Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 60
FRÉTTIR 60 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁGÆTI lesandi. Þá erum við að vakna úr vetrar- dvalanum hjá Blómi vikunnar og er ekki vonum seinna. Blómin hér sunnan lands eru löngu farin að bæra á sér, a.m.k. þessi sem eru fljótust til, þótt Akureyringar þurfi að fresta skíðamóti vegna of mikils fannfergis er því ekki til að dreifa hér. Já, snjórinn mætti sannarlega dreifast jafnara. Annars er síð- vetrarsólin það versta sem ég veit, svona frá sjónarhorni garðeig- andans. Þegar er flennisól dag eftir dag og gjarnan næðingur og svo brunagaddur á nóttinni er erfitt að vera lítið barrtré. Á daginn fer „blóðið“ að streyma en jörðin er frosin, svo ekkert vatn kemst upp til að vega upp á móti útgufuninni. Þá er hætt við slæmum sólbruna og jafnvel algjörri sölnun þegar verst lætur. En sleppum svona svarta- gallsrausi og hugsum um vorið framundan. Ég hef stundum verið spurð hvers vegna blómstra páskaliljurnar aldr- ei á páskunum. Það er nú það. Pásk- arnir eru á þessu sífellda tímaflakki, sem erfitt er fyrir blessuð blómin að henda reiður á, það eru vetrarpásk- ar, sumarpáskar og allt þar á milli. Þessi grein er skrifuð viku fyrir páska og ég sé ekki betur en það geti verið farið að sjá í gult á nokkrum blómum á páskadag á þeim páska- liljum, sem standa við suðurhlið hússins. Ég sagði einmitt sjá í gult, því al- flestir setja órjúfanlegt samasem- merki við gula litinn og páskaliljur. Flestir þeir sem á annað borð horfa einhvern tímann á blóm eiga auðvelt með að lýsa páskaliljum, það eru þessar gulu með lúðurinn fram úr blóminu á mjóa leggnum með blöðin eins og gras. Einfalt mál. En í tilfell- inu páskaliljur er það hreint ekki einfalt. Páskaliljur tilheyra ættkvísl, sem kallast narcissus á lat- ínu og hefur fengið nafnið hátíðarliljur á okkar góða máli, orð sem nánast enginn notar. Grasafræðinga greinir á um hvað fjöl- skyldan er stór, þeir sem eru fyrir bláa blóðið segja 25 en aðr- ir segja svona 50-60. Verra er að það geta myndast blendingar í náttúrunni og svo hafa garðyrkjufræð- ingar komið til sög- unnar og farið að leika sér, svo nú eru til allt að 8.000 „sortir“. Uppruni hátíðalilja er þó á hreinu, þeirra náttúrulega vaxt- arsvæði er við Miðjarðarhafið, þær vaxa villtar allt frá Portúgal í vestri, á Spáni, í Frakklandi, Sviss, Júgó- slavíu og Grikklandi og líka í Norð- ur-Afríku. Meira að segja finnast sumar tegundir þeirra í Asíu, allt að Kína og Japan. Nafnið narcissus er komið úr grísku og til er grísk goðsögn um sveininn Narkissos, sem hafnaði einni fjallagyðjunni sem elskaði hann, en þegar hann sá spegilmynd sína í vatni varð hann svo hugfang- inn af eigin fegurð að hann gat ekki slitið sig frá myndinni og varð þar hungurmorða, en upp af líkama hans óx svo páskalilja. Þeir hafa löngum verið sjálfselskir, karlmenn- irnir. Sumir blása nú á grísku goða- fræðina og sjá skyldleika við orð sem merkir að svæfa, deyfa, Norð- urlandabúar nota orðið narkose, sem er rótskylt. Forn-Egyptar tengdu páskaliljur við svefninn