Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 43 NÝSKÖPUN er vinsælt hugtak þegar rætt er um hvernig bæta eigi kjör þjóðar- innar og búa í haginn fyrir uppvaxandi kyn- slóðir. Margir tengja nýsköpun helst við tækninýjungar og áð- ur óþekktar eða ónýtt- ar auðlindir og stund- um heyrist jafnvel talað af lítilsvirðingu um undirstöðuatvinnu- greinar sem hafa þó skilað þjóðinni mikilli velsæld. Þetta er mik- ill misskilningur. Ný- sköpun á ekki síður við um hvers konar verðmætaaukn- ingu eða sköpun nýrra tækifæra í grónum atvinnugreinum. Eftir því sem hagkerfið þróast, dregur úr bili á milli atvinnugreina og þau koma auga á sameiginleg tækifæri til nýsköpunar með samstarfi en ekki með því að skara eld að eigin köku. Mikill vöxtur í ferðaþjónustu Íslenskri ferðaþjónustu hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á und- anförnum árum og er nú svo komið að stöðugur straumur erlendra ferðamanna liggur hingað til lands allt árið. Landinn lætur ekki held- ur sitt eftir liggja og með bættu vegakerfi og aukinni bifreiðaeign er hann orðinn mun duglegri en áður að ferðast um eigið land. Ljóst er að ferðaþjónustan hefur jákvæð áhrif á hagkerfið og ekki er skrýtið að sveitarfélög keppist við að laða til sín ferðamenn og halda þeim sem lengst. Þau svæði sem státa af stöðugum straumi ferða- manna til sín, njóta þess í meiri tekjum og auðugra mannlífi án þess að mikil útgjöld komi á móti. Eftir miklu er að slægjast enda er ferðaþjónusta stærsta atvinnugrein í heimi. Ferðaþjónusta er annar helsti atvinnuvegur Íslendinga ef miðað er við gjaldeyristekjur og spáð er miklum vexti í greininni á næstu árum. Stóraukin verslun erlendra ferðamanna Ekki er langt síðan þjónusta við ferðamenn hérlendis miðaðist við að veita þeim húsaskjól og helstu nauðþurftir og koma þeim klakk- laust á milli staða svo þeir gætu kynnst náttúru landsins. Nú er öld- in önnur og flestir útlendingar sem koma hingað vilja einnig kynnast sögu og menningu þjóðarinnar. Mannlífið þykir merkilegt og næt- urlífið stórkostlegt. Veitingahúsin eru í hæsta gæða- flokki og sundlaugarn- ar eru aðdráttarafl út af fyrir sig. Ólíkar at- vinnugreinar vinna saman að því að taka vel á móti ferðamönn- um og gera þeim dvöl- ina sem ánægjuleg- asta. Hagsmunir ferða- þjónustu og verslunar hafa ætíð farið saman enda fylgja ferða- mönnum gjarnan mikil viðskipti. Til skamms tíma var erf- itt að áætla heildar- umfang ferðamanna- verslunar en endurgreiðsla virðisaukaskatts á vörukaupum er- lendra ferðamanna ætti að gefa einhverja hugmynd. Árið 1996 var stofnað hérlendis útibú frá fyrir- tækinu Global Refund en það ann- ast endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra ferðamanna. Vöxtur fyrirtækisins hérlendis hefur verið með ólíkindum en nú taka rúmlega 700 verslanir þátt í endurgreiðslu- kerfi þess. Milli áranna jókst velta endurgreiðslukerfisins um 42%, úr rúmum 700 milljónum í einn millj- arð króna. Þessar tölur eru þó að- eins lítill hluti af umfangi ferða- mannaverslunar því í þeim eru ekki innifalin kaup ferðamanna á tollfrjálsum varningi, matvælum, hótelum eða annarri þjónustu sem þeir kaupa meðan þeir eru hér. Eftir því sem ferðaþjónustu fleygir fram og stefnumótun verð- ur markvissari, hefur áhersla verið lögð á fjölbreytni í afþreyingu og menningartengda ferðaþjónustu. Ferðamenn, sem ákveða að verja fríinu á Íslandi, vilja ekki ein- skorða sig við náttúruskoðun eða næturlíf, heldur kynnast mannlíf- inu á breiðum grundvelli, fræðast um sögu og sérkenni þjóðarinnar og kaupa varning og minjagripi. Við Íslendingar eigum að leggja okkur fram við að láta slíka drauma rætast og taka vel á móti ferðamönnum. Óviðunandi afrakstur ferðaþjónustu Samtök verslunarinnar gera sér vonir um að með auknu samstarfi menningarstofnana, verslunar og ferðaþjónustu takist að styrkja all- ar þessar atvinnugreinar. Slíkt samstarf ætti einnig að gera okkur kleift að stórauka þjónustu við inn- lenda sem erlenda ferðamenn með því að gera þeim sögu og menningu þjóðarinnar aðgengilegri en áður. Kvartað hefur verið yfir því að enn sé afrakstur af ferðaþjónustu óviðunandi hérlendis, ekki síst á landsbyggðinni. Besta leiðin til að auka slíkan afrakstur er að fjölga áhugaverðum stöðum og stuðla þannig að því að fleiri ferðamenn komi og að þeir dvelji lengur en áður. Væri tvímælalaust hægt að efla hlutverk safna að þessu leyti en þau gegna lykilhlutverki við að miðla sögu og menningu til er- lendra ferðamanna. Aukið samstarf atvinnugreina Ástæða er að