Morgunblaðið - 10.04.2001, Page 8

Morgunblaðið - 10.04.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Halda nýju reglurnar, Grétar minn, bara einn í einu. Forvarnarstarf í framhaldsskólum Leið til heil- brigðara lífernis FYRIR skömmu varhaldinn fundur umforvarnir í fram- haldsskólum en hann sátu forvarnarfulltrúar frá langflestum framhalds- skólum landsins. Stefán Þór Sæmundsson, mennta- skólakennari og forvarnar- fulltrúi við Menntaskólann á Akureyri, var frummæl- andi. Hann var spurður hvort þarna hefði verið um nýmæli að ræða? „Við höldum tvo fundi á skólaári. Þetta er fjöl- mennasti fundurinn um þetta efni sem haldinn hef- ur verið. Árið 1997 komst þessi starfsemi á laggirnar þegar Árni Einarsson hjá Fræðslumiðstöð í fíkni- vörnum og Sigríður Hulda Jónsdóttir námsráðgjafi voru fengin til þess af menntamálaráðu- neyti að byggja upp forvarnar- starf í framhaldsskólum landsins.“ – Hvað kom fram á þessum fundi? „Það kom fram að núna eru komnir forvarnarfulltrúar í nánast alla framhaldsskóla landsins. Yfir- leitt eru það kennarar sem taka þetta að sér í hlutastarfi, námsráð- gjafar eða hjúkrunarfræðingar. Það kom fram að þörfin hefur greinilega verið fyrir hendi því að bæði í kjölfar hækkunar á sjálf- ræðisaldri og aukins framboðs á fíkniefnum hefur reynst nauðsyn- legt að hlúa betur að nemendum og veita þeim stuðning. – Er ekki nokkuð seint að hefja forvarnarstarf í framhaldsskól- um? „Nei, það er sjálfsagt aldrei of seint en að mínu mati þyrfti að vera markviss forvarnarlína í skólakerfinu, allt frá leikskólaaldri og til loka framhaldsskóla. For- varnir í framhaldsskóla snúast ekki aðeins um fræðslu, boð og bönn, nemendur eru vel upplýstir í framhaldsskóla. Þetta er meira spurning um að styrkja nemend- ur, leggja áherslu á heilbrigðan lífsstíl og félagslíf og efla almenna lífsleikni þeirra.“ – Hvað hefur reynst best í þess- um efnum það sem af er? „Í hverjum skóla hafa forvarn- arfulltrúar bæði boðið upp á trún- aðarviðtöl fyrir einstaklinga og markað forvarnarstefnu fyrir skólann. Leiðirnar hafa þó verið svolítið misjafnar. Hvatt hefur verið til heilbrigðs félagslífs og reynt að standa fyrir áfengislaus- um skemmtunum, sem ekki var vanþörf á. Það hafa verið haldnar forvarnarvikur og fyrirlestrar. En það sem virðist kannski reynast best í þessu öllu er að virkja krakkana sjálfa og gera það að eðlilegum þætti í skólalífi og félagsstarfi að stunda heilbrigðan lífsstíl, að minnsta kosti að leggja áherslu á þann valkost. Ef aldrei er neitt í boði nema fylliríisböll þá fara krakkarnir þang- að, ef fleira er í boði er frekar hægt að beina áhuga þeirra að öðru.“ – Hvað með beinar bindindishreyfingar og reykinganámskeið? „Bindindishugsjónin gamla virðist ekki eiga upp á pall- borðið en ég get fullyrt eftir að hafa kannað það hjá nemendum að mikill meirihluti er á móti reyk- ingum og ólöglegum eiturlyfjum. Nánast allir á móti því síðast- nefnda. En flestir viðurkenna áfengi sem vímugjafa en vilja að það sé notað í hófi. Nokkrir skólar hafa boðið upp á reykinganám- skeið.“ – Bjóðið þið mjög drykkfelldum nemendum upp á aðstoð við að komast í meðferð? „Fyrst og fremst erum við að sinna fyrsta og annars stigs for- vörnum, þ.e. leiðbeiningum og fræðslu, en sumir forvarnar- fulltrúar hafa sjálfir reynt að að- stoða nemendur sem drekka of mikið. Meginreglan er þó sú að hjálpa slíkum nemendum að kom- ast í viðtöl hjá ráðgjöfum eða í meðferð, eins og dæmin sýna.“ – Falla margir nemendur frá námi vegna óreglu? „Já, hluti af skýringunni á nokk- uð háu brottfalli nemenda úr fram- haldsskólum er óregla. Það er ljóst að nemendur sem eru komnir út í harðari fíkniefni flosna upp úr skóla.“ – Hvaða niðurstöðum komust þið að á fundinum? „Fyrst og fremst var ánægju- legt hvað forvarnarstarf er orðið virkt í mörgum framhaldsskólum og hvað í raun mörgum nemend- um hefur verið hjálpað. Það eru svo margar hjálparhendur í boði núna svo krakkarnir eiga ekki að þurfa að sökkva eins djúpt og gerðist áður fyrr. Áður var óreglu- sömum nemendum sem brutu skólareglur yfirleitt vís- að tafarlaust úr skóla en nú er þeim vísað til forvarnarfulltrúa og í samvinnu við hann fá þeir tækifæri til að bæta ráð sitt.“ – Hver er framtíðar- sýnin í þessu forvarnar- starfi? „Ég hugsa að starfið verði svipað næstu fimm árin en eftir það munum við væntanlega fara að fá nemendur sem hafa til- einkað sér meiri lífsleikni í grunn- skólanum. Lífsleikni er jú kennd núna í grunnskólum og árangur- inn af því starfi, ef vel tekst til, ætti að skila sér síðar inn í framhalds- skólana. Þá verður hægt að byggja ofan á það starf, það tel ég tilefni til bjartsýni.“ Stefán Þór Sæmundsson  Stefán Þór Sæmundsson fædd- ist á Akureyri 1962. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri 1982 og BA- prófi í íslensku frá Háskóla Ís- lands 1989, próf í uppeldis- og kennslufræði tók hann frá Há- skólanum á Akureyri 1996. Hann hefur starfað við blaðamennsku á Degi á árunum 1986 til 1994, eft- ir það hefur hann verið íslensku- kennari við Menntaskólann á Ak- ureyri. Hann hefur og sinnt fjarkennslu, stundakennslu, blað- mennsku og ritstörfum. Stefán er kvæntur Björgu Sigurvinsdóttur leikskólakennara og eiga þau Auði og Sindra. Markviss for- varnarlína þyrfti að vera frá leik- skólum til loka fram- haldsskóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.