eða dauðann og þeir bundu kransa úr páskaliljum, sem þeir krýndu hina dauðu með, þannig kransar hafa fundist í grafhýsum. Hvað um það, trúin á að narcissus-laukar væru eitraðir hefur lengi loðað við. Í heimsstyrjöldinni er sagt að Hol- lendingar hafi borðað ógrynni af túlipanalaukum til að vega upp á móti matarskorti, en að þeir hafi ekki snert páskaliljulauka. Reyndar voru þeir hakkaðir saman við hyas- intur og gefnir svínum! En víkjum aftur að blómunum, þessum stóru, gulu með lúðurinn. Þau eru ekki alltaf stór, gul með lúð- ur, stundum eru þau með bolla eða skál fram úr sér. Blómblöðin eru sex, og umhverfis fræfla og frævu vex svokölluð hjákróna, sem er breytileg að stærð og lögun og er iðulega notuð til að flokka þennan aragrúa sem til er af páskaliljum. Blómaliturinn er að vísu oftast gul- ur, en samt eru hvítir, rjómagulir eða rauðgulir litir algengir. Oft eru blómblöð og hjákróna með sitt hvorum litnum, svo sem mismun- andi gulum lit, eða blómblöðin hvít og hjákrónan gul, bleik eða jafnvel múrsteinsrauð. Líka eru til fyllt afbrigði af hátíðaliljum, sem líkjast jafnvel ósköp lítið þessum hefð- bundnu gulu lúðurblómum. Fjölbreytni hátíðalilja felst ekki aðeins í blómlit og lögun hjákrónu. Hæð þeirra er ákaflega mismun- andi. Til eru tegundir sem eru að- eins 10-15 cm og sóma sér mæta vel í steinhæð, aðrar verða 50-60 cm há- ar. Oftast er eitt blóm á hverjum stöngli, en þær eru líka til fjölblóma. Þær hátíðaliljur, sem ræktaðar eru inni á jólum, eru t.d. fjölblóma og sama gildir um ýmsar útitegundir eins og „Topolino“, sem er um 30 cm á hæð, fallega hvít með allt að sjö blóm á hverjum blómstöngli. Blómatími hátíðalilja er mjög mismunandi og nöfnin segja nokkuð til um blómgunartímann. Til eru febrúarliljur, páskaliljur, skírdags- liljur, hvítasunnuliljur og jóns- messuliljur. Með því að velja hátíða- liljum mismunandi stað í garðinum er unnt að hafa þær í blóma næstu tvo mánuði eða fram í miðjan júní. Margir kaupa litlar páskaliljur í pottum fyrir páskana, þá er um að gera að henda þeim ekki þó blómg- un ljúki, en setja þær út í garð þegar veður leyfir. Þær blómstra svo að vori í garðinum. Góða skemmtun og gleðilega páska. PÁSKA- LILJUR Páskaliljan Narcissus Salmon Trout kostaði þúsundir króna um 1950. VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 451. þáttur ÍSLENSKT vatn frá Iceland Spring fékk hæstu einkunn í flokki ókolsýrðs vatns þegar fjórir vínsérfræðingar Göteborgs-Posten voru föstudaginn 23. mars s.l. fengnir til að blind- smakka þær 54 gerðir vatns frá 13 löndum sem blaðamaður fann í hillum í Gautaborg. 17 gerðir voru ókolsýrð- ar og 38 kolsýrðar. Íslenska vatnið fékk fjóra af fimm mögulegum og var það vatn sem þrír af smökkurunum settu efst. Iceland Spring var eitt í efsta flokki með fjóra. Flestar hinar gerðirnar fengu þrjá. Þar í hópi var meðal ann- ars Evian frá Frakklandi sem er eitt- hvert söluhæsta vatn heims og sænskt kranavatn sem lætt var inn í könnunina. Nokkrar gerðir fengu tvo í einkunn. Eitt í botnsætinu var dýr- asta vatnið í flokki ókolsýrðs