Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGMENN Sunn- lendinga hafa um all- langt skeið talið það brýnt hagsmunamál kjördæmisins að raf- lýsa þjóðveginn úr Reykjavík austur í Hveragerði. Það myndi auka öryggi vegfarenda á þessum hættulega fjallvegi í skammdegismyrkri og hríðarbyljum. Eggert Haukdal alþingismað- ur átti hugmyndina og bar hana fyrst fram fyrir 15 árum. Síðan hafa þingmenn haldið málinu vakandi, eink- um fyrir kosningar, og hrepps- nefndarmenn í héraði tekið undir þetta. Bæjarfulltrúi í Árborg segir suma hálfsturlast af myrkfælni við að aka yfir heiðina í myrkri og sjálfur sé hann mjög myrkfælinn. Árni Johnsen ritaði bæjarstjórn Árborgar bréf „fyrir hönd þing- manna Suðurlands“ dags. 14. marz og hvetur bæjarstjórnina til dáða. Hann segir lýsingu vegarins aust- ur um Hellisheiði og Þrengsli „ekki inni á vegaáætlun, sem gildir til 2010. Vegafé Suðurlandskjör- dæmis er mjög bundið samkvæmt vegaáætlun næstu árin, en þó kann að vera möguleiki til þess að flýta verkinu með sameiginlegu átaki hagsmunaaðila“. Hugmynd Árna er sú, að fjórir aðilar, Hveragerðisbær, sveitar- félögin Ölfus og Árborg og Orku- veita Reykjavíkur kosti lýsingu vegarins frá sýslumörkum fyrir vestan LitluKaffistofuna austur um Hellisheiði og Þrengsli. Til greiðslu stofnkostnaðar í ljósa- staurum, raflínum og spennistöðv- um verði tekið 206 milljóna króna verðtryggt lán með 6% vöxtum til 15 ára. Vaxtagreiðslur hvers sveit- arfélags af láninu yrðu 3,2 millj- ónir króna á ári. En afborganir yrðu teknar af vegafé kjördæm- isins næstu 15 ár. Síðan segir Árni í bréfinu: „Við sjáum engin færi á að flýta þessu verkefni á næstu árum nema með sértækum aðgerðum á þennan hátt, en erum þó að tala um að binda í verkefnið um þriðjung af vegafé Suðurlands til almennrar vegagerðar á ári í 15 ár.“ En rekstrarkostnaður allur í viðhaldi og orkukaupum yrði tekinn af vegafé Sunnlendinga um ókomin ár. En hver er reynslan af slíkri raf- lýsingu á þjóðvegum? Kemur hún í veg fyrir slys? Reykjanesbraut var raflýst með ljósastaurum frá Hafn- arfirði til Keflavíkur árið 1996. Samkvæmt slysaskráningu Vegagerðarinnar, sem byggist á upplýsingum úr lögregluskýrslum, kemur eftirfarandi í ljós: Umferðarslys á Reykjanesbraut Samtals árin 93-95 97-99 Bifreiðaslys 123 132 Munatjón eingöngu 80 77 Lítil meiðsli 37 37 Mikil meiðsli 6 18 Banaslys 0 0 Það er mjög athyglisvert, að fæst voru slysin 1995 – fyrir lýsingu – að- eins 27 og ekkert með miklum meiðslum. En mikil meiðsli á fólki urðu þrisvar sinnum meiri eftir að lýsing var tekin upp. Enn at- hyglisverðara er, að lýsing vegarins varð beinlínis orsök sumra þessara slysa. Hún getur gefið falskt öryggi, svo að ekið er hraðar. Ljósastaurar í vegkanti geta í mikilli hálku nánast klippt í sundur bifreið, sem skautar stjórnlaus eftir veginum. Vegagerðin upplýsir, að af þeim 132 slysum, sem urðu á Reykja- nesbraut 1997-99 hafi 19 slys bein- línis orðið vegna þess, að ekið var á ljósastaura. Í 9 þeirra urðu að- eins skemmdir á bifreiðum, í 8 þeirra urðu lítil meiðsli á fólki en 2 með miklum meiðslum á fólki. Þá er ótalin sú gríðarlega sjón- mengun, sem slík ljósastauragirð- ing á fjöllum uppi ylli á mjög stóru svæði. Stjörnuhiminninn er líka hluti af útsýninu, ekkert síður en fjallahringurinn. Óspillt náttúra dregur erlenda ferðamenn til landsins og margir koma beinlínis til þess að sjá stjörnurnar