Morgunblaðið - 10.04.2001, Síða 25

Morgunblaðið - 10.04.2001, Síða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 25 skrefi framar oroblu@sokkar.is - www.sokkar.is Afmælistilboð á öllum sokkabuxum 20% afsláttur Tilboðið gildir einnig í Lyfju Hamraborg, Lyfju Smáratorgi, Lyfju Garðabæ, Lyfju Hafnarfirði og Lyfju Laugavegi Laugavegi Sími 552 4045 Lágmúla 5, sími 533 2300 Kynning í Lyfju Laugavegi í dag, þriðjudag 10. apríl, kl. 14-18 og Lyfju Lágmúla miðvikudag 11. apríl kl. 13-17 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Jacques Chirac Frakklandsfor- seti ræddu samskipti Íslands og Frakklands á fundi sínum í Élysée- höllinni í gær. Viðskiptatengsl landanna hafa aukist verulega á umliðnum árum, en talsverður fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur fjárfest í atvinnustarfsemi í Frakklandi. Á síðustu 10 árum nem- ur þessi fjárfesting um það bil 2,9 milljörðum króna, sem jafngildir 9,2% af beinni heildarfjárfestingu Ís- lendinga erlendis á árinu 1999. Heildarvelta þessara fyrirtækja var 1,7 milljarðar franskra franka ár- ið 1999, sem jafngildir rúmlega 21 milljarði íslenskra króna á núgild- andi gengi. Fyrst og fremst er um að ræða fjárfestingu í fiskvinnslu þar sem Ís- lendingar eru með 900–1.000 starfs- menn, sem er um 8,5% af heildar- mannafla í fiskvinnslu í Frakklandi. Útflutningur til Frakklands jókst um 11% í fyrra Frakkland er mikilvægur útflutn- ingsmarkaður fyrir íslenskar afurðir og er vægi hans yfirleitt á bilinu 5–7% hvað heildarútflutning varðar og allt að 60–80% fyrir einstakar, unnar matvörutegundir, sem eru m.a. grásleppuhrogn, þorsklifur, hörpuskel o.fl. Helstu útflutningsvörur eru sjáv- arafurðir, sem nema um 75% af heildarútflutningi til landsins. Er þar fyrst og fremst um að ræða frystar og saltaðar afurðir. Frakkland gegn- ir oft á tíðum lykilhlutverki í aðgangi að mörkuðum sunnar í álfunni og jafnvel á heimsvísu með alþjóðavæð- ingu franskra stórmarkaða í huga. Árið 2000 nam heildarútflutningur til Frakklands 6,5% af heildarút- flutningi Íslendinga og jókst því um rúm 11% á milli ára. Nam hann 836 milljónum franskra franka sam- kvæmt upplýsingum franskra tollyf- irvalda, sem jafngildir um 9,6 millj- örðum íslenskra króna. Á móti fluttu Íslendingar inn vörur frá Frakklandi fyrir um 549 milljónir franka, eða um 6,3 milljarða íslenskra króna. Færri íslenskir námsmenn Áætla má að 250 til 300 Íslending- ar séu búsettir í Frakklandi, sem er heldur færra en var fyrir nokkrum árum. Íslenskum námsmönnum í Frakklandi hefur fækkað nokkuð á seinustu árum, samkvæmt upplýs- ingum Unnar Orradóttur Ramette, viðskiptafulltrúa við sendiráð Ís- lands í París. Algengt var að nálægt 100 Íslendingar væru samtímis við nám af ýmsum toga í Frakklandi ,,en það virðist ekki vera í tísku í augna- blikinu að fara í nám til Frakklands, þar sem námsmenn í dag eru innan við 30,“ segir hún. Unnur telur að ástæður þessa megi e.t.v. að nokkru rekja til þess að íslenskir námsmenn sæki frekar í nám á Ítalíu og Spáni um þessar mundir, sem þeir hefðu annars sótt til Frakklands. ,,Það er einhver tíska að fara t.d í hönnunarnám í Mílanó eða Barcelona,“ segir hún. ,,Hins vegar hafa samskiptin milli landanna frekar aukist. Ísland er orðið þekkt- ara hér í Frakklandi en það var.