vatns, frá Whistler í Kanada. Það fékk ein- ungis einn af fimm mögulegum. Í grein á neytendasíðu Göteborgs- Posten kemur fram að það hafi verið mun erfiðara að gefa vatni einkunn en víni þar sem leitað er eftir eins miklu bragði og mögulegt er. Gott vatn á hins vegar ekki að hafa neitt bragð heldur vera hlutlaust, ferskt og hreint. Mikil aukning hefur orðið á neyslu vatns í umbúðum í Svíþjóð á undan- förnum árum. Aukningin í Svíþjóð hefur verið 65% á árabilinu 1992 til 2000 og nú er neysla hvers Svía 17 lítrar á ári eða alls 150,6 milljónir lítra árið 2000. Bar sigurorð af einu söluhæsta vatni heims Iceland Spring sigraði í blindsmökkun Göteborgs-Posten DR. ÞÓRHALLUR Eyþórsson flyt- ur fyrirlestur í boði Íslenska mál- fræðifélagsins miðvikudaginn 18. apríl kl. 17.15 í stofu 422 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist þágufalls- sýki, nefnifallssýki og þróun íslenska fallakerfisins. Í honum verður fjallað um orsök og uppruna ýmissa breyt- inga á frumlagsfalli í íslensku sem ekki sér enn fyrir endann á. Þórhallur Eyþórsson lauk MA- prófi í málvísindum, grísku og latínu frá Háskólanum í München 1986 og doktorsprófi við Cornell-háskóla 1995. Þórhallur gegndi rannsóknar- stöðu á vegum Vísindasjóðs á árun- um 1994 til 1997. Hann hefur verið stundakennari í málvísindum við Há- skóla Íslands, gistilektor við Har- vard-háskóla og gegnir nú rannsókn- arstöðu við Manchester-háskóla í Bretlandi. Fyrirlestur um þróun ís- lenska fallakerfisins ÞRJÚ námskeið fyrir stjórnendur verða haldin hjá Endurmenntunar- stofnun HÍ í apríl. Dagana 23. og 24. kennir Dr. Neil Katz á námskeiðinu Leiðtog- ar og lærdómur þar sem mark- miðið er að skapa skilning á marg- víslegum hlutverkum stjórnanda á nútímavinnustað. Með æfingum verður leitast við að kynna nýjar aðferðir í leiðtogastarfinu og styrkja hæfni og öryggi. Katz hef- ur kennt áður á vegum EHÍ meðal annars samningatækni sem kjara- nefndir launþegasamtaka hafa not- ið góðs af. Hann er höfundur fjöl- margra bóka og greina um samningatækni og lausn ágrein- ings. 23. apríl kennir Svíinn Mats Tallving á námskeiði EHÍ um þekkingarstjórnun en hann er kunnur ráðgjafi fyrirtækja og stofnana á sviði fjölmiðla- og upp- lýsingafræði. Námskeiðið er ætlað öllum sem vinna við starfsmannastjórnun, samskipti og upplýsingamiðlun á vinnustöðum. Farið verður í nauð- syn þess að þekkingarstjórnun sé virk í fyrirtækjum og stofnunum. Mats Tallving kennir einnig á námskeiði um innri upplýsingavefi dagana 24. og 25. apríl. Námskeið- ið er ætlað verkefnastjórum og öðrum sem sjá um uppbyggingu og uppfærslu á innri vef í fyr- irtækjum og stofnunum. Fjallað verður um hvernig skipuleggja má ýmsa þætti í miðl- un á fyrirtækjavef, þarfagreiningu, greiningu á markhópi, samninga við þá sem leggja til efni og þjálf- un og notagildi Vefjarins til lengri tíma. Frekari upplýsingar um þessi námskeið eru á vefsíðum Endur- menntunarstofnunar, www.endur- menntun.is, og þar er jafnframt hægt að skrá sig. Endur- menntun fyrir leiðtoga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.