Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 31 Heilsudagar í Hveragerði Vikunámskeið gegn streitu Heilsustofnun NLFÍ Grænumörk 10 810 Hveragerði  483 0300 - gudrun@hnlfi.is HEIÐRÍKJA yfirvofandi vors var bæði yfir kvöldloftinu og kammer- verkunum á dagskrá þeirra Einars Jóhannessonar og Arnar Magnús- sonar í Salnum á sunnudagskvöld undir rammstuðluðu fyrirsögninni „Draumur, dans og dyntir“. Sæta- nýtingin – um 13% – hefði að vísu mátt vera meiri, því efnisvalið var fjölbreytt og flutning- ur framúrskarandi góður, en kannski hef- ur bílaferðaveður helgarinnar eitthvað orðið til að draga úr tónleikasókn. Nema skortur á háklassísk- um nöfnum á við Moz- art, Beethoven og Brahms hafi einnig komið til. Það er þó hrein ágizkun. Dagskráin var að mestu frá nýliðinni öld; elzta verkið frá 1910, en hið yngsta Kaprísa Karólínu Ei- ríksdóttir sem hér var frumflutt. Lagt var af stað með Fimm dansprelúdíum eftir pólska stórmódernistann Witold Lutosl- awski frá því rétt áður en það vöru- merki tók að festast við hann eða 1954. Frískleg og látalætislaus lítil stykki úr þjóðlegum bakgrunni og útfærð í einskonar blöndu af ný- klassík og bartókisma, eða eins langt og unnt var innan ramma flokksag- ans, sem Pólland átti raunar eftir landa fyrst í austurblokkinni að losa um. Sérstaklega höfðuðu til manns nr. 4 (Andante), hægt en seiðandi sauðakall við labbandi píanóbassa, sem birti skýrt frumleika Lutosl- awskis í einfaldasta búningi, og hinn atgangsmikli lokadans (Allegro molto); hvort tveggja afspyrnuvel leikið. Mikill hugleiðslublær var yfir För, 9 mín. löngu verki Mistar Þorkels- dóttur sem hún samdi handa Einari fyrir tveim árum. Það hófst, líkt og það og endaði, á kyrrstæðri ígrund- un áttundarfyrirbrigðisins, en tók brátt á rás með á köflum spaugileg- um glissandó-klaufslettum í klarín- ettinu og píanóið griplandi um- hyggjusamt undir á aðallega efstu og neðstu sviðum hljóðfærisins. Þess á milli blésu blíðari vindar og íhug- ulli, ósjaldan alveg efst undir súð, af þeirri frábæru pianississimo-leikni sem Einari er flestum tamari. Vorblíða prógrammsins var ekki minna áberandi í „Première Rhapsodie“ Debussys, sem franski blæstefnuhöfundurinn umritaði síðar fyrir hljómsveit, líkt og Lútoslawski gerði við Dans- prelúdíurnar sínar fimm. Yndisfag- urt og raunar hárómantískt verk, með gáskafullum scherzokafla í miðju sem angaði af sumri og sól í ýmist munúðarfullt líðandi eða bull- andi sprækum flutningi dúósins. Hið splunkunýja Capriccio Karól- ínu Eiríksdóttur var fyrst eftir hlé og hófst á röð stuttra en hvassra tónaruna úr píanóinu. Upp úr inn- komu klarínettsins umbreyttist áferðin síðan í veikróma punktastíl sem þróaðist fljótlega yfir í duttl- ungafulla glettni, m.a. í formi kank- vísrar hljóðfærasennu einsatkvæðis örspurninga og – svara sem var kostuleg áheyrnar. Tók þá trúðurinn músíkalski á hvínandi „slapstick“ rás af auknum krafti, svo ímyndaðir sirkusgestir hefðu vafalaust velzt um af hlátri, og gekk síðan á lagið með gróteskum stórskotum. Að sýn- ingaratriði loknu dró hvítsminkaður grínistinn sig í hlé og raulaði ang- urværan einsöng að tjaldabaki, er undir það síðasta kafnaði í kyrrlát- um ekkasogum þess er ber harm sinn í hljóði. Meistari Prokofiev kom oftar en einu sinni upp í hugann við innlifaða túlkun dúósins á síðasta atriði kvöldsins, Sónötu gallíska grallar- ans Francis Poulencs (1899-1963) frá 1962. Því þó að þetta snjalla kammer- verk væri eins erkifranskt og hugs- azt gæti, virtist undir niðri ákveðinn andlegur skyldleiki með þeim starfs- bræðrum – þó svo að Poulenc legði sig vitanlega aldrei í sambærilega lífshættu við að slá á létta strengi og sovézka tónskáldið, sem gat hvenær sem var átt von á því að spéhræddi ofsóknarbrjálæðingurinn í Kreml tæki eitthvað til sín. En það var margt fleira en kómík og kerskni sem prýddi tónsnilld „munksins með götustrákseðlið“. Sérstaklega var unun að hinum viða- mikla og bráðfallega Rómönzu-mið- þætti í espressífri túlkun þeirra félaga. Safnaðist þar upp viðeigandi þörf á sannkallaðri „tour de force“ úthleðslu Fínalsins, Allegro con fuoco. Myndaði hinn orkufreki loka- þáttur Poulencs í rondóformi með fjölda lýrískra innskota við funheit- an blástur Einars og hárfínt sam- stilltan slaghörpuleik Arnar sérdeil- is glæsilegt niðurlag á frábærum tónleikum. Fyrir taktfasta upp- klöppun voru tónleikagestir loks leystir út með dúnmjúku Sicilienne eftir von Paradies í kaupbæti. Dyntir og duttlungar TÓNLIST S a l u r i n n