Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 39 DAVÍÐ Oddsson forsætis-ráðherra sagði viðfréttamenn eftir fundinnmeð Jacques Chirac í gær að þeir Chirac þekktust vel eða allt frá því Chirac var borgarstjóri Parísar og Davíð borgarstjóri Reykjavíkurborgar. Lýsti Davíð mikilli ánægju með viðræðurnar og sagði að Chirac hefði sýnt mikinn áhuga á íslenskum málefnum og haft mikla þekkingu á íslenskri sögu. Upphaflega var gert ráð fyrir að fundur þeirra stæði yfir í hálfa klukkustund en hann teygðist í tæpa klukkustund. Davíð var ekið til Élysée-hallar í Renault-bifreið franska forseta- embættisins kl. 11 að staðartíma. Þjóðvarðliðar franska forsetans stóðu heiðursvörð við inngang hall- arinnar og var Davíð og fylgdarliði hans fylgt upp á aðra hæð til skrif- stofu Chiracs þar sem viðræðurnar fóru fram. Hópur franskra sjón- varps- og blaðamanna var meðal þeirra sem fylgdust með heimsókn- inni fyrir utan forsetahöllina. Í fylgd með Davíð voru Sigríður Á. Snævarr, sendiherra Íslands í Frakklandi, Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyt- inu, Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum í forsætisráðuneyt- inu, og Illugi Gunnarsson, aðstoð- armaður forsætisráðherra. Jacques Chirac fylgdi Davíð að fundinum loknum út á tröppur Élysée-hallar þar sem þeir kvödd- ust með virktum og ræddust við nokkra stund. Gekk Chirac síðan með Davíð út að bifreið sem beið hans og veifaði er Davíð ók úr hlaði. Chirac ræddi hins vegar ekki við fréttamenn sem fylgdust með heim- sókninni. Voru starfsmenn forset- ans orðnir nokkuð órólegir þar sem viðræðurnar höfðu staðið mun leng- ur en áætlað hafði verið og von var á franska hermálaráðherranum til fundar við forsetann á hverri stundu. ,,Þetta átti að vera stutt vinnu- heimsókn en það var reyndar meira tilstand heldur en ég átti von á. Heimamenn hér segja að það virðist sem menn hafi gert meira úr þessu en við höfðum talið að efni væru til. Þetta var mjög ánægjulegt og for- setinn sýndi okkur mikla hlýju og vinsemd,“ sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið að loknum fundinum. ,,Hann var vel undirbúinn og vel heima í málefnum Íslands, afskap- lega hlýlegur og tók okkar málum vel,“ sagði Davíð. Á fundinum ræddu Davíð og Chirac samskipti Íslands og Frakk- lands. Chirac lýsti ánægju með fund Björns Bjarnasonar menntamála- ráðherra og Catherine Tasca, menningarmálaráðherra Frakk- lands, í París fyrir skömmu. Chirac sagðist telja skynsamlegt að góður tími gæfist til undirbúnings menn- ingardaga Íslands í Frakklandi, sem halda á árið 2003. ,,Hann sagð- ist jafnframt telja að þetta ætti að verða víðtækara en eingöngu menn- ingardagar, heldur líka kynning á sögu Íslands, Ísland í fortíð og nútíð og um líf nútíma Íslendingsins,“ sagði Davíð. Lítur EES jákvæðum augum Davíð sagði að í viðræðum þeirra hefði komið fram, að Chirac væri vel að sér um innihald og stöðu samn- ingsins um Evrópska efnahags- svæðið. ,,Hann taldi samninginn duga okkur afar vel. Hann hefði haldið fullu gildi sínu. Hins vegar næði hann ekki til hluta sem hann hefði aldrei átt að ná til og það gæti ekki komið neinum á óvart. Hann spurðist einnig fyrir um ætlun Ís- lendinga varðandi beina inngöngu [í Evrópusambandið] og ég lýsti þeim sjónarmiðum, sem eru kunn á Ís- landi. Hann sagðist skilja mjög vel afstöðu Íslendinga og sæi ekki ann- að en að okkar hagsmunum væri af- ar vel borgið með því fyrirkomulagi sem við hefðum,“ sagði Davíð. ,,Hann virtist telja að EES-samn- ingurinn væri alveg hnökralaus, hann næði til