Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 70
sig að upplýsa lýðinn um hættur þess að sætta sig við orðinn hlut. Sterk- asta vopnið í höndum Hinna ósýni- legu er að viðurkenna ekki yfirvald og neyta allar leiða til að riðla kerf- inu í hvað mynd sem það fær. Morrison mundi ekki víla fyrir sér að lesa dýpri merkingu í síðasta út- spil íslenskra siðapostula. Borða var brugðið yfir reisn norska málarans Odd Nerdrum, eins og klæði á vopn- ið, til að æra ekki óstöðuga blygð- unarkennd fólksins á meðan helsvelt stúlkubörn opinbera sig í nafni óraunhæfra fegurðargilda. Það er þennan siðferðilega tvískinnung sem hann reynir að tvinna saman í tákn- ræna hengingaról þeirra bjöguðu gilda sem hann gagnrýnir og Hinir ósýnilegu eru aftökusveit hans. Grá- myglusveppir kerfisins sem nærast á frjói mannsins eru upprættir. Morrison sprengir upp sléttheflað yfirborðið og tvístrar flísum í augu blindra lesenda sinna. Seigfljótandi augnkúluvökvinn hreinsar skorpnar stýrurnar úr hvörmunum og við öðl- umst sýn á hið ósýnilega. Þetta er ekki skrípó. The Invis- ibles er þungt „stöff“ og þyngdar sinnar virði í hugrenningum. Það er gegnsætt, eins og olíubrákað vatn væri gegnsætt, bjagað í tærleika sín- um. Morrison hefur gefið okkur inn- sýn í eitthvað sem manni finnst að skipti máli. Öllu máli. (myndmálið) eða eggið (textinn) er best að lýsa yfir jafntefli, hænan og eggið eru sameinuð í fiðraðri skurn, hvorugt forveri hins. Sum umfjöll- unarefni njóta sín best í þessum bún- ingi. Sögurnar um Hina ósýnilegu (The Invisibles) eftir Grant Morrison eru eitt þeirra. Eins og önnur list/af- þreying skiptast myndasögur í ólíka flokka. Andrés Önd og skáldefni Morrisons eiga fátt sameiginlegt þótt notast sé við sama miðil. Þótt Sigmund í Morgunblaðinu geti verið ansi hreint kröftugur og hafi lag á um forsendum er best að lýsa sér- stöðu myndasagna. Myndasögur eru ekki aðeins myndskreyttar sögur. Frekar mætti segja að þær væru hvorki fugl né fiskur. Myndasagan sé eins konar flugfiskur, beri það besta úr báðum heimum. Ef spurt er hvort hafi komið fyrst, hænan ORÐ ERU til alls fyrst og ein mynd er ígildi 1000 orða. Með þess- því að stinga á því sem aflaga fer í ís- lensku samfélagi þá efast ég um að Morrison ætti upp á pallborðið á blaðsíðu 8. Í The Invisibles slær Morrison upp myndbrotum af því sem við sjáum ekki eða öllu heldur af því sem við höfum ekki geð til að sjá. Á jörð- inni ríkir hernaðarástand án þess að við vitum af því. Hinir ósýnilegu eru hryðjuverkamenn í baráttu gegn þeirri dauðhreinsuðu reglu sem vomir yfir heilaberki manna. Þeir eru táknmynd óreiðunnar. Með heimspeki, vænibrjáli, byssum, kukli, eiturlyfjum, kynlífi og almenn- um töffarastælum reyna söguhetj- urnar að minnka blindblettinn í vit- und hjarðarinnar (okkar hinna). Bókin sem hér er til umfjöllunar, Apocalipstick, er aðeins lítill hluti af heildarsögunni sem Morrison hefur nú nýlokið við. Öll sagan kom upp- runalega út í blaðaformi en er nú endurprentuð í bókum. Í Apocalip- stick fjallar Morrison meðal annars um afsprengi blóðskammar bresku krúnunnar, grimmilega hefnd gam- allar konu með hjálp voodoogaldra, þroskasögu brasilísks klæðskiptings sem kaupir sér grið frá dauðanum með því að segja honum vægast sagt ósmekklegan brandara og uppgötv- un 16 ára vandræðagemsa frá Liv- erpool um að hann sé sjálfur messías endurborinn. Morrison virðist hafa tekið það á MYNDASAGA VIKUNNAR Samsæris- kenningar fyrir lengra komna Myndasaga vikunnar er The Invisi- bles: Apocalipstick eftir Grant Morrison ásamt teiknurum. Útgefið af Vertigo Comix, 2001. Fæst í Nex- us 6 á Hverfisgötunni. Heimir Snorrason FÓLK Í FRÉTTUM 70 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ komnaði aðferðir við að láta leikar- ana sína ráða sér sem mest sjálfir og spinna frammi fyrir tökuvélunum. Cassavetes var sonur grískra inn- flytjenda sem settust að í New York. Þótti bráðskarpur en villtur ungling- ur, sem hafði meiri