Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 68
LOFTIÐ verður án efa lævi blandið í Háskólabíói í kvöld þegar ræðulið Menntaskólans á Akureyri og lið Verslunarskólans í Reykjavík mæt- ast í lokakeppni Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna. Umræðuefnið er „Eru trúarbrögð slæm?“ og er MA með en Versló á móti. Menntaskólinn á Akureyri Það eru þær Mæja Bet Jakobsdóttir liðsstjóri, Katrín Björk Sævars- dóttir frummælandi og Þórgunnur Oddsdóttir meðmælandi sem mynda lið MA ásamt Hjálmari Stefáni Brynjólfssyni stuðningsmanni. „Við æfum allan sólarhringinn,“ segir Mæja Bet. „Við þurftum að lesa ógrynni af bókum til að kynna okkur viðfangsefnið.“ Enda telst umræðuefnið nokkuð strembið og trúarbrögð fólki oftast hjartans mál. Mæja segir undirbúninginn fyrir keppnina mjög mikinn. Fyrst rök- ræðir liðið um málefnið, þá eru ræð- urnar skrifaðar og loks lærðar utan að. „Við höfum talað svo mikið að við hljótum bráðum að fara úr kjálkalið! En það er svo að ef maður tekur þetta nógu alvarlega og æfir stíft skilar maður besta árangrinum,“ segir Mæja, og bætir við að ef til vill sé keppnin skemmtilegust þegar hún er afstaðin: „Meðan á undirbún- ingi stendur verður maður að vera harður við sjálfan sig, ekki setjast niður og horfa út í loftið, heldur taka þetta föstum tökum.“ Versló á harma að hefna Það er þó meira að veði í kvöld en sigursætið, því Verslingar eiga harma að hefna. „Hjálmar var nefni- lega í Gettu betur-liðinu okkar sem sló einmitt Verslunarskólann úr keppni í ár.“ MA-ingar, sem unnu keppnina í hittifyrra, hlakka til að koma suður, og hvetja fólk til að mæta á keppn- ina: „Það er komið páskafrí og fólk við skólann farið til síns heima vítt og breitt um landið,“ segir Mæja. „Það gæti því gerst að það yrði ekki alltof mikið af MA-ingum í Há- skólabíói. Vonandi sjá þó sem flestir sér fært að mæta og hvetja okkur, jafnt MA-ingar sem aðrir.“ Verslunarskóli Íslands Lið Verslunarskólans vann Morfís í fyrra og voru tveir núverandi liðs- menn, þeir Breki Logason frum- mælandi og Björn Gunnarsson stuðningsmaður, í sigurliðinu. Auk þeirra skipa liðið nú þeir Ágúst Ing- var Magnússon meðmælandi og Ómar Örn Bjarnþórsson liðsstjóri. „Ég get ekki sagt að ég sé mikið stressaður,“ segir Breki, „og þó, ef til vill örlítið, því undirbúningurinn hefur verið erfiður. Umræðuefnið er erfitt viðfangs og við höfum verið aðeins á eftir áætlun í æfingum.“ Skiptar skoðanir „Við eyddum mjög miklum tíma í rökræður og það kom margt í ljós. Menn eru augljóslega mistrúaðir og sumir þurfa eflaust að yfirvinna eig- in fordóma.“ Breki segir liðið ekki æfa af meira kappi fyrir úrslitakeppnina en aðrar keppnir. Hins vegar merkir það ekki að liðsmenn slái slöku við: „Við æfum uppi í skóla, sem núna er mannlaus, enda komið páskafrí. Við mætum upp úr hádegi og æfum sumir hverjir til klukkan fjögur að nóttu.“ Það verður gaman að sjá hvernig fer og keppnin verður vafalaust æsi- spennandi og skemmtileg. Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta á staðinn þurfa þó ekki að örvænta því keppn- inni er sjónvarpað beint á Popp-Tíví. Ræðulið MA og VÍ etja kappi í úrslitum Morfís Morgunblaðið/Kristján Lið MA: Mæja Bet Jakobsdóttir, Hjálmar Brynjólfs- son, Katrín Sævarsdóttir og Þórgunnur Oddsdóttir. Morgunblaðið/Þorkell Lið VÍ: Ágúst I. Magnússon, Ómar Örn Bjarnþórs- son, Björn Gunnarsson og Breki Logason. Barist með orðum – til síðasta manns Mæja Bet hjá MA: Það er rík hefð fyrir ræðukeppni hjá Verslunarskól- anum. Ég hugsa að þeir verði erf- iðir viðfangs, en það er bara skemmtilegt. Breki hjá Versló: Mér líst mjög vel á MA-ingana og þeir hafa svip- aðan keppn- isstíl og við. Ég held þetta verði hörkurimma. FÓLK Í FRÉTTUM 68 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ   Í HLAÐVARPANUM         23. sýn. í kvöld þri. 10. apríl kl. 21.00 24. sýn. fim. 19. apríl kl. 21.00 25. sýn. lau. 21. apríl kl. 21.00 26. sýn. fös. 27. apríl kl. 21.00              !!""#$%"" &&&'   ' ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00: ()*!+,-*   *./ &(  . =9     00(  77=9     0+(  7>=9     06(  7&=9 .     0 (  7=> (  &=> 7(  6=> 1*23*4!52**2(** 6. 72 78.& . (  =9   09(  7=9   0>(  +=9   0 &(  6=9   00( 70=9   0+(  =>    06( 9=>     0 (   =>     0 ( =>     07(  0=>     0+=> .     0 6=> 7>=>  7&=>  => )( 9)253 +  3. 17 =9   0 7=9 '#:      ';%   0 7+=9   0  76=9 ;%'<%   0 >=> & .       7      7=>   0 => .     0 &=>  7 => 7=>0 79=>   => 8 =>*?++(5**     . # 77=9 9   0  7+=9 9     76=9 9      0 .     0 &=> 9     0 => 9  7 => 9  79=> 9 Smíðaverkstæðið kl. 20.00: )( 9)253 +  3. ? . =9     77=9     7>=9      7&=9   0 7=>      &=>     6=>   ' Litla sviðið kl. 20.30: 3=0>*23* -  @A> . 17 =9  7=9BA   C  &&&'  D '     E  D ' #         A   .  'F ' '#<#G0 A' ' '#<;%'     )  C        7  7  9  7  +  7  A  .      '#<H#I. A C C  'B J:;#J%%' &&&'    ' Stóra svið BLÚNDUR & BLÁSÝRA e. Joseph Kesselring Fös 20. apríl kl. 20 6. sýning Lau 28. apríl kl. 19 SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason Lau 21. apríl kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Fös 27. apríl kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Fös 4. maí kl. 20 – NOKKUR SÆTI LAUS AUKASÝNINGAR V. MIKILLAR EFTIRSPURNAR MENNINGARVERÐLAUN DV 2001 MÓGLÍ e. Rudyard Kipling Sun 22. apríl kl 14 – ÖRFÁ SÆTI LAUS ATH: Sýningin er túlkuð á táknmáli Sun 29. apríl kl 14 – NOKKUR SÆTI LAUS Sun 6. maí kl. 14 Sun 13. maí kl. 14 SÍÐUSTU SÝNINGAR! ÍD KRAAK EEN OG KRAAK TWEE eftir Jo Strömgren POCKET OCEAN eftir Rui Horta Sun 22. apríl kl. 20 Sun 29. apríl kl. 20 LISTDANSSKÓLI ÍSLANDS VORSÝNING Mið 11. apríl kl. 20 Litla svið - Valsýningar KONTRABASSINN eftir Patrick Süskind Fim 19. apríl kl. 20 Fös 20. apríl kl. 20 Lau 28. apríl kl. 19 Sun 29. apríl kl. 20 ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab Sun 22. apríl kl. 20 Fim 26. apríl kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Í VOR! PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Sun 29. apríl kl. 19 FRUMSÝNING: - UPPSELT Fös 4. maí kl. 20 - UPPSELT Lau 5. maí kl. 19 - UPPSELT Fös 11. maí kl. 20 Lau 12. maí kl. 19 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is 552 3000 SNIGLAVEISLAN KL. 20 flyst í Loftkastala vegna mikillar aðsóknar lau 21/4 örfá sæti laus fim 26/4 örfá sæti laus sun 29/4 örfá sæti laus Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20 sun 22/4 örfá sæti laus lau 28/4 laus sæti SJEIKSPÍR EING OG HANN LEGGUR SIG KL. 20 fös 27/4 örfá sæti laus Síðasta sýning! 