allra þeirra þátta sem hann ætti að ná til og virkaði vel samkvæmt þeim upplýsingum, sem hann hefði fengið bæði frá sínum sérfræðingum í Evrópumálum og eins frá Evrópusambandinu, um að þetta gengi mjög vel,“ sagði Davíð. Minni ríkin þyrftu að sjálfsögðu að rækta sitt samband innan ESB en Chirac taldi að samningurinn svar- aði mjög vel kröfum Íslands, að sögn Davíðs. Davíð sagði ánægju- legt að fá þessa staðfestingu af hálfu forseta Frakklands. Sýndi skilning á sérstöðu Íslands vegna Kyoto Jacques Chirac tók einnig að fyrra bragði upp málefni Kyoto- samningsins og sagðist þekkja sér- stöðu Íslands. ,,Það kom fram mjög mikill skilningur hans á okkar sér- stöðu en hins vegar var hann nokk- uð þungorður í garð sjónarmiða Bandaríkjanna, sem hann telur að hafi breytt um stefnu,“ sagði Davíð. Fram kom í viðræðunum að Chir- ac hafði nokkrar áhyggjur af eld- flaugavarnaáætlun Bandaríkjanna, m.a. vegna hættu á að hún myndi auka spennu á ný og vera vísir að nýju vígbúnaðarkapphlaupi. Segir áhyggjur af varn- arstefnu ESB óþarfar ,,Við ræddum einnig mikið um ör- yggis- og varnarmál. Hann lagði áherslu á að ótti okkar, sem hann vissi að hefði komið fram um að fyr- irætlanir Evrópusambandsins í þessum efnum kynnu að veikja Atl- antshafsbandalagið, væri að hans mati ekki á rökum reistur. Ég tók fram að við styddum út af fyrir sig aukna sérþátttöku Evrópusam- bandsins, vegna viktar þess í varn- ar- og öryggismálum, en við vildum hins vegar ekki að það leiddi til þess að samstarfið innan NATO gliðnaði og hann tók undir það. Chirac sagði að fyrri Bandaríkjastjórn [stjórn Clintons] hefði verið búin að sam- þykkja það fyrirkomulag sem hefði verið talað um. Lítilsháttar hik hefði komið fram hjá núverandi ríkis- stjórn Bandaríkjanna en hann taldi að úr því væri að draga og sérstak- lega hefðu orðið þátttaskil hvað það varðaði eftir fund Bush og Blairs í Washington fyrir um mánuði. Chirac orðaði það þannig, að vitað væri, að Bretar hefðu aldrei farið inn í þetta samkomulag ef þeir teldu, að það veikti samskiptin við Bandaríkin, vegna þeirra sérstöku tengsla sem þar væru á milli. Hann lýsti því yfir að það yrði að gæta þess mjög vel að hlutur þeirra Evr- ópuríkja sem ekki væru í Evrópu- sambandinu en væru aðildarríki NATO yrði hvergi skertur og að- koma þeirra að undirbúningi mála yrði að vera með þeim hætti að menn gætu sætt sig við það,“ sagði Davíð. Aðspurður hversu mikla þýðingu þessar yfirlýsingar Frakklandsfor- seta hefðu fyrir hagsmuni Íslands sagði Davíð að forseti Frakklands væri mjög áhrifamikill varðandi alla þætti utanríkismálastefnu Frakk- lands. ,,Það er því afar þýðingar- mikið að hann skuli í fyrsta lagi vera svona vel heima í þessum málum sem að okkur snúa, bæði varðandi Kyoto og eins okkar sjónarmið í varnarmálum, og yfirlýsingar af þessu tagi af hans hálfu eru mjög já- kvæðar,“ sagði Davíð. Lýsti stuðningi við að Ísland fengi sæti í öryggisráði SÞ Jacques Chirac sagðist einnig á fundinum með Davíð telja það sína persónulegu skoðun að hann sæi ekki að önnur ríki ættu meiri kröfu til þess en Ísland að fá sæti í örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna. ,,Chirac vissi um okkar umsókn um sæti í ör- yggisráðinu árið 2008. Hann sagði að það væri ekki venja að ríki sem ættu þar fastafulltrúa lýstu yfir stuðningi við ákveðin ríki en þó sagðist hann vilja segja persónulega að hann sæi ekki að önnur ríki ættu meiri kröfu til þessa en Íslendingar, sem hefðu verið svona lengi í Sam- einuðu þjóðunum, án þess að gera slíka kröfu. Ég