Morgunblaðið - 10.04.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 10.04.2001, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 31 Heilsudagar í Hveragerði Vikunámskeið gegn streitu Heilsustofnun NLFÍ Grænumörk 10 810 Hveragerði  483 0300 - gudrun@hnlfi.is HEIÐRÍKJA yfirvofandi vors var bæði yfir kvöldloftinu og kammer- verkunum á dagskrá þeirra Einars Jóhannessonar og Arnar Magnús- sonar í Salnum á sunnudagskvöld undir rammstuðluðu fyrirsögninni „Draumur, dans og dyntir“. Sæta- nýtingin – um 13% – hefði að vísu mátt vera meiri, því efnisvalið var fjölbreytt og flutning- ur framúrskarandi góður, en kannski hef- ur bílaferðaveður helgarinnar eitthvað orðið til að draga úr tónleikasókn. Nema skortur á háklassísk- um nöfnum á við Moz- art, Beethoven og Brahms hafi einnig komið til. Það er þó hrein ágizkun. Dagskráin var að mestu frá nýliðinni öld; elzta verkið frá 1910, en hið yngsta Kaprísa Karólínu Ei- ríksdóttir sem hér var frumflutt. Lagt var af stað með Fimm dansprelúdíum eftir pólska stórmódernistann Witold Lutosl- awski frá því rétt áður en það vöru- merki tók að festast við hann eða 1954. Frískleg og látalætislaus lítil stykki úr þjóðlegum bakgrunni og útfærð í einskonar blöndu af ný- klassík og bartókisma, eða eins langt og unnt var innan ramma flokksag- ans, sem Pólland átti raunar eftir landa fyrst í austurblokkinni að losa um. Sérstaklega höfðuðu til manns nr. 4 (Andante), hægt en seiðandi sauðakall við labbandi píanóbassa, sem birti skýrt frumleika Lutosl- awskis í einfaldasta búningi, og hinn atgangsmikli lokadans (Allegro molto); hvort tveggja afspyrnuvel leikið. Mikill hugleiðslublær var yfir För, 9 mín. löngu verki Mistar Þorkels- dóttur sem hún samdi handa Einari fyrir tveim árum. Það hófst, líkt og það og endaði, á kyrrstæðri ígrund- un áttundarfyrirbrigðisins, en tók brátt á rás með á köflum spaugileg- um glissandó-klaufslettum í klarín- ettinu og píanóið griplandi um- hyggjusamt undir á aðallega efstu og neðstu sviðum hljóðfærisins. Þess á milli blésu blíðari vindar og íhug- ulli, ósjaldan alveg efst undir súð, af þeirri frábæru pianississimo-leikni sem Einari er flestum tamari. Vorblíða prógrammsins var ekki minna áberandi í „Première Rhapsodie“ Debussys, sem franski blæstefnuhöfundurinn umritaði síðar fyrir hljómsveit, líkt og Lútoslawski gerði við Dans- prelúdíurnar sínar fimm. Yndisfag- urt og raunar hárómantískt verk, með gáskafullum scherzokafla í miðju sem angaði af sumri og sól í ýmist munúðarfullt líðandi eða bull- andi sprækum flutningi dúósins. Hið splunkunýja Capriccio Karól- ínu Eiríksdóttur var fyrst eftir hlé og hófst á röð stuttra en hvassra tónaruna úr píanóinu. Upp úr inn- komu klarínettsins umbreyttist áferðin síðan í veikróma punktastíl sem þróaðist fljótlega yfir í duttl- ungafulla glettni, m.a. í formi kank- vísrar hljóðfærasennu einsatkvæðis örspurninga og – svara sem var kostuleg áheyrnar. Tók þá trúðurinn músíkalski á hvínandi „slapstick“ rás af auknum krafti, svo ímyndaðir sirkusgestir hefðu vafalaust velzt um af hlátri, og gekk síðan á lagið með gróteskum stórskotum. Að sýn- ingaratriði loknu dró hvítsminkaður grínistinn sig í hlé og raulaði ang- urværan einsöng að tjaldabaki, er undir það síðasta kafnaði í kyrrlát- um ekkasogum þess er ber harm sinn í hljóði. Meistari Prokofiev kom oftar en einu sinni upp í hugann við innlifaða túlkun dúósins á síðasta atriði kvöldsins, Sónötu gallíska grallar- ans Francis Poulencs (1899-1963) frá 1962. Því þó að þetta snjalla kammer- verk væri eins erkifranskt og hugs- azt gæti, virtist undir niðri ákveðinn andlegur skyldleiki með þeim starfs- bræðrum – þó svo að Poulenc legði sig vitanlega aldrei í sambærilega lífshættu við að slá á létta strengi og sovézka tónskáldið, sem gat hvenær sem var átt von á því að spéhræddi ofsóknarbrjálæðingurinn í Kreml tæki eitthvað til sín. En það var margt fleira en kómík og kerskni sem prýddi tónsnilld „munksins með götustrákseðlið“. Sérstaklega var unun að hinum viða- mikla og bráðfallega Rómönzu-mið- þætti í espressífri túlkun þeirra félaga. Safnaðist þar upp viðeigandi þörf á sannkallaðri „tour de force“ úthleðslu Fínalsins, Allegro con fuoco. Myndaði hinn orkufreki loka- þáttur Poulencs í rondóformi með fjölda lýrískra innskota við funheit- an blástur Einars og hárfínt sam- stilltan slaghörpuleik Arnar sérdeil- is glæsilegt niðurlag á frábærum tónleikum. Fyrir taktfasta upp- klöppun voru tónleikagestir loks leystir út með dúnmjúku Sicilienne eftir von Paradies í kaupbæti. Dyntir