Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI 20 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Öruggari heimur með Klapparstíg 27, sími 552 2522. 0—13 kg m/sólskyggni og höfuðpúða Kr. 12.800 9—18 kg 5 hallastillingar Kr. 14.900 15—36 kg Frábær stóll Hæðarstillt bak Kr. 10.900 Ath: Lokað laugardag fyrir páska. í stærðfræði og öðrum raungreinum fyrir grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Ath. sérsniðið námskeið fyrir grunnskólanema. Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf. Brautarholti 4, sími 551 5593. www.tolst.com NÁMSAÐSTOÐ BÚNAÐARBANKINN gengst í dag kl. 16.30 fyrir fundi í fund- arsal A á Hótel Sögu þar sem viðfangsefnið er þróun krón- unnar og staða efnahagsmála. Framsögu hafa Þórður Frið- jónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabank- ans og Bolli Þór Bollason, skrif- stofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Fundur um stöðu krónunnar á Sögu NÝSKÖPUN 2001 hélt á dögunum námskeið í höfuðstöðvum SPRON á Skólavörðustíg en það var sér- staklega ætlað fyrirtækjum. Ný- mæli í keppninni nú að er að hún tengist í fyrsta sinn samkeppni sem Evrópusambandið stendur fyrir ár- lega. Þátttakendur í Nýsköpun 2001 keppa því jafnframt um rétt til þess að fara til Brussel í desember á þessu ári og taka fyrir Íslands hönd þátt í keppni um bestu evrópsku ný- sköpunarverkefnin. Að sögn Ágústar Pétursssonar verkefnisstjóra var námskeiðið ákaflega vel sótt og gekk það vel. Greinilegt sé að svona keppni höfði ekkert síður til starfandi fyrirtækja en frumkvöðla og einstaklinga sem séu að stíga fyrstu skrefin. „Við settum okkur það markmið að ná ekki aðeins til frumkvöðlanna held- ur viljum við einnig ná til nemenda í framhalds- og háskólum og raun- ar ekki síður til fyrirtækjanna í landinu en þar er oftast enginn skortur á góðum hugmyndum. Þátttakan á námskeiðinu í SPRON staðfestir það sem okkur grunaði að fyrirtækin ættu fullt erindi í samkeppnina.“ Aðspurður segir Ágúst að hann hafi haldið á annan tug námskeiða víða um land á síðustu vikum auk námskeiða í Reykjavík og að þau hafi sótt á fjórða hundrað manns. Þá sé mikill áhugi fyrir kepninni í framhalds- og háskólum og er búist við tugum viðskiptaáætlana frá þeim. Víða séu nú starfand nem- endahópar að gerð viðskiptaáætl- ana fyrir keppnina. „Nýsköpun 2001 er samkeppni um viðskiptaáætlanir þar sem horft er til hugmyndaauðgi annars vegar og skipulegrar framsetningar og röksemdafærslu hins vegar og -markmiðið er að allir þátttakendur hafi af þessu ávinning. Þeir sem ætla að vera með þurfa að ljúka við- skiptaáætlun sinni fyrir 31. maí.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Námskeið sem Nýsköpun 2001 hélt á dögunum í höfuðstöðvum SPRON á Skólavörðustíg var vel sótt. Áhugi hjá fyrirtækjum á Nýsköpun 2001 SAMKVÆMT ársreikningi Vals- manna hf. nam tap á rekstri félags- ins í fyrra 6,9 milljónum króna. Í tilkynningu frá félaginu segir að í ljósi þess erfiða árferðis sem var á verðbréfamörkuðum hér á landi og erlendis á síðasta ári teljist þessi niðurstaða ekki slæm. Eins þegar haft sé í huga að Valsmenn hf. lögðu 5,5 milljónir króna til knatt- spyrnudeildar Vals en sú fjárhæð var gjaldfærð að fullu. „Valsmenn hf. og Knattspyrnu- deild Vals gerðu með sér samning um stuðning Valsmanna hf. gegn því að félagið fengi 50% af tekjum knattspyrnudeildarinnar af sölu leikmanna til útlanda ef til þess kæmi. Hér er því um áhættufjár- festingu að ræða sem auðvitað get- ur tapast en gæti hæglega skilað sér til baka í tekjum fyrir Vals- menn hf. Þá er stofnkostnaður all- ur gjaldfærður, 1,3 milljón króna, þannig að afkoman er að öðru leyti í jafnvægi,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að innborgað hlutafé nemur 45 milljónum króna og bókfært eigið fé var í árslok tæpar 40 milljónir