530 3030 Opið 12-18 virka daga SNIGLAVEISLAN KL. 20 mið 11/4 UPPSELT fim 12/4 UPPSELT - Skírdagur Ath! Sýningar færast eftir 12/4 í Loftkastala Á sýningardögum er miðasalan opin fram að sýningu og um helgar opnar hún í viðkom- andi leikhúsi kl. 14 ef sýning er um kvöldið. Hópasala er í síma 530 3042 frá kl. 10-16 virka daga. midasala@leik.is — www.leik.is Í KVÖLD frumsýnir Fúría, leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík, dans- og söng- leikinn Cabaret eftir Joe Masteroff, í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. „Kabarett gerist í Berlín á fjórða áratugnum og seg- ir tvær ástarsögur,“ segir Charlotte Bøving leik- stjóri. „Annars vegar fjallar verkið um Sally, sem er dansari á Kit-Kat- klúbbnum, og Cliff, sem er Bandaríkjamaður ný- kominn til Berlínar. Hins vegar fjallar Kabarett um herra Schultz og fröken Schneider sem sömuleiðis fella hugi saman. Verkið fjallar einnig um flótta sögupersónanna frá veru- leikanum og hvernig þau forðast að horfast í augu við þá viðburði sem eiga sér stað í kringum þau í ólgu og uppgangi nasism- ans.“ Skólinn undirlagður Rut Reykjalín, fram- kvæmdastjóri sýning- arinnar, segir undirbún- inginn hafa verið mjög skemmtilegan: „Kvennó er 500 manna skóli, en það taka um 70 manns þátt í sýningunni, svo það er ekki að furða þótt skólinn sé hálf- partinn undirlagður þessa dagana. Við ákváðum að vera með söngleik í ár til að leyfa sem flestu hæfi- leikafólki að njóta sín, bæði leik- urum, söngvurum og dönsurum.“ Charlotte, sem hefur verið búsett hér á landi í hálft annað ár, segir undirbúninginn hafa tekist mjög vel. „Þetta er stór hópur og mikið verk unnið, en allir sem eru með eru mjög skipulagðir og það skilar sér. Það virðist stundum vanta aga hjá Íslendingum en þeir bæta það upp með atorkunni. Þegar síð- an agi og dugnaður fara saman geta krakkarnir gert frábæra hluti. Kvennahljómsveit – hér um bil Undirbúningur fyrir sýninguna hefur staðið lungann úr vetrinum. Í nóvember var verkið val- ið og lagað að aðstæðum. „Við þurftum að stytta það nokkuð og athuga hvort leikararnir okkar gætu valdið erfiðustu hlutverk- unum, en það eru nokkur mjög krefjandi hlutverk í söngleiknum.“ „Hins veg- ar höfum við sumstaðar haldið fast við upp- runalega handritið,“ bæt- ir Rut við. „Til dæmis er gert ráð fyrir að hljóm- sveitin í verkinu sé al- gjörlega skipuð kven- mönnum. Það hefur ekki verið gert þegar verkið hefur verið sýnt hér- lendis, nema núna fyrst, því við höfum smalað til okkar stúlkum úr tónlist- arskólum víðsvegar um bæinn. Við þurftum reyndar að svindla örlítið, því trommuleikarinn er strákur, en hann fer létt með að setja á sig hárkollu og fara í kjól.“ Sýningar fara fram í Íslensku óp- erunni og verða aðeins sex talsins, sú síðasta 18. apríl. Hægt er að nálg- ast frekari upplýsingar á heimasíðu sýningarinnar: www.Cabaret.is. Dans, söngur og ástir í Berlínarborg Morgunblaðið/Ásdís Þær voru fullar eftirvæntingar. Charlotte Bøving leikstjóri og Rut Reykjalín framkvæmdastjóri. Morgunblaðið/Ásdís Þau sýna okkur næturlíf Berlínar í Cabaret; Halla Logadóttir, Kári Allansson og Halla Vilbjörnsdóttir. Leikfélag Kvennaskólans sýnir Kabarett Yfirhafnir Neðst á Skólavörðustíg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.