og norð- urljósin. Fátækur sveitaprestur í Aust- urríki var á ferð um svona fjallveg á aðfangadagskvöld jóla árið 1818 og jörð alhvít af snjó. Hann varð bergnuminn af fegurðinni og kyrrðinni og glitrandi stjörnum himinsins og orti um nóttina fræg- asta jólasálm kristninnar, Heims um ból, innblásinn óð til almætt- isins. Undir götuljósum hefði hann aldrei verið ortur. En er þörf á þessari raflýsingu með ærnum kostnaði? Öllum, sem um Hellisheiði aka, ætti að vera ljóst, að vegurinn er prýðilega auðkenndur í myrkri. Í báðum vegköntum eru grannar vegstikur, sem varða veginn vel með skærum glitmerkjum, sem sjást langt að. Sigurður Helgason hjá Umferðarráði telur þær ein- hverja snjöllustu uppfinningu í umferð á fjallvegum. Bóndi í Ölf- usi, Jón Hjartarson á Læk, fann þær upp og fékk mikið lof fyrir. Voru þær fyrst settar upp á Hellis- heiði 1992 og reynslan var svo góð, að nú eru þær á flestum fjallvegum landsins. Þær kosta aðeins um 1.000 krónur og þurfa sáralítið við- hald. Árið 1994 fékk Jón sérstaka viðurkenningu frá Slysavarnafélagi Íslands fyrir þetta framlag hans til slysavarna á vegum landsins. Í mínu ungdæmi voru þeir, sem fóru illa með fé, kallaðir ráðleys- ingjar. Hinar fornu dyggðir um sparnað og ráðdeild voru þá enn í heiðri hafðar. Síðan hefur þjóðin vaðið í peningum og framkvæmt villt og galið og oft af lítilli fyr- irhyggju. Undanfarin ár hefur þó markvisst verið unnið að því að koma böndum á ríkisfjármálin, en sum sveitarfélög eru enn á fjár- málafylliríi. Hvaða hreppsnefndar- maður vill verða ber að því að vera á móti „framförum“ – kannski rétt fyrir prófkjör eða kosningar? Ég treysti því, að samgönguráð- herra og fjármálaráðherra, sem báðir njóta mikils trausts þjóðar- innar fyrir heiðarleika, hagsýni og festu, komi í veg fyrir þetta ráð- leysi og heimili umræddum sveit- arfélögum ekki lántöku vegna þessa gæluverkefnis. Hvers vegna raflýsingu á Hellisheiði? Guðmundur Kristinsson Höfundur er rithöfundur og fyrrver- andi féhirðir, búsettur á Selfossi. Raflýsing Mikil meiðsli á fólki urðu þrisvar sinnum meiri, segir Guðmundur Kristinsson, eftir að lýs- ing var tekin upp. ÞAÐ eru dulin markmið í kröfum út- gerðarmanna. Um hvað snýst grunnvand- inn í raun í umræðum sjómanna og útvegs- manna? Hversvegna eiga sjómenn við gerð kjarasamninga að samþykkja með út- vegsmönnum hvað auðlindagjald af hverju kílói fisks, sem útvegsmennirnir vilja greiða sjálfum sér, sé hátt? Að loknum 50 sáttafundum Einn af samningarnefndarmönn- um í Karphúsinu (vélstjóri) sendi mér orð sem ég vitna hér í, með hans leyfi, svohljóðandi: „Það sem allt strandar á og það sem við erum að fjalla um, er hvað þeir sem fengu aflaheimildirnar geti skammtað sér, hvað þeir ætli að kaupa auðlindina á af sjálfum sér. Þetta er ekki spurning um kjör sjómanna, heldur um efnahagskerfi þjóðarinnar. Þessir sömu menn og við erum að semja við eru búnir í mörg ár að vera boðberar þess að ,,paradísin á Íslandi byggist á fjáls- um markaði og engum hömlum í viðskiptum“. Einn aðalboðskapur þeirra er að þeir hæfustu skulu standa upp úr, en það má ekki minnast á það þeg- ar talað er um frjálsan aðgang að hráefni. Lönduðum fiski á markað svo allir séu frjálsir að því að vinna hann og gera úr honum sem mest verð- mæti og skussarnir fari þá á hausinn. Það sem ég er að gera með þessum línum er að færa umræðuna frá launakröfum sjómanna sem eru aukaatriði í þessari deilu. Við erum búnir að fjalla endalaust um línurit með vægi á milli beinkaupa og markaðsverðs á fersk- um fiski en allan tím- ann má ekki minnast á krónur.