Morgunblaðið - 10.04.2001, Page 29

Morgunblaðið - 10.04.2001, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 29 HÁVARÐUR Tryggvason kontra- bassaleikari og Guðmundur Krist- mundsson víóluleikari halda tónleika í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði annaðkvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Á efnisskrá verða meðal ann- ars verk eftir J.S. Bach, Dittersdorf, Bartok, Sperger og Gliere. Hávarður er kontrabassaleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Jafn- framt kennir hann við Tónlistarskóla Reykjavíkur. Hann hefur bæði kom- ið fram sem einleikari og verið virk- ur í flutningi kammertónlistar hér heima og erlendis. Frá árinu 1990 hefur Guðmundur verið fastráðinn sem uppfærslumað- ur í víóludeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Guðmundur hefur leikið ein- leik með sinfóníuhljómsveitinni og einnig hefur hann komið fram með ýmsum kammerhópum hér heima og víða erlendis. Tónleikarnir eru skipulagðir af menningarmálanefnd Hornafjarðar í samstarfi við Félag íslenskra tónlist- armanna. Dúett í Pakkhúsinu á Höfn Guðmundur Kristmundsson víóluleikari og Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari. FYRIR kemur að veitingabúð Hafnarborgar er tekin undir sérsýn- ingar af hóflegri stærðargráðunni, þó naumast minni en í ýmsum full- gildum listhúsum borgarinnar. Rýmið slitið og takmarkað en inni- ber engu að síður ýmsa möguleika, þótt markviss kynning á eign stofn- unarinnar ætti að vera til muna eðli- legri og heilbrigðari athafnasemi, með tilliti til gestanna sem inni sitja. Um þessar mundir sýnir þar Alice Olivia Clarke níu mósaikmyndir úr steinflísum, sem hún sker eða brýt- ur, ásamt því að bæta við lárétt formferlið steinvölum sem listakon- an hefur sankað að sér á ferðum sín- um. Clarke, sem er af karabískum ættum en fædd í Kanada, hefur verið búsett á Íslandi sl. átta ár og hefur orðið fyrir ýmsum áhrifum af því umhverfi sem hún hefur kynnst hér á landi, sem á að vera gegnumgang- andi í verkum hennar. Af vinnu- brögðunum að dæma eru það helst jarðlitirnir sem höfða til hennar ásamt ljósinu sem sker þá, og svo farið sé í skynræna litafræði er stutt í upprunann og persónueinkennin að baki. Hátturinn sem Clarke nálgast við- fangið ber vott um að skreytikennd- in hafi enn sem komið er mun meiri ítök í vinnuferlinu en alhliða form- ræn átök, þannig er jafnaðarlega um lárétt flæði forma og lita að ræða yfir allan myndflötinn og það endurtekið á ýmsa vegu. Minnir um sumt á stuttar ljóðlínur og hendingar frem- ur en fullmótaðan bálk, eða eigum við heldur að orða það; lausmótaðar misskipulagðar þreifingar frekar en mótað þróunarferli. Mér skilst að þetta sé frumraun Clarke á sýningavettvangi, en ferill hennar er ekki tíundaður á litlum einblöðungi í formi sýningarskrár. Sé tilgátan rétt má hrósa gerandan- um fyrir einlæg, traust og metnaðar- full vinnubrögð, sem eru miklir kost- ir nú um stundir. Svo er einungis að sjá hvað setur um framhaldið… Steinflísaflæði MYNDLIST H a f n a r b o r g / k a f f i s t o f a Opið alla daga frá 11-18. Lokað þriðjudaga. Til 23. apríl. Aðgangur ókeypis. MÓSAÍK ALICE OLIVIA CLARKE Bragi Ásgeirsson Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Eitt af formsterkari mósaíkverkum Alice Olivia Clarke. Vor- og sumarlitirnir komnir Snyrtifræðingar frá Lancome verða í versluninni í dag og á morgun miðvikudag. Boðið er upp á förðun og persónulega ráðgjöf. Flottir kaupaukar að hætti Bleikt, bleikt, bleikt...... og sumarlegt Kringlan, sími 533 4533 annan hvern miðvikudag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.