Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 53
teyma og tuldra vel valin orð (henn- ar uppáhalds), andskotans djöfulsins, á löngum göngum.“ Vel hirt Þræta Ásetuverðlaun Félags tamninga- manna hlaut að þessu sinni Ingibjörg Friðriksdóttir sem tamdi og sýndi Val frá Hurðarbaki og Eiðfaxa- bikarinn sem veittur er þeim nem- anda sem hirðir hest sinn best hlaut Oddný Steina Valsdóttir en hún var með hryssuna Þrætu frá Úthlíð. Ekki verður annað séð en sérlega vel hafi tekist til hjá Jóhanni Þor- steinssyni sem annaðist tamninga- kennsluna í vetur, en sjálfur býr hann á Miðsitju í Skagfirði. Tryppin voru komin mjög vel á veg og greinilegt að mikil og góð reynsla Jóhanns í tamningum hefur skilað sér vel til misreyndra nemenda. Að launum fékk Jóhann mikla blóma- körfu frá nemdum með páskaeggi í og lof og þakkir. Mátti vel skynja af orðum Magnúsar B. Jónssonar rektors landbúnaðarháskólans að hugur er á að endurráða hann næsta vetur en það skýrist vænt- anlega síðar. Andrea Ruggeberg reynir hér að koma hesti sínum Fjarka í skilning um að þau hafi unnið gott dagsverk; þriðja sætið sé nú býsna gott, ekki satt. HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 53 Borgartúni 28,  562 2901 www.ef.is Viðarkamínur Toppgæði - falleg hönnun - 16 gerðir Dönsku Varde viðarkamínurnar hafa fengið hæstu einkunn hjá sænskum, dönskum og þýskum stofnunum fyrir hitagildi, öryggi, nýtingu á eldsneyti og litla mengun. Varde kamínurnar eru úr þykku stáli og með steyptan hurðarramma og brunahólf. Fást í svörtu, stálgráu og ýmsum litum. Verð frá kr. 69.900 „ÞETTA var það sem stefnt var á,“ sagði ný- bakaður skeifuhafi á Hvanneyri, Erlendur Ingvarsson, þar sem hann hampaði Morg- unblaðsskeifunni að lokinni skeifukeppni. „Maður mætti með sérvalinn fola úr Skarðsstóðinu sem við töldum líklegan til að fleyta mér í fyrsta sætið. Það komu tveir folar til greina,hinn var undan Loga frá Skarði og Svörtu- Maríu sem er Flosa- dóttir. Það má kannski segja að við frændur höfum valið rangan hest,“ og þar á Erlendur við Kristin Guðnason í Skarði, „hinn var taminn í vetur og gengur mjög vel með hann því Kjarkur var öðru vísi en við bjuggumst við. Hann var mjög styggur þegar byrjað var á honum en fljótur að læra öll grunn- atriði og aldrei hrekkti hann. Þegar hann hinsvegar fór að spekjast og treysta manni fór geðslagið að koma betur í ljós en hann reyndist mjög geðríkur. Og það er býsna mikið skap í honum þegar liggur sem verst á honum en hann spilar vel með manni þegar liggur vel á honum og á það til að vera mjög góður þegar best lætur. Hann hefur alla burði til að verða mjög góður hestur,“ segir Erlendur um hest sinn. Það vekur nokkra athygli að þú með þinn bakgrunn í hestamennsk- unni skulir velja Hvanneyri en ekki Hóla? „Við eigum það sameiginlegt frændurnir, ég og Kristinn í Skarði, að við höfum báðir meira gaman af sauðfé en hrossum þótt hann sé svona áberandi í hrossapólitíkinni. Hestamennskan er bara meira áberandi en sauðfjárstússið. Það er meira fjallað opinberlega um það þegar maður vinnur verðlaun á hestamóti en að fara með hrút á hrútasýningu. Ég kem frá blönduðu búi og það vakti meiri áhuga hjá mér að fá meiri breidd í námið. Minn draumur er að verða bóndi...“ Og þá í Skarði eða hvað? „Það er ekki gott að segja, það er óskrifað blað en í vor fer ég heim að Skarði og verð þar að störfum í sumar,“ svarar Erlendur að bragði. Áttu eitthvað af hrossum? „Jú, ég á eitthvað af hrossum og er aðeins að byrja að rækta. Við Fjóla Runólfsdóttir eigum saman fjögurra vetra undan Ófeigi frá Flugumýri og Djörfungu frá Skarði og er verið byrja á honum.“ Um tamningarnar á Hvanneyri segir Erlendur allt gott. „Aðstæð- urnar eru að flestu leyti góðar fyrir utan hesthúsið sem er orðið held ég fimmtugt og þyrfti að endurnýja. Ég er mjög ánægður með kennsl- una hjá Jóhanni í vetur. Hann er mér góð fyrirmynd og mál sem upp koma eru leyst í rólegheitum. Þá er hann ekkert mikið fyrir að vera að vesenast í gerði meira en nauðsyn krefur heldur er hann náttúrubarn sem vill ríða hrossunum í frelsinu. Við studdumst við hringgerðið í byrjun en fórum út um leið og fært var með trippin,“ sagði skeifuhafinn og bóndaefnið Erlendur að endingu. Minn draumur að verða bóndi Sigurstundin runnin upp hjá Erlendi sem situr Kjark við hlið Jóhanns kennara. Morgunblaðið/Valdimar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.