Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 25 skrefi framar oroblu@sokkar.is - www.sokkar.is Afmælistilboð á öllum sokkabuxum 20% afsláttur Tilboðið gildir einnig í Lyfju Hamraborg, Lyfju Smáratorgi, Lyfju Garðabæ, Lyfju Hafnarfirði og Lyfju Laugavegi Laugavegi Sími 552 4045 Lágmúla 5, sími 533 2300 Kynning í Lyfju Laugavegi í dag, þriðjudag 10. apríl, kl. 14-18 og Lyfju Lágmúla miðvikudag 11. apríl kl. 13-17 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Jacques Chirac Frakklandsfor- seti ræddu samskipti Íslands og Frakklands á fundi sínum í Élysée- höllinni í gær. Viðskiptatengsl landanna hafa aukist verulega á umliðnum árum, en talsverður fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur fjárfest í atvinnustarfsemi í Frakklandi. Á síðustu 10 árum nem- ur þessi fjárfesting um það bil 2,9 milljörðum króna, sem jafngildir 9,2% af beinni heildarfjárfestingu Ís- lendinga erlendis á árinu 1999. Heildarvelta þessara fyrirtækja var 1,7 milljarðar franskra franka ár- ið 1999, sem jafngildir rúmlega 21 milljarði íslenskra króna á núgild- andi gengi. Fyrst og fremst er um að ræða fjárfestingu í fiskvinnslu þar sem Ís- lendingar eru með 900–1.000 starfs- menn, sem er um 8,5% af heildar- mannafla í fiskvinnslu í Frakklandi. Útflutningur til Frakklands jókst um 11% í fyrra Frakkland er mikilvægur útflutn- ingsmarkaður fyrir íslenskar afurðir og er vægi hans yfirleitt á bilinu 5–7% hvað heildarútflutning varðar og allt að 60–80% fyrir einstakar, unnar matvörutegundir, sem eru m.a. grásleppuhrogn, þorsklifur, hörpuskel o.fl. Helstu útflutningsvörur eru sjáv- arafurðir, sem nema um 75% af heildarútflutningi til landsins. Er þar fyrst og fremst um að ræða frystar og saltaðar afurðir. Frakkland gegn- ir oft á tíðum lykilhlutverki í aðgangi að mörkuðum sunnar í álfunni og jafnvel á heimsvísu með alþjóðavæð- ingu franskra stórmarkaða í huga. Árið 2000 nam heildarútflutningur til Frakklands 6,5% af heildarút- flutningi Íslendinga og jókst því um rúm 11% á milli ára. Nam hann 836 milljónum franskra franka sam- kvæmt upplýsingum franskra tollyf- irvalda, sem jafngildir um 9,6 millj- örðum íslenskra króna. Á móti fluttu Íslendingar inn vörur frá Frakklandi fyrir um 549 milljónir franka, eða um 6,3 milljarða íslenskra króna. Færri íslenskir námsmenn Áætla má að 250 til 300 Íslending- ar séu búsettir í Frakklandi, sem er heldur færra en var fyrir nokkrum árum. Íslenskum námsmönnum í Frakklandi hefur fækkað nokkuð á seinustu árum, samkvæmt upplýs- ingum Unnar Orradóttur Ramette, viðskiptafulltrúa við sendiráð Ís- lands í París. Algengt var að nálægt 100 Íslendingar væru samtímis við nám af ýmsum toga í Frakklandi ,,en það virðist ekki vera í tísku í augna- blikinu að fara í nám til Frakklands, þar sem námsmenn í dag eru innan við 30,“ segir hún. Unnur telur að ástæður þessa megi e.t.v. að nokkru rekja til þess að íslenskir námsmenn sæki frekar í nám á Ítalíu og Spáni um þessar mundir, sem þeir hefðu annars sótt til Frakklands. ,,Það er einhver tíska að fara t.d í hönnunarnám í Mílanó eða Barcelona,“ segir hún. ,,Hins vegar hafa samskiptin milli landanna frekar aukist. Ísland er orðið þekkt- ara hér í Frakklandi en það var.