“ Á hvaða verði ætla þeir, sem hafa aðgang að auðlindinni, að kaupa hráefnið af sjálfum sér? ,,Hafa samninganefndir sjómanna umboð frá þjóðinni að ákveða hvað handhafar kvótans ætla að stinga miklu í vasann af hverju kílói þegar aðrir kaupa 8 kg þorsk og borga 185–220 kr. á frjálsum markaði og eru væntanlega ekki að tapa á því? Þá erum við hinsvegar að tala við þá sem eiga kvótann og eru að kaupa sama fisk af sömu miðum af sjálfum sér á 60–90 kr. kílóið. Svo selja þeir þessa sömu afurð á ca. 700. krónur kílóið í Grikklandi eða Portúgal í formi saltfisks. Hvert fer mismunurinn? Í dag er ekki hægt að fá uppgefið hlutfall hráefnis- kaupa sem hlutfall af afurðaverði því það er viðskiptaleyndarmál.“ Og áfram heldur samninganefnd- armaður í fréttabanni: Sjómenn vilja taka áhættu af markaðsverði ,,Sjómenn eru tilbúnir til að taka þátt í frjálsu fiskverði og taka þátt í velgengni og niðursveiflu sem hlýt- ur að stjórnast af efahagsástandi og markaðssetningu í okkar markaðs- löndum. Að sitja þarna hjá ,,Sátta“ og tala við marga af forustumönn- um LÍÚ og finna að þeir vita af mótsögninni og þeim líður vel af að vita að þeir komast upp með þessa tvöfeldni í málum, það er óþægilegt. Hvar á að leita að hliðstæðum við slíka viðskiptahætti? Er hægt að finna þær? Kannski í Suður-Am- eríku þar sem stóru auðhringirnir eiga allt og stjórna öllu? Endalaus auðsöfnun í okkar landi, í formi arðráns á auðlind þjóðarinnar, getur ekki haldið áfram. Er einhver möguleiki á að umræðan geti farið yfir á þetta plan? Ég veit að það er ósk forustu- manna félaganna, en vandamálið hefur verið hvernig væri hægt að setja það fram svo alþjóð næði skilningi á því (tala nú ekki um Davíð Oddsson) hversu alvarlegt málið er. “ Áhafnarlög og mönnun Til viðbótar þessum viðhorfum eins úr samninganefnd vélstjóra, sem hann er ekki einn um, sam- anber grein formanns Sjómanna- félags Reykjavíkur í Morgun- blaðinu föstudaginn 6. apríl sl., eru síðan miklar deilur vegna þess að fyrirhugað er að fækka störfum stýrimanna og vélstjóra um borð í fiskiskipum með lagasetningu á Al- þingi. Sú deila verður að leysast sem fyrst ella finnst ekki lausn á kjaradeilu þeirri sem nú stendur og komin er í frestun að ákvörðun sáttasemjara sem telur að frekara þjark nú bæti ekki stöðu málsins. Á stærstu fiskiskipum flotans væri frekar ástæða til að fjölga stýri- mönnum en fækka. Þau sömu við- horf hefur Friðrik Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ og formað- ur samninganefndar útvegsmanna einnig tjáð á fundi í skólanefnd Stýrimannaskólans í Reykjavík. Þannig ætti að finnast meðal út- vegsmanna samningsflötur á mönn- unarmálum yfirmanna. Krafan um fækkun vélstjóra er heldur ekki réttmæt eins og hún hefur verið sett fram í frumvarpinu um áhafnir skipa. Það væri ráð að leysa áhafn- arhnútana. Nóg verður samt eftir af vandamálum eins og tilvitnun í samningamann vélstjóranna ber með sér. Dulin markmið Guðjón A. Kristjánsson Sjómannasamningar Endalaus auðsöfnun í okkar landi í formi arð- ráns á auðlind þjóðar- innar, segir Guðjón A. Kristjánsson, getur ekki haldið áfram. Höfundur er alþingismaður. MEÐ þjóðlendu- frumvarpinu stóð til að koma skikk á ýmis álita- atriði