Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 22
NEYTENDUR
22 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MIKILL verðmunur er um þessar
mundir á papriku eftir verslunum.
Þegar gerð var á vegum Morg-
unblaðsins verðkönnun á græn-
meti og ávöxtum í ellefu versl-
unum á höfuðborgarsvæðinu í gær
kom í ljós að græn paprika kostaði
275 krónur kílóið þar sem hún var
ódýrust en 785 krónur þar sem
hún var dýrust. Verðmunurinn
nemur 285,5%. Í öllum tilfellum
reyndust þessar vörur ódýrastar í
Bónusi þótt oft munaði bara
nokkrum krónum á verði þar og í
Krónunni. Í flestum tilfellum var
verðið hæst í Nýkaupi og síðan í
Nóatúni.
Mikill verðmunur reyndist einn-
ig á ýmsum öðrum grænmetisteg-
undum. Kínakál var til dæmis
ódýrast selt á 227 krónur kílóið en
dýrast á 379 krónur kílóið. Mun-
urinn nemur 167%.
Þá var töluverður verðmunur á
2 kg pokum af íslenskum rauðum
kartöflum. Ódýrastar voru þær á
149 krónur en dýrastar á 319
krónur. Verðmunurinn nemur
214%.
Hátt verð á sveppum
Sveppaverð reyndist nokkuð
hátt miðað við ýmsar aðrar græn-
metistegundir en ódýrast var
sveppakílóið selt á 595 krónur og
dýrast á 749 krónur. Yfirleitt
reyndust sveppirnir frá Flúðum en
einnig var um innflutta sveppi að
ræða. Á hvert kíló af innfluttum
sveppum leggst 7,5% verðtollur og
100 króna magntollur.
Engir tollar eru lagðir á ávexti
eins og banana, vínber, appelsínur
og plómur. Þá er 30% verðtollur
um þessar mundir lagður á inn-
flutt kínakál, jöklasalat (iceberg),
spergilkál, lauk og blaðlauk.
Íslensk paprika er ekki komin á
markað en á innflutta papriku
leggst 30% verðtollur um þessar
mundir. 15% verðtollur er lagður á
innflutta tómata og 99 króna
magntollur. Hinn 16. apríl hækka
tollarnir í 22,5% verðtoll og 148
króna magntoll.
Samræmi milli hillu-
og kassaverðs
Þegar borið er saman hillu- og
kassaverð á þeim grænmetis- og
ávaxtategundum sem verð var
kannað á kemur í ljós að í flestum
tilfellum stemmir verð á hillu og
kassa. Í Sparverslun var um ósam-
ræmi að ræða í tveimur tilvikum
og í einu tilfelli var vara óverð-
merkt í 11-11 versluninni.
Verðkönnunin var gerð klukkan
13 í gær í ellefu matvöruversl-
unum á höfuðborgarsvæðinu og
um hálftíma síðar var farið á af-
greiðslukassa með vörurnar.
Fyrst var skráð niður hilluverð
og síðan fenginn strimill með
kassaverði. Í flestum tilfellum
reyndust grænmeti og ávextir vera
frá Spáni og Hollandi en í sumum
tilfellum voru vörurnar íslenskar
eins og kartöflur, agúrkur og oft-
ast sveppir. Íslenskir tómatar fást
sums staðar en þá er kílóverðið
miklu hærra en ef um innflutta
tómata er að ræða. Í könnuninni
var tekið verð á innfluttum tómöt-
um.
Í töflunni sem fylgir hér á síð-
unni er verð á öllum vörutegund-
um sem skoðaðar voru nema á
gullaugakartöflum og stórum
fjólubláum plómum, sem reyndust
bara til á einum stað. Í nokkrum
tilvikum höfðu kaupmenn samband
eftir á og upplýstu að ódýrari teg-
undir væru til af gullaugakartöfl-
um en kemur fram á strimlum og
hillum. Þess vegna var ákveðið að
taka þær út úr könnuninni.
Farið var í Bónus, 11–11, Fjarð-
arkaup, Hagkaup, Krónuna, Nettó,
Nóatún, Nýkaup, Samkaup, Spar-
kaup og 10–11. Tekið skal fram að
ekki var tekið tillit til gæða græn-
metis og ávaxta í könnuninni eða
til þjónustu í verslunum heldur
einungis spurt um verð.
!
"#$%""
""$%""
& $ ' '
()
$ ' '
* & $ $ ' '
*
$ $ ' '
+
$ ' '
(
$ ' '
$ ' '
$,- ../$ ' '
01 $,2.- /$ ' '
$ ' '
1
$3$ '$ $%$
$ ' '
) $ ' '$
"4#
"45
366
476
7"8
7"9
55:
74#
769
:3
356
773
34:
"4#
"45
366
476
7"8
7"9
55:
74#
769
:3
356
773
34:
"88
":"
348
$
398
398
868
7:4
376
79
":6
364
334
"85
":7
346
$
394
396
$
7:6
3:"
76
"88
366
336
3"6
"98
449
449
754
796
566
796
:36
84
356346
746
356
"68
"46
456
$
758
746
598
756
769
88
338
776
369
338
"69
:66
:66
764
769
4:6
799
::6
86
7"6
746
746
338
"69
566
469
764
769
4:6
799
::6
86
3667":
769
746
337
"6"
498
498
748
768
$
746
::6
84
3467#6
796
75#
338
"69
:66
:66
764
769
$
799
::6
86
764
746
3"6
"98
449
449
796
796
566
796
:36
88
7"8
786
7:6
"96
"49
566
566
788
546
766
88
3"6
776
776
"96
"49
566
566
788
546
766
88
3"6
776
776
"88
":"
348
$
398
398
868
7:4
376
79
":6
364
334
"85
":7
346
$
394
396
$
7:6
3:"
76
"88
366
336
3"6
"98
449
449
754
796
566
796
:36
84
356
746
356
"68
"46
456
$
758
746
598
756
769
88
338
776
369
338
"69
:66
:66
764
769
4:6
799
::6
86
7"6
746
746
338
"69
566
469
764
769
4:6
799
::6
86
366
769
746
337
"6"
498
498
748
768
$
746
::6
84
346
796
75#
338
"69
:66
:66
764
769
$
799
::6
86
396
764
746
3"6
"98
449
449
796
796
566
796
:36
88
7"8
786
7:6
;1
285,5% verðmunur
á grænni papriku
Tvö kíló af rauðum íslenskum kartöflum
kostuðu 149 kr. þar sem þær voru ódýrastar
í gær en 319 kr. þar sem þær voru dýrastar.
Verðmunurinn nemur 214%. Þetta kom í
ljós þegar verðkönnun var gerð í ellefu mat-
vöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu.
Morgunblaðið/Kristinn
FYRIR páska býður Nóa-
tún upp á séralinn íslensk-
an páskakjúkling, „Corn
Chicken“. Hann verður
seldur á sérstöku á kynn-
ingarverði, eða á 599 krón-
ur kílóið.Fuglinn er fóðr-
aður á maískorni sem á að
gefa kjötinu betra bragð.
Kjúklingarnir vega um 1,5
til 2 kg og eru holdmeiri en
ella.Með fuglinum fylgir
kjöthitamælir sem skýst
upp þegar fuglinn er tilbú-
inn og þannig er komið í
veg fyrir ofeldun.
Kynningarverð á
páskakjúklingi
Morgunblaðið/Árni Sæberg