Morgunblaðið - 11.04.2001, Síða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 29
ÍSLENSKT LAMBAKJÖT ER EINSTÖK AFURÐ ÓMENGAÐRAR NÁTTÚRU OG VISTVÆNNA BÚSKAPARHÁTTA. NÁTTÚRULEG
GÆÐI KJÖTSINS ERU VEL VARÐVEITT Í MATREIÐSLU MEÐ FERSKUM KRYDDJURTUM. RÓSMARÍN, BLÓÐBERG, FÁFNISGRAS,
BASILIKUM, GRASLAUKUR, STEINSELJA OG SALVÍA ERU TILVALIN KRYDD SEM LAÐA FRAM BRAGÐGÆÐI KJÖTSINS.
Tómat - basilsósa
3 mtsk. ferskt basil saxað
kjöt af þremur tómötum skorið í teninga
1 mtsk. ólífuolía
1 shallottulaukur, fínt saxaður
2 - 3 geirar hvítlaukur, fínt saxaður
1 dl hvítvín (má vera óáfengt)
3 dl gott lambasoð
salt og pipar úr kvörn
2 mtsk. smjör
sósujafnari
Léttsteikið laukinn í ólífuolíu, hellið
víninu yfir og sjóðið niður um helming.
Hellið soðinu yfir og sjóðið niður um 1/4.
Setjið basil og tómata út í og kryddið með
salti og pipar. Þykkið sósuna örlítið með jafnara
og hrærið smjörinu rólega saman við.
Uppskrift fyrir fjóra
KRYDDJURTAHJÚPAÐ INNANLÆRI
MEÐ TÓMAT-BASILSÓSU
.Kryddhjúpur
1 búnt basilikum
1/2 búnt steinselja
2 - 3 hvítlauksgeirar
3 mtsk. ferskur parmesan, rifinn
1/2 dl ólífuolía
2-4 mtsk. brauðraspur
salt og pipar úr kvörn
Brúnið lambavöðvana á pönnu,
kryddið með salti og pipar.
Setjið allt hráefni í kryddhjúpinn
í matarvinnsluvél og látið
maukast vel. Þekjið kjötið
með kryddhjúpnum og bakið
í ofni við 180° í 13 - 15
mínútur. (65° á kjöthitamæli).
800 gr lamba- innanlæri (2 vöðvar)
HREINLEIKI
L
G
I
H
TH
H
Ö
N
N
U
N
NÚ standa yfir æfingar á leikritinu
Platanof eftir Anton Tsékof í Hafn-
arfjarðarleikhúsinu. Verkið er í
leikgerð Péturs Einarssonar og er
fyrsta útskriftarverkefni leiklistar-
nema við Listaháskóla Íslands.
Hafnarfjarðarleikhúsið og Lista-
háskóli Íslands standa sameigin-
lega að frumsýningunni, sem verð-
ur nú á vordögum.
Leikritið fjallar um einstaklinga
úr efri stéttum rússnesks sam-
félags í upphafi síðustu aldar. Hóp-
ur fólks hittist að vori á óðalssetri
til að gera sér glaðan dag (og nótt)
og fagna komandi sumri. En eins
og vænta má á fallegu vori tekur
tilhugalífið óvænta stefnu og áður
en dagur rís hefur þetta annars
dyggðum prýdda fólk farið um víð-
an völl í tilfinninga- og tilhugalífi
þar sem holdið er sá möndull sem
allt snýst um.
Þetta er fyrsta verk Antons
Tsékhov sem hann þó lauk aldrei
við. Eftir lát hans fannst þessi
doðrantur upp á nokkur hundruð
síður í bankahólfi í Moskvu. Áhorf-
endur þurfa þó engu að kvíða því
hvorki nú fremur en áður er verkið
sett upp í heild sinni, en þannig
tekur það um sex klukkustundir í
flutningi. Leikstjóri er Hilmar
Jónsson. Leikarar eru Elma Lísa
Gunnarsdóttir, Gísli Örn Garðars-
son, Björn Hlynur Haraldsson,
Nína Dögg Filippusdóttir, Víking-
ur Kristjánsson, Kristjana Skúla-
dóttir, Björgvin Franz Gíslason og
Lára Sveinsdóttir. Ennfremur
leikur Erling Jóhannesson í upp-
færslunni.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Útskriftarnemar leiklistardeildar Listaháskóla Íslands og Erling Jó-
hannesson æfa Platanof eftir Tsékof í Hafnarfjarðarleikhúsinu.
Hafnarfjarðarleikhúsið
og LHÍ í samstarf
Eru vandamál á toppnum?
Ofnæmi, flasa, exem, psoriasis, feitur eða þurr hársvörður?
ÚTSÖLUSTAÐIR: HEILSUVÖRUVERSLANIR OG APÓTEK UM ALLT LAND.
HÁRVÖRUR LEYSA VANDANN
OG ÞÚ BLÓMSTRAR.