Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Organisti Vegna ársleyfis organista óskum við eftir að ráða organista við Keflavíkurkirkju frá 1. maí 2001—30. apríl 2002. Umsóknir þurfa að berast fyrir 23. apríl 2001 til sóknarnefndar Keflavíkur- kirkju, Kirkjuvegi 25, Keflavík. Nánari upplýsingar gefur umsjónarmaður, Elías Guðmundsson, í síma 420 4300. Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju. Frá Kvennaskólanum í Reykjavík Laus eru til umsóknar kennslustörf við skólann næsta vetur í eftirtöldum greinum: Eðlisfræði 100% starf. Franska 100% starf. Umsóknarfrestur er til 27. apríl nk. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist skólanum á Fríkirkjuvegi 9. Ekki þarf sér- stakt umsóknareyðublað. Ráðningartíminn er frá 1. ágúst nk. Launakjör eru skv. samning- um kennarafélaga og ríkisins. Skólameistari og aðstoðarskólameistari veita nánari upplýsingar í síma 562 8077. Skólameistari. Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir félags- ráðgjafa Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga óskar eftir að ráða félagsráðgjafa eða starfsmann með hliðstæða menntun og reynslu af störfum innan félagsþjónustu. Viðkomandi bíður spennandi starf í nýrri stofnun enda kemur hann til með að gegna stóru hlutverki við áframhaldandi uppbyggingu félagsþjónustu á Snæfellsnesi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigþrúður Guðmundsdóttir forstöðumað- ur í síma 430 7800 (vs.) eða 436 6601 (hs.). Um- sóknir þurfa að berast Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ, fyrir 19. apríl nk. Á starfssvæði Félags- og skólaþjónustu Snæ- fellinga búa tæplega 4.000 manns, flestir á þéttbýlisstöðunum Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík og Hellissandi. Á Snæfellsnesi er kraftmikið og fjölbreytt mannlíf, ægifögur nátt- úra og greiðar samgöngur til og frá höfuðborg- arsvæðinu. Laus störf við Framhaldsskólann á Húsavík Á næsta skólaári eru eftirtalin störf við Fram- haldsskólann á Húsavík laus til umsóknar: Staða aðstoðarskólameistara, námsráð- gjafa og umsjónarmanns tölvumála. Þetta eru hlutastörf (50%) og gert er ráð fyrir að viðkomandi kenni einnig við skólann. Þá eru lausar kennarastöður í: Stærðfræði, viðskipta- og tölvugreinum, dönsku (1/2 staða) og sálfræði (1/2 staða). Einnig stundakennsla í sérgreinum almennrar námsbrautar. Launakjör samkv. kjarasamningum KÍ og ríkis- ins. Auk þess eru sérstök húsnæðiskjör og flutningsstyrkur í boði! Ekki er nauðsyn að sækja um á sérstökum eyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 25. apríl og upplýsingar veita skólameistari og Gunnar Baldursson, aðstoðarskólameistari, í síma 464 1344. Guðmundur Birkir Þorkelsson, skólameistari. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TILKYNNINGAR   Kaupi bækur og bókasöfn. Upplýsingar í síma 898 9475. Listmunir Erum að taka á móti verkum fyrir næsta list- munauppboð sem verður haldið í maí. Fyrir viðskiptavini leitum við að góðum verk- um gömlu meistaranna. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14—16, sími 551 0400. ÝMISLEGT Landssamtökin Þroskahjálp í samvinnu við félagsmálaráðuneytið, Mannréttindaskrif- stofu Íslands og Norræna samvinnuráðið um málefni þroskaheftra, boða til ráðstefnu helgaðri minningu Ástu B. Þorsteinsdóttur, alþingismanns og fyrrverandi formanns Landssamtakanna Þroskahjálpar. „Þetta gæti aldrei gerst hér“ Ráðstefna um réttaröryggi og réttindagæslu fatlaðra á Grand Hóteli mánudaginn 23. apríl 2001. Fundarstjórar: Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri í Reykjavík, og Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu. Á milli erinda verða lesin ljóð eftir Ásdísi Jennu Ástráðsdóttur og Bjöllukór Tónstofu Valgerðar spilar 8.30-9.30 Afhending ráðstefnugagna. 9.30 Ávarp. Gerður Steinþórsdóttir, varaformaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Ljóð 9.40-9.50 Setning. Ásdís Jenna Ástráðsdóttir. Ljóð 9.50-10.10 Jafnræðisreglan - um réttinn til að vera öðruvísi Brynhildur Flóvenz lögfræðingur. 10.10-10.20 Fyrirspurnir og umræður 10.20-10.40 Kaffi 10.40-11.05 Starf og verkefni Umboðsmanns fatlaðra í Svíþjóð. Hans von Axelson, skrifstofustjóri umboðsmanns fatlaðra í Svíþjóð. 11.05-11.20 Fyrirspurnir og umræður 11.20-11.45 Jafnrétti og þátttaka Starfsemi miðstöðvar um jafnrétti fatlaðra í Damnmörku. John Möller, framkvæmdastjóri LEV, fulltrúi félagsmálaráðherra í stjórnarnefnd um málefni fatlaðra í Danmörku. 11.45-12.00 Fyrirspurnir og umræður. 12.00-13.00 Matur. 13.00-13.25 Reynsla Norðmanna af löggjöf til að afmarka og hafa eftirlit með beitingu nauðungar í þjónustu við þroskahefta. Sidsel Grasli, formaður norsku þroskahjálparsamtakanna og nefndarmaður í eftirlitsnefnd um framkvæmd laganna. 13.25-13.40 Fyrirspurnir og umræður. 13.40-14.00 Er þörf á aukinni réttindagæslu fyrir fólk með fötlun á Íslandi? Hvað fela ný lagafrumvörp í sér? Halldór Gunnarsson, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar 14.00-14.15 Fyrirspurnir og umræður. Bjöllukór 14.15-14.30 „Maður verður að berjast fyrir rétti sínum.“ María Hreiðarsdóttir formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun 14.30-15.00 Kaffi Bjöllukór 15.00-16.00 Pallborð: Hvernig verður réttaröryggi fatlaðra best tryggt á Íslandi? Stjórnandi: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Þátttakendur: Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismað- ur, Ragnheiður Thorlacius, foreldri og lögfræðingur, Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmað- ur, Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. 16.00-16.10 Ráðstefnuslit. Halldór Gunnarsson, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar Að lokinni ráðstefnu býður félagsmálaráðherra upp á léttar veitingar. Skráning þátttöku er á skrifstofu Landssamtakanna Þroskahjálpar, sími 588 9390, fax: 588 9272, eða tölvupóstfang: afgreidsla@throskahjalp.is Þátttökugjald er kr. 6.500, fatlaðir og foreldrar greiða 3.500 kr. Innifalinn í þátttöku- gjaldi er hádegisverður og kaffi. Erlendir fyrirlestrar verða þýddir á íslensku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.