Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 66
DAGBÓK 66 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: An- ine Maleen og Frank koma í dag. Volstad Viking fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Avens kemur í dag. Sunnuberg kom í gær. Tönsnes kom og fór í gær. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17–18. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–16.30 opin handavinnustofan, áhersla á bútasaum, kl. 9–12 bókband og öskju- gerð, kl. 9.30 dans- kennsla, Sigvaldi, kl. 13–16.30 opin smíða- stofa, trésmíði/ útskurður, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Aflagrandi 40. Enska kl. 10 og kl. 11. Farið verður í leikhúsið fimmtudaginn 26. apríl í Loftastalann að sjá „Sniglana“. Rútuferð frá Aflagranda. Upplýs- ingar og skráning í Aflagranda, sími 562- 2571. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 handavinna og fótaaðgerðir, kl. 10 sund, kl. 13–16 leirlist. Bingó og dans verður föstudaginn 20. apríl kl. 14. Vinabandið skemmtir með hljóð- færaleik og söng. Allir velkomnir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Leikfimi í íþróttasal á Hlaðhömrum, þriðjud. kl. 16. Uppl. hjá Svan- hildi í s. 586 8014 kl. 13– 16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fótanuddi, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 hárgreiðsla og böðun, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handa- vinna. Kl. 14.45 söng- stund í borðsal með Jónu Bjarnadóttur. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Saumur kl. 13, brids kl. 13.30. Á morgun verður línudans kl 11, mynd- mennt kl. 13 og píla kl. 13.30. Leikhúsferð í Þjóðleikhúsið að sjá „Syngjandi í rigning- unni“ 4. maí, skráning í Hraunseli. Sigurbjörn Kristinsson verður með málverkasýningu í Hraunseli fram í maí. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Ferð í Þjóð- leikhúsið miðvikudaginn 11. apríl kl. 20. Rúta frá Kirkjulundi kl. 19.15. Miðar afgreiddir mánu- daginn 9. apríl kl. 11-13 í Kirkjulundi. Næst verður spilað í Kirkju- lundi 17. apríl kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Skák í dag kl. 13.30, og alkort spilað kl. 13.30. Söngfélag FEB, kóræfing kl. 16.30. Mið- vikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu kl. 9.45 frá Hlemmi. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB nk. miðvikudag 11. apríl kl. 10.30–11.30. Panta þarf tíma. Dagana 27.- 29. apríl verður 3 daga ferð á Snæfellsnes. Gististaður: Snjófell á Arnarstapa. Áætlað að fara á Snæfellsjökul. Komið að Ólafsvík, Hell- issandi og Djúpalóns- sandi. Einnig verður lit- ið á slóðir Guðríðar Þorbjarnardóttur. Brottför frá Ásgarði Glæsibæ 27. apríl kl. 9. Skráning hafin. Silf- urlínan opin á mánudög- um og miðvikudögum frá kl. 10–12. Ath. Opn- unartími skrifstofu FEB er frá kl. 10–16. Upplýs- ingar í síma 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður og fleira, kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.45 Bón- usferð. Félagsst. Furugerði 1. Miðvikudaginn 11. apríl verður farið í Listasafn Íslands að sjá sýn- inguna frá Petit Palais- safninu í París, „Nátt- úrusýnir“. Lagt verður af stað kl. 13. Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi 10. apríl í síma 553- 6040. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. glerskurður, umsjón Helga Vilmund- ardóttir, kl. 13 boccia. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 9.30 glerlist, handa- vinnustofa opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 14 boccia, kl. 14.30 enska, þriðju- dagsganga er frá Gjá- bakka kl. 14. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 jóga og ganga, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum, kl. 14 boccia. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna og hárgreiðsla. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 postulínsmálun, kl. 9–17 fótaaðgerðir, kl. 9–12 glerskurður, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12.15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13–16.30 myndlist, kl. 13–17 hárgreiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 9–16.45 opin handavinnustofan, tré- skurður. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 búta- saumur, tréútskurður og frjáls spilamennska. Sýning á vatnslita- myndum (frum- myndum) eftir Erlu Sig- urðardóttur úr bókinni „Um loftin blá“ eftir Sigurð Thorlacius verð- ur frá 30. mars til 4. maí alla virka daga frá kl. 9– 16.30. Allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, myndlist og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerðir, kl. 11 boccia, kl. 13 handmennt og keramik, kl. 14 félagsvist. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað í kvöld kl. 19. Allir eldri borgarar velkomnir. Félag ábyrgra feðra heldur fund í Shell- húsinu, Skerjafirði, á miðvikudögum kl. 20, svarað í síma 552 6644 á fundartíma. Eineltissamtökin halda fundi í Túngötu 7 á þriðjudögum kl. 20. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum, Laugardalshöll, kl. 12. Kvenfélag Hreyfils. Kökusala verður í Kringlunni miðvikudag- inn 11. apríl. Sinawik í Reykjavík heldur fund í kvöld kl. 20 í Sunnusal Hótels Sögu. Gestur kvöldsins verður Hermundur Rós- inkrans Sigurðsson talnaspekingur. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Minningarkort Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Stang- arhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysa- varnafelagid@lands- bjorg.is Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum kvennadeild- ar RRKÍ á sjúkrahúsum og á skrifstofu Reykja- víkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568-8188. Í dag er þriðjudagur 10. apríl, 100. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. (Sálm. 118, 1.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. ÞAÐ er alltaf gleðiefni þeg- ar fólk sýnir umferðarör- yggismálum áhuga og vill láta gott af sér leiða í þeim efnum. Reynir B. Egilsson óskaði eftir í bréfi í Velvak- anda miðvikudaginn 4. apríl sl. að gerðar yrðu stuttar fræðslumyndir um akstur á að- og fráreinum, eins og t.d. við Bústaðabrúna. Þetta er góð hugmynd og full ástæða til að kanna möguleika á slíkri mynd- gerð. Mun það verða skoðað í samhengi við önnur verk- efni sem unnið er að. Mynd um þetta atriði var reyndar gerð fyrir nokkrum árum og hefur mikið verið sýnd í sjónvarpi. Sú hugsun sem fram kemur í bréfi Reynis er af hinu góða, að reyna að láta umferðina ganga greiðar og betur og þá með eins miklu öryggi og kostur er. Sigurður Helgason upplýsingafulltrúi Umferðarráðs. Bræðurnir Ormssynir ÞAKKIR til Magnúsar Þor- steinssonar fyrir málvernd- arskrif og einkum fyrir að benda á afturkreistinginn „Bræðurnir Ormsson“. Heldur þótti mér Jón Að- alsteinn Jónsson lúta lágt að taka upp hanskann fyrir þessa ómerkilegu dönsku- slettu sem bendir til þess að hann sé búinn að læra yfir sig í fræðunum. Hann og fleiri mættu gjarnan minn- ast þess að hreinasta og besta íslenskan var töluð af bænda- og almúgafólki sem ekki hafði lært stakt orð í mál- eða setningafræði. Með þökk fyrir birtinguna. Reynir Eyjólfsson, Eyrarholti 6, Hf. Fyrirspurn til Reikni- stofu bankanna HVERNIG stendur á þess- um eilífu bilunum hjá ykk- ur? Það gerist mörgum sinnum í viku að bankarnir geta ekki gefið upp stöðu reikningseiganda og bera fyrir sig bilun hjá ykkur. Einnig lendir maður oft í því að hraðbankarnir eru óvirkir sökum bilana. Er ekki hægt að koma þessu í lag? Auðvitað getur alltaf eitthvað bilað en þetta ger- ist orðið ansi oft. Helga. Hraðakstur í Þingholtunum HVERNIG er þetta með ökumenn í dag? Þeir keyra þröngar götur í Þingholtun- um á allt of miklum hraða. Hámarkshraðinn þar er 30 km. Þarna eru börn að leik og mikið af eldra fólki sem þarna býr. Göturnar í Þing- holtunum eru ekki gerðar fyrir hraðaakstur. Er ekki hægt að hægja aðeins á sér og bera virðingu fyrir íbú- um Þingholtanna. Þeir vilja geta búið í öruggu umhverfi fjarri ökuföntum nútímans. Edda. Þakkir til RÚV MARÍA hafði samband við Velvakanda og vildi senda RÚV þakkir fyrir frábæran þátt sem er í ríkissjónvarp- inu á sunnudagskvöldum og heitir Hálendingurinn. Þessi þáttur er frábær skemmtun. Hann er bæði fyndinn og einnig spilar hann á mannlegar tilfinn- ingar. Ríkissjónvarpið mætti sýna meira af slíkum þáttum. Hafið mínar bestu þakkir fyrir frábæra skemmtun á sunnudags- kvöldum. Tapað/fundið Úr tapaðist MIÐVIKUDAGINN 28. mars sl. tapaði ég úrinu mínu sem er í hálskeðju. Úrið er í gullumgjörð, bakið er svart með gylltu blómi og á að hanga í gullkeðju sem hefur örugglega slitnað. Úrið hefur mikið tilfinning- arlegt gildi hjá mér svo ég bið þann sem fundið hefur gripinn að hafa samband við mig í síma 695-2592 Arndís. Dýrahald Brandur er ennþá týndur NÚ er Brandur búinn að vera týndur í rúma viku. Hann er níu mánaða gam- all, brúnbröndóttur og er/ var með fjólubláa hálsól með rauðu merki og er eyrnamerktur. Hann á heima á Kirkjubraut 11 Sel- tjarnarnesi. Ef einhver hef- ur séð hann, vinsamlegast látið vita í síma 899-1218, 551-8190 eða 899-2827. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Svar við fyrirspurn Víkverji skrifar... SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn hef-ur fullkomlega misboðið Vík- verja og mörgum viðmælendum hans með auglýsingum sínum um hnefaleikaeinvígi Naseems Hamed („prinsins“) og Antonios Barrera. Sjónvarpsstöðin auglýsti í blöðum, á strætisvagnaskýlum og víðar: „Blæðir prinsinum í kvöld?“ og „Rennur blátt blóð?“ og birti myndir af bláum „blóðslettum“. Hér er beinlínis verið að kynda undir blóðþorsta og þá furðulegu ánægju, sem sumir virðast hafa af því að horfa á aðra meiða sig og láta berja vitið úr hausnum á sér. Heldur fólk að það dragi úr lík- amsárásum og barsmíðum þegar það er auglýst úti á götum eins og ekkert sé að nú sé líklegt að menn fái að sjá blóð renna í beinni út- sendingu í sjónvarpinu? Víkverja finnst þetta ekki sæmandi þessari sjónvarpsstöð og ekki heldur þeim fyrirtækjum, sem leggja nafn sitt við auglýsinguna og kenna sig sum hver við líkamsrækt. x x x HINS vegar fannst Víkverjaágætur húmor í auglýsingum Íslenzkrar getspár um fjórfaldan lottópott um helgina: „Hugsaðu þér allar paprikurnar sem þú gæt- ir keypt!“ Grænmetishneykslið mikla er til umræðu hvar sem tveir eða fleiri hittast þessa dag- ana; í heitu pottunum, í ferming- arveizlunum og á kaffihúsunum. Víkverji bíður spenntur eftir út- spili grænmetisframleiðenda og dreifingarfyrirtækja, sem hljóta að gera tilraun til að rétta af ímynd sína hjá almenningi. x x x VÍKVERJA finnst skrýtið að íÞjóðleikhúsinu skuli vera hægt að borga með rafrænum pen- ingum (þ.e. greiðslukortum) í miðasölunni og á barnum, en ekki í sælgætissölunni. Sumir eru sólgnir í sælgæti, aðrir í kaffi eða áfengi. Af hverju að gera upp á milli þeirra? x x x SKRIFARI hefur tekið eftir þvíað í auglýsingum um farang- ursbox, sem skrúfuð eru ofan á topp bifreiða, eru þau kölluð „tengdamömmubox“. Víkverja kom þetta spánskt fyrir sjónir og hann spurðist fyrir um hvað þetta ætti að merkja. Hann fékk þau svör hjá bílfróðum mönnum að þarna væri verið að vísa til þess að boxin væru hentug til að geyma tengdamömm- una í á fjölskylduferðalögum! Þetta fannst Víkverja nú ekki bera vott um mikinn hlýhug í garð tengdamæðra og ef þetta er rétt orðskýring hljóta þeir, sem aug- lýsa svona, að vera í vondum mál- um hjá tengdamæðrum sínum. Víkverji á yndislega tengda- mömmu og myndi aldrei aka um með hana á toppi fjölskyldubílsins. x x x NÚ ERU farfuglarnir að byrjaað tínast til landsins og gam- an er að vekja athygli smáfólksins á fuglunum og kenna því að þekkja þá. Víkverji frétti af fjölskyldu, sem á hverju vori fer í keppni um það hver sjái lóuna fyrstur og sá fær verðlaun, sem verður hlut- skarpastur. Víkverji vill mæla með Íslenzka fuglaspilinu, sem barnið á heimilinu fékk í jólagjöf. Þetta er bráðsniðugt spil, sem kennir börn- unum að þekkja bæði útlit og hljóð fuglanna og kemur sér örugglega vel fyrir þá, sem vilja verða fund- vísir á farfuglana. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 ræma, 8 landið, 9 un- aðar, 10 miskunn, 11 líf- færa, 13 hinn, 15 höfuð- fats, 18 styrk, 21 málmur, 22 afla, 23 alda, 24 sýkn- ar. LÓÐRÉTT: 2 deilur, 3 kona, 4 þvinga, 5 sárið, 6 bráðum, 7 hæð- ir, 12 veiðarfæri, 14 tangi, 15 sjávar, 16 rýja, 17 staut, 18 flönuðu, 19 öndunarfæri, 20 vegg. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hopar, 4 búkur, 7 molla, 8 rófan, 9 róm, 11 aurs, 13 eira, 14 ótukt, 15 segl, 17 afar, 20 odd, 22 brýnt, 23 æskan, 24 aktar, 25 draga. Lóðrétt: 1 hemja, 2 pólar, 3 róar, 4 barm, 5 kafli, 6 ranga, 10 ólund, 12 sól, 13 eta,15 subba, 16 grýtt, 18 fokka, 19 renna, 20 otar, 21 dæld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.