hvetja til þess að atvinnugreinar taki höndum saman við að efla ferðaþjónustuna. Þannig hafa Samtök verslunarinnar hvatt sérstaklega til aukins samstarfs kaupmanna og safna víða um land þar sem tækifæri eru til mun meiri viðskipta en verið hefur. Á fjölsóttu og vel heppnuðu mál- þingi um sýningahald, sögustaði og viðskipti við ferðamenn, sem haldið var fyrir skömmu, kom fram mikill áhugi á að auka samstarf safna, verslunar og ferðaþjónustu. Þar kom fram að mörg tækifæri eru til að auka verslun í íslenskum söfn- um. Þannig mætti auka tekjur safnanna og gera þau um leið líf- legri og áhugaverðari fyrir ferða- menn. Þegar til lengri tíma er litið myndu auknar tekjur safnanna efla menningartengda ferðaþjónustu og fjölga erlendum ferðamönnum. Nánar verður fjallað um þá mögu- leika sem íslensk söfn búa yfir í annarri grein. Verslun og menningar- tengd ferðaþjónusta – gagnkvæm tækifæri Stefán S. Guðjónsson Viðskipti Samstarf ætti einnig að gera okkur kleift, segir Stefán S. Guðjónsson, að stórauka þjónustu við innlenda sem erlenda ferðamenn með því að gera þeim sögu og menningu þjóðarinnar aðgengilegri en áður. Höfundur er framkvæmdastjóri, Samtök verslunarinnar – FÍS. Draumasmiðjan er leikhús sem hefur verið starfandi í sjö ár. Leik- húsið hefur sett upp fjölmargar sýningar á þessum tíma og fjöl- margir áhorfendur notið sýninganna. Draumasmiðjan hefur ekki lagt áherslu á að eignast hús til afnota enda lítur Drauma- smiðjan svo á að leik- hús sé starfsemi en ekki steinsteypa. Draumasmiðjan hefur frekar farið þá leið að velja húsnæði sem hentar hverri sýningu fyrir sig. Frá upphafi hefur leikhúsið lagt áherslu á að setja upp ný íslensk verk og má þar nefna sýningar eins og „Ávaxtakörfuna“ eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, „Baneitrað samband á Njálsgötunni“ og „Góðar hægðir“ eftir Auði Haralds og „Ég sé …“ eftir Margréti Kr. Péturs- dóttur. Rekstur Draumasmiðjunnar hefur oft á tíðum verið erfiður þar sem smiðjan hefur ekki notið mikilla styrkja frá hinu opinbera. Draumasmiðjan er félagi í Sam- tökum sjálfstæðu leikhúsanna en sjálfstæðu leikhúsin hafa staðið fyrir mjög öflugu og metnaðarfullu starfi í þágu leiklistar á Íslandi og fengið til sín jafnmarga ef ekki fleiri áhorf- endur en stofnanaleikhúsin, það er Þjóðleikhúsið, Leikfélag Akureyrar og Borgarleikhúsið. Sjálfstæðu leikhúsin eru ólík inn- byrðis. Þau hafa verið að setja upp ólíkar sýningar og við ólíkar aðstæð- ur. Sjálfstæðu leikhúsin hafa verið að gera tilraunir sem oft á tíðum hefðu ekki gengið upp í „hefðbundnu leikhúsunum“. Þá hafa margir ís- lenskir höfundar og leikarar oft fengið sitt fyrsta tækifæri hjá sjálf- stæðu leikhúsunum sem hefur síðar skilað þeim tækifærum innan „hefð- bundnu leikhúsanna“. Þetta ber að virða og taka til greina þegar verið er að úthluta styrkjum því mikilvægt er að hlúa að grasrótinni þar sem margt nýtt sprett- ur fram. Styrkveitingar til sjálfstæðra leikhúsa og sviðslistahópa eru til umræðu hjá mennta- málaráðuneytinu þessa dagana og er þar fjallað um nauðsyn þess að auka fjármagn til þeirra. Bandalag listamanna gekk ný- lega til liðs við Samtök sjálfstæðu leikhús- anna og í framhaldi af því sendu samtökin greinargerð til menntamálaráð- herra þar sem óskað er eftir auknu fjármagni til þessarar listgreinar. Einnig hefur samkeppnisráð beint þeim tilmælum til ráðuneytisins að reynt verði eftir fremsta megni að jafna samkeppnisstöðu allra leik- húsa í landinu. Það er alveg ljóst að það vantar fjármagn til að halda uppi öflugu og metnaðarfullu starfi sjálfstæðu leikhúsanna. Það er því von okkar í Drauma- smiðjunni að menntamálaráðherra sjái sér fært að hækka framlög til okkar til að gera starfsvettvang okk- ar mögulegan. Starf okkar að listum er atvinnugrein og við væntum þess að tekið verði tillit til mikilvægis sjálfstæðu leikhúsanna og hópanna og starfi þeirra séu búin „hagstæð skilyrði“ eins og segir í 1. grein leik- listarlaga. Þannig tryggjum við að lifandi leikhúslíf fái áfram að þróast og dafna á Íslandi. Lifandi leik- hús – ennþá … Höfundur er leikari og leikstjóri, formaður 4. deildar FÍL og fram- kvæmdastjóri Draumasmiðjunnar – leikhúss. Leiklist Það er von okkar í Draumasmiðjunni, segir Gunnar Gunnsteinsson, að menntamálaráðherra sjái sér fært að hækka framlög til okkar til að gera starfsvettvang okkar mögulegan. Gunnar Gunnsteinsson Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Þakrennur og rör frá... Þakrennur Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.