króna. Hluthaf- ar eru um 500 talsins. Ein breyting varð á stjórn Vals- manna hf. á aðalfundi félagsins sem haldinn var nýlega. Stefán Gunnarsson múrari hættir að eigin ósk í stjórninni en í stað hans var kjörinn Björn Úlfljótsson fram- kvæmdastjóri. Aðrir í stjórn eru Brynjar Harðarson viðskiptafræð- ingur, formaður, Helgi Magnússon framkvæmdastjóri Hörpu hf., varaformaður, Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar, Elías Hergeirsson skrifstofumaður í Héðni, Örn Gústafsson viðskipta- fræðingur og Kjartan G. Kjartans- son, framkvæmdastjóri SP fjár- mögnunar hf. Tap Valsmanna hf. 6,9 milljónir króna í fyrra SAMKOMULAG um áframhaldandi þróun Galileo-gervihnatta- og fjar- skiptakerfisins, sem kemur til með að samanstanda af 30 gervihnöttum og vera komið í notkun árið 2008, náðist á fundi ráðherra samgöngu- mála Evrópusambandsríkjanna sem lauk í síðustu viku. Á fundinum var samþykkt að leggja til 100 milljónir evra, eða um 8,3 milljarða íslenskra króna, til undirbúnings og þróunar- vinnu og kemur jafnhátt framlag á móti frá Evrópsku geimvísindastofn- unni (European Space Agency). Markmiðið var að ná samstöðu um fjármögnun á verkefninu á leiðtoga- fundi ESB-ríkja í Stokkhólmi nýver- ið en það tókst ekki. Ágreiningur hefur verið milli aðildarríkjanna um skiptingu verkefnisins milli einka- fjárfesta og ríkisstjórna. Lönd eins og Þýskaland og Bretland hafa viljað að fjármagn komi einnig að stórum hluta frá einkageiranum. Kostnaður- inn við uppbyggingu kerfisins er áætlaður um 3,25 milljarðar evra eða um 270 milljarðar íslenskra króna. Þau lönd sem hafa verið með hvað mestar efasemdir benda á að kostn- aður við verkefni af þessu tagi fari iðulega langt fram úr áætlun. Ein meginástæðan fyrir áhuga ESB ríkja á Galileo-áætluninni er að nú treysta þau á GPS-kerfi Bandaríkja- hers. Þau benda á að þeim sé ekki tryggður jafn aðgangur að kerfinu og auðveldlega sé hægt að loka fyrir aðgang þeirra. Samfara auknum möguleikum á sviði fjarskipta eins og á sviði þriðju kynslóðar farsíma sé nauðsynlegt að hafa eigið gervi- hnattakerfi sem lönd sambandsins hafi tryggan aðgang að. „Evrópa hefur nú tækifæri til að byggja nútímalegt fjarskipta- og siglingakerfi (navigation system) sem kann að verða mikilvægur hluti af fjarskiptakerfi Evrópu og heims- ins alls,“ segir Björn Rosengren, sænski ráðherrann sem fer með for- mennsku í ráðherraráði samgöngu- mála í ESB (Council of Transport ministers). Hann bætti við að Galileo geti boðið Evrópubandalagsríkjun- um betri þjónustu og tækifæri til að nota kerfið til margvíslegra nýrra nota og síðast en ekki síst fæli Gali- leo kerfið í sér mikil tækifæri fyrir evrópsk fyrirtæki. Samstaða næst um Galileo STJÓRNUNARFÉLAG Íslands og Vegsauki þekkingarklúbbur, einka- umboðsaðili Brian Tracy á Íslandi, hafa tekið upp samstarf um aukna fræðsluþjónustu og námskeiðafram- boð við viðskiptavini sína og félags- aðila. Að því er fram kemur í frétta- tilkynningu verður samstarfið m.a. fólgið í samrekstri skrifstofu, að- gengi félagsaðila að námskeiðum og fræðsluþjónustu beggja aðila og sameiginlegum innflutningi á bestu erlendu fyrirlesurum sem völ er á. Fyrsta sameiginlega verkefnið verður heimsókn Brian Tracy til Ís- lands í lok apríl og verður boðið upp á úrval námskeiða um stjórnun, sölu, tímastjórnun og hámarksárangur fyrir konur auk þess sem boðið verð- ur upp á sérstakan árangursskóla helgina 28.–29. apríl. Í tengslum við komu Brians Tracy til Íslands gefur Vegsauki út þriðju bókina eftir hann á íslensku: 100 ófrávíkjanleg lögmál um velgengni í viðskiptum, en áður hafa komið út bækurnar Hámarks- árangur og Farsæld er ferðalag. Von er á bókinni úr prentun síðustu vik- una í apríl. Stjórnunar- félagið og Vegsauki í samstarf ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.