það okkar skemmti- legustu mál og skemmtilegustu pæl- ingarnar. Þú varst velviljaður í garð annarra og vingjarnlegur í framkomu – en gast sýnt hörku og keyrt mál í botn þyrfti þess. Þú hafðir sterka réttlæt- iskennd og oftar en ekki keyrði hún þig áfram í málflutningi. Þú varst sanngjarn og þú áttir auðvelt með að setja þig í spor annarra og sjá málin út frá mörgun sjónarhornum. Þú felldir sjaldan dóma yfir öðrum, fremur sýndirðu þeim samkennd og skilning. Þú varst hreinskiptinn, sagðir það sem þér bjó í brjósti, þannig að menn vissu alltaf upp á hár hvar þeir höfðu þig, það var ekki þinn stíll að koma aftan að fólki. Þú hafðir gaman af því að segja gamlar grallarasögur af sjálfum þér. Ferð okkar til Raufarhafnar gleymi ég seint. Þú keyrðir allverulega yfir löglegum hámarkshraða, horfðir sjaldnast á veginn og sagðir mér sög- ur frá vertíðunum á Raufarhöfn. Ég hélt mér svo fast, að ég var með strengi í marga daga á eftir – en sög- urnar voru skemmtilegar. Það var gott að „teikna“ upp vandamál með þér og stúdera lausnir með þér – við áttum auðvelt með að vinna saman og sjá út mismunandi leiðir og lausnir. Eftir að ég fór á nýj- an starfsvettvang hringdirðu stund- um til mín og ég rölti yfir til þín og við fórum yfir þín mál og lausnir. Á sama hátt kíkti ég á þig þegar ég var í vandræðum, við veltum málunum upp og oftar en ekki fundum við lausnir. Þegar þú sást að það lá eitt- hvað þungt á mér brostirðu blítt út í annað og sagðir: „Komdu, lambið mitt, við skulum fara yfir málin.“ Ég talaði við þig nokkrum dögum áður en þú fékkst hjartaáfallið. Ég var að velta fyrir mér að skipta um starfs- vettvang og flytjast búferlum. Þú veltir málinu fyrir þér en sagðir mér svo að stökkva – fara á vit ævintýr- anna. Og ég stökk. Nú hefur þú hins vegar farið á vit ævintýranna, og einhver bið verður á því að við „teiknum“ aftur upp vandamál og finnum lausnir. Það var þungt áfall að frétta af hjartaáfallinu þínu og hversu illa það fór með þig. En á sama hátt var það lausn þegar þú fékkst að fara eftir tveggja vikna legu, án þess að vakna til meðvitund- ar. Ég trúi því að dauðinn hafi sótt þig bjartur og líknandi. Þú lifðir líf- inu til fullnustu og það hefði ekki átt við þig að lifa því með öðrum hætti – hefði ekki verið þú. Elsku Óli, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þakkir fyrir að vera vinur minn, en fyrst og fremst fyrir að hafa verið þú sjálfur og hafa aldrei reynt að vera annar. ÓLAFUR BIRGIR ÁRNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.