Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 33 Hollt og huggulegt í hádeginu! Súpa og salat Hádegishlaðborð + súpa og salatbar alla virka daga Fjölbreyttur matseði l l a l la daga! Simi: 553 9700 EINSTAKA unglingamynd frá Hollywood gengur upp vegna þess að hún tekur sig ekki of alvarlega og leikur sér á frísklegan hátt með klisjurnar. Drop Dead Gorgeous og Election eru tvær slíkar myndir úr seinni tíð og þótt Sykur og krydd, eða „Sugar & Spice“, nái þeim kannski ekki að gæðum, er hún prýðileg skemmtun vegna þess að hún tekur öðruvísi á efninu, í henni er raunverulegur húmor og skop- leikurinn er fínn. Hún segir frá menntaskólastúlku sem verður ólétt og fer að búa með helsta gæjanum í skólanum, íþrótta- goði sem er ekki mikið gáfaðri en strigaskórnir sem hann gengur í. Ráðahagur þeirra mætir andstöðu foreldranna en stúlkan er ekki af baki dottin og fær vinkonur sínar, þær eru allar klappstýrur, í lið með sér til þess að bæta lítillega fjár- hagsstöðuna; þær ákveða að ræna banka. Hópur ungra leikkvenna fer með aðalhlutverkin og falla býsna vel inn í söguna. Marley Shelton er eigin- lega í bjartsýniskasti frá upphafi til enda sem verðandi móðir og ástkona íþróttagoðsins. James Marsden er heimskingi með hjarta úr gulli. Mena Suvari, sem var svo ágæt í Amerískri fegurð, er harðjaxlinn í hópnum sem á móður í fangelsi (Sean Young í örhlutverki) og svo mætti áfram telja. Leikstjórinn, sem kemur frá Ástr- alíu og heitir Francine McDougall, heldur utan um hópinn og söguna af kostgæfni og gerir vitræna skop- sögu um ódrepandi bjartsýni ungra stúlkna. Þær eru næstum of barna- legar eða fávísar til þess að geta staðið í bankaráni, í von um að geta lært hvernig fremja á bankarán horfa þær á bankaræningjamyndir, en í leiðinni skemmtilega frakkar. Það er þetta sakleysi í bland við áræðni og meinlausan húmor sem lyftir Sykri og kryddi (heitið er fengið úr hressilegum rokkara) yfir meðalmennskuna. Þær deyja ekki ráðalausar KVIKMYNDIR L a u g a r á s b í ó Leikstjóri: Francine DcDougall. Aðalhlutverk: Marley Shelton, James Marsden, Rachel Blanchard, Mena Suvari, Sean Young og Sara Marsh. 90 mínútur. SYKUR OG KRYDD/ „SUGAR & SPICE“1 ⁄2 Arnaldur Indriðason ÞÁTTURINN er einn af fimm í þáttaröð um norræna sakamála- sagnahöfunda sem unnir eru í sam- vinnu norrænu sjónvarpsstöðvanna. „Hugmyndin að þáttaröðinni er komin frá Danmörku,“ segir Lars Helander, sem er vel þekktur fyrir störf sín hjá Sænska sjónvarpinu síð- astliðna þrjá áratugi, meðal annars þætti sína um verðlaunarithöfunda Nóbels. Yfirumsjón með framleiðslu þátt- anna hefur Gitte Rabøl frá Danska sjónvarpinu. Rithöfundunum og verkum þeirra er lýst frá sjónarhóli gestsins, þannig að Svíi gerir þátt um íslenska höfundinn, Íslendingur um þann sænska, en það er Lárus Ýmir Óskarsson sem gerir þáttinn um Håkan Nesser, Norðmaður gerir þátt um danska höfundinn Leif Dav- idsen, og Dani um norska höfundinn Anne Holt. Eina undantekningin frá reglunni um auga gestsins er að þátt- urinn um finnska rithöfundinn Matti Jounsuu verður gerður af landa hans. Stefnt er að því að sýna þættina á norrænu ríkissjónvarpsstöðvunum á hausti komanda. Sjöunda Íslandsheimsóknin Helander kveðst strax hafa verið spenntur fyrir að taka fyrir íslenskan sakamálasagnahöfund og varð Árni Þórarinsson fyrir valinu. „Ég hafði lesið bók hans, Nóttin hefur þúsund augu, í danskri þýðingu og þótti hún býsna góð,“ segir hann. Hvítu kan- ínuna kveðst hann hins vegar ekki hafa lesið ennþá, enda sé íslensku- kunnáttan ekki upp á marga fiska. Þetta er í sjöunda sinn sem Hel- ander kemur hingað til lands og segir hann mjög gaman að koma hingað eina ferðina enn. Hann var ekki nema 19 ára gamall þegar hann dvaldi hér fyrst í nokkra daga árið 1959 á leið heim frá Bandaríkjunum. Seinna hef- ur hann gert þætti um íslenska menningu, álfa, huldufólk og yfirnátt- úruleg fyrirbæri. Einnig gerði hann þátt um Thor Vilhjálmsson eftir að hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Isaac Bashevis Singer áhrifamestur Það var árið 1972 sem Lars Hel- ander gerði fyrsta Nóbelsþáttinn. Heinrich Böll og verk hans voru fyrsta viðfangsefni hans í þeirri röð. Vart er það ofsagt að fáir hafi komist í jafn náin kynni við jafn mörg nób- elsskáld og Helander, en þættirnir eru nú orðnir tuttugu um jafnmarga höfunda. Hann segist eiga margar góðar minningar um kynni sín af rit- höfundunum en vissulega séu sumir minnisstæðari en aðrir. Að öðrum