Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Halda nýju reglurnar, Grétar minn, bara einn í einu. Forvarnarstarf í framhaldsskólum Leið til heil- brigðara lífernis FYRIR skömmu varhaldinn fundur umforvarnir í fram- haldsskólum en hann sátu forvarnarfulltrúar frá langflestum framhalds- skólum landsins. Stefán Þór Sæmundsson, mennta- skólakennari og forvarnar- fulltrúi við Menntaskólann á Akureyri, var frummæl- andi. Hann var spurður hvort þarna hefði verið um nýmæli að ræða? „Við höldum tvo fundi á skólaári. Þetta er fjöl- mennasti fundurinn um þetta efni sem haldinn hef- ur verið. Árið 1997 komst þessi starfsemi á laggirnar þegar Árni Einarsson hjá Fræðslumiðstöð í fíkni- vörnum og Sigríður Hulda Jónsdóttir námsráðgjafi voru fengin til þess af menntamálaráðu- neyti að byggja upp forvarnar- starf í framhaldsskólum landsins.“ – Hvað kom fram á þessum fundi? „Það kom fram að núna eru komnir forvarnarfulltrúar í nánast alla framhaldsskóla landsins. Yfir- leitt eru það kennarar sem taka þetta að sér í hlutastarfi, námsráð- gjafar eða hjúkrunarfræðingar. Það kom fram að þörfin hefur greinilega verið fyrir hendi því að bæði í kjölfar hækkunar á sjálf- ræðisaldri og aukins framboðs á fíkniefnum hefur reynst nauðsyn- legt að hlúa betur að nemendum og veita þeim stuðning. – Er ekki nokkuð seint að hefja forvarnarstarf í framhaldsskól- um? „Nei, það er sjálfsagt aldrei of seint en að mínu mati þyrfti að vera markviss forvarnarlína í skólakerfinu, allt frá leikskólaaldri og til loka framhaldsskóla. For- varnir í framhaldsskóla snúast ekki aðeins um fræðslu, boð og bönn, nemendur eru vel upplýstir í framhaldsskóla. Þetta er meira spurning um að styrkja nemend- ur, leggja áherslu á heilbrigðan lífsstíl og félagslíf og efla almenna lífsleikni þeirra.“ – Hvað hefur reynst best í þess- um efnum það sem af er? „Í hverjum skóla hafa forvarn- arfulltrúar bæði boðið upp á trún- aðarviðtöl fyrir einstaklinga og markað forvarnarstefnu fyrir skólann. Leiðirnar hafa þó verið svolítið misjafnar. Hvatt hefur verið til heilbrigðs félagslífs og reynt að standa fyrir áfengislaus- um skemmtunum, sem ekki var vanþörf á. Það hafa verið haldnar forvarnarvikur og fyrirlestrar. En það sem virðist kannski reynast best í þessu öllu er að virkja krakkana sjálfa og gera það að eðlilegum þætti í skólalífi og félagsstarfi að stunda heilbrigðan lífsstíl, að minnsta kosti að leggja áherslu á þann valkost. Ef aldrei er neitt í boði nema fylliríisböll þá fara krakkarnir þang- að, ef fleira er í boði er frekar hægt að beina áhuga þeirra að öðru.“ – Hvað með beinar bindindishreyfingar og reykinganámskeið? „Bindindishugsjónin gamla virðist ekki eiga upp á pall- borðið en ég get fullyrt eftir að hafa kannað það hjá nemendum að mikill meirihluti er á móti reyk- ingum og ólöglegum eiturlyfjum. Nánast allir á móti því síðast- nefnda. En flestir viðurkenna áfengi sem vímugjafa en vilja að það sé notað í hófi. Nokkrir skólar hafa boðið upp á reykinganám- skeið.“ – Bjóðið þið mjög drykkfelldum nemendum upp á aðstoð við að komast í meðferð? „Fyrst og fremst erum við að sinna fyrsta og annars stigs for- vörnum, þ.e. leiðbeiningum og fræðslu, en sumir forvarnar- fulltrúar hafa sjálfir reynt að að- stoða nemendur sem drekka of mikið. Meginreglan er þó sú að hjálpa slíkum nemendum að kom- ast í viðtöl hjá ráðgjöfum eða í meðferð, eins og dæmin sýna.“ – Falla margir nemendur frá námi vegna óreglu? „Já, hluti af skýringunni á nokk- uð háu brottfalli nemenda úr fram- haldsskólum er óregla. Það er ljóst að nemendur sem eru komnir út í harðari fíkniefni flosna upp úr skóla.“ – Hvaða niðurstöðum komust þið að á fundinum? „Fyrst og fremst var ánægju- legt hvað forvarnarstarf er orðið virkt í mörgum framhaldsskólum og hvað í raun mörgum nemend- um hefur verið hjálpað. Það eru svo margar hjálparhendur í boði núna svo krakkarnir eiga ekki að þurfa að sökkva eins djúpt og gerðist áður fyrr. Áður var óreglu- sömum nemendum sem brutu skólareglur yfirleitt vís- að tafarlaust úr skóla en nú er þeim vísað til forvarnarfulltrúa og í samvinnu við hann fá þeir tækifæri til að bæta ráð sitt.“ – Hver er framtíðar- sýnin í þessu forvarnar- starfi? „Ég hugsa að starfið verði svipað næstu fimm árin en eftir það munum við væntanlega fara að fá nemendur sem hafa til- einkað sér meiri lífsleikni í grunn- skólanum. Lífsleikni er jú kennd núna í grunnskólum og árangur- inn af því starfi, ef vel tekst til, ætti að skila sér síðar inn í framhalds- skólana. Þá verður hægt að byggja ofan á það starf, það tel ég tilefni til bjartsýni.“ Stefán Þór Sæmundsson  Stefán Þór Sæmundsson fædd- ist á Akureyri 1962. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri 1982 og BA- prófi í íslensku frá Háskóla Ís- lands 1989, próf í uppeldis- og kennslufræði tók hann frá Há- skólanum á Akureyri 1996. Hann hefur starfað við blaðamennsku á Degi á árunum 1986 til 1994, eft- ir það hefur hann verið íslensku- kennari við Menntaskólann á Ak- ureyri. Hann hefur og sinnt fjarkennslu, stundakennslu, blað- mennsku og ritstörfum. Stefán er kvæntur Björgu Sigurvinsdóttur leikskólakennara og eiga þau Auði og Sindra. Markviss for- varnarlína þyrfti að vera frá leik- skólum til loka fram- haldsskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.