“ „Á síðastliðnum tíu árum hafa ís- lensk fyrirtæki fjárfest mikið hér í Frakklandi, aðallega í fiskvinnslu og eru Íslendingar með tæplega 1.000 manns hérna í vinnu,“ segir Unnur. Meðal fyrirtækja sem eru með starfsemi í Frakklandi eru Bakka- vör, Flugleiðir hf., Sölumiðstöðin, Marel, SÍF, Jón Ármannsson er með vínekru Chateau de Rions S.A.R.L. Hecla S.A.S. sem er í eigu Íslendinga og Frakka, sem starfar við sölu á ís- lensku og frönsku hugviti í flutningi á raforku. Íslendingar hafa haslað sér völl á æ fleiri sviðum í Frakklandi á sein- ustu árum. Hefur Íslendingurinn Þór Guðmundsson opnað fjóra breska pöbba í samstarfi við Breta, þrjá í París og einn í Toulouse, sem eru mjög vinsælir og hafa notið at- hygli. Bera þeir nöfnin The Frog and Rosbif, The Frog and Princess, The Frog og Cour St.-Emilion. Vilja vanda vel undirbúning menningardaga Ríkuleg áhersla er lögð á menn- ingarsamskipti Íslands og Frakk- lands. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í seinustu viku er stefnt að því að halda íslenska menningardaga í París árið 2003 en framkvæmd þeirra var meðal þess sem rætt var á fundi Björns Bjarnasonar mennta- málaráðherra og franska menning- armálaráðherrans Catherine Tasca í París fyrir skömmu. Jacques Chirac lýsti einnig miklum áhuga á menn- ingardögunum á fundi sínum með Davíð Oddssyni forsætisráðherra í gær og lagði áherslu á að vandað yrði til undirbúnings þeirra. Hefur undirbúningur menningar- daganna staðið yfir um nokkurt skeið en hugmyndin að þeim kvikn- aði fyrst hjá Íslendingum búsettum í Frakklandi sem töldu fulla ástæðu til að kynna Frökkum íslenska menn- ingu. Fyrsta íslenska kvikmyndin í almenna dreifingu í Frakklandi Næsta haust verður í fyrsta skipti sett íslensk kvikmynd í almenna dreifingu í frönsk kvikmyndahús en það er kvikmyndin 101 Reykjavík, sem fékk meðal annars verðlaun á norrænu kvikmyndahátíðinni í Rou- en [Rúðuborg] í mars sl. 101 Reykja- vík, sem Baltasar Kormákur leik- stýrði, var einnig sýnd fyrir skömmu á Kvikmyndahátíð Parísarborgar og þessa dagana er verið að sýna kvik- myndina í Quartier Latin-kvik- myndahúsinu í 5. hverfi Parísarborg- ar á norrænu kvikmyndahátíðinni Quinzaine du Cinéma Nordique. Í þeirri margbreytilegu flóru list- viðburða sem Parísarborg hefur upp á að bjóða má finna fleiri viðburði þar sem Íslendingar koma við sögu. Þessa dagana stendur yfir umfangs- mikil sýning á Pop-list í Centre Pompidou-safninu, þar sem sýnd eru bæði listaverk og munir frá Pop Art- tímabilinu Þar má sjá tvær myndir eftir Erró meðal verka eftir lista- menn á borð við Andy Warhol, Roy Liechtenstein, Pierre Cardin o.fl. Íslendingar hafa fjárfest fyrir 2,9 milljarða króna á seinustu tíu árum í Frakklandi Með um 1.000 manns í vinnu í Frakklandi Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason Höfuðstöðvar Gelmer, fransks dótturfyrirtækis ÍS, í Boulogne sur Mer. París. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.