Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 29 HÁVARÐUR Tryggvason kontra- bassaleikari og Guðmundur Krist- mundsson víóluleikari halda tónleika í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði annaðkvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Á efnisskrá verða meðal ann- ars verk eftir J.S. Bach, Dittersdorf, Bartok, Sperger og Gliere. Hávarður er kontrabassaleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Jafn- framt kennir hann við Tónlistarskóla Reykjavíkur. Hann hefur bæði kom- ið fram sem einleikari og verið virk- ur í flutningi kammertónlistar hér heima og erlendis. Frá árinu 1990 hefur Guðmundur verið fastráðinn sem uppfærslumað- ur í víóludeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Guðmundur hefur leikið ein- leik með sinfóníuhljómsveitinni og einnig hefur hann komið fram með ýmsum kammerhópum hér heima og víða erlendis. Tónleikarnir eru skipulagðir af menningarmálanefnd Hornafjarðar í samstarfi við Félag íslenskra tónlist- armanna. Dúett í Pakkhúsinu á Höfn Guðmundur Kristmundsson víóluleikari og Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari. FYRIR kemur að veitingabúð Hafnarborgar er tekin undir sérsýn- ingar af hóflegri stærðargráðunni, þó naumast minni en í ýmsum full- gildum listhúsum borgarinnar. Rýmið slitið og takmarkað en inni- ber engu að síður ýmsa möguleika, þótt markviss kynning á eign stofn- unarinnar ætti að vera til muna eðli- legri og heilbrigðari athafnasemi, með tilliti til gestanna sem inni sitja. Um þessar mundir sýnir þar Alice Olivia Clarke níu mósaikmyndir úr steinflísum, sem hún sker eða brýt- ur, ásamt því að bæta við lárétt formferlið steinvölum sem listakon- an hefur sankað að sér á ferðum sín- um. Clarke, sem er af karabískum ættum en fædd í Kanada, hefur verið búsett á Íslandi sl. átta ár og hefur orðið fyrir ýmsum áhrifum af því umhverfi sem hún hefur kynnst hér á landi, sem á að vera gegnumgang- andi í verkum hennar. Af vinnu- brögðunum að dæma eru það helst jarðlitirnir sem höfða til hennar ásamt ljósinu sem sker þá, og svo farið sé í skynræna litafræði er stutt í upprunann og persónueinkennin að baki. Hátturinn sem Clarke nálgast við- fangið ber vott um að skreytikennd- in hafi enn sem komið er mun meiri ítök í vinnuferlinu en alhliða form- ræn átök, þannig er jafnaðarlega um lárétt flæði forma og lita að ræða yfir allan myndflötinn og það endurtekið á ýmsa vegu. Minnir um sumt á stuttar ljóðlínur og hendingar frem- ur en fullmótaðan bálk, eða eigum við heldur að orða það; lausmótaðar misskipulagðar þreifingar frekar en mótað þróunarferli. Mér skilst að þetta sé frumraun Clarke á sýningavettvangi, en ferill hennar er ekki tíundaður á litlum einblöðungi í formi sýningarskrár. Sé tilgátan rétt má hrósa gerandan- um fyrir einlæg, traust og metnaðar- full vinnubrögð, sem eru miklir kost- ir nú um stundir. Svo er einungis að sjá hvað setur um framhaldið… Steinflísaflæði MYNDLIST H a f n a r b o r g / k a f f i s t o f a Opið alla daga frá 11-18. Lokað þriðjudaga. Til 23. apríl. Aðgangur ókeypis. MÓSAÍK ALICE OLIVIA CLARKE Bragi Ásgeirsson Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Eitt af formsterkari mósaíkverkum Alice Olivia Clarke. Vor- og sumarlitirnir komnir Snyrtifræðingar frá Lancome verða í versluninni í dag og á morgun miðvikudag. Boðið er upp á förðun og persónulega ráðgjöf. Flottir kaupaukar að hætti Bleikt, bleikt, bleikt...... og sumarlegt Kringlan, sími 533 4533 annan hvern miðvikudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.