áhuga á götulífinu en skólanámi. Settist í American Academy of Dramatic Arts, fyrst og fremst til að hressa uppá kvennamál- in. Þar uppgötvuðust meðfæddir leikhæfileikar, einkum í hlutverkum svalra götustráka og annarra harð- jaxla. Heimildum mínum ber ekki saman um hvort hann lauk nokkurn tíma námi frá AADA, en uppúr 1950 SÚ ÁGÆTA mynd Þorfinns Guðnasonar, Lalli Johns, minnir ekki lítið á verk Bandaríkja- mannsins Johns Cassavetes, sem margir telja í hópi snillinga kvikmyndalistarinnar. Hann var frægastur fyrir djúpa köfunarleið- angra ofaní sálarlíf viðfangsefna sinna, sem oftast voru persónur, á einn eða annan hátt utan við þjófélagið. Hann beindi að þeim linsunni og kveikti á tökuvélinni og augnabliksformið réð útkom- unni. Kunnari sem leikari Vafalaust minnast flestir Johns Cassavetes (1929–1989), sem leik- arans í hlutverki eiginmannsins sem seldi djöflinum barn sitt og Rosem- ary (Mia Farrow), í þeirri mögnuðu hrollvekju Romans Polanski frá 1968. Þá er hann einnig minnisstæð- ur sem ruglukollurinn Franko í The Dirty Dozen, annarri feikivinsælli mynd frá sjöunda áratugnum. Cassavetes var kunnari almenningi sem leikari en leikstjóri, sem slíkur höfðaði hann til þrengri hóps sem hiklaust setur hann á stall sem einn veigamesta, óháða kvikmyndagerð- armann Bandaríkjanna á öldinni sem leið. Fór sínar eigin leiðir Cassavetes var kunnur fyrir að fara sínar eigin leiðir. Féll aldrei inní Hollywoodkerfið sem leikari og sneri sér að leikstjórn til að fá betra tæki- færi til að túlka það sem hann hafði virkilega áhuga á að gera. Það sem mestu máli skipti á ferlinum var ein- stakur sköpunarkraftur og heiðar- leiki, sem oft reyndist honum fjötur um fót, einkum á fyrstu árunum sem leikstjóri. „Til að vera skapandi, þarftu að komast að raun um hvað þig langar að segja – og segja það. Þetta geri ég í myndum mínum og þess vegna bý ég til kvikmyndir,“ lét Cassavetes hafa eftir sér. Hann var ekki síst frægur fyrir einstakt samstarf og tök á leikurum. Persónuskoðun var oft- ast öllu öðru yfirsterkari í verkum hans; sálarástand þeirra skipti Cas- savetes meira máli en hefðbundinn söguþráður. Hann var einnig fum- kvöðull á sviði eigin fjármögnunar og dreifingu, leiðtogi þeirra sem brutust undan stjórnsemi iðnaðarins, full- fór Cassavetes að fá eitt og eitt hlut- verk í kvikmyndum og í sjónvarps- þáttum. Oftast sem vandræðaung- lingur í myndum einsog Night Holds Terror (́55), og enn frekar í mynd Dons Siegel, Crime in the Streets (́56). Myndir um manneskjur Sagan segir að áhugi hans á leik- stjórn hafi vaknað um þetta leyti, er hann var gestur í útvarpsþætti til að kynna Edge Of the City (’56), nýjustu mynd hans og leikstjórans Martins Ritt. Cassavetes á að hafa beðið hlustendur um styrktarframlög svo hann gæti leikstýrt eigin myndum, sem aðallega snerust um manneskj- ur. Öllum á óvart barst útvarpsstöð- inni talsverð upphæð og Cassavetes fór að leggja drögin að handriti sem síðar varð Shadows (’61), fyrsta myndin hans sem leikstjóri, handrits- höfundur og framleiðandi. Shadows var nokkur ár í sköpun, plöguð af peningaskorti og algjöru reynsluleysi Cassavetes aftan við tökuvélarnar. Leikhópurinn var, samkvæmt óskum leikstjórans, ámóta lítið reyndur, en enginn var á því að gefast upp. Sjálfur varð Cas- savetes að taka að sér hlutverk í sjón- varpsþáttunum Johnny Staccato (’59–’60), til að ljúka dæminu fjár- hagslega. Myndin hlaut mikið betri aðsókn og dóma í London en í Banda- ríkjunum, sem var kvikmyndaverinu Paramount næg hvatning til að ráða Cassavetes til að leikstýra og fram- leiða Too Late Blues (’61). Hollywood dró nokkuð úr honum kjarkinn en myndinni var engu að síður vel tekið og aðalleikararnir, Bobby Darin og Stella Stevens, fengu góða dóma fyr- ir túlkun á hjónum í umróti djass- heimsins. Cassavetes var hinsvegar óánægður með viðskiptin við fram- leiðandann, Stanley Kramer (sem lést í lok mars, sl.), sem rak hann úr leikstjórastóli Too Late