Lutoslawski: Dansar. Mist Þorkels- dóttir: För (ísl. frumfl.). Debussy: Rapsódía. Karólína Eiríksdóttir: Capriccio (frumfl.). Poulenc: Klar- ínettsónata. Einar Jóhannesson, klarínett; Örn Magnússon, píanó. Sunnudaginn 8. apríl kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Einar JóhannessonÖrn Magnússon Vökru hleypa járn- gráir víkingar. Úr Heimsljósi voru sungin Hjá lyngri móðu, tvær gerðir, sú fyrri eftir undirritað- an en sú seinni eftir Gunnar Reyni, og síðan eitt frægasta kórlag Gunnars Reynis, Haldiðún Gróa, og síðan sér- lega fallega unnið tónverk, eftir Vagn Holmboe, við trega- ljóðið, þótt form þín hjúpi gaflín. Sonnetta er sérstakt form og flest tónskáld sem tónklætt hafa slík ljóð hafa ekki náð að búa til lög í sonnettuformi, nema Ingi T. Lárusson, við kvæði Jónasar, Ég bið að heilsa, sem er trúlega eina lagið í sonnettuformi, sem til er. Hún var það allt, eftir Gunnar Reyni, og barnagælan um hana Gunnvöru, eftir undirritað- an, voru næstu viðfangsefnin og síðasta lag fyrir hlé, var Ríður ríður hofmann, sungið í tveimur gerðum, sú fyrri eftir Gunnar Reyni og síðari eftir Atla Heimi. Eftir hlé var Klementínudans- inn úr Paradísarheimt sunginn í nýjum tónklæðum, eftir Atla Heimi Sveinsson, lag sem trúlega á eftir að verða vinsælt. Hvert ör- stutt spor, er Jón Nordal tón- klæddi við ljóð úr Silfurtunglinu, er meðal þeirra söngverka, sem kalla má klassík. Kæru bræður ha, úr Brekkukotsannál, er nokk- uð góð tilraun hjá Gunnari Reyni, til að tónklæða talaðan texta, í þessu tilfelli afar sérkennilegan, og náði Gunnar, þó margt væri vel gert, ekki alls kostar að undir- strika það „kómíska í þessum texta. Eftir Kjartan Ólafsson, yngstan Í SAFNAHÚSINU við Hverf- isgötu, sem nú hefur verið end- urskírt og heitir Þjóðmenningar- hús, hefur gamli lestrarsalurinn fengið nýtt hlutverk og nýtist t.d. nokkuð vel fyrir kammer- og kór- tónleika. Inngangan og sjálf for- stofan, með sínum konunglegu tröppum upp til hásala þessa fal- lega húss, vekur manni lotningu og laðar fram minningar frá þeim tíma, er þetta var hús þagnar, hugleiðslu og þar stundaður lest- ur merkilegra bóka. Nú er þagn- arhelgin fjarri og ungt og fallegt fólk framtíðarinnar í þessu landi fremur söngvaseið og velur sér efni úr fórum Nóbelsskáldsins, Halldórs Laxness, sem trúlega þagði í þessu húsi fyrrum daga, og sýslaði við galdur orða og sögu. Nú var þögnin rofin og unga fólkið úr Hamrahlíðinni, ásamt Þorgerði Ingólfsdóttur, dregið sér söngva, þar sem galdramál meist- arans frá Laxnesi höfðu verið tón- klædd. Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga var fyrsti tón- klæddi textinn, af Jóhanni G. Jóhannssyni, fallegt lag, er hæfði vel sem inngangssöngur unga fólksins. Einn af þeim er var fyrstur til og var verulega at- kvæðamikill, í að tónklæða ljóð Halldórs Laxness, var Gunnar Reynir Sveinsson og eftir hann var flutt mögnuð tónsetning á tónklæðimeistar- anna á þessum tón- leikum, var sungið lag við Kór þokka- dísanna, úr Prjóna- stofunni Sólinni, fal- legt lag, sem þó vantaði í, að undir- strika gamansemina, t.d. með endurtekn- ingum, en samt fal- legt lag. Úr Atóm- stöðinni var fluttur Lagstúfur, þú ert draumur en dálítið feit, eftir Þorkel Sigurbjörnsson og þar líður gamansem- in fyrir of miklar „tematískar endurtekningar, sem er tónverkavinna og þjónar ekki textanum. Tónleikunum lauk með tveimur perlum, Maríukvæðinu, tónklætt af Atla Heimi Sveins- syni, og Ég skal vaka og vera góð, meistaraverki Jóns Þórarinsson- ar, sem kenndi þjóðinni að syngja þetta hugljúfa vögguljóð meistar- ans frá Laxnesi. Söngur Hamrahlíðarkórsins var glæsilegur og fallegur, jafnvel þar sem gamansemin réði ríkjum, í Haldiðún Gróa, og grófheit áttu við, eins og t.d. í Vökru hleypa járngráir víkingar. Þá nær Þor- gerður með sínu fólki oft að laða fram sterkustu áhrifin, þegar hugleitt er á fínlegri nótunum, eins og t.d. í laginu Hjá lygnri móður og þá ekki síður í Mar- íukvæði Atla og Íslensku vöggu- ljóði á hörpu, eftir Jón Þórarins- son. Við slíkan flutning verður hlustandinn tilfinningalega varn- arlaus, því svo nærri hjartanu gengur söngur unga fólksins, að enginn má við gera eða ósnortinn vera. Enginn má við gera eða ósnortinn vera TÓNLIST Þ j ó ð m e n n i n g a r h ú s i ð Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur flutti söngva við kvæði eftir Halldór Laxness. Fimmtudag- urinn 5. apríl 2001. KÓRSÖNGUR Jón Ásgeirsson Þorgerður Ingólfsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.