“ „Á síðastliðnum tíu árum hafa ís- lensk fyrirtæki fjárfest mikið hér í Frakklandi, aðallega í fiskvinnslu og eru Íslendingar með tæplega 1.000 manns hérna í vinnu,“ segir Unnur. Meðal fyrirtækja sem eru með starfsemi í Frakklandi eru Bakka- vör, Flugleiðir hf., Sölumiðstöðin, Marel, SÍF, Jón Ármannsson er með vínekru Chateau de Rions S.A.R.L. Hecla S.A.S. sem er í eigu Íslendinga og Frakka, sem starfar við sölu á ís- lensku og frönsku hugviti í flutningi á raforku. Íslendingar hafa haslað sér völl á æ fleiri sviðum í Frakklandi á sein- ustu árum. Hefur Íslendingurinn Þór Guðmundsson opnað fjóra breska pöbba í samstarfi við Breta, þrjá í París og einn í Toulouse, sem eru mjög vinsælir og hafa notið at- hygli. Bera þeir nöfnin The Frog and Rosbif, The Frog and Princess, The Frog og Cour St.-Emilion. Vilja vanda vel undirbúning menningardaga Ríkuleg áhersla er lögð á menn- ingarsamskipti Íslands og Frakk- lands. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í seinustu viku er stefnt að því að halda íslenska menningardaga í París árið 2003 en framkvæmd þeirra var meðal þess sem rætt var á fundi Björns Bjarnasonar mennta- málaráðherra og franska menning- armálaráðherrans Catherine Tasca í París fyrir skömmu. Jacques Chirac lýsti einnig miklum áhuga á menn- ingardögunum á fundi sínum með Davíð Oddssyni forsætisráðherra í gær og lagði áherslu á að vandað yrði til undirbúnings þeirra. Hefur undirbúningur menningar- daganna staðið yfir um nokkurt skeið en hugmyndin að þeim kvikn- aði fyrst hjá Íslendingum búsettum í Frakklandi sem töldu fulla ástæðu til að kynna Frökkum íslenska menn- ingu. Fyrsta íslenska kvikmyndin í almenna dreifingu í Frakklandi Næsta haust verður í fyrsta skipti sett íslensk kvikmynd í almenna dreifingu í frönsk kvikmyndahús en það er kvikmyndin 101 Reykjavík, sem fékk meðal annars verðlaun á norrænu kvikmyndahátíðinni í Rou- en [Rúðuborg] í mars sl. 101 Reykja- vík, sem Baltasar Kormákur leik- stýrði, var einnig sýnd fyrir skömmu á Kvikmyndahátíð Parísarborgar og þessa dagana er verið að sýna kvik- myndina í Quartier Latin-kvik- myndahúsinu í 5. hverfi Parísarborg- ar á norrænu kvikmyndahátíðinni Quinzaine du Cinéma Nordique. Í þeirri margbreytilegu flóru list- viðburða sem Parísarborg hefur upp á að bjóða má finna fleiri viðburði þar sem Íslendingar koma við sögu. Þessa dagana stendur yfir umfangs- mikil sýning á Pop-list í Centre Pompidou-safninu, þar sem sýnd eru bæði listaverk og munir frá Pop Art- tímabilinu Þar má sjá tvær myndir eftir Erró meðal verka eftir lista- menn á borð við Andy Warhol, Roy Liechtenstein, Pierre Cardin o.fl. Íslendingar hafa fjárfest fyrir 2,9 milljarða króna á seinustu tíu árum í Frakklandi Með um 1.000 manns í vinnu í Frakklandi Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason Höfuðstöðvar Gelmer, fransks dótturfyrirtækis ÍS, í Boulogne sur Mer. París. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.