Blues (’62). Cassavetes er að vísu skráður leik- stjóri þessarar hörmungar, en Kra- mer ber ábyrgðina á útlitinu; klippti hráefnið fram og til baka en Cassavetes sat eftir með sárt ennið. Fjölskyldubönd og vinátta Nú tók við langvinnt brauðstrit frammi fyrir tökuvélunum í misjöfn- um myndum einsog The Killers (’64), The Dirty Dozen, sem færði Cas- savetes óskarsverðlaunatilnefningu fyrir bestan leik í aukahlutverki; Ro- semary’s Baby, Roma Come Chicago (’68), o.fl. Tilgangurinn var að aura saman fyrir Faces (’70), næsta hand- rits- og leikstjórnarverkefninu. Hún var upphafið á tilfinningalega nánum, persónulegum verkum, þar sem könnuð voru fjölskyldubönd, líkt og í Woman Under the Influence (’74), og Love Streams (’84), sem vann Gullna björninn í Berlín sama ár. Vináttan var þungamiðja Husbands (’70), og Minnie and Moskowitz (’71). Þessar myndir vann hann með þröngum vinahópi úr leikarastétt, einkum Seymour Cassell, Peter Falk og Ben Gazzara. Þá komu hans eigin fjölskyldumeðlimir oft við sögu í aukahlutverkum, en nánasti sam- starfsmaðurinn alla tíð var eiginkon- an, Gena Rowlands. Hún var ekki síð- ur hæfileikarík en Cassavetes og var jafnan í aðalkvenhlutverkunum. Fékk m.a. óskarstilnenfningu fyrir frammistöðu sína í Woman Under the Influence (’74), og titilhlutverkið í Gloria (’80). Kvaddi fyrir aldur fram Síðasta kvikmynd Cassavetes var Big Trouble (’86), mishæðótt og mis- lukkuð blanda gaman- og spennu- myndar. Dæmigert brauðstrit til að geta ráðist í næsta, persónulega stór- virkið. Það birtist því miður aldrei því Cassavetes lést langt fyrir aldur fram, þremur árum síðar, á sextug- asta aldursári. Hafði þá verið óvinnu- fær í tvö ár. Með honum hvarf af vett- vangi einn persónulegasti kvik- myndagerðarmaður sinnar samtíðar. JOHN CASSAVETES Gena Row- land og John Adames í Gloria. Gamli Colombo, Peter Falk, lék á móti Genu Rowland í A Wom- an Under The Influence. Woman under the influence (1974) Að margra dómi besta mynd Cassavetes-hjónanna. Gena Rowlands leikur eiginkonu og þriggja barna móður, einmana og ráðvillta. Maður hennar (Peter Falk) er kaldur og fjarlægur og heimilið veitir lítið skjól. Í örvæntingarfullri leit að sjálfsímynd missir hún fótanna og er lögð inná hæli. Eftir að hún útskrifast er aðeins í eitt hús að venda; hennar eigið. Rowlands er ógleymanleg í kröfuhörðu hlutverki þar sem hún verð- ur að túlka konu sem hefur engan skjöld en stendur gjörsamlega óbrynjuð andspænis úrsvölum og mis- kunnarlausum raunveruleikanum. Faces (1965) Fyrsta sjálfstæða verk Cassavetes til að njóta al- mennrar hylli, er sígild skoðun á einstaklingum í nær- mynd. Lynn Carlin og John Marley leika hjón sem ganga í gegnum skilnað eftir 15 ára hjónaband. Til þess að komast að því einu að grasið er ekkert grænna hinumegin. Hann verður þó um sinn hrifin af gleðikonu (Gena Rowlands) á meðan hún leitar fullnægju í örm- um afdankaðs hippa (Seymour Cassell). Spunatækni og hlífðarlaus myndataka Cassavetes nýtur sín til fulls, enda efnið tilvalið til slíkra hluta. Leikurinn er magn- aður og myndin eitt af lykilverkum sérstæðs kvik- myndagerðarmanns. Hlaut fjölda Óskarstilnefninga. Gloria (1980)  Eftirminnileg „konumynd“ í hasarmyndageiranum, frá tímum þegar slíkt var einsdæmi. Cassavetes stýrir spúsu sinni, Genu Rowlands, með miklum glæsibrag í hlutverki óforbetranlegs kvenskass sem grípur til sinna ráða og býður sjálfri Mafíunni og böðlum hennar byrginn þegar þeir ógna lífi lítils drengs. Það má eng- inn missa af hörkukerlingunni sem Gene Rowlands túlkar af sannkölluðum fítonskrafti í eftirminnilegri mynd sem er vissulega ekki dæmigerð „Cassavetes- mynd“, en er einkar sjálfstæð og mikil afþreying. Sharon Stone gerði ægilega tilraun fyrir skömmu til að fara í föt Rowlands í endurgerð þessarar frumlegu og spennandi harðhausamyndar. eftir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnurkvikmyndanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.