þakkaði honum mjög fyrir þessa yfirlýsingu og hversu afgerandi hann var persónu- lega í þeim efnum. Fyrirkomulagið hér er þannig að eftir viðræður af þessu tagi eru fundargerðirnar sendar til viðkomandi ráðuneyta, þannig að þeim er kunnugt um af- stöðu forsetans og þar með afstöðu Frakklands,“ sagði Davíð. Opinber heimsókn Chiracs til Íslands undirbúin Undir lok viðræðnanna ítrekaði Davíð boð til Chiracs um að koma í opinbera heimsókn til Íslands. Chir- ac lýsti miklum áhuga á því. ,,Hann sagði að eftir þennan fund þá skuldaði hann mér að hitta mig á Ís- landi, og fól sendiherrunum land- anna að hefja undirbúning slíkrar heimsóknar. Gat hann þess sérstak- lega að hann myndi hafa samband við forráðamenn franska vinnuveit- endasambandsins þannig að hafinn yrði undirbúningur að því að for- ráðamenn 12–14 miðlungs- og smárra fyrirtækja, sem gætu haft áhuga á að koma á samskiptum við Ísland kæmu með í þeirri heimsókn. Hann var bersýnilega mjög áhuga- samur um þetta,“ sagði Davíð, og bætti við að hann hefði lagt til að af þeirri heimsókn gæti orðið strax á þessu ári. Viðræður í dag við Prodi og Solana Í dag fer Davíð til Brussel og á viðræður við Romano Prodi, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, og Javier Solana, sem gegnir stöðu sérstaks fulltrúa ESB á sviði utanríkis- og öryggismála. Davíð hefur ekki farið í slíka vinnu- heimsókn í höfuðstöðvar ESB síðan árið 1994. ,,Ég mun undirstrika það sér- staklega við Prodi að þeir þættir, t.a.m. við stækkun Evrópusam- bandsins, sem hafa verið okkur hag- felldari gagnvart þeim ríkjum sem koma inn og verða þess vegna hluti af EES-samningnum, muni halda sér. Við teljum það vera í anda samningsins og einnig í anda al- þjóðaviðskiptasamningsins. Einnig viljum við ræða að það fyrirkomulag á vinnu sem fram hefur farið í sam- ræmi við EES-samninginn haldi sér. Það var mikið mál gert úr því heima þegar ein af 250 samstarfs- nefndum lokaðist [fyrir nefndarsetu fulltrúa Íslands]. Það var reyndar ekki gert ráð fyrir að samstarfið færi fram í slíkum nefndum en Evr- ópusambandið hefur talið það vera hagfellt. Það var því gerður úlfaldi úr mýflugu þegar samstarf í einni nefnd af 250 hætti vegna eðlisbreyt- ingar á þeirri nefnd. Það var hins vegar ekki brot á EES-samningn- um. Við munum leggja áherslu á að reyna að halda slíkum þáttum sem mest því það er hagstætt fyrir báða aðila,“ sagði Davíð. Morgunblaðið/RAX Davíð Oddsson forsætisráðherra ásamt Jacques Chirac, forseta Frakklands, á fundi þeirra í Élysée-höll. Chirac telur hagsmunum Íslands vel borgið í Evrópu Þeir Davíð Oddsson forsætisráðherra og Jacques Chirac, forseti Frakklands, skiptust á gamanyrðum og hlógu dátt í Élysée-höll í Par- ís í gærmorgun, áður en sest var til viðræðna um tvíhliða samskipti landanna, Evrópumál, öryggis- og varnarmál o.fl. Ómar Friðriksson blaðamaður og Ragnar Axelsson ljósmyndari fylgdust með. Forsætisráðherra átti fund með Frakklandsforseta í París í gær omfr@mbl.is Skúli Jón r Fokker- nti í mjög Ísafjarð- ennþá að stofunnar ekki lokið mánuðir fst koma aman og raga upp knarinn- di eftir því ilum máls astjórnar m stigum heppilegt mdrög að hefst um ast. Form amkvæmt lokadrög málsaðil- þá skýrsl- æmt nýj- plýsingum kýrslunn- því að við m ekki hef- ytingarn- l þess að eynist og nefndin getur staðið við. Við tökum á öllum þáttum sem við teljum skipta máli og eyðum auðvitað ekki mörgum orðum í það sem ekki kem- ur slysinu beint við,“ segir Skúli Jón. Leiðum fram þau atriði sem skipta máli Nokkur umfjöllun hefur orðið um