í stöðu jarðeig- enda, bænda, sveitar- félaga og annarra. Í anda laganna, eins og ég met að þorri þing- manna hafi skilið þau og túlkað, átti staða bænda og jarðeigenda að styrkjast en ekki veikj- ast, þótt reikna mætti með einhverjum málum sem kæmu til ágrein- ings og álita. Sátt og samstaða var um af- greiðslu málsins á Al- þingi, en síðan kröfunefnd ríkissjóðs lagði fram sínar fyrstu kröfur í Ár- nessýslu og síðast Austur-Skafta- fellssýslu hefur allt verið í uppnámi vegna óbilgjarnrar og ótrúverðugrar kröfuhörku kröfunefndar. Menn bíða nú í ofvæni eftir fyrstu niðurstöðu, úrskurði óbyggðanefnd- arinnar, sem er fyrra dómstig nema að sátt sé um niðurstöðu. Markmiðið er í raun mjög einfalt, að fá skýrar lín- ur á milli jarða og landamerkja og þess lands sem flokkast sem einskis manns land og kallast þjóðlendur í sameign landsmanna. Auðvitað eru menn þar aðallega að tala um hálendi Íslands. Þegar fyrstu kröfur kröfunefndar komu fram gagnrýndi undirritaður, ásamt fleiri þingmönnum, þá miklu og óbilgjörnu kröfu- hörku sem byggt var á, m.a. með kröfum þvert á þinglýsingar. Þessi gagnrýni fór ekkert á milli mála en kröfur eru í sjálfu sér eitt og nið- urstaða óbyggðanefnd- ar annað og það ræður úrslitum um framhald málsins. Frá því að kröfur komu fram í Árnessýslu var ekki unnt að vinda ofan af verklaginu, eina leiðin er að bíða fyrstu niðurstöðu og sjá hvernig landið leggst. Því miður krafðist óbyggðanefndin framlagningu krafna kröfunefndar í Austur-Skaftafellssýslu og nú síðast Vestur-Skaftafellssýslu og Rangár- vallasýslu áður en niðurstaða í Árnes- sýslu lá fyrir. Ekki hefur þetta bætt stöðuna, heldur aukið tortryggni, úlf- úð og reiði um allt land. Það tekur því á að halda þolinmæði eins og kröf- urnar ligga. Á aðalfundi SAAS, Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga, á Flúðum fyrir skömmu vakti Páll Pétursson félags- málaráðherra máls á því að fram- sóknarmenn teldu kröfunefnd fjár- málaráðherra hafa gengið allt of langt fram í kröfugerð. Þótt undirritaður sé alveg sam- mála félagsmálaráðherra um verklag kröfunefndarinnar var sérkennilegt að heyra félagsmálaráðherra blaka frá sér ábyrgð sem ríkisstjórnin ber í heild og stjórnarsinnar. Eðlilegra hefði verið að fyrstu niðurstöður lægju fyrir áður en barninu væri neit- að. Hitt er annað mál að undirritaður lýsti því yfir að ef túlkun laganna yrði ekki almennt viðunandi þá væri ef til vill ekki nóg að breyta lögunum eins og Páll Pétursson hafði nefnt, heldur þyrfti hugsanlega að „slátra“ þeim. Það skulu menn vita að við erum margir alþingismennirnir sem mun- um ekki láta það viðgangast að þorri bænda og landeigenda þurfi að standa í nálaferlum og stríði við rík- isvaldið – vegna laga sem áttu að stuðla að sátt en ekki sundrungu, en sú hefur reyndin því miður verið und- anfarin misseri. Vonandi leiða niðurstöður óbyggðanefndarinnar til þess að al- menn sátt verði, annars verður að grípa til vopna til að verja virðingu og rétt landeigenda með sanngirni í anda sjálfstæðra Íslendinga. Beðið átekta í þjóðlendu- málinu Árni Johnsen Þjóðlendur Við erum margir al- þingismennirnir sem munum ekki láta það viðgangast, segir Árni Johnsen, að þorri bænda og landeigenda þurfi að standa í mála- ferlum og stríði við ríkisvaldið. Höfundur er 1. þingmaður Suður- lands og formaður samgöngu- nefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.