og duttlungar TÓNLIST S a l u r i n n Lutoslawski: Dansar. Mist Þorkels- dóttir: För (ísl. frumfl.). Debussy: Rapsódía. Karólína Eiríksdóttir: Capriccio (frumfl.). Poulenc: Klar- ínettsónata. Einar Jóhannesson, klarínett; Örn Magnússon, píanó. Sunnudaginn 8. apríl kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Einar JóhannessonÖrn Magnússon Vökru hleypa járn- gráir víkingar. Úr Heimsljósi voru sungin Hjá lyngri móðu, tvær gerðir, sú fyrri eftir undirritað- an en sú seinni eftir Gunnar Reyni, og síðan eitt frægasta kórlag Gunnars Reynis, Haldiðún Gróa, og síðan sér- lega fallega unnið tónverk, eftir Vagn Holmboe, við trega- ljóðið, þótt form þín hjúpi gaflín. Sonnetta er sérstakt form og flest tónskáld sem tónklætt hafa slík ljóð hafa ekki náð að búa til lög í sonnettuformi, nema Ingi T. Lárusson, við kvæði Jónasar, Ég bið að heilsa, sem er trúlega eina lagið í sonnettuformi, sem til er. Hún var það allt, eftir Gunnar Reyni, og barnagælan um hana Gunnvöru, eftir undirritað- an, voru næstu viðfangsefnin og síðasta lag fyrir hlé, var Ríður ríður hofmann, sungið í tveimur gerðum, sú fyrri eftir Gunnar Reyni og síðari eftir Atla Heimi. Eftir hlé var Klementínudans- inn úr Paradísarheimt sunginn í nýjum tónklæðum, eftir Atla Heimi Sveinsson, lag sem trúlega á eftir að verða vinsælt. Hvert ör- stutt spor, er Jón Nordal tón- klæddi við ljóð úr Silfurtunglinu, er meðal þeirra söngverka, sem kalla má klassík. Kæru bræður ha, úr Brekkukotsannál, er nokk- uð góð tilraun hjá Gunnari Reyni, til að tónklæða talaðan texta, í þessu tilfelli afar sérkennilegan, og náði Gunnar, þó margt væri vel gert, ekki alls kostar að undir- strika það „kómíska í þessum texta. Eftir Kjartan Ólafsson, yngstan Í SAFNAHÚSINU við Hverf- isgötu, sem nú hefur verið end- urskírt og heitir Þjóðmenningar- hús, hefur gamli lestrarsalurinn fengið nýtt hlutverk og nýtist t.d. nokkuð vel fyrir kammer- og kór- tónleika. Inngangan og sjálf for- stofan, með sínum konunglegu tröppum upp til hásala þessa fal- lega húss, vekur manni lotningu og laðar fram minningar frá þeim tíma, er þetta var hús þagnar, hugleiðslu og þar stundaður lest- ur merkilegra bóka. Nú er þagn- arhelgin fjarri og ungt og fallegt fólk framtíðarinnar í þessu landi fremur söngvaseið og velur sér efni úr fórum Nóbelsskáldsins, Halldórs Laxness, sem trúlega þagði í þessu húsi fyrrum daga, og sýslaði við galdur orða og sögu. Nú var þögnin rofin og unga fólkið úr Hamrahlíðinni, ásamt Þorgerði Ingólfsdóttur, dregið sér söngva, þar sem galdramál meist- arans frá Laxnesi höfðu verið tón- klædd. Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga var fyrsti tón- klæddi textinn, af Jóhanni G. Jóhannssyni, fallegt lag, er hæfði vel sem inngangssöngur unga fólksins. Einn af þeim er var fyrstur til og var verulega at- kvæðamikill, í að tónklæða ljóð Halldórs Laxness, var Gunnar Reynir Sveinsson og eftir hann var flutt mögnuð tónsetning á tónklæðimeistar- anna á þessum tón- leikum, var sungið lag við Kór þokka- dísanna, úr Prjóna- stofunni Sólinni, fal- legt lag, sem þó vantaði í, að undir- strika gamansemina, t.d. með endurtekn- ingum, en samt fal- legt lag. Úr Atóm- stöðinni var fluttur Lagstúfur, þú ert draumur en dálítið feit, eftir Þorkel Sigurbjörnsson og þar líður gamansem- in fyrir of miklar „tematískar endurtekningar, sem er tónverkavinna og þjónar ekki textanum. Tónleikunum lauk með tveimur perlum, Maríukvæðinu, tónklætt af Atla Heimi Sveins- syni, og Ég skal vaka og vera góð, meistaraverki Jóns Þórarinsson- ar, sem kenndi þjóðinni að syngja þetta hugljúfa vögguljóð meistar- ans frá Laxnesi. Söngur Hamrahlíðarkórsins var glæsilegur og fallegur, jafnvel þar sem gamansemin réði ríkjum, í Haldiðún Gróa, og grófheit áttu við, eins og t.d. í Vökru hleypa járngráir víkingar. Þá nær Þor- gerður með sínu fólki oft að laða fram sterkustu áhrifin, þegar hugleitt er á fínlegri nótunum, eins og t.d. í laginu Hjá lygnri móður og þá ekki síður í Mar- íukvæði Atla og Íslensku vöggu- ljóði á hörpu, eftir Jón Þórarins- son. Við slíkan flutning verður hlustandinn tilfinningalega varn- arlaus, því svo nærri hjartanu gengur söngur unga fólksins, að enginn má við gera eða ósnortinn vera. Enginn má við gera eða ósnortinn vera TÓNLIST Þ j ó ð m e n n i n g a r h ú s i ð Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur flutti söngva við kvæði eftir Halldór Laxness. Fimmtudag- urinn 5. apríl 2001. KÓRSÖNGUR Jón Ásgeirsson Þorgerður Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.