síðustu skýrslu sem nefndin sendi frá sér og fjallar um flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst sl. Meðal ann- ars hefur nefndin verið borin þung- um sökum um óeðlileg vinnubrögð og seinagang, sem hefur m.a. leitt til þess að nefndin sendi samgöngu- ráðherra bréf þar sem fram kemur m.a. að rannsóknarnefnd flugslysa telji æskilegt að stjórnandi hinnar opinberu lögreglurannsóknar leiti liðsinnis erlends sérfræðings sem taki á öllum atriðum málsins, „þar á meðal þeim sem bornar hafa verið brigður á í meðferð rannsóknar- nefndar flugslysa“, eins og segir í niðurlagi bréfsins. Að sögn nefnd- armanna taka þeir allir virkan þátt í rannsóknum, skýrslugerð, umfjöll- un og efnisöflun og er lokaskýrslan sameiginlegt álit allra nefndar- manna. Skúli Jón segir jafnframt að nefndarmenn reyni jafnan að leiða sannleikann í ljós og koma með fyr- irbyggjandi tillögur. „Þess vegna hef ég oft klórað mér í höfðinu und- anfarnar vikur út af þeirri úlfúð sem hefur orðið til í þessu máli. Ég tel að við séum að vinna heiðarlega og einlæglega samkvæmt því sem við eigum að gera, sem er að leiða fram öll þau atriði sem skipta máli.“ Samkvæmt starfsháttum nefndar- innar var unnin frumskýrsla um slysið og hún send málsaðilum til umsagnar. Athygli hefur verið vak- in á því að niðurstöður og orðalag er víða ólíkt í drögum skýrslunnar og lokaskýrslunni. Að sögn Skúla Jóns var þetta mjög eðlilegt, þar sem málsaðilar gerðu ítarlegar athuga- semdir og lögðu fram frekari gögn í málinu. Í lokaskýrsluna fóru síðan eingöngu upplýsingar og fullyrð- ingar sem nefndin treystir sér til að standa fyllilega við enda mikilvægt að nefndin haldi trúverðugleika sín- um. Vantar geymsluhúsnæði undir rannsóknargögn Samkvæmt lögum ber nefndinni að halda trúnaði við þá sem gefa henni upplýsingar. Skýrslu nefnd- arinnar er ekki heimilt að nýta í sakamálum og ekki má afhenda gögn sem geyma framburð aðila fyrir nefndinni. Nefndin vinnur ein- göngu með gögn sem henni eru af- hent af fúsum og frjálsum vilja og því er það eitt af grundvallaratrið- um í starfi nefndarinnar að halda trúnaði við þá sem veita upplýsing- ar. Í lögum um rannsókn flugslysa kemur fram að rannsóknarnefndin ákveður sjálf hvenær hún lætur hluti af hendi sem rannsakaðir hafa verið í tengslum við flugslys. Nefndin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa látið af hendi hreyfilinn úr vélinni TF-GTI sem hrapaði í Skerjafirði, en að sögn Skúla Jóns var hreyfillinn fullrannsakaður undir stjórn rannsakenda flugslyss- ins með aðstoð tilkvaddra sérfræð- inga, þ. á m. tveggja færustu sér- fræðinga flugmálastjórnar. Auk þess var tæknistjóri flugrekandans viðstaddur rannsóknina eins og hann átti rétt á. Nefndin hélt eftir öllum íhlutum hreyfilsins og kerfa hans sem gátu að mati nefndarinn- ar gefið tilefni til frekari rannsókn- ar, svo og öllum gögnum hans og dagbókum. Þegar nefndin hafði fullrannsakað hreyfilinn óskaði eig- andi hans eftir að fá hann afhentan þar sem hann lá undir skemmdum eftir að hafa lent í sjó og nefndin sá ekki ástæðu til þess að halda honum þar sem rannsókn á honum var lok- ið, að sögn Skúla Jóns. „Starf nefndarinnar er krefjandi og á engan hátt einfalt. Það er ein- læg von nefndarmanna að starf nefndarinnar og tillögur sem hún gerir til úrbóta í flugöryggismálum leiði til góðs og aukins flugöryggis,“ segir Skúli Jón. ngu að fækkun slysa er a sam- þar flug- flug- son efnd- stæð 6. ð/Kristinn ysa, og ta árs. ni Sæberg eirikurj@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.