ólöstuðum segir hann að Isaac Bashevis Singer sé sá þeirra sem hafi haft mest áhrif á hann. „Við hittum hann í íbúð hans á Manhattan og þar var greinilega maður sem hafði blik í auga og mikinn húmor,“ segir hann. „Auðvitað eru þetta mjög ólíkir ein- staklingar sem ég hef komist mjög misnærri. En á stundum hef ég kom- ist í mjög gott samband við þá og þeir gefið okkur góðan tíma,“ segir Hel- ander og nefnir þar sérstaklega til sögunnar Derek Walcott, Kenzaburo Oe og Seamus Heaney. „Allir gáfu þeir sér góðan tíma í verkefnið og voru með okkur í marga daga. Við ferðuðumst um með þeim, hittum æskuvini og nágranna og komumst í verulega nána snertingu við daglegt líf þeirra. Svo eru aðrir sem ég hef kannski bara getað tekið við hálftíma viðtal á hótelherbergi – rétt eins og þú ert að taka við mig núna,“ segir hann. Sænska sjónvarpið næstum jafnfínt og Sænska akademían Þegar hann lítur til baka til fyrstu ára sinna í faginu segir hann að þá hafi verið mun auðveldara að komast í samband við fólk til að fá viðtöl. „Í þá daga var Sænska sjónvarpið næst- um jafnfínt og Sænska akademían – en nú eru sjónvarpsstöðvarnar orðn- ar svo margar og samkeppnin meiri,“ bætir hann við. Nú hyggst Helander láta gott heita, enda líður að því að hann fari á eftirlaun. „Ég er að verða 62 ára og er búinn að vinna hjá Sænska sjónvarp- inu í þrjátíu ár,“ segir hann. Nú hugs- ar hann sér gott til glóðarinnar að hætta í föstu starfi og geta gert það sem hann lystir í lausamennsku. Hann kveðst vera búinn að gera sinn síðasta Nóbelsþátt, hann var um kín- verska rithöfundinn Gao Xingjian. „Mér þykir við hæfi að hætta meðan ég hef ennþá gaman af þessu,“ segir hann. Af sakamálasagna- höfundum og nóbelsskáldum Morgunblaðið/Golli masv@mbl.is Lars Helander hefur kynnst tveimur tugum nóbelsverðlaunarithöfunda og hefur nú snúið sér að norrænum sakamálasagnahöfundum. Sænski sjónvarpsmað- urinn Lars Helander vinnur nú að gerð heim- ildarþáttar um Árna Þórarinsson og bækur hans. Margrét Svein- björnsdóttir hitti mann- inn þegar hann var hér staddur í sinni sjöundu Íslandsheimsókn. ÞAÐ var fullt út úr húsi á tón- leikum Háskólakórsins og Vox academiae á sunnudagskvöldið. Fyrri hluti tónleikanna var blönd- uð söngdagskrá með lögum héðan og þaðan; þar á meðal voru Lilja, Silfursvanurinn eftir Gibbons (jólasálmurinn!), Hodie Christus natus est eftir Healey Willian; O, magnum mysterium eftir Victoria, negrasálmurinn Deep River og Faðir vor eftir Albert Malotte. Söngur Háskólakórsins var um margt þokkalegur en talsvert vantaði á að hann stæði jafnfætis því besta í íslenskum kórsöng. Kórinn á í erfiðleikum með að fylgja taktslagi kórstjórans og í upphafi var söngurinn óöruggur og daufur. Silfursvanurinn var ónákvæmur í rytma og loðinn og vantaði meiri fágun. Fyrsti sópran er greinilega burðarás kórsins og þar eru söngkonur með reynslu og kunnáttu. Aðrar raddir falla í skuggann af fyrsta sópran, sér- staklega karlaraddirnar sem oft voru illgreinanlegar. En þótt sópr- aninn tæki hlutverk sitt alvarlega átti hann það til að gera um of, eins og í Faðirvorinu, þar sem raddbeitingin varð allt of klemmd þegar ris verksins jókst og hærra fór í tónstigann. Undir lok verks- ins var sópraninn skerandi falskur og sterkur. Besta verkið fyrir hlé var negrasálmurinn Deep River, þar sem kórinn söng í fallegum blæbrigðum frá piano til forte. Eftir hlé var flutt Sálumessa Faurés (í annað sinn þessa helgi) – en hér með fulltingi Vox academi- ae og kammersveitar í stað orgels. Flutningur verksins var daufur og fremur litlaus og náði sjaldan flugi. Óöryggis gætti oft í inn- komum radda og það var eins og verkið væri einfaldlega ekki nógu vel æft – hnökrarnir voru þess eðl- is. Einsöngvararnir stóðu sig með mikilli prýði þótt ekki fari jafn-vel á því að heyra kvenmann syngja Pie Jesu og dreng. Bestu þættir messunnar í flutningi kóranna og kammersveitar voru Sanctus og Agnus Dei, þar sem söngurinn reis hæst. Fauré fluttur í annað sinn TÓNLIST S e l t j a r n a r n e s k i r k j a Háskólakórinn söng íslensk og er- lend lög og Háskólakórinn ásamt Vox academiae og kammersveit fluttu Sálumessu eftir Gabriel Fauré. Einsöngvarar voru Loftur Erlingsson baríton og Hulda Björk Garðarsdóttir sópran; kons- ertmeistari Greta Guðnadóttir, stjórnandi Hákon Leifsson. Sunnudag kl. 20.00. KÓRTÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdótt ir alltaf á miðvikudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.