Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 22
NEYTENDUR 22 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKILL verðmunur er um þessar mundir á papriku eftir verslunum. Þegar gerð var á vegum Morg- unblaðsins verðkönnun á græn- meti og ávöxtum í ellefu versl- unum á höfuðborgarsvæðinu í gær kom í ljós að græn paprika kostaði 275 krónur kílóið þar sem hún var ódýrust en 785 krónur þar sem hún var dýrust. Verðmunurinn nemur 285,5%. Í öllum tilfellum reyndust þessar vörur ódýrastar í Bónusi þótt oft munaði bara nokkrum krónum á verði þar og í Krónunni. Í flestum tilfellum var verðið hæst í Nýkaupi og síðan í Nóatúni. Mikill verðmunur reyndist einn- ig á ýmsum öðrum grænmetisteg- undum. Kínakál var til dæmis ódýrast selt á 227 krónur kílóið en dýrast á 379 krónur kílóið. Mun- urinn nemur 167%. Þá var töluverður verðmunur á 2 kg pokum af íslenskum rauðum kartöflum. Ódýrastar voru þær á 149 krónur en dýrastar á 319 krónur. Verðmunurinn nemur 214%. Hátt verð á sveppum Sveppaverð reyndist nokkuð hátt miðað við ýmsar aðrar græn- metistegundir en ódýrast var sveppakílóið selt á 595 krónur og dýrast á 749 krónur. Yfirleitt reyndust sveppirnir frá Flúðum en einnig var um innflutta sveppi að ræða. Á hvert kíló af innfluttum sveppum leggst 7,5% verðtollur og 100 króna magntollur. Engir tollar eru lagðir á ávexti eins og banana, vínber, appelsínur og plómur. Þá er 30% verðtollur um þessar mundir lagður á inn- flutt kínakál, jöklasalat (iceberg), spergilkál, lauk og blaðlauk. Íslensk paprika er ekki komin á markað en á innflutta papriku leggst 30% verðtollur um þessar mundir. 15% verðtollur er lagður á innflutta tómata og 99 króna magntollur. Hinn 16. apríl hækka tollarnir í 22,5% verðtoll og 148 króna magntoll. Samræmi milli hillu- og kassaverðs Þegar borið er saman hillu- og kassaverð á þeim grænmetis- og ávaxtategundum sem verð var kannað á kemur í ljós að í flestum tilfellum stemmir verð á hillu og kassa. Í Sparverslun var um ósam- ræmi að ræða í tveimur tilvikum og í einu tilfelli var vara óverð- merkt í 11-11 versluninni. Verðkönnunin var gerð klukkan 13 í gær í ellefu matvöruversl- unum á höfuðborgarsvæðinu og um hálftíma síðar var farið á af- greiðslukassa með vörurnar. Fyrst var skráð niður hilluverð og síðan fenginn strimill með kassaverði. Í flestum tilfellum reyndust grænmeti og ávextir vera frá Spáni og Hollandi en í sumum tilfellum voru vörurnar íslenskar eins og kartöflur, agúrkur og oft- ast sveppir. Íslenskir tómatar fást sums staðar en þá er kílóverðið miklu hærra en ef um innflutta tómata er að ræða. Í könnuninni var tekið verð á innfluttum tómöt- um. Í töflunni sem fylgir hér á síð- unni er verð á öllum vörutegund- um sem skoðaðar voru nema á gullaugakartöflum og stórum fjólubláum plómum, sem reyndust bara til á einum stað. Í nokkrum tilvikum höfðu kaupmenn samband eftir á og upplýstu að ódýrari teg- undir væru til af gullaugakartöfl- um en kemur fram á strimlum og hillum. Þess vegna var ákveðið að taka þær út úr könnuninni. Farið var í Bónus, 11–11, Fjarð- arkaup, Hagkaup, Krónuna, Nettó, Nóatún, Nýkaup, Samkaup, Spar- kaup og 10–11. Tekið skal fram að ekki var tekið tillit til gæða græn- metis og ávaxta í könnuninni eða til þjónustu í verslunum heldur einungis spurt um verð.                        !    "#$%""   ""$%""         &   $ ' ' ( ) $ ' ' * & $   $ ' ' * $   $ ' ' +  $ ' ' (  $ ' '  $ ' '  $,- ../$ ' ' 01  $,2.- /$ ' '   $ ' ' 1 $3$ '$ $%$     $ ' ' ) $ ' '$                       "4# "45 366 476 7"8 7"9 55: 74# 769 :3 356 773 34: "4# "45 366 476 7"8 7"9 55: 74# 769 :3 356 773 34: "88 ":" 348 $ 398 398 868 7:4 376 79 ":6 364 334 "85 ":7 346 $ 394 396 $ 7:6 3:" 76 "88 366 336 3"6 "98 449 449 754 796 566 796 :36 84 356346 746 356 "68 "46 456 $ 758 746 598 756 769 88 338 776 369 338 "69 :66 :66 764 769 4:6 799 ::6 86 7"6 746 746 338 "69 566 469 764 769 4:6 799 ::6 86 3667": 769 746 337 "6" 498 498 748 768 $ 746 ::6 84 3467#6 796 75# 338 "69 :66 :66 764 769 $ 799 ::6 86    764 746 3"6 "98 449 449 796 796 566 796 :36 88 7"8 786 7:6 "96 "49 566 566 788  546  766 88 3"6 776 776 "96 "49 566 566 788  546  766 88 3"6 776 776 "88 ":" 348 $ 398 398 868 7:4 376 79 ":6 364 334 "85 ":7 346 $ 394 396 $ 7:6 3:" 76 "88 366 336 3"6 "98 449 449 754 796 566 796 :36 84 356 746 356 "68 "46 456 $ 758 746 598 756 769 88 338 776 369 338 "69 :66 :66 764 769 4:6 799 ::6 86 7"6 746 746 338 "69 566 469 764 769 4:6 799 ::6 86 366 769 746 337 "6" 498 498 748 768 $ 746 ::6 84 346 796 75# 338 "69 :66 :66 764 769 $ 799 ::6 86 396 764 746 3"6 "98 449 449 796 796 566 796 :36 88 7"8 786 7:6 ;1                     285,5% verðmunur á grænni papriku Tvö kíló af rauðum íslenskum kartöflum kostuðu 149 kr. þar sem þær voru ódýrastar í gær en 319 kr. þar sem þær voru dýrastar. Verðmunurinn nemur 214%. Þetta kom í ljós þegar verðkönnun var gerð í ellefu mat- vöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið/Kristinn FYRIR páska býður Nóa- tún upp á séralinn íslensk- an páskakjúkling, „Corn Chicken“. Hann verður seldur á sérstöku á kynn- ingarverði, eða á 599 krón- ur kílóið.Fuglinn er fóðr- aður á maískorni sem á að gefa kjötinu betra bragð. Kjúklingarnir vega um 1,5 til 2 kg og eru holdmeiri en ella.Með fuglinum fylgir kjöthitamælir sem skýst upp þegar fuglinn er tilbú- inn og þannig er komið í veg fyrir ofeldun. Kynningarverð á páskakjúklingi Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.