Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 13
Hugmynd um að loka Ofanleitinu ÍBÚAR í nágrenni Verslun- arskólans hafa þungar áhyggjur af þróun umferðar- mála í hverfinu í tengslum við fyrirhugaða stækkun skólans. Þetta kom fram á fjölmennum kynningarfundi sem haldinn var í bláa saln- um í Verslunarskólanum á þriðjudagskvöld. Að sögn Þorvalds S. Þor- valdssonar skipulagsstjóra var fundurinn haldinn til að kynna íbúum hverfisins fyr- irhugaða viðbyggingu við Verslunarskólann sem sé í samræmi við gildandi skipu- lag á svæðinu. „Það var alltaf gert ráð fyrir tengibyggingu á milli Verslunarskólans og Háskólans í Reykjavík sem átti að vera nokkurs konar tengigangur. Nú er hins veg- ar verið að gera úr þessu nokkrar kennslustofur en byggingin verður engu að síður tenging á milli húsanna.“ Gert er ráð fyrir að um- rædd bygging verði allt að 2000 fermetrar á fjórum hæðum. Að sögn Þorvarðs Elíassonar, skólameistara Verslunarskólans, eru nú rúmlega 1000 nemendur í skólanum en verða um 1200 talsins þegar búið verður að taka viðbygginguna í notkun. Þá eru 500 nemendur í Há- skólanum í Reykjavík en í haust verður tekin í notkun ný viðbygging sem rúmar aðra 500. Þá er heimild í skipulagi fyrir þriðju bygg- ingunni sem rúmar 500 nem- endur í viðbót. Alls verða því að þessum framkvæmdum loknum um 2.700 nemendur í þessum tveimur skólum auk kennaraliðs. Að sögn Þor- varðs verða bílastæðin á sjötta hundrað eftir að þeim hefur verið fjölgað í tengslum við byggingu tengibyggingar- innar. Þorvarður bendir á að áður hafi verið gerðir samningar við Kringluna um samnýtingu lóðanna á þann veg að skólinn nýti bílastæði Kringlunnar fyrripart dags og á móti fái Kringlan afnot af stæðum á lóð skólans í kringum jól og á hátíðisdögum þegar mikið er þar um að vera. Býst hann við að auðsótt yrði að gera slíka samninga aftur og þá jafnvel einnig við forráðamenn Borg- arleikhússins. Byggingunni sjálfri ekki mótmælt Skipulagsstjóri segir að á fundinum hafi byggingin sjálf lítið verið rædd. „Menn voru í sjálfu sér ekki að mótmæla því að þessi skóli verði byggð- ur en hafa áhyggjur af um- ferðinni og ásókn í bílastæðin þarna í kring,“ segir hann og bendir á að það sé einmitt til- gangurinn með fundum sem þessum að fá ábendingar frá íbúum. „Það var til dæmis spurt hvort ekki mætti loka Ofanleitinu á vissum stað þannig að það yrði einungis farið inn á bílastæðin af Lista- braut en ekki keyrt í gegnum allt hverfið.“ Hann segir viðræður standa yfir við Kringlumenn um hvort skólinn geti nýtt sér eitthvað af stæðum Kringl- unnar því þau standi yfirleitt auð á skólatíma. „Við erum að vona að við getum leyst þetta svona. Eins ætlum við að skoða ýmsar hugmyndir sem íbúarnir komu með á fundin- um og halda svo annan fund,“ segir hann. Tekið vel í hugmynd um lokun Gísli Elíasson, íbúi í Ofan- leiti, er meðal þeirra sem sóttu fundinn og segir hann greinilegt að hiti sé í fólki. „Það er svo mikil umferð hérna í Ofanleitinu þegar skólinn er að byrja á morgn- ana að maður kemst varla út úr götunni. Og þegar verða komnir 3000 manns í skólana og bílastæðin ekki nema 550 er augljóst að þetta dæmi gengur ekkert upp.“ Hann segir fólk við götuna ekki hafa farið varhluta af bílastæðavandræðunum. „Það urðu einhver leiðindi þarna við Ofanleiti 3 og 5 sem stendur næst við Verslunar- skólann því nemendur voru að koma þarna og leggja fyrir framan húsið. Reyndar eiga íbúarnir ekki þessi stæði en skiljanlega urðu þeir hvekktir vegna þess að bílastæðin voru upphaflega hugsuð fyrir þess- ar byggingar. Þannig að þetta á eftir að verða mikið vanda- mál í framtíðinni.“ Þá hafa foreldrar, sem eiga börn í Hvassaleitisskóla, verulegar áhyggjur af þess- um umferðarmálum að sögn Gísla því þetta komi til með að auka mjög umferð þeirra gatna sem börnin þurfa að fara yfir á leið til skóla. „Mér heyrðist á fólkinu á fundinum að það væri hlynnt þeirri hug- mynd að loka Ofanleitinu þannig að öll innkeyrsla í hverfið yrði í raun og veru úr Efstaleiti ef af þessu yrði. Þá yrði þessi stubbur upp frá Listabraut nánast eingöngu fyrir skólana. En þetta á eftir að fara í skoðun og í gegnum þann feril sem það tekur og það veit enginn hvort af þessu verður,“ segir hann. Íbúar hafa áhyggjur af umferðarmálum vegna fyrirhugaðrar byggingar á Verslunarskólalóð Leiti Deiliskipulagstillaga arkitektanna Ormars Þórs Guðmundssonar og Hrafnkels Thorlacius þar sem sést hvernig gert er ráð fyrir fjögurra hæða tengibyggingu á milli skólanna. Uppdrátturinn lengst til hægri sýnir hvar gert er ráð fyrir þriðja áfanga Háskólans í Reykjavík. Samtals verða um 2.700 nemendur í skólunum tveimur þegar allar byggingarnar eru komnar í fulla notkun. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 13 ÍBÚARNIR í Barmahlíð 42 ráku upp stór augu þegar gamall kolaofn kom upp úr lóðinni hjá þeim við fram- kvæmdir þar í fyrradag. Ofn- inn er talinn vera úr bragga- hverfi, sem var þar í grenndinni á stríðsárunum, en að sögn deildarstjóra hjá Árbæjarsafni eru minjar um braggalífið hérlendis fágæt- ar. „Við íbúarnir í húsinu nr. 42 og 44 tókum okkur saman og grófum drenlögn hjá okk- ur,“ segir Arnar Heimir Jónsson sem býr í númer 42. „Áður fyrr voru sumstaðar settar niður gataplötur þar sem var steypt stétt og undir þannig gataplötu fyrir fram- an tröppurnar í kjallaranum fundum við þennan ofn.“ Hann segir íbúana ekki hafa haft hugmynd um hvað þetta var og fengu því mann frá Árbæjarsafni til að kíkja á gripinn. „Ég ætlaði að nota ofninn fyrir blómapott í garðinum, því ég var ekki búinn að finna pottinn úr honum, en mér var sagt að menn væru að borga stórar upphæðir fyrir svona. Þannig að ég fór í fyrrakvöld og leit- aði að pottinum og fann hann.“ Ofninn er mjög heillegur fyrir utan gat sem kom í bakhlið hans þegar verið var að dýrka hann upp úr jörð- inni með járnkarli og fannst með honum spaði, sem not- aður var til að hræra í kol- unum. Vanræktur tími Það var Helgi Máni Sig- urðsson, deildarstjóri hjá Ár- bæjarsafni sem skoðaði ofn- inn og segir hann ekki fara á milli mála að hann sé frá stríðsárunum vegna áletrun- ar sem á honum er. „Það stendur U.S.Navy á honum og þetta er kolaofn úr bragga,“ segir hann. Aðspurður segir hann að þetta hljóti að vera sjaldgæft enda sé lítið til af minjum frá þessum tíma. „Þetta hefur verið vanræktur tími því braggarnir og það sem þeim fylgdi þótti fátæktarmerki og það hafa verið fordómar gegn þessu. En það er svona að byrja að koma fram skiln- ingur á því núna. Það vill reyndar svo til að við eigum einn ofn mjög líkan þessum á Árbæjarsafni, en það getur vel verið að það sé eini ofn- inn á landinu, fyrir utan þennan, af einhverjum þús- undum ofna sem voru í notk- un.“ Húsið í Barmahlíðinni sem ofninn fannst við, er að sögn Helga eitt af fyrstu húsunum í hverfinu og var það byggt árið 1945. Braggahverfi var þarna skammt frá og sjálf- sagt líka stakir braggar. Ofninn var eingöngu not- aður til kyndingar og stóð í miðjum bragga. „Það er í honum eldhólf og síðan ösku- hólf undir og líklega hefur verið hægt að setja kaffi- könnu á hann en þetta er sem sagt ekki eldamaskína,“ segir Helgi. Merkilegur gripur fannst undir gangstétt við jarðvinnu á einkalóð Fágætur kola- ofn frá bragga- tímabilinu Hlíðarnar Morgunblaðið/Arnaldur Arnar Heimir Jónsson með ofninn góða sem fólk hefur ornað sér við í einhverjum bragganum á stríðsárunum. HIN árlega sumarhátíð leik- skóla Garðabæjar var haldin í gærmorgun. Um 300 börn af sex leikskólum, þar af ein- um einkareknum, gengu fylktu liði ásamt leik- skólakennurum og öðru starfsliði leikskólanna, frá hjúkrunarheimilinu Holts- búð áleiðis að Hofsstaða- skóla. Við Hofsstaðaskóla var sunginn fjöldasöngur og hafði hver leikskóli eitt lag á takteinum sem börnin höfðu æft. Að söngnum loknum var boðið upp á leiksýningu frá Brúðubílnum. Hátíðinni lauk með sam- söng allra barnanna, en þau voru klædd treyjum sem á stóð „25 ára“ í tilefni þess að Garðabær fagnar 25 ára kaupstaðarafmæli í ár. Söngur á sumarhátíð Garðabær BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu fræðslustjóra um ráðningu skólastjóra í Laugarnes- og Selásskóla. Helgi Grímsson verður ráð- inn nýr skólastjóri Laugar- nesskóla en hann tekur við af Jóni Frey Þórarinssyni sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Helgi hefur gegnt starfi fræðslustjóra bandalags ís- lenskra skáta en hann hefur einnig fengist við kennslu og meðal annars verið aðstoðar- skólastjóri í Grandaskóla. Örn Halldórsson verður ráðinn skólastjóri Selásskóla en hann tekur við af Hafsteini Karlssyni. Örn er kennari í Grandaskóla og hefur verið aðstoðarskólastjóri þar um tíma. Nýir skólastjórar í Laugarnes- og Selásskóla Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.