Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 67 DAGBÓK STRIGASKÓR FRÁBÆR VERÐ Verð 1.990 st. 28-35 Verð 1.690 st. 24-31 Verð 2.990 Svart st. 31-46 Kringlunni 8-12 sími 568 6211 Skóhöllin Bæjarhrauni 16 Hafnf. sími 555 4420 Verð 3.490 Svart st. 36-46 DÖMU-HERRA-BARNA Kvartbuxur Jakkar Vesti Skyrtur, stærðir 36-46, verð kr. 5.900 Buxur, stærðir 36-46, verð kr. 5.900 Kjólar, stærðir 36-44, verð kr. 7.900 Margir litir. Kringlunni — s. 568 1822 HÖRFATNAÐUR ÚRSLIT Íslandsmótsins í sveitakeppni hefjast á morg- un, miðvikudag, og lýkur þeim síðdegis á laugardag- inn. Tíu sveitir hafa unnið sér rétt til þátttöku og spila þær allar innbyrðis 24 spila leiki. Danir hafa annan hátt á sínu meistaramóti, en þeir spila með útsláttarfyrir- komulagi, eins og gert er í bikarnum hér á landi. Danska meistaramótinu lauk fyrir skömmu með sigri sveitar Peters Schaltz (Dorthe Schaltz, Lars Blak- set, Matthias Bruun, Knut Blaset og Henrik Binderkr- antz). Hér er spil frá fjórð- ungsúrslitum, þar sem varn- arsamvinnan brást illilega hjá AV-parinu: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ KD74 ♥ G76 ♦ G107 ♣ D42 Vestur Austur ♠ G9652 ♠ – ♥ 985 ♥ K10 ♦ D42 ♦ ÁK986 ♣ G7 ♣ K98653 Suður ♠ Á1083 ♥ ÁD432 ♦ 53 ♣ Á10 Vestur Norður Austur Suður Rön Adamsen Schou Koch -- -- -- 1 hjarta Pass 2 hjörtu 2 grönd * 4 hjörtu Pass Pass Dobl Pass Pass Pass * láglitirnir Eftir láglitainnákomuna á tveimur gröndum taldi Steen Schou að dobl sitt á fjórum hjörtum væri beiðni um „óeðlilegt útspil“ – augljós- lega spaða, því hann hafði sýnt 10 spil í laufi og tígli. Makker hans, Jacob Rön, var ekki á sömu bylgjulengd og kom út með laufgosann!? Það var sannarlega dýrt útskot, því nú var enginn tapslagur á lauf og sagnhafi þurfti ekki annað en að spila hjartaás og meira hjarta til að vinna spilið. Spaðaíferðin var léttfundin – ásinn út, og síðan mátti svína fyrir G9 vesturs. Ef vestur skilur doblið sama skilningi og Schou ætti hann að koma út með spað- aníu til að benda á tígul frek- ar en lauf. Eftir að hafa trompað fyrsta slaginn gæti austur þá lagt niður tígul- kóng og fengið kall í litnum. Í ljósi spaðaníunnar ætti það kall að vera byggt á drottn- ingunni frekar en tvíspili og því gæti austur „rólegur“ spilað undan tígulásnum og fengið aðra stungu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STAÐAN kom upp í blind- skák á Amber mótinu er lauk í Mónakó fyrir skömmu. FIDE heims- meistarinn Viswanathan Anand (2790) fékk að vita hvar Davíð keypti ölið gegn gömlu kempunni Ljubomir Ljubojevic (2566). Júgóslav- inn blóðheiti hafði svart og refsaði andstæð- ingnum fyrir riddaraflan. 19...Hxf7! 20.Bxf7 Rxe3 21.Dxe3 Bb5! 22.c4 Litlu hefði breytt fyrir hvítan að leika 22.Hd4 þar sem eftir 22...Bc5 er fátt til varnar. 22...Bc5 23.Hd4 Bxc4! 24.Hc1 b5 25.Bxe6 Da7! og hvítur gafst upp enda gengur 26.Hcd1 t.d. ekki upp sökum 26...Bxe6 27.Hd8+ Hxd8 28.Hxd8+ Bg8 og svartur vinnur. Skákin tefldist í heild sinni: 1.e4 c5 2.Rf3 e6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 Rc6 5.Rc3 Dc7 6.Be2 a6 7.O-O Rf6 8.Be3 Be7 9.f4 d6 10.De1 O-O 11.Dg3 Bd7 12.Had1 Kh8 13.Rf3 Rb4 14.Hd2 d5 15.e5 Re4 16.Rxe4 dxe4 17.Rg5 Bc6 18.Bh5 Rd5 19.Rxf7+ o.s.frv. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Árnað heilla STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake HRÚTUR Afmælisbarn dagsins: Þú átt erfitt með að ákveða í hvorn fótinn þú ætlar að stíga en þessum vangavelt- um verður þú að sigrast á. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Búðu þig undir óvænt tíðindi því það er betra að vera viðbúinn en verða fyrir áfalli. Þá verður líka eftirleikurinn auðveldari. Naut (20. apríl - 20. maí)  Grunnurinn þarf að vera góð- ur til þess að það sem á hon- um rís sé til frambúðar. Gefðu þér því nægan tíma til að undirbúa hlutina. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er ákaflega gefandi að eiga sálufélaga sem skilur þig og þekkir allar þínar þarfir. Um leið og þú nýtur þessa þá mundu að slík vinátta verður að vera gagnkvæm. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það getur verið gaman að láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar en mundu að viðmælandi þinn kann líka að hafa margt skemmtilegt fram að færa. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Til þín er leitað með forustu í ákveðnu máli. Taktu hana að þér þótt það kunni að kosta nokkurn tíma því það verður þér bæði til gagns og gleði. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft að athuga vel hvern- ig þú setur hlutina fram því það skiptir sköpum að allir skilji hvert þú ert að fara ann- ars gengur ekkert upp. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það getur reynst þér erfitt að velja úr þá sem þú vilt helst vinna með en gefðu þér til þess góðan tíma því mikið ríð- ur á samheldni ykkar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er úr vöndu að ráða þeg- ar staðið er frammi fyrir mörgum möguleikum en láttu ekki hugfallast heldur veldu framhaldið í rólegheitum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Skoðanir sem þú hefur lengi haldið fram fá nú allt í einu hljómgrunn víðar en þig hafði nokkurn tíma órað fyrir. Þessu fylgja skemmtileg kynni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér finnst athygli annarra óþægileg og allt að því kæf- andi. Þú þarft að ná þínu oln- bogarými svo þú getir um frjálst höfuð strokið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér líður eins og þú hafir orð- ið undir valtara en átt nú samt erfitt með að sjá hvað olli því. En þú þarft bara að takast á við vandann með hetjulund. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér finnst eins og þú náir ekki til fólks og ættir því að endurskoða með hvaða hætti þú talar til þess. Finndu svo aðra heppilegri framsetn- ingu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 70 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 10. apr- íl, verður sjötugur Hinrik Óskar Guðmundsson, Bóli, Biskupstungum. Hann tek- ur á móti gestum á heimili sínu 12. apríl, skírdag, eftir kl. 16. Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu til styrktar Rauða krossi Íslands 2.000 kr. Þær heita Pálína Margrét Kristinsdóttir og Dagný Ísafold Kristinsdóttir. Hlutavelta Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu 800 kr. Þær heita Heiðrún Inga Þrastardóttir og Aldís Björg Jónasdóttir. Þú skalt hjálpa honum með heimadæmin meðan þú getur. Næsta ár fer hann í fjórða bekk. LJÓÐABROT DRAUMALANDIÐ Ó, leyf mér þig að leiða til landsins fjallaheiða með sælusumrin löng. Þar angar blómabreiða við blíðan fuglasöng. Þar aðeins yndi fann ég, þar aðeins við mig kann ég, þar batt mig tryggðaband, því þar er allt, sem ann ég; það er mitt draumaland. Guðm. Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.